Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1982, Blaðsíða 12
12
DV. FÖSTUDAGUR17. DESEMBER1982.
DAGBLAÐIÐ-VÍSIR
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaðurogútgáfustjón': SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ristjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstcrfa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022.
Sími ritstjómar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍDUMÚLA11 Prentun:
ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI19.
Áskriftarverðá mánuði 1S0 kr. Verð ilausasölu 12 kr. Helgarblað lSkr.
Áíkvörðun
Geirs
Geir Hallgrímsson er umdeildur maöur. Þaö fer víst
ekki framhjá neinum. Andstæðingar hans í stjómmálum
hafa ekki hlíft honum, en hitt er þó öllu alvarlegra, þegar
eigin flokksmenn snúa viö honum bakinu. Slíkt áfall
svíöur sárast. Þar heggur sá er hlífa skyldi.
A það hefur veriö minnst að pólitíkin er grimm og
miskunnarlaus en úrslit kosninga engu aö síður sá dómur
sem stjómmálamenn verða að hlíta. Kosningaúrslit geta
verið skýrð með ýmsum hætti en þeim verður ekki breytt.
Ýmsir hafa hlakkað yfir útkomu Geirs Hallgrímssonar
og þær hvíslingar orðið háværar að hann eigi í framhaldi
af prófkosningunum að segja af sér, draga sig í hlé af
lista sjálfstæðismanna. Þetta hefur einnig hvarflaö að
Geir Hallgrímssyni sjálfum, eins og hann hefur greint
frá.
Niðurstaöan varð hins vegar sú að hann lét slag
standa, stóð af sér mótlætið og ákvað að sitja í sínu sæti.
I viðtalsþætti á þriðjudagskvöldið útskýrði Geir þessa
ákvörðun með opinskáum og skeleggum hætti. Hann
játaði vonbrigði sín og viðurkenndi áfallið. En hann sættir
sig við dóminn, sem kveðinn var upp í prófkosningunum,
en skýtur máli sínu til kjósenda í komandi þing-
kosningum. Það er karlmannlega gert. Hvaða álit sem
menn kunna aö hafa á formennsku Geirs Hallgrímssonar
þá hljóta allir að virða hann fyrir æðruleysi á erfiðu
augnabliki og láta hann njóta sannmælis. Það hefur enn
einu sinni komið í ljós að Geir Hallgrímsson er hvorki
rekald í hafróti, né spýta sem brotnar við minnsta högg.
Hann hleypur ekki frá dómi kjósenda eða skyldum
flokksmannsins á örlagastundu.
I íslensku þjóðlífi eru veður öll válynd. Öngþveiti efna-
hagsmála hefur leitt til upplausnar í stjómmálum. Litlir
spámenn stökkva fyrir borð, tilkynnt eru sérframboð og,
kjósendur eru að gefast upp á úrræðaleysi ríkisstjómar
og Alþingis. Allir flokkar, ekki aðeins Sjálfstæðisflokkur,
heldur hver og einn stjómmálaflokkanna, geta goldið
þessa ástands. Þess sjást og merki. Forystumenn og
þingmenn eru brennimerktir og bannfærðir af eigin
flokksmönnum af minnsta tilefni. Uppreisnarseggir, lýð-
skrumarar og tækifærissinnar ganga á lagið. Festan í
stjómmálunum er á undanhaldi, gamalgrónir flokkar
eiga í vök að verjast og mat kjósenda á kostum stjóm-
málamannsins hefur brenglast.
Undir þessum kringumstæðum er það hálfgerð
Þóröargleði ef og þegar andstæðingar Sjálfstæðis-
flokksins telja það vatn á sína myllu að stjómmála-
foringjar á borð við Geir Hallgrímsson hrekist frá. Hann
er fulltrúi staðfestu og stöðugleika í íslenskri pólitík,
fulltrúi þeirra mannkosta sem Alþingi Islendinga þarf á
að halda. Hagsmunir allra flokka eru í húfi og þá ekki síst
þeirra landsmanna sem telja lýðræðinu best borgið í
höndum heiðarlegra manna en ekki hentistefnumanna.
Með framboðsákvörðun Geirs Hallgrímssonar er
nefnilega miklu meira í húfi en persóna hans eða tiltekið
þingsæti. Þar er tekist á um hvers konar menn þjóðin vill
velja sér; hvers konar þing hún kýs yfir sig. Viljum við
upphlaup eða ábyrgö? Viljum við skrípaleik eða
skynsemi?
I þeim kosningum sem framundan eru reynir á hvort
lýðræðið stenst þá prófraun, þær hættur, sem upplausn og
öngþveiti síðustu ára hafa leitt af sér. Geir Hallgrímsson
ætlar að berjast til þrautar. Það er góðs viti.
ebs
Æska og elli
Æska og elll, er ekki ótrúlega
margt líkt meö þessum aldurshópum
í dag? Hver er staöa æskunnar í dag?
16 ára eiga þau aö borga skatt af
sínum lágu launum, þaö eru tekin af
þeim sparimerki. Hvert fara svo
þessir aurar? Jú, beint inn í hús-
næðisveltu braskaranna. Fá þau þá
ekki merki eins og annað fólk? Nei,
ekki nema smápart af því, sem hús-
næðismálastjórn fær, sem hún svo
veltir árum saman. Barniö fékk
lengi vel 4% ef þaö lét upphæðina
velta til 25 ára aldurs. Ef þau þurfa
,að taka þessa aura vegna náms, fá
þau enga vexti. Er þetta ekki líkt
með okkur gamla fólkiö? Við erum
búin aö vera aö borga skatta,
skyldur og tryggingar alla okkar
daga til þess að eiga til elliáranna.
En höfum við fengiö vexti af þessu
fé? Nei, síöur en svo, þaö er tekinn
skattur af ellilaunum okkar, þaö er
tekin af okkur kauptrygging, ef
annað hjóna reynir aö klóra í
bakkann. Ellilífeyrir er sagður 5000 í
dag en er í raun innan viö 3000. Jú,
þetta er fyrir ljósi og hita. Mundu
ekki ráöherrar og aðrir toppkarlar
telja þetta eitthvað fyrir sig? Sama
dag og ég fékk neitun um tollfríðindi
af trabbanum mínum, af því aö ég
keyri ekki, sá ég í blöðunum, aö
Olafur Jó hafl fengið tollfríöindi af
sínum fína bíl, keyrir hann sinn bíl
sjálfur? En hver er launamunur
okkar Olafs, sem hefur veriö kennari
í háskóla, ráöherra og guð veit hvaö?
Nei, þaö eina sem viö gamla fólkið
eigum að gera er aö stofna okkar
eigin samtök. Viö eigum ekki aö láta
kerfið sem slíkt troöa á okkur, eins
og einhverjum undirmálshóp. Við
getum ekki einu sinni lagt til hliöar
fyrir jarðarför okkar og þá fer í
verra meö blessaöan prestinn.
Prestsstarfiö, eitt gróöavænsta starf
eftir því sem skýrslur segja.
Kirkjugarösgjald höfum við borgaö
allt okkar líf. Hún hlýtur aö vera
orðin dýr holan sú. Hvaö skyldi
prestur fá fyrir aö jarða? Þaö er víst
þaö eina sem er jafnt fyrir alla,
nema heldra fólk fær þaö frítt. En
nóg um okkurgamla fólkið.
Kennsla í táknmáli
Snúum okkur aö æskunni. Æskan
er góð í dag, miklu betri en meöan ég
var unglingur. Þá var það sjálfsagt
aö gera hlut hins minnimáttar og
sérstæöa minni. Nú er þessi þáttur í
lífi hins fatlaða, blinda og heyrnar-
lausa skilinn á allt annan hátt. Æsku-
„Heymar- og mállaus börain standa
afskekkt og hljóö meðan hin njóta
heilbrigði sinnar” skrifar Laufey
Jakobsdóttir og leggur til að bókin
Við tölum táknmál verði sett í
jólapakka baraa um allt land.
JOHANNES PALL
OG KENNEDY
Fyrir nokkrum vikum var sýnd í
Bandaríkjunum mynd, þar sem því
var haldiö fram að morðtilræöið við
páfa væri runniö undan rifjum KGB.
Morgunblaðið skýrði frá þessari
fréttamynd, en önnur blöö og fjöl-
miðlar þögöu um málið í fyrstu. Eg
veit til þess aö þeirri hugmynd var
komið á framfæri við sjónvarpið aö
þessi mynd yröi fengin hingað til
sýningar, en þær ábendingar uröu
árangurslausar. Hins vegar leið ekki
langur tími frá dauöa Bresnefs þar
til sýnd var ný fréttamynd frá Bret-
landi um hinn nýja einræðisherra í
Sovétríkjunum, — manninn, sem
væntanlega hefur verið með í ráöum
um tilræðið viö hans heilagleika. Nú
er ég ekki að kvarta undan
Andropovs myndinni, síður en svo.'
Eg bendi hins vegar á, aö sjónvarpiö
virðist vera mismunandi fljótt aðl
taka viö sér um fréttaskýringar-
myndir.
Aftækni/egum
ástæðum
Þetta minnir á aö fyrir nokkrum
misserum var gerö kvikmynd um
Gula regniö og f jallaöi um eiturefna-
hemað Sovétríkjanna víðs vegar um
heim. Þessi mynd vakti heimsat-
hygli, en var að sjálfsögðu ekki sýnd
hér. Þaö viil nefnÚega svo til aö kvik-
myndir, sem eru sérstaklega óþægi-
legar málstað Sovétríkjanna eru
helst ekki sýndar í sjónvarpinu. Eg
hef heyrt þeirri skýringu haldið fram
Kjallarinn
Háraldur Blöndal
aö þetta sé vegna þess, að .jsvona”'
bandariskar fréttamyndir séu ein-
göngu gerðar fyrir bandarískt sjón-
varpskerfi. Sumir útvarpsráðsmenn
trúa þessu. En þetta er eins og hvert
annaö bull. Á hverjum degi sjáum
viö myndir frá Bandaríkjunum.
Þessar fréttamyndir um Gula regniö
og morötilræöiö viö páfa hafa verið
sýndar víöa um heim. Er enda
tiltölulega lítið vandamál aö fá
evrópskar útgáfur, ef sóst er eftir.
Og alla vega er aldrei hörgull á
kvikmyndum frá Bandaríkjunum ef
sverta á málstaö Bandaríkjanna, ef
draga á fram þá hluti, sem miöur
fara í stefnu þeirra.
9
Eg nefni þar sem dæmi ótölulegar
kvikmyndir af stríöinu í Víetnam,
seríur af kvikmyndum um borgara-
styrjöldina í E1 Salvador, þótt úr hafi
dregið eftir aö lýöræöislega kjörin
stjóm tók þar völdin. Og svo má ekki
gleyma alls konar myndum um
hugsanleg áform CIA um aö myröa
hina og þessa þjóöhöfðingja um víða
veröld, eða sögur af stríðsæsinga-
manninum Ronald Reagan.
Allirþrœðir
tHSofíu
Lengi vel þagði bæði útvarp og
sjónvarp um allar upplýsingar um
að tilræöismennirnir á Péturstorginu
hafi komiö frá kommúnistaríkjun-
um. Hins vegar rámar mig í aö hafa
heyrt í þessum fjölmiðlum — (eða
var það í Þjóðviljanum?) um að
Israelsmenn hafi skipulagt þessa
morötilraun. Sú frétt viröist í ljósi
síðustu upplýsinga vera dæmigerð
villufrétt, búin til af fréttafulltrúum
KGB til þéss að blekkja.
En nú verður að hrósa því sem vel
er gert. Einar örn Stefánsson flutti
ágætan fréttaskýringaþátt 1 útvarp-
inu sl. þriðjudag og rakti þar þau
tengsl, sem rakin hafa veriö milli
Búlgaríu og ýmissar glæpastarfsemi
á Italíu. Allir þræðirnir liggja til