Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1982, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1982, Síða 5
DV. FÖSTUDAGUR17. DESEMBER1982. S Maraþontónleikar SATT ogTónabæjar: Gift sló íslands- met í tónleikahaldi „Hljómsveitin Gift sló í fyrradag Is- landsmetið í tónleikahaldi þegar hún spilaði samfellt í sólarhring. Þetta gerðist á maraþontónleikum SATT og Tónabæjar. Fyrra metið átti hljóm- sveitin Pass og setti hún þaö á sömu tónleikum, 9. desember. Met þeirra er 4 klukkustundum styttra. I hljómsveitinni, sem er ársgömul, eru Bjöm Sigurbjömsson, gítar, Ragnar G. Gunnarsson, trommur, Leifur Ivarsson, söngvari, Olafur Vil- hjálmsson, bassi og Eggert Gunnars- son, hljómborð. DV hitti þá að máli um það leyti sem spiliríinu lauk. Þeir kváðust vera í góðu ásigkomulagi en þreyttir. Puttar gítaristans vom ekki ýkja illa famir þreytan hafði verið verri óvinur, sagði hann. Einnig að rafvirkjar sem unnu að viðgerðum á loftræstikerfi hússins smurðu það, olli því að kerfið framleiddi reyk. Reykjarsvælan og hávaöinn var ekki til að létta undir. Ottist þið ekki að metið verði slegið strax aftur? Einn svaraði því stutt og ákveðið: ,,Ég ræö mönnum frá því að reyna það en auðvitað er öllum guðvelkomið að prófa. Það verður sennilega Kvala- sveitin sem reynir það næst, undir lok maraþontónleikanna.” Tónleikunum lýkur á sunnudag Aö sögn starfsmanna við maraþon- tónleikana hafa þeir gengið mjög vel. Á fjórða tug hljómsveita hafa komið fram en áætlað er að þær verði um 50- 60 í allt. Tónleikamir byrjuðu klukkan 14.00, 4. desember, og er áætlað að þeim ljúki 19. desember. Tilgangurinn með maraþontónleikum er að sýna fram á gróskuna í popptónlist. Og í tengslum við þá að safna fé í húsbygg- ingarsjóð SATT. Aðgangseyrir er 50 krónur, þar af eru 45 krónur verð happ- drættismiða. Dregið verður 23. desem- ber og er aðalvinningur Renault 9. Strangt eftirlit er með því að settum reglum sé fylgt um tónlistarflutning- inn. Gerðar eru þær kröftur að lag hafi ákveðna byrjun og ákveðinn endi. Eftir 3 lög má taka 5 minútna hlé. Allan sólarhringinn eru tveir full- trúar á vakt til að fylgjast með og auk þess kemur sendimaður Heims- metabókar Guinness annaö slagið. Sá lætur lítið yfir sér, enginn veit reyndar hver hann er né hvenær hann er helst á staðnum. Heimsmetið skal verða lög- legt. Nú á sunnudag verður mikil jóla- gleði fyrir fjölskylduna liður í mara- þontónleikunum. Þar á að verða glatt á hjalla og jólasveinar líta inn. Þennan sama dag verður almennur söludagur á happdrættismiðum SATT. JBH Þau sjá um að maraþontónleikar gangi snurðulaust: Tómas Guðjónsson, starfs- maður Tónabæjar, Sigríður Rafnsdóttir, starfsmaður Tónabæjar, og Björn Þórfsson, fulltrúi SATT. DV-myndir: Bj. Bj. Þrjár kjörbækur frá Leiftri FRÆNDGARÐUR NIDJATÖL Kómí Rrynjólfcdóttur, Jóo» S*lómonsw>n«r, «».UL OjanurMKior, Sólrunnr ÞórfUrdóttur, Si*tnr.lar SÍRur3»M>n»r MrS bók*r*uka eflir Bjama Jóiumhhi Handbók um hlunnindajarðir á íslandi ettir Lárus Ág. Gíslason Höfundur bókarinnar hefur um 20 ára skeið unnið við fasteignamat, fyrst í Rangárvallasýslu og síðan við landnám ríkisins í Reykjavik. Hann er því manna kunnastur um allar hlunnindajarðir á landinu. Hér er saman kominn fróðleikur, sem ekki er annars staðar tiltækur í heild. Eftirfarandi hlunnindi eru talin upp: Æðarvarp, selveiði, lax, silungur, hrognkelsi, fuglatekja, eggjataka, skógur, jarðhiti, rekí, malartekja, hellar, útræði. Skeldýrafána íslands eftir Ingimar Óskarsson Ingimar Óskarsson hóf skeldýra- rannsóknir sínar skðmmu eftir 1920. Hann safnaði skeljum og kuðungum í fjörunni eða hann fékk senda ýsu- maga til rannsóknar, en ýsan étur feiknin öll af skeldýrum og gleypir þau í heilu lagi. Þannig náðist i margar fágætar tegundir. En Ingi- mar hafði þennan einstaka fróðleik ekki eingöngu fyrir sjálfan sig. Um árabil flutti hann erindi í útvarp um fjölmargar dýrategundir bæði í sjó og á landi. Skeldýrafána hans kem- ur nú í fyrsta sinn út í heild. Frændgarður Björn Magnússon tók saman Þessi bók geymir í senn niðjatöl og framættir. Taldir eru niðjar fimm manna, formæðra og forfeðra höf- undar. Meðal niðja má nefna Egils- staðamenn, Hólamenn í Nesjum, niðja Þórarins Guðmundssonar á Seyðisfirði og fjölmargra annarra, Barðstrendinga, Bjarnasensfólk úr Vestm.eyjum, Eyfirðinga og Akur- eyringa komna af séra Jakobi í Saur- bæ og Oddi á Marðarnúpi. Ritgerð Bjarna Jónassonar um húnvetnskar ættir birtast hér í fyrsta sinn á prenti. Fjórfr úr hljómsveitinni Gift; talið niður tröppumar: Bjöm, Leifur, Óli og Kaggi. LEIFTUR HF. Höfðatúni 12 - Sími 17554 t TAKIÐ EFTIR: Við eigum skíði— stafi og bindingar fyrir börnin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.