Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1983, Blaðsíða 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR1983. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiómarformaðurogúlgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ristjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI84611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáaugtýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19. Áskriftarverðá mánuði 150 kr. Verð í lausasölu 12 kr. Helgarblað 15 kr. Velferðin er blekk ing, byggð á erlendum lánum Kollsteypurnar Þá höfum við tekiö enn eina kollsteypuna með nýju fisk- verði, útflutningsgjaldi, gengisfellingu og auknum niður- greiðslum á olíu fiskiskipa. I rauninni kippir sér enginn lengur upp við fréttir af þessu tagi; helst að spurt sé hversu gengisfellingin verði mikil til þess að reikna út hvað sú næsta verði stór. Hún er væntanleg eftir tvo mánuði en þess í milli mun gengið síga í takt við hagsmuni fiskvinnslunnar, þar til „vandi útgerðar” kallar á nýtt fiskverð sem aftur kallar á nýja gengisfellingu. Og svo koll af kolli. Þessi geðveikislega hringrás er hvorki til að skopast að né skammast yfir. Hún er raunalegri og alvarlegri en svo að það taki því að tuska grútmáttlausa ríkisstjórn til. Það nennir því enginn lengur. Hinsvegar er það verra, þegar ráðherrar gera sig að viðundrum. Þannig var haft eftir Steingrími Hermanns- syni í málgagni hans Tímanum dagana fyrir jólin að „gengisfelling komi ekki til greina”. Seðlabankinn hefur greinilega tekiö þá stefnu að hlusta ekki lengur á slíkar fullyrðingar, frekar en aðrir, enda hefur allan tímann legið fyrir að dæmið gengi ekki upp nema með gengislækkun í einu eða öðru formi. Seðla- bankinn er aðeins að framkvæma skyldu sína með réttri skráningu gengis, meðan ríkisstjóm og ráðherrar fórna höndum og láta sem gengisfelling komi þeim á óvart. Veslings Steingrímur spyr: „hver stjómar hér — er það Seðlabankinn eöa er það ríkisstjórnin?” Hann virðist ekki vera búinn að átta sig á því að það eru heimskupörin og hrossakaupin sem stjórna ferðinni. Koll- steypan, fiskverðið og gengisfellingin eru afleiðingar yfirgengilegs stjórnleysis í skipakaupum. Sagt er að nýjasta kollsteypan sé til að leysa vanda út- gerðarinnar. Það var líka skýring síðast og þar áður. Vandi venjulegrar útgerðar er hvorki meiri né minni en vandi annars atvinnureksturs í landinu. Hún býr við óða- verðbólgu, vaxtaokur og rekstrarkostnað sem engin at- vinnugrein getur staðið undir. Nei, orsök vandans er einfaldlega sú að stjórnmála- menn og þrýstihópar hafa með fyrirgreiðslu, hrossakaup- um og af ótrúlegri skammsýni stækkað fiskiskipaflotann fram úr öllu hófi. Hann er þriðjungi of stór. Nýjum og nýj- um skipum hefur verið bætt við, til veiða á afla sem ekki er til skiptanna. Útgerðin stendur ekki undir sér, tapið eykst og áfram þarf að greiða niður olíuna í auknum mæli. Nýtt gjald, útflutningsgjald, er lagt á fiskvinnsluna til að standa undir olíuniðurgreiðslunum sem nema hundruðum milljóna króna. Og gengið heldur áfram að síga! Þetta er sú skuld sem þjóðin þarf að gjalda fyrir þá pólitíkusa sem ganga gleiðir um landiö og úthluta togur- um með tapi. Þetta eru hrossakaupin og heimskupörin sem eru að fara með íslenska þjóðarbúið á hausinn. Þetta er „vandi útgerðarinnar”. Það er nefnilega þannig, að fyrr mun þjóðarbúið fara yfir um en að verndarar tapútgerðar láti hólmadranga og þórshafnatogara leggjast við bryggju. Auðvitað skapast vandi hjá útgerðinni, þegar skipin eru þriðjungi of mörg, án þess að aflinn aukist. Auðvitað verða kollsteypur ekki umflúnar meðan stjómmálamenn halda áfram að fjölga skipunum. Og auðvitað fjölgar skipunum meðan stjórnmálamenn geta leyst „vanda út- gerðarinnar” með nýjum kollsteypum og auðvitað. . .og svo koll af kolli. Þögn íslensku stjórnmálaflokkanna um tillögur til úrbóta í efnahagsmálum er oröin ærandi. Gagnrýni þjóðarinnar á ráöleysi stjórnmálamanna fer stööugt vaxandi, kannski i réttu hlut- falli viö efnahagsvandann. Og er það nokkuö skrítiö? Hvert mannsbam í landinu skuldar 115 þúsund krónur í er- lendum lánastofnunum. Þaö er tæp- lega hálf milljón króna á fjögurra manna fjölskyldu. Þessi tala á eftir aö hækka aö mun á þessu ári. Kreppuein- kennin eru viö hvert horn, og það á mikið eftir aö haröna á dalnum áður en þetta ár er liöiö. Hin mikla upplausn innan stjóm- málaflokkanna bætir ekki úr skák. Margir af yngri stjórnmálamönnum em þeirrar skoðunar, aö alltof lengi hafi dregist aö leggja í’ann og láta sverfa til stáls. I þeimefnum veröalitl- ar sem engar flokkslinur dregnar. Stjómmálamenn á miöjum aldri gera sér grein fyrir því, aö kynslóð þeirra er líklega sú eina í sögu þjóöarinnar, sem hefur bæöi tekist aö stela sparifé kyn- slóöarinnar, sem kom á undan og leggja þvílíkar skuldabyröar á næstu kynslóð, aö hún mun vart fá undir ris- ið. S jálfur er ég þeirrar skoðunar, aö Al- þingi Islendinga hafi sjaldan veriö ris- lægra en í vetur. Astæðan er ekki úrelt flokkakerfi (þótt þar megi mörgu breyta) heldur viljaleysi, skortur á gagnkvæmu trausti og rótgróinn verð- bólguhugsunarháttur. Alþingi hefur ekki stjómaö, það hefur látið troöa á sér, og viröing þess hefur fariö dvín- andi. I stað þess að bíta frá sér hafa stjómmálamenn látið undan hverskon- ar þrýstihópum, sérfræðingavaldi og ekki einu sinni reynt að hreinsa af sér aurinn, sem þeir hafa verið ausnir. Það er bæöi sjálfsagt og eölilegt, aö fram komi málefrialeg gagnrýni á verk stjórnmálamanna. Þeir eiga margir undir högg aö sækja, sem hafa látlaust blekkt sjálfa sig og stóran hluta þjóðarinnar. Eöa hvaö hafa margir geö í sér til aö hlusta á um- ræður stjórnmálamanna um efnahags- mál, þar sem tilgangurinn er í lang- flestum tilvikum sá að afsaka gjörðir síðustu ára. Sumir þeirra eru illskilj- anlegir sökum málfars vélmenna, þar sem ekkert hefur gildi nema nýir og gamlir mæiistokkar og talnaraöir. Eöa kannast einhver viö setningarnar: „Þetta eru sömu aðgerðir og þiö gripuö tilárið.. .” Eftír höfðinu... Þaö er sagt, að eftir höföinu dansi limirnir. Þing og þjóö verða ekki að- skilin. En ég hef leyft mér aö.fullyrða, að talsveröur hluti þjóðarinnar hafi hegöaö sér af fullkomnu ábyrgöar- leysi. Þetta viöurkenna margir. En þessari hegöun hafa stjómmálamenn- irnir fylgt eftir meö enn meira ábyrgö- arleysi. Á sama tíma og fjölmiðlar hafa skýrt frá stöðugt lakari viöskitakjör- um og viðskiptajöfnuði, minni útflutn- ingi og meiri innflutningi afla, sam- drætti í sölu á áli og járnblendi, hafi hinir tekjuhærri hópar þjóöfélagsinsj bætt met í eignaaukningu.Við erum aö nálgast Bandaríkjamenn í bílaeign, myndbönd eru keypt í þúsundatali og svo mætti lengi telja. Litlar 8 milljónir fóru í brennivín á Þorláksmessu, flug- eldum er brennt fyrir milljónir. — Og ríkisvaldið sóar fjármunum í rangar fjárfestingar. Allt þetta gerist á sama tíma og þjóöin getur í fyrsta skipti um áratuga skeiö safnaö fé án umtalsverörar áhættu, án þess aö fjármagniö rými. En gamli veröbólgudraugurinn lætur ekki aö sér hæöa. Peningunum verður aö eyða. Undir þetta hafa misvitrir stjómmálamenn ýtt meö því að taka Hverfum af braut ríkisforsjár Fátt er þróttmiklu og frjálsu atvinnulífi nauðsynlegra en að þau skilyrði sem það vex upp viö og starfar viö séu skýrt afmörkuö, greinileg og ekki til trafala. Á þessu er afkoma fyrirtækjanna byggö og veröur seint dregiö úr mikilvægi þessa. Þaö er skoöun sjálfstæöismanna aö þarna hafi ríkisvaldið mikilvægu hlutverki að gegna. Þetta hlutverk sé einkum að búa þannig í haginn fyrir atvinnulífið aö það megi dafna, landsmönnum öllum til blessunar. Til þess hefur ríkisvaldið alla möguleika þó því miður hafi víöa tekist illa til. Algengt er að hagfræöingar skipti þessum „tækjum”, sem hið opinbera hefur til áhrifa á framleiöslu og aðstöðu atvinnuveganna, niöur í fjóra þætti, sem hvem um sig má síðan flokka niður ímarga smærri undirþætti. Kjallarinn Einar K. Guðf innsson I fyrsta lagi má nefna að ríkisvaldiö hefur möguleika til áhrifa á sviöi f jár- laga. Þaö gefur til aö mynda auga leiö að styrkir ýmsir og tilfærslur til einstaklinga, hópa, fyrirtækja, at- vinnugreina og þess háttar hefur áhrif á umgjörð efnahagslífsins. Sömuleiöis breytir miklu hvort skattar em háir eða lágir; meö öörum orðum hvort það séu einstaklingarnir sjálfir eöa rikis- valdiö sem ráðstafa meiru eða minna af ráöstöfunarfé þjóöarinnar. Peninga- og gengismál I ööru lagi má nefna áhrifin af peninga- og lánastefnu stjórnvalda, Sem dæmi um þetta má nefna aö ríkis- valdið (hér á landi og víöa á Vestur- löndum er þetta vald í höndum Seöla- banka) ræöur útlána- og innlánskjör-i ebs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.