Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1983, Blaðsíða 14
14
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR1983.
HVAÐ VILT ÞU?
Til kjósenda
á Norðurlandi eystra
Ekki veit ég það alveg fyrir víst, en
ég hygg þó að óskir þínar séu eitthvaö
nálægt mínum óskum, og að óskir
okkar geti í meginatriðum fariö
saman. Eg bið þig því að lesa þessa
grein yfir. I henni ætla ég að reyna aö
gera grein fyrir þeim málefnum sem
ég vil berjast fyrir, ef ég næ árangri í
baráttu minni. Eg ætla að gefa kost á
mér í prófkjöri Alþýðuflokksins hér í
Noröurlandskjördæmi eystra sem
fram fer nú 22. og 23. janúar. Þar sem
ég verð að heyja mína baráttu gegn
mér mun þekktari mönnum, verður
hún eflaust erfið og mikil. Þar af leið-
andi þarf ég á öllum þeim stuöningi að
halda sem hægt er að fá, og biö ég alla
þá sem aöstoða vilja mig og þaö sem
fýrst. Því ég ætla mér að sigra í þessu
prófkjöri, hvað sem svo verður.
Ástæða þess að ég berst fyrir að
komast inn á þing er sú að ég held að
það hafi skort á þing mann með þekk-
ingu á kjörum og stöðu hins almenna
launþega, og vil ég reyna að bæta úr
því. Eg fékk óvæntan stuðning við
þessa skoðun mína frá Geir Hallgríms-
syni í sjónvarpi, en þar sagði hann í
sjónvarpsþættinum Á hraðbergi,
þann 13/12 að hann óttaðist aö þeir
yrðu fáir frambjóðendurnir beint úr
atvinnuiífinu með svipuöu áframhaldi
í prófkjörsmálum. Eg vil benda á að ég
held að það séu ansi fáir málsvarar
hins almenna launþega á þingi nú, og
það er það sem skortir, hinn venjulega
verkamann með þekkingu á kjörum
sinnar stéttar og á þeim málefnum
sem okkar stétt er umhugað að koma á
framfæri.
Eg vil því biðja ykkur verkafóik um
stuðning því með samstilltu átaki
okkar er tryggt aö við getum skapaö
betra líf í landi okkar. Eg ætla þó
engan veginn að banna ykkur atvinnu-
rekendum og forstjórum að styðja mig
enda hljóta okkar hagsmunir að vera
ykkar lika. Viö vinnum enga stóra
sigra ánsamstöðu.
Jæja, það er líklega best aö hætta
þessum beiönum og barlómi en snúa
sér að því sem meira máli skiptir,
þ.e.a.s. hvers vegna ég ætti að hljóta
stuðning og til hvers ég vil nota þau
áhrif sem ég fengi. Ég ætla hér að gera
grein fyrir sumu af því sem ég ætla aö
berjast fyrir, og þeim breytingum sem
þörf er á til úrbóta til að bæta ástand
þjóöarbúsins, og þá um leið liðan
þegnanna. Eg vil þó aðeins áður koma
því á framfæri að ég er ekki endilega
sammála stefnu Alþýðuflokksins í
öllum atriðum. Þó aö ég sé þar flokks-
bundinn, og gefi kost á mér undir hans
merki, þá er margt sem ég vil breyta i
hans stefnu og mun leitast viö aö gera
það, en þar sem ég tel mig vera
jafnaðarmann er Alþýðuflokkurinn sá
flokkur sem stendur mér næst. Ég
hygg að ef við viljum ná einhverjum
árangri í okkar baráttu þá sé hann
réttur vettvangur til þess og með
styrkri stöðu hans á þingi náum við
mestum og bestum árangri í baráttu
okkar fyrir betra lífi í þessu landi.
Við höfum nú undanfarinn áratug og
rúmlega það hlustaö á loforð flokka og
manna um sigur á þessari óðaverð-
bólgu sem allt er aö leggja í rúst í landi
okkar. En hver er árangurinn? Hann
er enginn. Eg ætla ekki að fara að
metast um það ei'ns og allir aðrir
stjómmálamenn gera hverjum þetta
er að kenna, en það eina sem ég hef
heyrt um ástæöur fyrir þessari verð-
bólgu er að hún sé þessum eða hinum
flokknum að kenna. Manni detta í hug
krakkar í sandkassaleik þegar
ásakanir stjórnmálamanna ganga á
báðabóga.
En hvaöa leið er til úrbóta? Það er
ekki sú leið sem notuð hefur verið
undanfarið þ.e.a.s. að ráðast á garðinn
þar sem hann er lægstur og skerða
laun.Nei, það hefði frekar átt að byrja
hinum endanum og skera niður sóun og
ofboðseyðslu hjá ríkinu. Ráðherrar og
aðrir benda gjarna á, að ástandið hér
sé aðstæöum í heiminum að kenna, en
þetta er ekki rétt aööllu leyti. Þaö voru
ekki utanaðkomandi aöstæður sem
ákváöu aö setja nýtt eldhús í Fram-
kvæmdastofnun svo eitt smádæmi sé
tekið. Mörgum finnst þetta kannski
smávægilegt, en þegar svona athafnir
eru á svo til öllum sviðum þá verður
dæmið ansi stórt. Þaö er auðvitaö
sjálfsögö krafa að hefja spamaðinn
hjárikinu.
Það eru margar leiðir til úrbóta í
efnahagsmálum. Ég vil fyrst benda á,
að það sem við þurfum að gera er að
efla okkar iðnað og það verulega. Við
þurfum að hefja sókn í nýtingu okkar
hráefnis og hætta að flytja út hálf
Kjallarinn
- Jósef S. Guðbjartsson
unnið og óunnið hráefni. Viö þurfum aö
stækka markað okkar erlendis á svo til
öllum sviðum, bæöi landbúnaðar-
afurða og fiskafurða, svo dæmi séu
tekin. Þetta getum við vel gert, og með
því að fullnýta okkar afuröir sköpum
viö einnig aukna atvinnu í landinu, og
getum hætt aö taka erlend lán til aö
halda henni uppi.
Við gætum með réttum söluað-
ferðum örugglega selt alla okkar fram-
leiðslu á landbúnaöarafurðum og það
án niðurgreiðslna. I landbúnaðar-
máiurn er ég ekki sammála stefnu
Alþýðuflokksins. Viö verðum að fram-
leiða þaö af landbúnaöarafurðum sem
landið framast þolir. Þetta er einn af
undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar
og getur skilaö miklum hagnaði ef rétt
er á málum haldið. En í sölumálum og
aðferðum tel ég samtök bænda hafa
staðið sig með afbrigðum illa, og
einnig í nýtingu þeirra afurða sem
landbúnaðurinn gefur af sér. Á þessu
verður að verða breyting, en meira um
það síðar.
Ég vil beita mér fyrir auknu sam-
starfi milli þingmanna og kjósenda
ekki bara að þeir s jáist á kosningaári, í
sínum kjördæmum, heldur að þeir
verði með fasta fundi á jafnvel 2—3
mánaöa fresti, og að þing starfi allt
áriö. Eg vil auka þátttöku almennings
í stjóm landsins með því að hafa
þjóðaratkvæðagreiðslu um þau mál er
mestuskipta.
Eg vil eins og áður sagði auka út-
flutning og reyna nýjar leiðir. Á því
sviði höfum við ekki nýtt okkur
útflutning á til dæmis list (hljómlist,
myndlist o.s.frv.) og ég vil benda á aö
ef viö eignuðumst hljómsveit sem
kæmist á toppinn eins og það er kallað
mundi það geta skapað okkur ómældar
tekjur í erlendum gjaldeyri meö sölu
platna og öðru þessháttar. Við eigum
nú þegar hljómsveitir og listamenn
sem ekki eru síðri en margar þær sem
langt hafa náð á þessari braut. Þetta
er mál sem alls ekki hefur verið sinnt
semskyldi
Ég bendi á þær miklu tekjur sem
Bretar hafa haft af útflutningi á músik
og einnig nú seinni árin Svíar.
Þetta og margt annað vil ég skoöa
mun nánar í sambandi við útflutning
en hér er ekki rúm til að fara nánar út í
þásálma.
Eg vil benda á að við verðum einnig
að taka á innflutningi okkar sem er
orðinn vægast sagt gegndarlaus og
ógnvænlegur. Það væri mun hag-
stæðara fyrir okkur að gefa þeim fyrir-
tækjum sem mest flytja hingað til
lands kost á að setja upp framleiðslu-
fyrirtæki sín hér. Þá gætum við selt
þeim orku, lagt þeim til vinnuafl og hirt
af þeim skatta og skyldur. Ég hygg að
það séu mörg fyrirtæki sem myndu
hafa áhuga á því að eiga þess kost aö
reisa hér verksmiðjur, vegna þess aö
við getum í þessum orkusveltandi
heimi selt orku á hagstæðara verði en
aðrar þjóöir geta. Við þurfum ekki að
óttast það að lenda í neinu Straums-
víkurævintýri, því nú höfum við
reynsluna og getum varast vítin, við
eigum nóg af mönnum með reynslu í
gerð alþjóöasamninga sem geta tryggt
að við stæðum með réttinn okkar
megin. Eg held líka aö við ættum ekki
að vera neitt að óska eftir því að eiga
hlut í svona fyrirtækjum. Með því
tökum við of mikla áhættu og við
höfum ekki efni á því að tapa neinu
umfram það sem nú er. Ég vil benda á
að við greiðum um það bil 50 milljónir
króna með Jámblendiverksmiðjunni á
þessuári.
Eg held að ein besta kjarabót sem
við getum fengið væri að sigrast á
verðbólgunni og auðvitaö gerum við
það; mitt álit á þeim leiðum sem
bestar eru til þess er að auka hagvöxt.
Þannig vinnum við best á verðbólgunni
og til að auka hagvöxt eru margar
leiðir, en þar sem pláss mitt hér er tak-
markaö er ekki vert að fara nánar út í
það að þessu sinni. Ykkur finnst
eflaust skrítið aö ég skuii taia um
aukinn hagvöxt á íslandi þegar alls
staðar í kringum okkur er minnkandi
hagvöxtur. Það er samt hægt og ég get
stutt þá skoðun hvar og hvenær sem er.
Eg hef hér aöeins reifað örfá atriöi
sem snerta þjóöarbúið í heild og ekki
vikiö aö málum míns kjördæmis en
það mun ég gera síðar. Þar er einnig
mikilla breytinga þörf, og finnst mér
þingmenn þessa kjördæmis hafa staðiö
sig með afbrigðum illa í okkar málum.
Ég hef heldur ekki vikið að mörgum
þeirra mála sem munu verða baráttu-
mál mín svo sem: málefnum aldraöra
og sjúkra (sem ég þekki nokkuö vel
vegna atvinnuminnar við F.S.A.). Ég
hef heldur ekki minnst á afstöðu mína
til vamarliðsins eða NATO og ég hef
ekki reifað hugmyndir um kjaramál
launþega. Eg hef heldur ekki minnst á
málefni fjölskyldunnar sem er þó horn-
steinn okkar þjóöfélags og ég verð
eflaust að skrifa aðra grein um þetta
margtfleira.
En það vil ég að komi skýrt fram að
ég ber hag og heilsu hins almenna
launþega mest fyrir brjósti og aðstöðu
og áhrifum hans á stjóm og stefnu
stjórnar okkar hverju sinni verði meiri
gaumur gefinn. Þá óttast ég ekki að við
náum ekki að vinna okkur frá vand-
anum sem við glímum nú við.
Ég vil svo enn á ný biðja ykkur, kjós-
endur góðir, um liösinni í þessari
baráttu minni og minni á að það er
hverjum manni, sem orðinn er 18 ára
þegar aö kosningum kemur og ekki er
flokksbundinn í öðrum stjómmála-
flokki, frjálst að taka þátt í prófkjöri
Alþýöuflokksins. Eg vil einnig ítreka
það að þið hafið samband við mig og
setjið fram ykkar skoðanir og hlustið á
það sem ég hef að segja um þau
málefni sem ekki er tækifæri til að
f jalla umá þessum vettvangi.
Jósef S. Guðbjartsson,
Akureyri.
Menning Menning Menning Menning
Svart á hvítu
sendir frá sér
myndabók í lit
DEPILL
Höfundur: Margret Rey
Myndir: H.A. Rey
Þýðandi: Guðrún ö. Stephensen
lltgefandi: Svart á hvrtu.
Depill heitir lítil bók sem kom út fyr-
ir jólin og er ætluö bömum. Sagan er
um lítið kanínubam sem sker sig úr
hópnum. I þjóðsögum og ævintýrum er
algengt frá fornu fari að dýr séu meðal
sögupersóna og þá oft gædd ýmsum
eiginleikum manna. Lesanda sem
gefið hefur sig á vald ævintýrinu þykir
slikt ekkert tiltökumál, því í heimi
ævintýra er allt mögulegt. Til eru öðru
vísi sögur þar sem dýr fara með hlut-
verk manna. Þessar sögur eru yfirleitt
með raunsæislegu yfirbragði með
þeirri einu undantekningu að
manneskjugerð dýr koma í stað mann-
fólks. Ekki veit ég hversu gamalt þetta
fyrirbæri er, en þaö hefur aöallega
fengið útbreiðslu á síðustu árum og
áratugum og eiga vissar myndasögur
ekki lítinn þátt í því. Sjálf hef ég aldrei
skilið hvað vinnst við slík hamskipti,
en útbreiðsla og vinsældir sagnanna
Barnabækur
Bergþóra Gísladóttir
bera vitni um aö þær eiga greiöan aö-
gang aö hug og hjarta lesandans. Ein
slik saga er sagan um Depil.
Ööruvísi
Depill er lítið kanínubarn sem lendir
í þeirri erfiðu aðstööu aö vera eina mis-
lita kanínan í flokki einlitra, hvítra.
Hann er með brúna depla um allan
kroppinn. I minni sveit hefði slík
kanína verið kölluö módropótt eða
doppótt og hefði borið nafn í samræmi
við það, Dropi, Doppa eða Droplaug.
Hvað um það, Depill sögunnar er trú-
lega meir í ætt viö leikföng ieikfanga-
markaðarins en þau dýr sem ég þekkti
forðum. Depill fær að reyna hversu
erfitt það getur veriö að vera öðruvisi.
Hann fær ekki að fara í afmæli til afa
Depill lendir í þeirri erfiðu aðstöðu að vera eina mislita kaninan í flokki einUtra,hvitra.SumséöÐRUVÍSI.
síns. 1 öngum sínum yfirgefur hann
heimiii sitt. Af hendingu hittir hann
aðra kanínufjölskyldu. Þar voru aUar
kanínurnar eins og hann nema ein sem
var hvít. Hún fékk einnig að kenna á
sérstöðu sinni. Dæmið hafði snúist við.
Lítil faUeg dæmisaga um afstæöi þess
að vera öðruvísi. Öðru vísi en hvað?
Bókin er á góðu máli og myndirnar í
lit. Bandið er sterklegt og fer vel í
hendi. Á bókarkápu er tUtekið að bókin
henti vel aldrinum 4—10 ára. Eg hef nú
um skeið lesið bókina sem kvöld-
lesningu fyrir eina þriggja ára við
góðar undirtektir.
Breyttir tímar
Frá blautu bamsbeini hef ég haft
ímigust á sögum um dýr, sem tekið
hafa upp siðu og háttu manna. Fædd og
uppaUn í sveit fannst mér sUkt vera
gert af miklu virðingarleysi gagnvart
blessuðum skepnunum. Auk þess
fannst mér sUkt bera vott um hug-
myndafátækt. Eftir að ég flutti á möl-
ina, þar sem ég hef aUð og fóstrað böm
sjálf, þar sem firringin er slík að fólki
finnst meiri mengunarhætta stafa af
hunda og kattaskít en eiturgufum frá
vélknúnum farartækjum, hef ég nauð-
ug lært að ný jum tímum fylgja breyttir
lestrarhættir. (I minni sveit var regin-
munur á eitri og áburði.) Það er að
verða langt síðan að mesta ieyfUega
mennska dýra var sakleysislegt hjal
kúnna á jólanótt. Þó héldu þær sig allt-
af nokkum vegmn við sín eigin áhuga-
mál.