Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Blaðsíða 21
1. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER1982. 21 Hef mikla trú á þyHurekstrí — segir Benóný Ásgrímsson þyrluflugmaður, þrátt fyrir það sem á undan er gengið þyrlur Landhelgisgæslunnar er um tíu manns, þar af eru átta sem gegna öörum störfum meö. Hér aö framan hafa verið taldar upp sextán þyrlur sem hrapaö hafa á Is- landi frá árinu 1955. Tíu þeirra voru í eigu islenskra aðila en sex í eigu bandariskra, þar af fjórar björgunar- þyrlur hersins. En hvernig veröur hún skýrð, þessi hörmulega saga þyrlurekstursins? Viö vitnum í svar ráðhérra viö fyrirspum EiðsGuðnasonar: Enginn einn samnefnarí fyrír orsakir slysanna „Hafa ber í huga aö þyrluflug fer eðli sínu samkvæmt oft fram í lágum flughæðum, þar sem hættar er viö mis- vindi og ýmsum hindrunum. Við björgunarstörf þurfa þyrlur enn frem- ur oft að athafna sig við mjög erfið veðurskilyrði. Þessir þættir geta því haft veruleg áhrif á slysatíðni þyrla. Rétt er einnig að benda á eftirfarandi atriði: a) Enginn einn samnefnari virðist fyr- ir orsökum slysa og óhappa í þyrlu- rekstri hér á landi. b) Hvað varðar eigin þyrlur Landhelg- isgæslunnar, eða þær þyrlur, sem á hennar vegum hafa verið, hefur ekkert komiö fram, sem bendir til að viðhaldi þyrlanna hafi verið ábótavant, enda hefur Landhelgis- gæslan lagt þunga áherslu á góöa viðhaldsþ jónustu. c) Þjálfun þyrluflugmanna hefur al- mennt verið í samræmi við lög og reglugerðir hér á landi, sem yfir- leitt eru strangari á þessu sviði en í öðrumlöndum. d) Eftirlit með flugrekstri, þar með töldum þyrlurekstri, er falið loft- ferðaeftirliti Flugmálastjómar, og er eins náið og kostur er. ” I framhaldi af fyrirspurn Eiðs ákvað flugráö að fela starfshópi þriggja manna að kanna nánar á hvern hátt bæta mætti öryggi í þyrlurekstri. I starfshópnum voru þeir Grétar Oskarsson framkvæmdastjóri, Páll Halldórsson flugstjóri og Ragnar Karisson flugvirki, sem falið var að gegna formennsku. Eftíríit og aðhald Flugmálastjórnar ekkinógugott Starfshópurinn skilaði tillögum sín- um í júlímánuði 1981. Lagt var til meðal annars að kröfur til flugmanna yrðu auknar á þann hátt að enginn fengi skírteini án þess að hafa áöur hlotið þjálfun hér á landi í að minnsta kosti 15 flugtíma við ýmsar aðstæöur undir leiðsögn flugmanns með reynslu. Starfshópurinn benti á að til væru ýmsar reglur, sem hefðu getað hjálpað nauöstöddum áhöfnum og farþegum, ef þær heföu verið haldnar. Lagt var til að flugmenn þyrla yrðu látnir vinna eftir mjög ákveðnum og skýrum starfsreglum. Um viðhaldsmál sagði starfshópur- inn að tvö til fjögur af þyriuslysum á Islandi mætti rekja til viðhaldsmála. „Teljum við til bóta ef ákveðnum við- haldsverkstæðum yrði faliö viðhald á þyrlum í atvinnuflugi, en þau eiga að starfa eftir ákveðnum kröfum um þekkingu, skipulag, aðstöðu, lágmarks varahlutaeign og aðhald.” Starfshópurinn sagði ennfremur að eftirlit og aðhald Flugmálastjórnar virtist ekki vera nógu gott. „Teljum við að skortur á sérhæfðum mönnum hjá loftferðaeftirliti sé aðalorsökin.” Lokaorö starfshópsins voru: „Svo viröist sem f járskortur sumra þyrlukaupenda hafi freistað þeirra til að kaupa óhentugar, óvandaöar, gaml- ar og viðhaldsfrekar vélar. Einnig hef- ur verið nokkuð um það að ekki hefur verið hægt að leysa út varahluti vegna fjárskorts og þyrlurnar oft ekki flug- hæfar þess vegna, þegar á þeim heiur þurftaðhalda.” Flugráð fól loftferðaeftirliti að semja drög að vissum breytingum á reglum í framhaldi af tillögum sam- starfshópsins. Að sögn Grétars Oskarssonar, hefur tillögunum að mestu verið komið í framkvæmd. Loft- ferðaeftirlitiö hefur þó engan sérhæfð- an mann í þyrlurekstri. Mik Magnússon, blaðafulltrúi varn- arliðsins, sagði aö þeir bandarísku þyrluflugmenn, sem hér hefðu flogið, teldu meiri áreynslu að fljúga á Islandi en víðast annars staðar. Nefndu þeir veðrið og fjöllin í því sambandi, hér þyrftu þeir að kljást við hvassviðri, misvindi og skyndiiega vindsveipi. Ennfremur væri dimmviðri algengt, súld og rigning, sömuleiðis ísing. AUs hafa þyrluslysin á Islandi kostað sextán manns lífið, þar af sex útlend- inga. Sextán þyrlur, misdýrar, hafa eyðilagst, þar af sex útlendar. Þessi hörmulega útkoma hlýtur að vera heimsmet. En villnokkur missaþær? Ekki er hægt að setja punktinn á grein þessa án þess að telja upp það góða sem þyrlurnar hafa gert á Is- landi. Það Uður varla sá mánuður að ekki sé sagt frá björgunar- eða leitar- flugi þyrlu. Mannslífin sem þyrlurnar hafa bjargað eru miklu fleiri en þau sem þær hafa kostað. Björgunarsagan er efni í miklu stærri grein en þessa og margargreinar. Vegna sinna fjölþættu eiginleika hafa þyriurnar víöar komið aö góðum notum, svo sem við eftirUtsstörf, fram- kvæmdir á hálendi, vitaþjónustu og landmælingar. Þrátt fyrir allt myndu flestir vilja hafa þær áfram í þjónustu landsmanna enmissa þær. „Ég hef mikla trú á þyrlurekstri. Eg tel að þyrlur eigi framtíð fyrir sér. Það þýðir ekkert að stöðva þró- un þyrlureksturs hér á landi frekar enannarsstaðar.” Svo segir Benóný Ásgrímsson, þyrluflugmaður hjá Landhelgisgæsl- unni. DV spjallaði við hann um þyrl- ur í ljósi þeirra mörgu óhappa og slysa sem þessi farartæki hafa lent í á Islandi. Benóný vUdi byrja á að taka fram aö hann væri að ýmsu leyti ekki sátt- ur við hvemig fjölmiölar hefðu f jaU- að um þyrluóhöpp. Taldi hann að Benóný Ásgrímsson: „Ég tel að ekkl sé hættulegra að fljúga þyrlum en öðrum flugvélum. En ég held að þyrluflug krefjist meiri aðgæslu.” DV-mynd: GVA. fjölmiðlar hefðu átt þátt í að magna upp óþarfa hræðslu f ólks við þy rlur. „Eg held að flugslys megi í stórum dráttum flokka í þrjá hluta: flugvél ferst þegar menn farast; flugslys, þ.e. þegar menn slasast, og óhapp. Þá á ég við þegar flugvél skemmist og aUir labba heiUr út. Sem dæmi um ranga umfjöllun f jölmiöla vil ég nefna fyrirsögn sem ég sá í dagblaði. Þar sagði að af tólf skráðum þyrlum hefðu níu farist. I ljósi fyrrgreindrar flokkunar get ég aUs ekki sætt mig við að þannig sé tekið til orða,” sagði Benóný. En hvað segir hann um örlög ís- lenskraþyria? „Við verðum að viðurkenna það að slysa- og óhappatiönin er hærri hér en annars staðar. Það Uggja fyrir skýrslur um hvert óhapp fyrir sig og ég hef engu við það að bæta. Menn velta helst vöngum yfir tíðninni. Ef ég hefði einhverjar skýringar á þess- ari háu tiöni væri ég náttúrlega bú- inn að láta Flugmálastjórn vita. Ef ég ætti að vera með vangavelt- ur um þetta þá Uggja örugglega þarna að baki margar samverkandi ástæður. Oheppileg innkaup á vél- um, þetta hefur verið frumherjastarf í þyriurekstri hjá okkur og svo vil ég hreinlega nefna óheppni. Sum þess- ara óhappa vU ég f lokka undir hreina óheppni. Sem dæmi um óheppUeg innkaup vU ég nefna Utlu BeU-47 þyrlurnar tvær sem Landhelgisgæslan keypti árið 1973, TF-HUG og TF-MUN. Þeim þyrlum var búið að leggja í Bandarikjunum og hætt að nota þær. Þetta voru 30 ára gamlar þyrlur, að visu endurbyggðar, en engu að síður vorum við með 30 ára gamla tækni í höndunum. Rekstur þessara þyrla gekk mjög Ula alla tíð og var ein feUd óhappasaga, þó svo að þær skil- uðu áhöfn alltaf heUU niður. Sem dæmi um hreina óheppni vil ég nefna þegar TF-GNÁ hlekktist á í Skálafelli. Við rannsókn kom fram að um samsetningargalla var að ræða í girkassa sem nýkominn var úr endurbyggingu frá verksmiðjun- um. Þrátt fyrir að hundruð sams konar þyrla væru í rekstri var þetta eina tilfelUð þar sem þessi mistök komufram. Annað dæmi um óheppni var þegar TF-EIR nauðlenti á hálendinu um 1970. Mótorinn í henni var þá ný- endurbyggöur frá verksmiðjunum. StimpUstöng brotnaði. Sams konar mótorar eru í þúsundum fhigvéla. Menn spyrja hvemig viðhaldi sé háttað hérlendis. Hvemig er staðiö að þjálfun flugmanna? Ef staldrað er fyrst við viðhaldið þá veit ég ekki til þess að athugasemd hafi verið gerð við viðhaldið þar sem ég þekki tU. Þrátt fyrir það hafa reglur um viðhald verið hertar. I sambandi við þjálfun flugmanna held ég að kröfur þær sem gerðar em til þyrluflugmanna til að öðlast rétt- indi á Islandi séu að verða með þeim stifustu í heiminum,’ ’ sagði Benóný. - Hann taldi aö þyrlumar heföu ekki notið sanngjarnrar umfjöUunar hérlendis. Almennt hefði skapast vantrú á þessum flugtækjum hérlendis, svo mikU að til vandræða horföi. Þeir hjá Landhelgisgæslunni ættu stundum meira að segja i erfiö- leikum meö að fá björgunarmenn og lögreglumenn til að fara í flug. , JFrá árinu 1978 til síðustu áramóta hafa, samkvæmt skýrslum Loft- ferðaeftirlitsins, sex íslensk loftför, af öUum stærðum og gerðum, f logið á loftlínu. Þar af átti þyrla hlut að einu máli. Það eru því ekki bara þyrlur sem fljúga á loftlínur. Samt var þyrluóhappinu slegið rækilega upp í fjölmiðlum en lítið eða ekkert sagt frá hinum. Þó urðu einnig skemmdir á vélunum í einhverjum hinna tUvik- anna. Eg tel að ekki sé hættulegra að fljúga þyrlum en öðrum flugvélum. En ég held að þyrluflug krefjist meiri aðgæslu,” sagði Benóný Ás- grímsson þyrluflugmaður. -KMU. F-GNÁ, sem hlekktist ó i Skólafelli, var sú eina af hundruð sams TF-GRÓ eldri i steypuvinnu i önundarfirði 1977. TF-DIV, þyria Andra Heiðbergs, hefur orðið langlifust íslenskra onar þyrlum sem hafði samsetningargalla i girkassa. Þyrlan eyðilagðist við Búrfellsvirkjun 1980. þyria. Hún dugði I ótta og hólft ór eða þar til hún brotlenti i Fó- skrúðsfirði haustið 1975.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.