Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1983, Blaðsíða 4
4
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR1983.
„ÞETTA ER EINS OG
VITLAUSRASPÍTAU”
stöövaðist. I talstööinni bárust sífellt
fleiri beiðnir um hjálp og ekki um
þaö aö ræöa hjá lögregluþjónum aö
hætta og fara heim þótt vaktin væri
löngu búin.
Þaö dró úr veðrinu þegar kom
fram yfir hádegiö. Þá fóru aö berast
fyrirspumir úr talstöðinni. Bíll núm-
er þetta og þetta, hvar ertu, hver
keyrir og hvaö eruð þiö að gera?
Annimar höfðu veriö of miklar til
þess aö fylgjast mjög náiö meö
hverjum bíl. I talstöðinni heyrðist:
„Þetta hefur veriö eins og vitiausra-
spítali hér í morgun! ”
I bíl 24 komu tvær stúlkur sem
höfðu verið á næturvakt á Land-
spítalanum. Þær biðu þar til um tólf,
en héldu svo af staö og þá haföi færð-
in batnaö svo að þær komust alla leið
út á Snorrabraut þar sem bíllinn fest-
ist. Síðan bættust við börn og kennari
sem höföu orðið innlyksa í Breiða-
geröisskólanum, en þeim þurfti aö
koma til skila í Breiöholtið. Og kon^,.
þurfti aö komast á Landspítalaiin.
Og þær sem teknar vom upp á
Snorrabrautinni, þurftu aö komast
heim og önnur þeirra átti heima í
Kópavogi.
Allir farþegamir komust líka til
skila. Aö vísu þurfti aö stoppa ööru
hverju og ýta bílum og þess háttar,
en allir komust þangaö sem þeir ætl-
uöu. Á þaki barnaheimilis í Breið-
holti var biöröö bama sem hugðust
stökkva af gaflinum ofan í djúpan
skafl, en þegar lögreglubíll renndi í
hlað hurfu börnin skyndilega. Þá lit-
um viö í kringum okkur og sáum aö
óveðrið var búið, komiö sólskin og
blíða, og fjölskyldumar tíndust út úr
húsunum og tóku til við aö moka frá
bílskúrshurðum. Þaö heyrðust líka
færri spurningar í talstööinni, enda
klukkan þá orðin rúmlega tvö. Og á
leiöinni af vaktinni skiluöu þeir Helgi
og önundur blaöamanni og ljós-
myndara DV af sér í Síöumúlanum.
ógb
◄C
„Allir saman nú.... ”
DV-mynd:Bj.Bj.
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
Fallvalt ergengi blaðamannsins
Margt skammdegisrausiö rennur
úr pennum manna um jól og áramót
og sumt nokkuö skemmtilegt. Maður
er nefndur Jón Thor Haraldsson,
glettilega vel af guði gerður, gaman-
samur en pólitískur í besta lagi og
fyrrum blaðamaður á Þjóðviljanum.
Hann skrifar í jólablað Kópavogs,
sem gefiö er út af Alþýöubandalag-
inu í Kópavogi, flokksmönnum til
eflingar og gerir þar síöbúnar
athugasemdir við störf sín á
Þjóðviljanum upp úr 1960. En því er
þetta merkilegt að jafnvel góður
kommúnisti þurfti nokkurra leiörétt-
inga við þegar hann skrifaði í flokks-
blaðið. Mundi hinum „frjálslyndu” í
blaðamannastétt, sem hvergi eru
ánægðir nema þeir ráði þvi sem
þeir skrifa, þykja nokkuö haröir
kostir aö láta ritstjórann stöðugt
horfa yfir öxl sér, strika út og breyta.
Viðmælendur hans áttu þetta til líka
og vill nú Jón Thor leiðrétta ein tvö
eða þrjú atriöi sem breytt var frá
fyrra horfi þótt tuttugu ár séu liðin.
Hann minnist Nínu Tryggvadóttur
og viötals sem hann átti við hana.
Þar skýrði Nína frá því að hún hefði
komið í Unuhús 1940 og málað Stein
Steinarr. Hana vantaði fólk til að
sitja fyrir en Erlendur bentl henni á
Stein og sagði: „Þarna er maður
sem hefur ekkert að gera”. Viðtalið
var tekið 1963 og í minningunni hjá
Nínu var þetta svona: „Fólk hefur
áhuga á Steini núna en í þá daga var
enginn sem nennti aö tala við hann.”
Jón Thor las þetta fyrir Nínu sem
breytti því í meinleysi.
í annan tíma talaði Jón Thor við
Sigurjón Ölafsson myndhöggvara.
Jón Engilberts hafði þá minnst gam-
als félaga frá Höfn á heldur
óviðurkvæmilegan hátt í bókinni
„Hús málarans”. Sigurjón komst
svo að orði við blaðamanninn:
„Fyrstu árin vann ég hér heima við
húsamálun og sá aldrei sól. Svo
hjálpaði Jón Engilberts mér á vetrin
við aö eyða fénu. Hann var alltaf
betlandi.” Jóni Thor fannst ekki
nema sanngjamt aö þetta fengi að
standa i viðtalinu eftir það sem á
undan var gengið Magnús Kjartans-
son var á vakt. Hann breytti „betl-
andi” í „blankur”.
Einu sinni fundu þeir byggingar-
krana frá Aöalverktökum eða öðrum
ámóta verktaka vestur á Granda.
Grétar Oddsson og Jón suðu saman
frétt og birtu mynd og settu fyrir-
sögnina: Hermangið ber við himin.
Þegar biaðið kom úr prentun var
fyrirsögnin orðin: Byggingarkrani í
vesturbænum. En huggun áttu þessir
menn í eigin brjósti og geröi Jón m.a.
visu sem hann nefndi: Harmagrátur
blaðamanns til fréttast jóra:
Með sól á vaktardegi dvinar
drífa þær að mér
stórfréttirnar þinar.
í einu blaði heldur þú til haga
heildarveltu þriggja kaupfélaga.
Það er augljóst að mikil eftirsjá
hefur verið að Jóni Thor úr blaða-
mennsku en hann vann um tíu ára
skeið við Þjóðviljann. En lítill pistill
hans í jólablaði Kópavogs vekur upp
margar skondnar minningar úr
blaðamennskunni og minnir m.a. á
að við þær aðstæður sem hér ríkja er
hún oftar en hitt íþrótt hins létt kúg-
aða.
Eitthvað hefur stéttin sett niður,
a.m.k. á maður ekki von á Jóni Thor
nema þá i jólablöðum afsiðis sem
tilviljun ræöur hvort almennt eru
lesin. í einn tíma var gefin út blaöa-
mannabók með greinum og frásögn-
um eftir starfandi blaðamenn þar
sem þeir sögðu frá ýmsu úr starfinu
eða tengdu því. Því miður hefur ekki
tekist að vekja upp þennan ágæta sið,
mikið frekar aö blaöamenn séu
fengnir til flýtis verka á þessum vett-
vangi fyrir blöð sem þeir starfa við.
En það sést á þessu minningabroti
Jóns Thor að frá mörgu er að segja
ef menn á annað borð fara að rifja
það upp.
Það eru eindregin tilmæli Svart-
höfða við stjórn B.í. að hún hlutist til
um nýja útgáfu af blaðamannabók
svo að nokkur von sé að sjá kristileg-
an texta eftir stéttina sem afli henni
virðingar. Svarthöfði.
DV fylgist með lögregluþjónum í óveðrinu
Við keyröum framhjá um fimmtíu
bílum á Hringbrautinni, sem sátu
fastir í sköflum. Dúðaðir bílstjórar
bogruðu framan viö farartækin,
mokandi eða hálfir niðri í vélarrým-
inu, þurrkandi kertin. Það var ekki
meira en tveggja til þriggja metra
skyggni í verstu rokunum, en skyndi-
lega rofaði til og framhjá lögreglubíl
númer 24 rann rjóður og hraustlegur
ungur maöur á gönguskíðum.
Blaðamaður og ljósmyndari frá
DV fengu að sitja í bíl númer 24, og
fylgjast meö störfum lögregluþjón-
anna Helga og önundar, þar sem
þeir geystust um borgina og hjálp-
uöu nauöstöddum. Viö fórum fyst
vestur í Selsvör, en í vesturbænum
var allt með kyrrum kjörum og
þaðan héldum við eftir Hringbraut-
inni áleiðis í Breiðholtið. I talstöðinni
var lýst eftir bílum til að keyra fólk í
vinnu, eða úr vinnu, koma fólki á
spítala, hjálpa bifreiðastjórum og
þar f ram eftir götunum.
Eftir því sem austar dró, þykkn-
uðu élin örar, og viö hringtorgið hjá
Melavelli var iðulaus stórhríð og
nokkrir fastir bílar. Þar austur af
varð slæm færö á hægri akreinum og
við Hljómskálagarðinn varð alófært.
Við keyrðum upp að Miklatorgi á
vinstra vegarhelmingi, í fyrsta sinn
síöan 1968. Á spottanum milli hring-
torganna töldum við hafa verið rúm-
lega fimmtíu fasta bíla þá um
morguninn.
Á Miklatorgi mættum við rútu í
neyð, en kranabíll kom til hjálpar og
dró hana áleiöis. Við héldum áfram
upp í Breiðholt en þar var nóg að
gera fýrir lögregluþjóna. Fastir
bílar á hverju götuhorni og sumir
þvert á veginn svo að öll umferð