Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Blaðsíða 15
DV. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER1982. 15 þá sýnist mér aö Reykvíkingar ættu aö fara fram á þaö aö þeir yröu kjörnir fulltrúar borgarinnar, en gætu búiö úti á landi. Þá hlýtur þessi víösýni maöur aö sjá að lands- byggðin missir engan fulltrúa fyrir það. Þama má vissulega sjá ódulbúna spillinguna í landsbyggðapólitíkinni þó aö væntanlega hafi ekki veriö til þess ætlast og fremur látiö stjómast af geðofsa en gætni. — Alveg er þaö ljóst aö þarna eiga þingmenn um þaö tvennt aö velja — að uppfylla ófyrir- leitnar kröfur — eöa eiga á hættu aö missa þingsæti sín — og þá gildir einu hversu skaölegt þaö er fyrir þjóöarbúiö — og hversu ranglátt það er gagnvart öörum byggöarlögum. Ég ætla aö taka hér eitt dæmi af ótalmörgum, skrefatalninguna á höfuöborgarsvæöinu sem nú hefir verið mjög til umræöu vegna þess taps sem hún hefir leitt yfir Póst og síma, 20 millj. kr. á ári, — fyrir utan allt þaö sem þessi merkis „búnaöur” hefir kostaö. — En landsbyggðin gat ekki sætt sig viö aö hægt væri aö tala hér húsa á milli fyrir minna gjald en þeir þurftu aö greiða fyrir samband við höfuðborgina. Og upphaflega ætluðu heiðursmennirnir á Alþingi hvergi aö láta skrefatalningu koma til framkvæmda, nema hér á höfuöborgarsvæöinu, en einhverra hluta vegna hafa þeir þó ekki þorað aö framkvæma þaö. En gaman væri aö vita hvers vegna helmingi fleiri frískref gilda á Akureyri en í Reykja- vík. Eru þaö kannski byggðasjónar- miðin — eru þingsætin ef til vill annars í of mikilli hættu? — Þing- menn Reykjavíkur þurfa hins vegar ekkert aö óttast þó að þeir standi aö hvers konar ranglæti og ofbeldis- aðgeröum gegn höfuðborginni .. . Þeir bara hlusta ekki á borgarana ef þeir andmæla — eða nota aðeins blekkingar og hroka. Þaö er svo sannarlega ömurlegt hvaö þetta vesalings kvartandi fólk gerir sig lágkúrulegt í öllum ergingunum yfir því hvaö þaö búi við kröpp kjör svo aö ekkert dugi minna en stööugt ný og ný veröjöfnunar- gjöld frá íbúum höfuöborgar- svæðisins og kosningaréttur þeirra að auki svo aö það missi ekki „viðspymuna” á Alþingi . . . Þaö má líka segja aö því hafi tekist aö fá „viðspymuna” svo djúpt sem Alþingi hefir sokkiö í foræði pólitískrar fyrirgreiðslu og ranglætis. Tómlæti En hvað gera Reykvíkingar nú? — Þeir vita aö þingmenn em eitt- hvaö aö semja um þaö sín á milli hvaö lítil mannréttindi þeir eigi aö hafa — einhverja smá jöfnun kosningaréttar? — En jafnframt er það víst aö slíkt færir engin aukin réttindi eöa lagfæringu heldur einungis fleiri menn til aö stunda þessi þokkalegu vinnubrögö. Eftir sem áður spyrna ófyrirleitnir þrýstihópar á Alþingi til aö láta þaö gera hina ólíklegustu hluti. Mér sýnist Reykvíkingar vera furöu tómlátir um kjördæmamálið. Þeir viröast svo sannarlega geta gagnrýnt mannréttindabrot annars staöar í heiminum en þaö er því lík'ast sem þeirra eigin mannréttindi séu þeim óviökomandi — og þeir vilji aðeins í auðmjúkri undirgefni fela þingmönnum aö skammta sér þáu eftir geðþótta sem hins vegar jafngildir áframhaldandi þjóðar- meinsemd og spillingu. Ef alþingis- menn komast upp meö það nú aö fara sínu fram í málinu — þá þýöir ekki seinna meir fyrir Reykvíkinga aö hefja baráttu. Ekkert annaö er réttlátt enaöhvertatkvæöivegijafn þungt hvar sem er á landinu. Þetta vita allir og allir vita líka aö annarleg og þjóðhættuleg sjónarmiö ráöa því aö svo er ekki. Varla heföi þurft marga áratugi til að reikna þetta allt út ef landið væri gert eitt kjördæmi. — En kannski missti þá vannæröa spymuliðið noröur í landi „Alþingis- spyrnuna”sma. Ekkert annaö en öflug samstaöa þeirra sem órétti eru beittir getur fært kjördæmamáliö í viðunanlegt horf .. . Hvar eru verkalýðsfélögin og önnur félög hér í borg? . . . Hvers vegna þegja þau þunnu hljóði? . .. Þaö er aðeins samstaöa á breiöum grundvelli sem getur ráöiö úrslitum í þessu máli. — Stundum hafa veriö haldnir hér fjöldafundir eöa fariö í kröfugöngur þegar um einhver stór- mál hefir veriö aö ræða. .. En er þaö kannski ekkert mál þegar um er aö ræöa áframhaldandi mannréttinda- afsal meira en helmings þjóðfélags- þegnanna um ófyrirsjáanlega framtíð? Ekki er trúlegt aö stjórnar- skránni eöa kjördæmaskipan yröi breytt afturá næstu áratugum. Reykvíkingar.gefum öl!um þing- mönnum okkar frí frá þingsetu næsta k jörtímabil ef ekki gildir sami atkvæöisréttur alls staöar á landinu. Þaö er ekki aðeins atkvæðisréttur Reykvíkinga, sem um er aö ræða, heldur réttur allrar þjóöarinnar — líf hennar og sjálfstæöi. Þennan brjálæðislega skrípaleik stjórnmálamanna verður aö stööva. — Það geta Reykvíkingar gert meö mætti samtaka og réttlætis. . .. Og ef þeir gera það ekki eru þeir samá- byrgir. Aðalheiður Jónsdóttir. A „Þessi vísi maður hefur komist að þeirri ^ niðurstöðu, að „Suð-Vestlendingar” séu hinir óumdeilanlegu niðursetningar þessa þjóðfélags.” Urslit prófkjörsins komu mörgum á óvart. þig þaö því einhverju skipta og ómakaðu þig á kjörstaö í næsta próf- kjöri. Metum þingmenn eftir verkum þeirra en ekki oröum. Veitum nýjum mönnum brautargengi ef okkur líkar málflutningur þeirra og teljum skoöanir þeirra samrýmast okkar. Gefum þeim tækifæri til aö sýna hvað í þeim býr. Núverandi þing- mennhafafengiðsíntækifæri. \ Kjósum nýja menn á þing næst. Gefum þeim gömlu f rí. hjá sér stjórnmál „vegna þess aö Viö þig sem svona hugsar vil ég þaö er sama hver er í stjóm, þeir eru segja: Þaö skiptir þig og þína máli Gyöa Magnúsdóttir, hvortsemerallireins”. hverjir veljast til aö stjóma. Láttu hjúkrunarfræðingur. Slappadu af frá önnum jólanna í noialegu og fallegu umhverfi. Öll snyrtiþjónusta Vinnum med hinum i'rá- bœru frönsku snyrtivöruin frá Sól og gufubad Sö/Ayr PARISAaJ Desemberverð 330 krónur 10 tímar fönsunhf. Skeifaii 3c. Reykjavik. Símar 31717 og 31733 Náttúrlækningabúðin Laugavegi 25, símar 10262 og 10263 og viö Öðinstorg, sími 10228. Til eiginmanna og unnusta: Ef þú ætlar að gefa þinni þessa bók, kannaðu þá fyrst, hvort hún sé ekki nú þegar búin að kaupa hana. Við sendum bókina sem og aðrar vörur okkar í póstkörfu hvert á land sem er. Þeir, sem senda greiðslu með pöntun, losna við póst- kröfukostnað. Líkamsræktarbók Jane Fonda JANE FONDAS BOOK by Jane Fonda with photographs bv Steve Schapiro Bókin, sem slegið hefur öll fyrri sölumet bóka um líkamsrækt. - Þetta er bókin, sem á erindi til allra íslenskra kvenna. - Bókin er á ensku, en létt aflestrar og kennslan byggir mest á myndum og texta þeim, sem með hverri mynd fylgir. - Bókin er mikið notuð í líkamsræktarskólum t mörgum löndum, einnig hér á landi. - Bókin er því aðgengileg öllum, jafnvel þeim, sem kunna lítið eða nánast ekkert í ensku. - Þetta er bókin, sem þúsundir íslenskra kvenna dreymir um að eignast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.