Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1983, Blaðsíða 19
— með gullaldarliði
Brasilíumanna
Mjög sögulegur knattspymuleik-
ur fer fram í Stokkhólmi 21. júní í
sumar. Þar mætast landsliö þau
sem iéku til úrslita í HM-keppninni
1958 í Svíþjóð eða fyrir 25 árum —
Svíþjóð og Brasilia.
Brasilíumenn unnu leikinn 5—2
og skoraði knattspymukappinn
Pele, sem var þá 17 ára, tvö mörk.
Nær allir þeir leikmenn Brasilíu
semlékul958 verða ísviðsljósinuí
Stokkhólmi en lið þeirra var þannig
skipað: Gilmar, D. Santos, Beline,
Orlando, N. Santos, Zito, Didi,
Vava, Pele, Garrincha og Zagalo.
Það er þó óvíst hvort Garrincha
leiki þar sem hann á við veikindi að
stríða.
-sos
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR1983.
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR1983.
Rósa fer til
Bandaríkjanna
Hefur tekið tilboði að leika með knattspyrnuliði frá
háskólanum í Cortland
Rósa Valdimarsdóttir, fyrirliði
Breiðabliks og kvennalandsliösins í
knattspymu, hefur fengið tilboð um
háskólanám og að léika knattspymu
meö kunnu háskólaliði í Bandarikjun-
um.
Skóli þessi er í Cortland í New York
fylki og er knattspyrna bæði karla og
kvenna þar í hávegum höfð. Rósa fer
utan nú um miöjan mánuðinn en skól-
inn stendur yfir fram í maí. Þá kemur
hún heim aftur og leikur því sjálfsagt
með Breiðabliki og landsliðinu í
sumar.
Rósa og vinkona hennar úr Breiða-
blaki og landsliöinu, Ásta B.
Gunnlaugsdóttir, fengu í haust tilboð
um aö æfa og leika með sænsku knatt-
spymuliði. Fóru þær að kynna sér
aðstæður þar en leist ekki meir en svo
áþær.
Rósa hafði áöur fengið tilboð frá
þessum háskóla í Bandaríkjunum og
ákvað hún aö slá til og fara þangaö eft-
ir að þær stöllur komu úr Svíþjóðar-
ferðinni...
-klp-
Íþróttir
(þróttir
(þróttir
(þróttir
Félögunum
fækkar í
Hollandi
Hoilenska 1. deUdarliðið i knatt-
spyrau, SC Amerfoort, hefur verið I
iýst gjaldþrota og öllum leikmönn-
um og starfsmönnum þess verið |
sagt upp störfum.
Leikmennirnir 15 að tölu geta I
fengið að fara til hvaða liös sem viU
þá og fá samningsupphæðina í sinn
eigin vasa. Þeir betri í hópnum eru
mjög ánægðir með þetta en aftur á j
móti er hætta á aö nokkrir úr hópn-1
um komist ekki í neitt lið og verði |
því aö fara á atvinnuleysisstyrk.
Þetta er annað 1. deildarliðiö I
sem verður aö leggja upp laupana í |
HoUandi á þessu ári vegna fjár-
skorts. Hitt liðiö var FC Amster-1
dam sem hvarf úr 1. deUdinni í [
sumar.
Rétt er að benda á að bestu og |
ríkustu félögin í HoUandi leika í úr-
valsdeildinni, svo segja má aö SC |
Amerfoort og FC Amsterdam hafi
leikiðþarí2.deUd.
-klp-1
Brasilíumenn
til Evrópu...
Brasilíumenn leika fjóra iands- I
leiki i knattspyrnu í Evrópu i |
sumar. Þeir leika fyrst gegn
Portúgölum í Lissabon 8. júní, ■
síðan gegn V-Þjóðverjum 12. júní, !
Svisslendingum í Basel 17. júní og |
Svíum í Gautaborg 22. júní.
-SOS I
Kanarkeppaí
Sovétríkjunum
ífyrstasinn
Bandariska unglingalandsliðmu í
knattspymu 18 ára og yngri hefur verið
boðið að taka þátt í alþjóða unglingamóti
sem haldið verður í Leningrad í Sovét- |
rikjunum og byrjar á fimmtudaginn
kemur.
Þetta verður í fyrsta sinn sem banda-
rískt knattspyrnulandslið leikur í Sovét- '
ríkjunum og hafa Bandarikjamenn lagt' |
mikið kapp á að undirbúa lið sitt sem best
fyrir þessa keppni.
Auk þeirra keppa á mótinu unglinga-
iandslið Hollands, Vestur-Þýskalands,
Tékkóslóvakíu og tvö landslið Sovétríkj-
anna. Leikirnir fara ailir fram i einni
stærstu íþróttahöll Sovétríkjanna en þar
er að finna knattspymuvöll í fuliri stserð.
-klp-
^ m pap
.- ' ' ■ í ' X .V
Jóhannes Eðvaldsson.
Islenski fyrir-
liðinn átti stór-
leik gegn Rangers
Jóhannes Eðvaldsson og félagar hans hjá Motherwell unnu 3-0
Jóhannes Eðvaldsson átti stórleik að
sögn skosku blaðanna þegar hann og
MATTI
STÖKK
LENGST
Finninn Matti Nykaenen varð sigur-
vegari í skíðastökki heimsbikarkeppn-
innar í gær í Innsbruck í Austurríki.
Matti stökk 105 m og 104 m og hlaut
249.5 stig.
A-Þjóðverjinn Jens Weissflog varð
annar (243.3) og Kanadamaðurinn
Horst Bulau varð í þriðja sæti (241.9).
Weissflog stökk 101.5 og 102 m og Bulau
103 og 102 m. -SOS
P
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
K
Tekur Búbbi
stöðu Marteins?
— sem kjölfesta varnar landsliðsins í
knattspyrnu?
— Það er mjög slæmt fyrir
landsliðiö að missa Martein Geirs-
son. Ég verð nú að fara aö leita eft-
ir leikmanni sem getur tekið stöðu
hans í landsliðinu, sagði Jóhannes
Atlason landsliðsþjálfari.
Eins og DV hefur sagt frá þá
slitnaði hásin á vinstri fæti Mar-
teins fyrir áramót og verður hann
sex vikur í gifsi. Meiðslin eru verri
en talið var í fyrstu og bendir allt til
aö Marteinn leggi skóna á hilluna.
Hver verður arftaki Marteins
sem „sweeper” hjá landsliðinu?
Þessari spurningu velta menn nú
fyrir sér. Það eru ekki margir leik-
menn sem geta tekiö þá stöðu aö
sér.
Janus Guðlaugsson getur leikið
sem „sweeper” en þá stöðu lék
hann meö Fortuna Köln. Jóhannes
Eðvaldsson, fyrrum fyrirliði lands-
liðsins, lék þá stööu hér á árunum.
Verður hann kallaður heim frá
Skotlandi þar sem hann leikur meö
Motherwell, til að taka stööu Mar-
teins?Olafur Björnsson, hinn ungi
fyrirliði Breiðabliks, hefur leikið
stöðu „sweeper” — aftasta manns
vamar, með landsliðinu 21 árs og
yngri. Olafur er sterkur leikmaður
en hann hefur enn ekki öðlast
reynslu til að vera kjölfestan í vöm
landsliðsins.
Eins og málin standa í dag þá
koma aðeins tveir leikmenn til
greina. Janus og Jóhannes.
-SOS
félagar hans hjá Motherwell sigruðu
Glasgow Rangers á heimavelli sínum í
skosku úrvalsdeildinni í knattspyrau í
fyrrakvöld.
Segja blöðin að tslendingurinn hafi
átt mikinn þátt í 3—0 sigri liðsins og
hann hafi stjómaö sínum mönnum eins
og hershöfðingi. Sé hann orðinn enn
betri leikmaður en þegar hann hafi
veriö meö Celtic og að leikgleði hans og
útsjónarsemi sé aðdáunai-verð.
Urslit leiksins voru mikill sigur fyrir
framkvæmdastjóra Motherwell, Jock
Wallace, en hann var áður fram-
kvæmdastjóri Rangers.
Það var hinn 19 ára gamli leik-
maður Motherwell, Brian McClair,
sem skoraði öll mörk Motherwell í
leiknum en hann og Jóhannes voru
einnig í sviðsljósinu á nýársdag þegar
Motherwell sigraði Kilmamock 2-
útivelli.
•0 á
Jóhannes Atlason
til J úgósla víu
þar sem hann verður í góðum félagsskap á ráðstefnu landsliðsþ jálfara
Evrópu í Split
Jóhannes Atlason, landsliðsþjálfari í
knattspyrnu, er á förum til Split í Júgó-
slaviu þar sem hann mun sitja
ráðstefnu með öllum landsliðsþjálf-
uram Evrópu dagana 11.—14. janúar.
Ráðstefna þessi er á vegum UEFA og
á henni verður farið niður í saumana á
heimsmeistarakeppninni í knatt-
spyrau og rætt um hvar knattspyraan í
Evrópu stendur.
— Þetta verður örugglega mjög
fróðleg og gagnleg ráðstefna, sagði
Jóhannes í stuttu spjalli viö DV í gær.
Jóhannes sagði að þeir fjórir landsliðs-
þjálfarar sem voru með lið sín í undan-
úrslitum HM á Spáni haldi fyrirlestra
en þaö eru þeir Enzo Bearzot, þjálfari
Italíu, Jupp Derwall, þjálfari V-Þýska-
lands, Michel Hidalgo, þjálfari Frakk-
lands og Piecheniczek, þjálfari Pól-
.lands.
— Þetta eru allt mjög færir menn og
því verður fróðlegt að fylgjast með því
hvað þeir hafa fram að færa og hvað
þeir segja um þróunina í Evrópu.
Einnig verður rætt um undirbúning
fyrir HM1986, sagði Jóhannes.
Jóhannes sagöi að Tele Santana,
fyrrum landsliðsþjálfari Brasiliu,
myndi einnig vera með fyrirlestur og
ræða um mismuninn á evrópskri knatt-
spymu og knattspyrnunni í S-Ameríku.
-SOS.
Jóhannes Atlason — landsliðsþjálf-
ari.
(þróttir
íþróttir
(þróttir
Urslit í öðrum leikjum í skosku úr-
valsdeildinni í fyrrakvöld uröu þessi:
Celtic—Dundee 2—2
Dundee Utd.—Aberdeen 0—3
Hibemian—St. Mirren 1—1
Morton—Kilmamock 3—0
Staðan í deildinni er nú þessi:
Celtic 18 15 2 1 52-20 32
Aberdeen 19 13 3 3 38—13 29
DundeeUnited 18 12 4 2 43—14 28
Rangers 18 5 8 5 26—22 18
Dundee 18 5 6 7 21—22 16
St. Mirren 19 3 8 8 18—31 14
Morton 19 4 6 9 20—34 14
Hibernian 19 2 9 8 14—26 13
MotherweU 19 6 1 12 21—40 13
Kilmarnock 19 1 7 11 15—46 9
Rósa Valdlmarsdóttir — fyrirUði kvennalands-
Uðslns í knattspyrau.
Sá kínverski
ísérflokki
Kínverjinn U Ning er af flestum talinn besti fim-
1
I
I
I
I
I
I
I
I
Bleikamaður heims um þessar mundir. Hann sigraði áB
"dögunum í miklu alþjóða fimleikamóti í Barcelona áS
| Spáni og þótti sýna þar ótrúlega yfirburði.
IHlaut hann samtals 58,90 stig en þeir Sergio Casi-B
miro frá Kúbu og Sergej Khijmiakov frá Sovétríkjun-B
Ium deUdu með sér öðra sætinu meö 57,95 stig.
-klp-B
_ J
„Olafsson á
rúmstokknum”
— Einn besti handknattleiksmaður Svía tekur
eiginkonuna fram yfir landsliðið
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta-
manni DV í Svíþjóð: — Sænsku blöðin
krefjast nú aö Peter Olafsson, stór-
skytta úr Kroppskultur, sem er einn af
markhæstu Ieikmönnum „AUsvensk-
an”, verði settur út úr landsliðshópi
Svía fyrir fullt og aUt. Olafsson gaf
ekki kost á sér í sænska landsliðið fyrir
keppnina í A-Þýskalandi á dögunum
þar sem hann sagðist ekki vUja fara
frá eiginkonu sinni sem ætti von á
barai og hún myndi fæða baraið á
meðan keppnin í A-Þýskalandi stæði
yfir.
Ekki hefur eiginkonan orðið léttari,
nú hálfum mánuði eftir keppnina í A-
Þýskalandi. Þegar sænska landsliðiö,
sem á að leika gegn Pólverjum nú
næstu daga, var valiö í gær, tilkynnti
Olafsson að hann gæfi ekki kost á sér í
landsliðiö þar sem hann vildi vera við
hlið konu sinnar, þegar hún yrði létt-
ari.
Sænsku blöðin segja að það þýði ekk-
ert að vera að stóla á leikmann sem
velj i rúmstokkinn frekar en að leika
með landsliði Svíþjóöar. Þaö stefnir nú
allt í það aö Olafsson verði endanlega
settur út úr landsliðshópnum. Roger
Carlson, landsliðsþjálfari Svía, sagði
aö það gæti enginn leikmaöur unnið sér
sæti í landsliðinu með því aö vera
heima hjá sér.
-GAJ/-SOS
Sugar Ray Leonard, sem marglr telja að sé besti boxari
sem fram bafi komið i helmlnum í óraraðir.
Sagði nei við 360 milljónum
Bandaríski hnefalcikarinn, Sugar Ray Leonard, sem er heims- meistari atvinnumanna í veltivigt, hefur afþakkað að fara aftur inn í hringinn og berjast þar. Sugar Ray, sem margir telja aÖ sé besti og skemmtilegasti hnefa- leikari sem fram hafi komið í heiminum í áraraöir, tilkynnti í sumar að hann væri hættur að keppa. Allt hefur veriö gert til að fá hann til aö hætta við þessa ákvörö- un sína en allt komiö fyrir ekki. Nú síðast var honum boðin upphæö sem samsvarar um 360 milljónum króna ísl. ef hann vildi keppa við milliþungameistarann Marvin Hagler, en Sugar Ray sagði nei. Hann keppti 33 sinnum sem atvinnumaöur og tapaði aðeins einum leik. Var það á stigum gegn Roberto Duran í júní 1980. Þótti sá úrskurður mjög hæpinn og mikið talaö um mútur og annað í sam- bandi viö hann. Sugar Ray sannaöi hvor þeirra væri betri fimm mánuöum síðar en þá sendi hann Duran út úr hringn- um meö þrem feiknarlegum högg- um í 8. lotu en fram aö þeim tima haföi hann leikið sér aö honum eins og köttur aö mús... -klp-
Sigurinn dæmdur
af Stenmark
— einn og hálfri klukkustund eftir að sögulegri svigkeppni lauk íParpan
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni — frétta-
manni DV í Svíþjóð:
— Sænski skíðakóngurinn Ingimar
Stenmark var dæmdur úr leik einum
og hálfum tima eftir að mjög sögulegri
svigkeppni heimsbikarkeppninnar á
skíðum lauk í Parpan í Sviss í gær.
Stenmark var því skráður sigurvegari
keppninnar í stuttan tíma því að það
var úrskurðað að hann hefði farið vit-
laust í eitt hliðið í brautinni sem var
mjög hál. — „Ég er hræddur um að
þetta sé rétt,” sagði Stenmark eftir
keppnina.
Keppnin var mjög söguleg fyrir það
hve margir keppendur féllu í brautinni
eða voru dæmdir úr leik fyrir að sleppa
hliði. Þrír af þeim sex keppendum sem
fengu bestan tíma í fyrri umferðinni
voru dæmdir úr leik fyrir að sleppa
hliði. Það voru Phil Mahre sem hafði
náð bestum brautatíma — kom í mark
98 hundruðustu á undan Stenmark,
sem var í tíunda sæti eftir fyrri
Miiller með
fleststig
— íheimsbikarkeppn-
inni á skíðum
Svisslendingurinn Peter Miiller
hefur nú tekið forustuna i stigakeppni
heimsbikarkeppninnar á skíðum, en
Ingimar Stenmark er í sjötta sæti.
Stigahæstu menn era nú þessir
skiðakappar:
Peter Miiller, Sviss 80
Pirmin Zurbriggen, Sviss 78
Harti Weirather, Austurriki 74
Franz Heinzer, Sviss 72
Franz Klammer, Austurriki 60
Ingimar Stenmark, Svíþjóð 53
Conradin Cathomen, Sviss 52
C. Orlainsky, Austurriki 46
Stig Strand, Svíþjóð 45
Phil Mahre, Bandaríkin 45
Urs Raeber, Sviss 44
Bojan Krizaj, Júgóslavía 42
Eins og sést á þessu, þá eru
brunmennirnir i fyrstu sætunum.
Eftir þrjár fyrstu svigkeppnirnar,
eru þeir Stenmark og Steve Mahre
efstir með 45 stig, Paolo de Chiesa frá
ítalíu er með 32 stig og Phil Mahre er
með 30 stig.
-SOS.
íSvissígær
umferðina, Svisslendingurinn Priimin
Zurbriggen og Girardelli frá Austur-
ríki sem keppir nú fyrir Luxemborg.
Auk þeirra féllu þeir Stig Strand frá
Svíþjóð og Júgóslavinn Krizaj í braut-
inni og voru dæmdir úr leik.
Stenmark keyrði frábærlega í seinni
umferðinni (48,83 sek.), en var dæmd-
ur úr leik. Frommelt frá Lichtenstein
sem náði öðrum besta tímanum í
Gömlu refirnir hjá
Frambestir
Framarar urðu sigurvegarar í innanhúss-
knattspyrnu „Old Boys” Reykjavikurliða
sem fór fram i Laugardalshöllinui á gamlárs-
dag. Framarar eru íslandsmeistarar utan-
húss.
samanlögöu var einnig dæmdur úr
keppninni fyrir að sleppa hliði.
Tvíburabróðurinn Steve Mahre varð
sigurvegari — hann fór brautina á
49,05 sek. og 48,91 sek., en annars urðu
þessir menn í efstu sætunum:
Steve Mahre, Bandar.
Jacques Luthy, Sviss
Andreaz Wanzel, Lichtens.
Paclo de Chiesa, ítalíu
Franz Gruber, Austurriki
Hans Pieren, Sviss
Michel Canac, Frakkland
Frank Woerndl, V-Þýskalandi
Marco Tonazzi, italíu
Max Julen, Sviss
Klaus Heidegger, Austurriki
Jure Franko, Júgóslaviu
Ðaniel Mougel, Frakklandi
Vladimir Andreev, Rússlandi
Toshihíro Kaiwa, Japan
Samanlagður timi Stenmark var 1:38,60.
-GAJ/-SOS
1:38,96
1:40,73
1:40,92
1:41,27
1:41,38
1:41,52
1:41,99
1:42,23
1:42,28
1:42,33
1:43,00
1:43,15
1:43,41
1:43,46
1:43,46
Ingimar Stenmark sést hér á fullri ferð. „Stenmark-aðferðin” — að keyra
sem næst hllðunum, hefur orðið mörgum að f aUi.
• Paolo Rossi.
Rossierpeninga-
gráöugur!
ítalska knattspyraukappanum
Paolo Rossi verður aUt að pening
eftir að hann gerði geröinn frægan i
HM-keppninni á Spáni.
Svo mjög kveður að því að
jafnvel landar hans eru farair að
verða honum andsnúnir vegna
peningagræðgi hans.
Upp úr sauð á dögunum þegar
Rossi og frú eignuöust son. Frétta-
menn þyrptust á staðinn til að fá
mynd af honum með þeim
nýfædda, en Rossi bannaði aUar
myndatökur. Hafði hann selt einni
sjónvarpsstöð aUan myndatökurétt
af barainu fyrir upphæð sem sam-
svarar 750 þúsund krónum
islenskum....
-klp-
Nýliðinnsáum
öll mörk Luton
Einn leikur var Ieikinn í 1. deUd-
inni í knattspy rnu á Englandi i gær-
kvöldi og áttust þar við West Ham
og Luton á Upton Park i Lundún-
um.
Meðal áhorfenda þar var Bobby
Robson, framkvæmdastjóri enska
landsliðsins og fékk hann þar að sjá
17 ára ungling, Paui Walsh, skora
þrjú mörk,” Hat Trick”, í sínum
fyrsta leik með Luton sem sigraði
j 3—2. West Ham komst tvisvar yfir í
leiknum með mörkum Tony Cottee
og Sandy Clarke cn Paul Walsh
jafnaði jafnharðan og skoraði svo
| sigurmarkið.
-klp-
(þróttir íþróttir íþróttir i íþróttir (þróttir (þróttir . Iþróttir íþróttir , (þróttir