Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1982, Qupperneq 9
DV. FÖSTUDAGUR17. DESEMBER1982.
9
Útlönd Útlönd Útlönd
Þessi hópur, með slagorð sin fylgjandi dauðareísingunni, safnaðist fyrir utan
fangelsið morguninn sem Charles Brooks var tekinn af lífi í Texas.
AFTÖKUR MEÐ
EITURSPRAUT-
UMÍUSA
Á dögunum var fertugur Texasbúi,
Charles Brooks, fyrstur dauöadæmdra
fanga tekinn af lífi með eitursprautu.
Slanga var leidd úr handlegg honum í
gegnum vegg og yfir í næsta herbergi,
þar sem starfsmaður fangelsisins gaf
honum inn í gegnum slönguna, fyrst
Óeirðir í
Bueons Aires
Miklar mótmælaaðgerðir urðu í
Buenos Aires í gær og beindust gegn
stjóminni. Kom til óeirða og beitti lög-
reglan táragasi til þess að koma á lög-
um og reglu.
Einn maður var skotinn til bana en
65 særðust í uppþotinu. Alls munu um
100 þúsund manns hafa tekið þátt í
kröfugöngu sem beindist gegn her-
stjóminni. Krafðist fólkið þess að her-
inn viki frá völdum og fengi þau í hend-
ur óbreyttum borgurum eða stjórn-
málamönnum.
róandi lyf, svo vöðvaslakandi lyf og
loks hið banvæna socium thiopental.
Enginn læknir kom nærri þessu
nema sá sem skoðaði fangann fyrir af-
tökuna og gekk úr skugga um aö æð-
arnar gátu tekiö við nálinni með slöng-
unni.
Brooks var sjötti maðurinn sem tek-
inn hefur veriö af lífi í Ameríku síðan
1976, þegar hæstiréttur úrskurðaði að
fylkjum væri heimilt að grípa til
dauðarefsingar. 37 fylki hafa gert það
og bíða nú 1.150 fangar fullnustu
dauðadómsins. Dauðafangar í Idaho,
Nýju Mexíkó, Oklahoma, Texas og
Washingtonfylki mega búast við að
verða teknir af lífi með eitursprautu.
Áfrýjanir hafa slegið aftökum
flestra hinna dauðadæmdu á frest en
margir eiga sér ekki fleiri frestana
von. Má því búast við fleiri aftökum á
næsta ári og eins og sjá má á meðfylgj-
andi mynd eru þeir ófáir sem fagna
því. Dauðarefsingunni hefur vaxið
fylgi með meiri tíðni ofbeldis- og hryll-
ingsglæpa á síðari árum.
Hlusta
orðið
velá
Wemer
Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari
DV í Lundi:
Frumvarp ríkisstjómar Olofs Palme
um 2% söluskattshækkun var sam-
þykkt í sænska þinginu í gær með 162
atkvæðum gegn 160 og stjómarkreppu
þar með forðað. Á elleftu stundu tókst
samkomulag milli ríkisstjómar Palme
og kommúnistaflokksins undir forystu
LarsWerners.
Samkomulagið leiddi til þess að
kommúnistar sátu hjá við atkvæða-
greiðsluna um söluskattsfrumvarpið.
Kommúnistar fengu því framgengt
að niðurgreiðslur á algengustu mat-
vörum, svo sem mjólk, fiski og osti,
verða auknar svo aö þær vegi upp á
móti söluskattshækkuninni. Niður-
greiöslur þessar veröa fjármagnaðar
fyrst og fremst með hækkun á tóbaks-
vörum.
Fjölmiðlar hér eru á einu máli um aö
kommúnistar hafi farið með sigur af
hólmi í söluskattsdeilunni við ríkis-
stjórnina og að Lars Wemer, leiðtogi
þeirra, hafi nú sýnt að flokkur hans
muni notfæra sér lykilaðstöðu sína í
þinginu.
Er nú svo komið að hlustað er af
athygli á málflutning Werners í þing-
inu og henda fjölmiðlar gaman að því
að breytt er það sem áður var, þegar
þingmenn tóku sér gjarnan matarhlé
meöan Werner var í ræðustóli.
^AirBalance
dúnfatnaður
Nýkomin sending
afstórglœsilegum
dúnfatnaði
frá ^Air Balance
• ÚLPUR
• HÚFUR
• FRAKKAR
• BUXUR
Einnig barna-
skíðafatnaður
frá ítalska
fyrirtcekinu
EGIDIO BONOMI
FÁLKINIM
Suðurlandsbraut 8 — Simi 84670
LAUGAVEGI61. SÍMI22566
Ný sending af hinum geysivinsæ/u kuida-
kápum og jökkum ímikiu iitaúrvaii.
Póstsendum um land allt.
Silfiirgötu 2. 400 ísafirði. Símí (94)3695
Gefið nytsama jólagjöf
Vatnsþétt, vindþétt kápa með léttu fóðri.
Margir litir. Stærðir 36-46.
Verð aðeins 680 kr.