Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Blaðsíða 10
10 Útlönd Útlönd Útlönd DV. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982. Útlönd KENNEDY HÆTTIR VIÐ FRAMBOD VEGNA FJÖLSKYLDUMÁLA — og nú liggur brautin bein fyrir Walter Mondale Ted yngrí, Joan, Edward, Klara og Patríck á meðan allt lék i lyndi: Nú koma fjölskyldumálin i veg fyrir framboð hans i forsetakosningunum 1984. Edward Kennedy hefur aö sögn þrjár góöar ástæöur fyrir því aö hætta við framboð sitt í forsetakosn- ingunum 1984. Þær eru: Klara (22 ára), Ted (21 árs) og Patrick (15 ára). Á hann að hafa rætt þessa ákvöröun sina við böm sín heima í Massachusetts helgina áöur en hann birti hana opinberlega. Þaö geröist á blaðamannafundi í Washington í síöustu viku og sagöi hann þar aö börnin væru mikil- vægasta ástæöan fyrir því að hann hygöi ekki á framboö. Hann fór heldur ekki leynt meö aö allt um- stangið í sambandi viö skilnað hans og eiginkonunnar Joan heföi fengið mikiö á hann. Hann sagöi þó blákalt aö hann heföi ekkert á móti því aö veröa for- seti Bandaríkjanna, en þaö yröi aö bíöa betri tima. Þar sem Kennedy er úr leik virðist nú liggja beint viö fyrir demókrata aö velja Walter Mondale, fyrrver- andi varaforseta, sem forsetaefni. Skoöanakannanir síöustu mánuöina sýna aö vísu aö hann nýtur ekki eins mikilla vinsælda og Kennedy, en hann er þó augljóslega annar í rööinni af þeim sem koma til greina. Hinir eru John Glenn, fyrrverandi geimfari (61 árs) , Gary Hart, þing- maöur (45 ára), Alan Cranston, þingmaður (68 ára), Ernest Holl- ings, þingmaður (60 ára) og Reubin Askew, fyrrverandi fylkisstjóri i Flórída (54 ára). Tveggja ára kosningabarátta Mondale, sem er 54 ára, er af norskum uppruna. Áöur en hann geröist varaforseti í tíö Jimmys Carters var hann þingmaður Minne- sota. Mondale hefur enn ekki tilkynnt hvort hann vill fara í framboð eöa ekki. Menn búast þó viö slíkri til- kynningu á hverri stundu og efast ekki um að hann sé til í slaginn. Eiginlega má segja aö hann hafi byrjaö kosningabaráttu sína fyrir tveimur árum því aö allan þann tíma hefur hann verið á ferö og flugi um landiö með fyrirlestra. Mondale nýtur víötæks stuönings hjá flokksmaskínunni og hann á einnig stuöning vísan hjá þó nokkrum stéttarfélögum. Fleiri hafa þó hingaö til stutt Kennedy, en nú er búist viö aö Mondale taki fylgi þeirra í arf. Þar meö er hann búinn aö koma sér upp óhemju sterkum bakhjarli. Lanössamtökin bandarísku, AFL— CIO gegndu mjög miklu hlutverki í nýafstöðnum forkosningum innan Demókrataflokksins en samtökin leggja nú mikla áherslu á aö auka pólitísk áhrif sín. Þaö sama gildir líka um þau stéttarfélög sem fá- mennari eru. Mondale veit aö hlutverk hans sem varaskeifa hins óvinsæla Carters er honum fremur til skaða en ávinnings. Þess vegna hefur hann að sögn starfsbræöra sinna reynt aö halda sér utan viö sviösljósiö og forö- ast of mikla auglýsingu í f jölmiölum. I staöinn hefur hann kosiö fyrir- lestraþeyting sinn um landið. Fuglinn Fönix Upp á síökastiö er hann þó aftur farinn aö láta á sér kræla í fjölmiöl- um og líkja margir endurkomu hans á vígsvið stjórnmálanna viö upprisu f uglsins Fönixar úr öskunni. Hann gagnrýnir efnahagsstefnu Reagans forseta harölega en lætur heldur ekki skorta á nýjar hugmynd- ir fyrir framtíðina: — Þaö væri óheppilegt aö byggja kosningabaráttuna á mistökum Reagans í efnahagsmálunum, segir einn af starfsmönnum Mondales, — kjósendur hafa helstan áhuga á framtíöinni. Mondale fer ekki í grafgötur um þaö aö hann vill leggja mikla áherslu á hentugra menntakerfi, afvopnun og stuöning viö vissa tegund af viö- skiptahöftum. Eins og landiö liggur í dag viröist margt benda til þess aö næstu for- setakosningar veröi einvígi milli Ronalds Reagans og Walters Mon- dale. Mondale er þó ekki sá andstæö- ingur sem Reagan hefur helst óskaö sér. Hann á aö hafa sagt aö hann langaði mjög til aö keppa viö Kennedy: — Ég myndi slá hann út með mestu ánægju, er haft eftir forsetan- um. Mondale varaforseti og Carter forseti: Það timabil er ekki lengur neitt gteðiefni fyrir Mondale. Skálmöld í Argentínu — Herstjórnin lofar almennum kosningum í lok næsta árs en fólkið vill ekki bíða svo lengi Forseti Argentínu, hershöfðinginn Reynaldo Bignone, hefur lofaö þjóö- inni almennum kosningum í lok næsta árs. Á fyrstu mánuðum ársins 1984 á herinn aö skila völdunum í hendur þeirra stjórnmálamanna sem valdir hafa veriö af fólkinu. Samkvæmt því sem Bignone segir er þetta málamiðlunartillaga. Herinn hefur stjórnað Argentínu síöan hann hrifsaði til sín völdin 1976 og hefur átt viö vaxandi andúö aö stríða af hálfu þeirra sem vilja kosn- ingar og borgaralega stjórn. Borgaralegir stjórnmálamenn hafa krafist skjótra kosninga en samkvæmt því sem Bignone segir er slíkt ekki framkvæmanlegt fyrr en „tæknilegum örðugleikum” hefur veriö hrundið úr vegi. Lýsti forsetinn því yfir aö hann vonaöist til að breyt- ingarnar gætu gengiö friðsamlega. En þaö er ólíklegt aö stjórnmála- flokkarnir sætti sig viö aö bíða í eitt ár. Mestar h'kur eru taldar á því aö perónistar vinni kosningarnar. En flokkurinn er margklofinn. For- menn allra flokka eru vel viö aldur og flokkamir lítt í stakk búnir fyrir kosningabaráttu. Þeir hafa gerst kröfuharðari eftir aö Argentínumenn töpuöu stríðinu við Breta um Falk- landseyjar. Aö því stríði loknu lofaði herinn borgaralegri stjórn á ný í marsl984. Sl. mánudag lamaði sólarhringsverkfall allt athafnalif i Argentinu. Búist er við að mótmælaaðgerðir 16. desember leiði til meiriháttar götuóeirða. Meiriháttar aðgerðir Ömurlegt ástand í efnahagsmál- um, versnandi lífskjör, óánægja meö óstjórn hersins og vonbrigði meö ófarirnar í Falklandseyjadeilunni hafa aukið á mótmælaölduna í Argentínu. Einnig gerast þær raddir Reynaldo Bignone: Rænir herinn völdunum frá honum? háværari sem krefjast þess aö herinn taki á sig ábyrgö á þúsundum manna sem horfið hafa — flestir myrtir í sambandi viö valdarán' hersins og þeim ofsóknum sem fylgdu í kjölfar þess. Æ oftar slær í brýnu á milli andófs- manna og lögreglu. Vmsar meiri- háttar aögerðir eru í bígerð á næstu vikum og sl. mánudag geröi 90% meölima þriggja stærstu verkalýös- félaganna sólarhringsverkfall sem lamaði allt þjóöhfiö. Þann 16. desember er áætlaö aö grípa til víötækra mótmælaaðgerða í miöborg Buenos Aires. Þar munu fimm stærstu stjórn- málaflokkarnir mótmæla því sem þeir kalla hættulegustu kreppuna í Argentínu á þessari öld. Þeir sem skipuleggja mótmæhn reikna með aö safna saman rúmlega 100.000 manns í mótmælagöngu frá þinghúsinu til stj órnarhaharinnar. Herstjórnin býr sig nú undir umfangsmiklar öryggisráöstafanir í sambandi viö mótmælin. Er búist viö aö afleiðingarnar leiöi til meiri háttar götuóeirða á de Mayo törginu, á svipaðan hátt og geröist eftir hið tapaða stríð umFalklandseyjar. Sundrung innan hersins Meö vaxandi andófi borgaralegra afla í Argentínu vex einnig sundrungin innan hersins. Þótt sundrung hafi ætíð veriö fyrir hendi á miUi flughers, sjóhers og landhers, hefur hún aukist til muna eftir stríöiö um Falklandseyjar. Þar þótti flug- herinn standa sig langbest, en sjóher og landher hafa mætt haröri gagnrýni fyrir frammistöðu sína. Talið er aö deildir innan hersins undirbúi nú valdarán til aö ná völd- unum af Bignone og stjórn hans. Yfirmaður landhersins, Cristino Nicolaides, er sagöur haröastur í andstööunni gegn nýrri borgaralegri stjórn. Þeir sem best vit hafa á mál- unum áhta að ástandið í Argentínu sé nú orðiö svo slæmt aö búast megi við innbyrðis stríöi innan sjálfs hers- ins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.