Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Blaðsíða 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER1982. FJÖLBREYTT „LÍTIL JÓL” Á RAUÐAKROSSHEIMIUNU Þegar jólin fara aö nálgast er þaö siöur hjá mörgum stofnunum aö hafa „litlu jólin” innan sinna veggja meö því fólki sem þar dvelur eöa starfar daglega. Viö slík tækifæri er eitthvað flutt í töluðu máli sem minnir á jólin, kaffi og kökur eru á boöstólum, einnig er sungiö og spilað og fleira gert sem til fellur. Rauðakrossheimiliö í Reykjavík haföi fyrra falliö á „litlu jólunum” en þar dveljast aö jafnaöi á milli 30 og 40 manns, til aö jafna sig eftir lækninga- meöferöir á sjúkrahúsum, víöa af landinu. „Sumir veröa líkiega farnir heim fyrir jól,” sagöi Bryndís Jóns- dóttir forstööukona.þegar viö litum inn á „litlu jólin” í Rauöakrossheimilinu, en hún hefur starfað þar frá upphafi, eöa í tæpan áratug,” en viö höfum haft þaö fyrir siö aö gera hér einhvem dagamun fyrir jólin og fengið hingaö til að taka þátt í dagskránni ýmsa þá sem hér hafa dvalið og eiga eitthvert skemmtiefni í sínum fórum. Allir hafa þeir orðið viö þeirri ósk og jafnvel komiö um langan veg til aö vera meö okkur eina kvöldstund og létta lund dvalargesta.” Aö þessu sinni flutti Eyþór Þóröar- son jólahugvekjuna bg lauk máli sínu með þessum oröum. „Þegar viö minn- umst hinna mörgu jólahátíða, sem við höfum upplifað, eru þær minningar meöal okkar bestu minninga, — viö hlökkuðum til jólanna þegar viö vorum börn, þeim góða þætti berskuáranna munum viö ætíð halda því viö munum aldrei veröa svo gömul aö viö hlökkum ekkitil jólanna.” Vestan af Snæfellsnesi var kominn gestur sem dvaldi á Rauöakrossheim- ilinu fyrir átta árum, Inga frá Skaröi, — Ingibjörg Kristjánsdóttir — og hefur þaö sér til ágætir aö vera harmóníku- leikari, — var í eina tíö meö hljómsveit fyrir vestan sem Frostrósir hét. Ekki var að heyra aö sú rósin hafi neitt föln- aö þegar tónarnir liöu frá harmóník- unni og fylltu salarkynni Rauðakross- heimilisins. En það voru fleiri Ingibjargir til staöar en frá Skaröi. Lengra að vestan, eða frá Súgandafiröi, var Ingibjörg Jónasdóttir, reyndar dvalargestur vegna fótbrots. Tók hún lagið meö gítarundirleik og vann, eins og nafna hennar, hug allra viðstaddra meö flutningi sínum, meðal annars á frum- sömdum ljóðum. Viö nánari athugun Dansað í björtu. var þarna á ferðinni „týnda konan” úr DV, sem vann þrenn gullverölaun fyrir söng sinn á Spáni í sumar þegar efnt var til alþjóölegrar keppni á meöal Eyþór Þórðarson flytur jólahugvekju.: Bryndís Jónsdóttir forstöðukona. dvalargesta þar. Ingibjörg haföi reyndar gamlan skóla í dægurlaga- söng, sem kom henni til góða á Spáni, því fyrr á árum söng hún meö dans- hljómsveitum um sinn í Reykjavík, á Selfossi og á Suðurnesjum. Auk þess aö stjórna fjöldasöng, ásamt Bryndísi forstööukonu, lagði Ingibjörg Jónasdóttir til efni í kveö- skap tveggja hestamanna sem komu í fullum herklæöum og kváöust á af miklum móö, en því miöur tókst okkur ekki aö nema orörétt neitt af stökunum sem flugu en þær féllu í mjög góöan jaröveg hjá viðstöddum. Einna markveröast á þessum „litlu jólum” var frásögn og litskyggnu- myndasýning Mikaels Magnússonar blaöafulltrúa, sem gegndi hjálpar- störfum á vegum Rauöa krossins í sex mánuöi í Nígeríu, ekki alls fyrir löngu. Var lýsing hans á þjóölífinu þar í landi meö afbrigöum góö og færöi mönnum heim sanninn um hverju má áorka meö skipulögðu starfi hjá frumstæöum og fátækum þjóöum, — metta soltna og lækna sjúka viö hinar erfiöustu aöstæö- ur. Á miöju kvöldi fengu dvalargestir og aörir viðstaddir kaffi og meðlæti, en aö endingu röbbuöu menn saman eöa stigu dans eftir hljómfallinu úr harmóníku frostrósarinnar frá Skaröi. emm/Heiðar Baldursson Ragnhildur Stcfánsdóttir teiknaði jólamerki Þórs. Jólamerki Lions- klúbbsins Þórskomið Lionsklúbburinn Þór hefur gefiö út sérstakt jólamerki sem selt er til ágóöa fyrir líknarsjóð klúbbsins. Jólamerkiö í ár er teiknað af ungri myndlistarkonu, Ragnhildi Stefáns- dóttur. Lionsklúbburinn hefur gefiö út jólamerki á hverju ári síðan 1967. Voru merkin oftast hönnuö af Jakobi Hastein og Halldóri Péturssyni sem báöir voru félagar í Þór. Sölustaður jólamerkisins er Frí- merkjahúsiö Lækjargötu 6 B. ás. Húsbruni í Vestmannaeyjum: Miklar skemmdir af eldi og reyk Eldur kom upp í einu starfsmanna- húsinu viö nýja sjúkrahúsiö í Vest- mannaeyjum um fjögurleytiö aö- faranótt sunnudags. Húsiö sem er innflutt og er úr áli skemmdist mikið íeldinum. Þegar slökkviliö í Vestmannaeyj- um kom á vettvang var talsveröur eldur í húsinu og mikill reykur. Slökkviliösmenn byrjuöu á aö fara inn í þaö til aö kanna hvort einhver væri í húsinu. Svo reyndist ekki vera. Aö sögn slökkviliðsstjórans Kristins Sigurössonar skemmdist húsið mikið af eldi og reyk og munu innanstokks- munir vera illa farnir. Greiölega gekk aö slökkva eldinn. Húsiö er viö Ásaveg, á ióð nýja sjúkrahússins, og er eitt þeirra húsa er ganga undir nafninu Gámar hjá Eyjamönnum. Kviknaömun hafa í út frá viftu. -JGH Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Enn horfir Ólafur til framboðs Ólafur Jóhannesson hefur verið aö gefa dulítið sérkennilegar yfirlýs- ingar undanfarið, sem hægt væri að taka sem svo, að hann ætlaði áfram í framboð í Reykjavík. Einkum bygg- ist þetta á tvennu. í fyrsta lagi talaði hann á flokksþinginu og bar m.a. fram þá ósk, að Framsóknarflokkur- inn sneri aftur til miöjunnar í stjórn- málunum. Það olli nokkrum þátta- skilum í Framsókn, sem fram aö þessu, og í nokkum tíma, hefur verið með vinstri tilburði án sýnislegs fagnaðar, eða að meö þeim hætti hafi henni tekist að verða forustuafl á vinstri vængnum. Menn tóku því feg- ins hendi við þeim boðskap Ólafs Jóhannessonar, að nóg væri komið af vinstri göngu í bili. En ræða hans á flokksþinginu olli þó enn meiritíðindum, af því að ljóst var af henni, að gamli maðurinn var ekki um það bil að hætta í pólitíkinni. Menn sögðu sem svo, að hann hefði ekkert erindi átt í ræðustól á þinginu ef hann ætlaði ekki að halda áfram. Að vísu tekur Eysteinn Jónsson enn til máls á svona þingum, en það er aðeins til að stemma stigu við gönu- skeiðum í sambandi við stofnanir flokksins. Hann er orðinn einskonar húsvörður flokksins, og gætir þess að angurgaparnir valdi ekki slysum á stofnunum og mönnum. Ólafur hefur takmarkaðan áhuga á slíku og lítur væntanlega á það sem smámuni. Aft- ur á móti eru honum það engir smá- munir, hvort hann situr áfram á þingi eða hættir. Annað atriðiö, sem bendir til þess að Ólafur Jóhannesson sé ekki að hætta afskiptum af stjórnmálum er blaöaviðtal, sem birtist við hann í síðasta Helgarpósti. Þar klykkir hann út með að segja viö Ömar Valdimarsson, að hann megi gjam- an gera viðtalið að framboösræöu. í þessu tilfelli spyrja væntanlega tveir biðkandídatar: Framboðsræðu í hvaða kosningum? Það eru þeir Guð- mundur G. Þórarinsson og Haraldur Olafsson, sem væntanlega yrðu full- trúar Framsóknar í Reykjavík ef gamli maðurinn hætti. Eitthvað hef- ur verið fundað um framboösmálin, en Ólafur er hljóður um sínar fyrir- ætlanir, nema að þessu leyti: Hann er alltaf að lofa mönnum að reikna. Framsókn mun eiga i erfiðleikum í Reykjavik án Ólafs í framboði. Menn treysta honum til að bera hag flokks- ins fyrir brjósti og láta hann ekki af hendi i samningum. Menn treysta honum einnig til að halda þannig á málum vestrænnar samvinnu, að þar standi ekki eitt í dag og annað á morgun. Yngri menn yrðu hvatvísari og fljótari til aö samþykkja t.d. margvíslegar kröfur Alþýðubanda- lagsins, sem er kötturinn en ekki músin í samskiptum þessara tveggja flokka. Þetta vita menn og þess vegna eflist Ólafur með hverju árinu sem líður. Reynsla hans af sam- steypustjórnum, einkum á árunum 1971—74, hefur kennt honum að á stundum er affarasælast fyrir flokkinn og raunar þjóðfélagið að setja hnefann í borðið fyrir framan hinagráðugu. Þótt Ólafur njóti þessara vinsælda nauðsynjarinnar, er hann ekki að sama skapi hinn vinsæli stjórnmála- maður í flokki sínum. Til þess er hann of dulur og fámáll og vita fæstir hvað hann hugsar. Hann hefur komið sér upp þröngum hópi kunningja, sem hann talar við um pólitikina. I þess- um hópi er ráðslagað um Ólaf Jó- hannesson fyrst og fremst og stöðu hans, og hvemig eigi að snúa sér í flokksmálum. Ólafur kann því vel að tala við fáa í samræmi við gamalt máltæki, sem ekki er vert að hafa yfir hér. Yfirleitt leggja þessir kunn- ingjar hans ekki mikið til mála, en þeir stappa í hann stálinu, þegar hann þreytist. Sjálfur leiðir Ölafur sjálfan sig í flestum málum. Eftir næstu kosningar þarf að mynda ríkisstjórn. Þar mun Ólafur koma viö sögu verði hann í framboði. Menn tala jafnvel um hann sem væntanlegan forsætisráöherra, þeg- ar þeir horfa yfir stjórnmálasviðið og sjá lítið annaö en stráka og sigr- aða menn. Hvemig sem um það fer, þá er vist að fleira en persónulegur metnaöur hrindir Ólafi af stað í nýtt framboð. Þar vegur'þungt á metun- um sú ábyrgðartilfinning sem heið- arlegur maður hefur. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.