Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1982, Síða 18
18
DV. FÖSTUDAGUR17. DESEMBER1982.
Heyrnar- og talmeinastöð íslands óskar að
ráða
HJÚKRUNARFRÆÐING
til heyrnarmælinga og hjúkrunarstarfa sem
fyrst.
Umsóknir sendist fyrir 15. janúar 1983 til
stjórnar Heyrnar- og talmeinastöðvar Is-
lands, Háaleitisbraut 1, pósthólf 5265.
JÓLAGJÚFIN EÐA TÆKIFÆRISGJÚFIN í ÁR
HEIMSINS ÞYNNSTU
KVEIKJARAR
Helstu útsölustaðir:
Gilbert úrsmiður, Laugavegi 62
arðar Ólafsson, Lœkjartorgi
Bristol, Bankastræti 6
iðar ursmiður, Hamraborg 1
'agnus Guðlaugsson, Hafnarfiri
Filmuhúsið, Akureyri
Tóbaksbúðin, Akureyri.
Karl R. Guðmundsson, Selfossi
32. síðna jólablað
fylgir mánudagsblaði
meðal efnis:
Pólsk og kínversk jó! á íslandi.
Veglegar teikningar af gömlu jó/a-
sveinunum.
Jólahald sértrúarsafnaðanna.
Beibí og tölvur i jólabögglum barna.
A/lt um leikhús og jólakvikmyndir
yfir hátíðirnar.
Jólamyndagátan á sínum stað.
Menning Menning Menning
VÍSTITÖLU-
FJÖLSKYLDA
SEM FÆR FÓLK
T1L AÐ BROSA
— Þetta er mín terta, hvæsti ég og
kreppti finguma í slepjulegri
sultunni.
— Hjálp. Hann ætlar að stela
tertunni minni, grenjaði sú gamla og
lagði báðar hendumar ofan á hina
dýrmætu tertu. Konurnar sem vom
aö afgreiða störðu á mig með heift í
augum og ég sá að leikurinn var
tapaður. ”
Þennan kafla úr bókinni Við
skráargatiö tek ég meö sem
sýnishorn. I bókinni eru margar
lýsingar á ýmsu sem okkur finnst
allajafna ekkert stórmerkilegt. En
allt er þetta klætt fínlegum húmor.
þóttist ég kannast við að hafa lesið
einn eða tvo þætti annars staðar í
bókinni.
Viö skráargatið hefst á þeim tíma,
þegar tómarúmið er hvað mest, eftir
jól og nýár, en henni lýkur um næstu
jól. Þannig fáum við að fylgjast með
fjölskyldunni í eitt ár. Verður ekki
annaö sagt en aö viökynningin við
fjölskylduna, sem Sæmundur kynnir
okkur, sé hin besta.
Fjölskyldufaðirinn viröist ekki
mikill framkvæmdamaöur, en það
bætir eiginkonan fyllilega upp ásamt
bömum þeirra hjóna.
Bókin er fremur stutt lesning.
Engu að síður vakti hún marga góöa
hlátra, auk þess sem fjölmörg bros
tóku sig upp. Það er ekki sem verst
núna á síðustu og verstu tímum. 1
rauninni eru sárafáar bækur
skrifaöar á íslensku nú á tímum sem
ætlast er til að veki kenndir sem
þessar. Allt skal vera svona grá-
alvarlegt og stórmerkilegt. En þess-
ari bók tekst að létta skap lesandans.
Sæmundur tínir til ýmis tilvik, sem
flestum mun í fyrstu þykja nokkuð
hversdagsleg. En honum tekst að
finna skoplegu hliöina á hverjum
hlut. Þannig fannst mér gaman aö
lesa um snáðann, sem dundaði sér
viö að mylja innihald kringlupoka í
bakaríinu. Eða þegar fjölskyldufað-
irinn reyndi aö losa sig við sessunaut
í flugvél með aðferðum úr Handbók
fyrir flugfarþega. Þá er skemmti-
lega lýst hversu þungt veikindi leggj-
ast á fílhrausta karlmenn, en síöur á
konur og börn. Þannig mætti lengi
telja. Yfirleitt held ég aö menn hitti
fyrir sjálfa sig í lýsingum Sæmundar
af hversdagslífi f jölskyldunnar.
Atgangurá
jótabasar
Þegar líður að jólum (og bókar-
lokum) fer fjölskyldan á jólabasar.
Meðan á lestri bókarinnar stóö
minnti stíll Sæmundar Guðvinssonar
mig oft á danska háðfuglinn Willy
Breinholst, sem öðlast hefur miklar
vinsældir fyrir bækur sínar um
hversdagsvandamálin. Höfundar
sem þannig fjalla um dægurmálin
eru sjaldgæfir hér á norðurhjar-
anum. Sannarlega eru þeir þó vel
þegnir. Væri gaman að fá að heyra
meir frá Sæmundi við fyrsta
tækifæri. Léttur og leikandi frá-
sagnarmáti hans yljar í skamm-
deginu. Stundum er líka áhrifameira
að fjalla um vandamál líðandi
stundar á þennan hátt.
Bókina Við skráargatið gefur
bókaforlagið Vaka út. Er þaö verk
vel unnið. Teikningu á kápu gerði
Þorvaldur Þorsteinsson og hönnun
kápu gerði Gunnar Baldursson. Er
verk þeirra mjög í anda efnis
bókarinnar. Prentstofa Guðmundar
Benediktssonar prentaði bókina en
Bókfell hf. batt bókina, sem ber
iðnaöarmönnum gott vitni.
Atganginum lýsir Sæmundur m.a. á
eftirfarandihátt:
„Ég greip til þess ráðs að láta mig
falla skáhallt fram á við í von um að
ná taki á borðinu milli tveggja hold-
ugra kvenna. En sú gamla sá við
mér, beygði sig niður og reyndi aö
höggva sér leið með hökunni. Það
stóðst á endum, aö þegar ég ætlaði aö
láta höndina falla á borðið var hún
búin að slefa hökunni upp á borð-
brúnina og ég krafsaöi bara í hárið á
henni. Hún vældi hátt og örlítil geil
myndaöist við hægri hlið hennar.
Mér var hrint þar inn svo harkalega
að ég skall með magann á boröbrún-
ina, lagðist fram á það og ofan í
sultutertu. Sá um leið að ekki voru
aðrar tertur eftir, heldur bara
nokkrir kleinupokar og smákökudót.
Mér tókst að rétta mig upp og
fálmaöi inn undir mig eftir tertunni.
Finn þá að gamla nornin er búin að
læsa beinaberri krumlunni í tertuna
mína.
Ssmundur Guðvinsson: tekst að finna skoplegu hliðina á hverjum hlut.
Sem byrjendaverk er þessi bók
Sæmundar Guðvinssonar mjög lof-
samlegt verk. Án efa á Sæmundur
eftir að skoða sína fyrstu bók og læra
af því og byggja upp beittari stíl.
Márgt er það í dagsins önn, sem
skrifa má um á þennan hátt, í góðlát-
legumgamantóni.
Vísitölufjölskyldan verður bráð-
skemmtileg í meöförum Sæmundar
Guðvinssonar í bók hans Við skráar-
gatið. Hér er um að ræða fyrsta bók-
verk höfundarins. Aöur hefur hann
ritaö ýmsa pistla í blöð, og raunar
Bókmenntir
Jón Birgir Pétursson