Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1983, Blaðsíða 29
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR1983.
29
Sandkorn Sandkorn Sandkorn
Einhyrningar
sem traðka á
gunnfána sínum
Ungur blaðamaður og þing-
f réttaritari Þ jóö viljans er um
þessar mundír að ljúka birt-
ingu á dáiítið sérkennilegri
pólitískri söguskoðun.
Hún hefur snúist um að
skilgreina jarðveg og eðli
stjórnmálaflokkanna, hvers
fyrir sig, en eins og steikar-
kóngamir segja sumir: „að
hætti hússins”. Er raunar
ekki farið dult með að þetta
sé heimatilbúinn ormagraut-
ur, því ritgerðirnar kallast
„fréttaskýringar með póli-
tísku ívafi”.
í samræmi við þetta er ekki
undarlegt þótt sums staðar
haUi aðeins á „vondu flokk-
ana” í frásögninni. Hitt kem-
ur á óvart hvernig forystu
Alþýðubandalagsins er lýst.
Um Alþýðubandalagið seg-
ir blaðamaöurinn að það
þurfi að koma sér upp verk-
efnum í framtíðinni. Og
siðan: „Slíkur sósíaUsmi
verður ekki framkvæmdur af
einhyraingum heldur af blæ-
brigðarikri hreyfingu með
umburðarlyndi og viröingu
fyrir einstaklings- og lýðrétt-
indrnn á gunnfána sínum.”
Þar hafa menn það.
Kýlt og pælt á
Húsavík
Slanguryrði era nú mjög í
tisku og jók nýútkomin orða-
bók um þessi orð mjög á þaö.
Amma gamla kýlir á eintak í
sjónvarpsauglýsingu og nú
lesum við um fleiri kýlingar í
Víkurblaðinu á Húsavik. Þar
segir af bæjarstjórnarfundi
þar sem „pælt var i ýmsum
málum og kýlt á öðrum”.
Þannig segir frá því aö pælt
hafi verið i erindi frá bygg-
ingaraefnd FclagsheimUis og
siðan kýlt á undirskrif tarlista
frá 168 bæjarbúum þar sem
farið er fram á áfengisútsölu
á Húsavik. Að lokum var
aðeins „rætt” um greiöslu-
byrði útgerðarmanna.
Úr Herraríki
á Ísafjörð
Nýr kaupfélagsstjóri tekur
við Kaupfélagi ísfirðinga
alveg á næstunni. Það er
Sverrir Bergmann, sem hefur
•verið verslunarstjóri í Herra-
ríki, herrafataverslunum
Iðnaðardeildar SÍS.
Kaupfélag tsfirðinga varð
á skömmum tíma stórveldi í
höndum Hafþórs Helgasonar,
en hann fórst í flugvél sinni
fyrir nokkrum vikum sem
kunnugt er. Það er ærið verk-
efni að taka við starfi hans.
En Sverrir mun hafa þótt lik-
legur til þess að ráða við það
eftir að hafa fjórfaldað
verslanir Herraríkis á fáum
misserum. Fyrst var hann
eini starfsmaðurinn en þeir
munu nú vera 16.
Sverrir — byrjaði einn í einu
Herraríki, stjóraar nú fimm-
tán manns í fjórum Herra-
ríkjum en er á förum til þess
að taka við Kaupfélagi isfirð-
inga.
Sló keilur í
Keilusíðu
Sumum Akureyringum
þykir sem bæjarstjórain
þeirra hafi slegið keilur í
byggingu bæjarblokkar við
Keilusíðu. Og bæjarstjórain
hélt reyndar hitafund um
málið fyrir hátiðar.
Þaraa eru 19 íbúðir. Atti að
selja helminginn en leigja
hinn helminginn út. Þrjár
íbúðanua áttu að vera sér-
staklega fyrir fatlaða.
Þegar til átti að taka vildi
enginn kaupa þrátt fyrir
húsnæöiseklu í bænum, vegna
verðs og kjara sem þótti
hvort tveggja úr hófi. Og eng-
inn fatlaður sótti um ibúð
þarna heldur.
Bæjarstjóra varð því að
venda öllu kvæðinu í stór-
kross og leigja blokkina út
eins og hún leggur sig. Er tal-
ið ólíklegt að það bæti lausa-
fjárstöðu bæjarsjóðs nema
síður sé. Og var hún þó bág
fyrir.
Umsjón:
Herbert Guðmundsson
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Væmni á væmni ofan
Stjörnubíó, Salur b, Nú er komið að mór (It's
my Turn)
Stjórn: Claudia Weill.
Handrit: Eleanor Bergstein.
Aðalhlutverk: JiH Clayburgh, Michael Douglas,
Charles Grodin, Beverly Garland, Steven Hill,
Daniol Stem.
Tónlist: Patrick Williams.
Framleiðandi: Martin Elfano.
Erfiðleikar konu á framabraut. A
hún að láta stjórnast af ástríðum eða
möguleikum sínum í starfi? Þetta er
ekki alvond hugmynd að kvikmynda-
handriti og hafa álíka spurningar
orðið mönnum efni í fleiri en eina
kvikmynd á síðustu árum. En þegar
þessum spurningum er velt upp úr
endalausri væmni, eins og raunin
hefur orðið á um þá kvikmynd sem
hér er til umf jöllunar, þá er ekki við
mikluaöbúast.
It’s my Tum, en svo nefnist þessi
mynd á enskri tungu, er vella frá
upphafi til enda. Hún er næsta inni-
haldslaus, lætur hvorki eftir spum-
ingar né svör. Þetta er dæmigerð
bandarisk afþreying þar sem væmn-
in — a la mama sniff — yfirstígur
viðfangsefnið. Sæmileg hugmynd er
útfærð á tilgerðarlegan máta, sem er
hvorki sannfærandi né þess eðlis aö
gaman sé á að horfa.
Umgjörð efnisþráðarins er
ástríður og ákvarðanir Kate
Gunzinger, stærðfræðikennara við
háskóla í Chicago. Hún hefur tak-
markalausan áhuga á starfi sínu
sem gengur svo langt að hún fæst við
lausnir stærðfræðiformúla í rúminu
með sambýlismanni sínum i stað
þess að fást við eitthvað annað...
Hómer nefnist þetta fómarlamb
stærðfræðinnar og er verkfræöingur.
Þau skötuhjú líta út fyrir að vera
dæmigert nútímafólk og samband
þeirra gerir ráö fyrir nægu athafna-
frelsi báðum til handa. Kate er beðin
um að sækja um starf í New York, en
er á báöum áttum hvort hún eigi að
fara. Einkum af því að faðir hennar
sem þar býr hefur ákveðið að giftast
í annað sinn, jafnöldru sinni sem
Kate er lítt hrifin af, og vill því
forðast að sjá í viðurvist föður síns
heittelskaðs. Hún ákveöur þó með
semingi að heimsækja stórborgina
og vera viðstödd brullaupið. I New
York kynnist hún syni væntanlegrar
stjúpmóður sinnar, Ben Lewin, sem
er stæltur gaur og fríður ásýndum,
meira að segja fyrrum hornabolta-
hetja. Ben er kvæntur og á eina dótt-
ur bama. Hvað sem því liður fella
þessi væntanlegu stjúpsystkini hugi
saman, fá bara ekki ráðið viö neitt.
En vandinn er sá, aö Kate er ástfang-
inn yfir höfuð en Ben lífsreyndari og
veit aö skyndiást er ekki lausn á
vandanum. Þetta er erfitt líf, en
vandann leysir myndin í lokin með
varla óvæntum hætti.
Æ, þetta er væmin vella með alltof
mörgum og löngum tilfinninga-
senum sem svo sannarlega missa
marks því hver áhorfandi veit
hvernig fer í lokin. Stígandi myndar-
innar, sem raunar er takmörkuö,
fellur því um sjálfa sig. Þetta verður
skrifað á reikning leikstjórans, sem
hefur greinilega af ásettu ráði leitt
efnisþráðinn inn í þessa endalausu
væmni. Mörg atriðanna eru líka
hreinlega illa sviðsett, að mínu mati,
og atburðarásin í myndinni passar á
stundum illa saman. Það bregður
samt fyrir góðum leik í þessari
mynd, en heildarsvipurinn — úr-
vinnslan — dregur þann eina kost
verksins niður í svaðið.
—Sigmundur Ernir Rúnarsson.
JUl Clayburgh og Mlchael Douglas i hlutverkum sínum í It’s my Tura.
St jörnubíó—Nú er komið að mér:
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 80., 84. og 88. tbl. Lögbirtmgablaðs 1982 á Framnes-
vegi 68, þingl. eign Jóns Ársæls Þórðarsonar, fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjélfri föstudag 7. janúar 1983,
kl. 15.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 81., 86. og 89. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á Kapla-
skjólsvegi 51, þingl. eign Þórðar Johnseu, fer fram eftir kröfu Gjald-
heimtunnar í Reykjavík og Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri
föstudag 7. janúar 1983, kl. 16.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 80., 84. og 88. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á hluta í
Hofsvallagötu 55, þingl. eign Harðar Sigurjónssonar o.fl., fer fram eft-
ir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudag 7.
janúar 1983, kl. 15.45.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.