Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1983, Side 6
6 DV. FIMMTUDAGUR13. JANÚAR1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Neyti Nýtt skeið eldamennsku komið á skrið—tími ÖRBYLGJUOFNANNA Eldabuskan stendur viö opinn eld- inn, rjóð á vangann, og hrærir í grautarpottinum af myndugleik. Hún hefur stóra, snjakahvíta svuntu f raman á sér, allt yfirbragö hennar ber meö sér aö hér er hennar ríki, þar sem hún ræöur. Matarilminn leggur úr litla eldhúsríkinu og hann laðar og lokkar, notalegheitin, heitt viö eldinn, og freistandi matarilm leggur aö vitum. Eitthvaö á þessa leið gæti veriö gamla rómantíkin yfir matseldinni. Við segjum ekki að þetta gamla rómantíska skeið eldamennskunnar sé á enda runnið en a.m.k. er nýtt skeið komiö vel á skriö, tími örbylgjuofn- anna. Fljótleg, nýtískuleg eldunarað- ferö, sem aö vísu sameinar gömlu gæöin nýjum aöferöum. Þeir sem standa á þröskuldi nýrrar reynslu í þessum efnum geta aö sjálf- sögöu nýtt sér gamlar venjur en verða aö temja sér nýja tækni þegar þeir standa andspænis örbylgjuofnum. Tæknin, áhöldin og jafnvel uppskrift- irnar eru öðruvísi — en hvernig? örbylgjuofn er líklega þaö heimilis- tæki sem mest hefur selst á síðastliðnu ári og því mörgum hugleikið aö ná tökum á tækni ofna sinna og kynna sér nýjar uppskriftir. Fyrir þá eru þessar hugrenningar settar á blaö. Hvaö er örbylgjuorka? Margur er hræddur viö tækiö sitt, en er ástæða til þess? örbylgjuorka er sérstök gerö af há- stemmdum rafmagnsgeislum. Orku- geislarnir koma inn í ofninn að ofan sem ósýnilegir geislar og endurkastast síöan frá öllum hliöum ofnsins. Frábrugðin eldamennska Eldamennska í örbylg juofni er mikið frábrugöin eldamennsku í venjulegum ofni. I þeim venjulega er loftiö í ofnin- um hitað og síöan er sú orka flutt í efniö sem elda skal. I örbylgjuofni eru notaðir geislarnir, sem áöur eru nefndir, sem er fljótvirk- ari og áhrifaríkari aöferö. Orkan verður aö koma utan aö efninu, þess vegna fær ytra borö efnisins meiri hita heldur en innri lög þess. Þess vegna er mælt meö því að maturinn sé hreyfður viö eldamennskuna í sumum ofnum en þess er ekki þörf í öörum, þaö er aö segja þeim, sem eru þannig útbúnir aö geislunin kemur frá öllum hliðum. örbylgjuofni er í raun hægt aö líkja viö litla útvarpsstöö. Orkulindir í stöö- inni senda frá sér geislana og þegar þú rýfur strauminn á stööinni stöövast geislarnir. Fæöan í ofninum hitnar á jafnskömmum tíma og það tekur þig að núa saman höndum. Þegar geislarnir í ofninum snerta matinn virka þeir eins og seguljárn á frum- eindir fæöunnar, en þær „sveiflast” og rekast á. Þegar frumeindirnar vingsa orsakast núningur og viö hann hitnar fæöanumleið. Þegarslökkterá ofnin- um eða hurðin opnuð rofnar straumur- inn svo aö engin hætta er á aö geislam- irskaði. Kostir örbylgjuofna Helstu kostir örbylgjuofna eru taldir þeir aö minni tími fer í eldamennsku og á þessum tímum, þegar flestir eru á hraðferö, er þaö mikill kostur. Tíma- spamaður er dýrmætur í dag og ofninn er því kostagripur. Flesta rétti tekur aöeins mínútur aö hita í ofninum og aðra aðeins nokkrar sekúndur. Annar kostur við örbylgjuofna er aö eldun í þeim er hreinleg, þannig aö minni tími fer í hreinsun eftir að eldun er lokiö. Marga rétti er hægt aö elda í ofninum Trésleifar og spaðar eru hentug áhöld viö matreiðslu i örbylgjuofni — Matar- og kaffistell má ekki setja í ofninn ef blýþráður eða málmmerking er á mununum. Athugið aö sumt leirtau sem fram- leitt er í dag er sérstaklega merkt sem nothæft í örbylgjuofnum. Glerskálar hvers konar eru kjörgripir við eldun í örbylgjuofnum. Þegar steikja á beikon í ofninum er eitt ráðið að setja bréf yfir sneiðarnar. Ef steikja á margar sneiðar í einu eru þær lagðar í lögum og bréf á milli. Neytendur Umsjón: Þórunn Gestsdóttir í aöeins einu íláti, þannig aö færri áhöld, potta og þess háttar þarf aö þvo. Ofninn sjálfan er auövelt aö þrífa, úr honum er strokiö meö rökum klúti eftir eldun. Notiö ekki hreinsilög á ofn- inn aö innan. Hnífa eöa önnur sh'k áhöld má aldrei nota til að skafa óhreinindi innan úr ofninum. Eini hit- inn, sem kemur í örbylgjuofninn, er í sjálfa fæðuna, loftið í ofninum sjálfum fer sjaldnast yfir lofthita herbergis. Eldhúsiö sjálft hitnar ekki, öfugt viö þaö sem vitnað er í hér í upphafi. Tölu- verður orkuspamaður er svo einn af aöalkostum örbylgjuofna. Ýmislegt að varast Ymislegt þarf aö varast varöandi meöferö örbylgjuofnanna og skal eitt- hvaöhértíundaö. Lokið ekki ofninum meö hlut á milli stafs og huröar og reynið ekki aö gang- setja ofninn meö dyrnar opnar. Látið ofninn ekki í gang tóman, því aö þaö gæti valdið skemmdum. Ágætt er aö venja sig á aö skilja eftir glas eöa bolla meö vatni í inni í ofninum þegar hann er ekki í notkun. Þaö skapar ör- yggi- Á sumum ofnum er kalt loft dregið inn í ofninn að neðan og losaö út um rifur að ofan. Þessar rifur mega ekki vera tepptar eöa lokaðar. Þegar ofninn er settur inn í innréttingu, látiö þá aö minnsta kosti 5 sm bil vera fyrir ofan ofninn. Notið ekki áhöld úr áli í örbylgjuofn og helst engin eldunaráhöld úr málmi. Plastbakka ætti ekki að nota í ofninum nema um sé aö ræöa bakka eöa form, sem eru sérstaklega til þess ætluö, en þó ætti alls ekki aö nota plastbakka ef elda á lengur en ífimmmínútur. Kryddun eöa notkun á kjöthitamæli ætti ekki aö fara fram á meðan á eldun stendur. I sumum örbylgjuofn- um eru innbyggðir kjöthitamælar og gegnir öðru máli um þá. En kjöthita- mæli er auðvitað hægt að nota þegar kjötið hefur verið tekiö úr ofninum. Egg ætti ekki að reyna aö lin- eöa harð- sjóöa í ofninum vegna þess að þau geta sprungið. Sumum ofnum fylgja gler- skúffur og veröur alltaf aö hafa gler- skúffuna í ofninum þegar hann er í notkun. Þegar þíöa á frosinn mat skal fjar- lægja allar umbúðir sem eru úr málmi, áöur en maturinn er látinn í ofninn. Ef maturinn byrjar að „hoppa” í ofninum gæti það veriö merki um þaö að matur- inn sé búinn að vera of lengi inni í. Gætið að því að kjöt og alifuglar sé alveg þiönað áður en eldaö er. Til þess að forðast bruna viö þíðingu skal vef ja þunna fæöu meö álpappír, til dæmis læri eða vængi af kjúklingum og hvers konar þunna fæöu. Þegar hökkuö fæða er þýdd ætti alltaf að fjarlægja þaö sem þiðnað er strax og setja svo frosna hlutann aftur inn í ofninn. Athugið vel að samræma vigt fæðunnar og tímann sem notaöur er til eldunar. Saltið ekki matinn fyrr en eftir aö búiö er að elda i ofninum. Aörar krydd- tegundir má nota áöur. Þaö er alltaf best aö hafa eldunar- tíma frekar styttri en lengri. Þegar maturinn hefur veriö of lengi matreidd- ur er ekki hægt aö breyta neinu en þaö er alltaf hægt aö lengja eldunartím- ann. Hvernig áhöld er best að nota Réttu áhöldin eru nauðsynleg við eldun í örbylgjuofni. Trésleifar og spaöa til aö hræra meö má hafa í ofninum, en ekki málmáhöld. Þegar oft þarf aö hræra í sama réttinum á meðan á eldun stendur, er því betra aö hafa tréáhöld viö höndina. Glerskálar og svokallað eldfast leirtau er prýði- legt aö nota í þessum ofnum. En málm- potta eöa leirtau meö málmrönd eöa blýþræöi ber að varast og nota alls ekki. Það er góö aðferð aö prófa skálar, diska og bolla áður en eldun fer fram. Þá er viökomandi hlutur, til dæmis diskur, látinn í ofninn og glerkanna eða glas meö vatni í látið einnig þar í, stillt á hita í eina mínútu. Ef diskurinn er heitur er óráðlegt aö nota hann frekar, ef hann aftur á móti er aöeins volgur er hægt aö nota hann til aö hita mat á honum og þá átt viö örskamma stund í ofninum. En ef sami hiti er á diskinum og í herberginu, að tilraun lokinni, er í lagi aö elda á honum. A markaönum eru ýmis áhöld úr plasti sem sérstaklega er ætlað aö nota í örbylgjuofnum. Sum þeirra þola hitann vel og má elda í þeim, en önnur aflagast í ofninum. Flestum plast- áhöldum er því ráðlegt aö hita aðeins í, ekki elda. Sem áöur segir eru glerskálar mjög góöar og eins leirskálar, en athuga þarf aö þegar notaðar eru skálar úr þykkum leir lengist eldunartiminn. Ef einhverjir búa svo vel aö eiga skeljar, þá má þaðfljóta með að þær er hægt aö setja í örbylgjuofninn og elda til dæmis einhverja sjávarrétti í. Tréskál eöa körfum má bregöa inn í ofninn og getum viö nefnt dæmi um hvemig þær má nota. Ef þiö eruö með rúnnstykki eöa brauð, sem þiö viljið bera fram volg, má bregða brauöinu inn íofn itágakörfu, réttáöur en boriö eráborö. Pappír, filmu en ekki álpappír Pappadiska, smjörpappír, eldhús- þurrkur og filmu er ágætt að nota í ofninn. Ekki álpappír. Steikarpokar eru líka prýöilegir, en þeim þarf oft aö loka og ber þá aö varast aö fyrirbandiö sé úr áli eöa málmi. Lokiö pokanum þá með plast- bandi. Eldhúsþurrkur og servíettur (ólitaöar) er gott aö leggja yfir matinn eða pakka honum inn í bréfið. Til dæmis þegar beikonsneiöar eru eld- aöar í örbylgjuofni er bréf látið yfir sneiöamar eöa á milli þeirra ef margar sneiðar em látnar samtímis í ofninn. Fitan úr beikoninu vill „sprautast” í ofnunum, en bréfiö kemur í veg fyrir þaö. Minni feiti og minna vatn er notað viö þessa nýju eldunaraðferð, í mörgum tilfellum er bæöi feiti og vatn ónauösynlegt. Yfirleitt þarf aö krydda helmingi minna en við „gömlu” aðferðina. Sumum réttum er ekki mælt meö til eldunar í örbylgjuofni. Til dæmis er varla hægt aö mæla meö því aö steikja „franskar kartöflur” í ofninum eöa baka brauö eöa kökur meö geri, þó aö gerbakstur sé aö vísu mögulegur í örbylgjuofni. Meömælendur örbylgju- ofna segja aö auðvelt sé að sjóða, steikja og baka í þeim. Víst er aö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.