Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1983, Blaðsíða 21
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR1983. 21 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Veiddi lax í Lokeren — Reykjavík ekki eina borgin með laxveiðiá Þaö er stundum sagt aö Reykjavík sé eina borgin í Evrópu sem bjóði upp á laxveiðiá í miðri borginni. Þaö er þó tæplegast rétt því að nýlega lét hann Kristján Bemburg, fréttaritari DV í Belgíu, okkurfá þessa mynd. Maðurinn á myndinni fer á hverjum sunnudagsmorgni klukkan um fimm og rennir fyrir fisk í ánni Durme, sem er í Lokeren. Og hann krækti í þennan væna fisk í byrjun nóvember. Fiskisagan flaug fljótt í Belgíu og vakti óskipta athygli manna, enda fiskurinn óhemju vænn. Borgin Lokeren er þó frekar kunn fyrir knattspyrnuliðið sitt, en með því leikur Islendingurinn Amór Guðjohn- sen. Sagt er aö hann sé í miklu uppáhaldi hjá íbúum Lokeren. Þessi mynd vakti mikla athygli i Belgíu. Hún sýnir iaxinn sem veiddist i ánni Durme sem rennur i gegnum borgina Lokeren. Borgin er kunn fyrir knattspymuiib sitt, en með þvíieikur ísiendingurinn Amór Guðjohnsen. Bolti, bolti, bolti, bolti, bolti, bol... Knattspyrnumennirnir hjá hinu fræga þýska félagi, Bayem Miinchen, hafa oft í mörgu aö snúast. Það er ekki aðeins að þeir þurfi að æfa knattspymu daglega og leika að minnsta kosti einn leik á viku, heldur þurfa þeir að skrifa nafnið sitt á fótbolta sem framleiddir em af fyrirtæki einu í Miinchen. Kappamir hafa mjög góð laun hjá félaginu og líða ekki skort, enda standa þeir sig yfirleitt vel á vellinum. Þetta meö fótboltaáletrunina er þó nokkuð merkilegt. Hver einasti leikmaður verður að taka pennann fram og skrifa nafnið sitt á boltana. Nokkur þúsund boltar í hverri viku og leikmennirnir fá líka nokkra skild- inga í vasann fyrir vikið. Þeir seljast líka boltamir. Skrifað og skrifað. Leikmenn þýska knattspyrnufólagsíns Bayem Miinchen skrifa nafnið sitt á nokkur þúsund fótboita i hverri viku. Dálaglegt starf, en það gefur talsvert af sár. Boltarnir seljast líka eins og heitar lummur. Innan um öil höfuðfötin á heimili sinu. Þegar vinir og kunningjar Irta inn er JR ekki lengi að sýna mönnum safnið sitt. Sveinn Guðmundsson sveitarstjóri ávarpar gesti við opnun leikskólans. Oddvitinn, Magnús Karel Hannesson, stendur honum til hægri handar. Fagnaðarlæti á Eyrarbakka leikskólinn í nýtt húsnæði Leikskólinn á Eyrarbakka flutti nýlega í nýtt húsnæði. Rekstur skólans byrjaði áriö 1975 og þá í leiguhúsnæði, en það hentaði frekar illa fyrir starfsemina. Voriö 1979 samþykkti hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps að ráðast í byggingu nýs húss með kostnaöar- þátttöku ríkissjóðs. Húsið er um 115 fermetrar að flatarmáli og er smíðað af SG-einingahúsum á Selfossi. Félagar í Foreldra- og styrktar- félagi leikskólabarna á Eyrarbakka aðstoðuöu við bygginguna og félagiö hefur einnig fært skólanum margar góðargjafir. Með þessu nýja húsnæði hefur aöstaöa í skólanum breyst mjög til hins betra og verður vonandi byggðarlaginu til góðs. 25 börn em nú í leikskólanum og 11 em á biðlista. Forstöðukona er Gyða Sigurðardóttir. -MKH/JGH. Gyða Sigurðardóttir forstöðukona ásamt nokkrum nemendum leikskóians við nám og leik. „Já, hannerskrýtinnþessimeðmyndaváHna." OV-myndir: Magnús Karel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.