Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1983, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1983, Síða 7
DV. MIÐVIKUDAGUR19. JANUAR1983. 7 Neytendur Neytendur Gerir kókið það að verkum að börnin leiðist fremur út i eituriyf siðar á æv- inni? Verða bömin háð kókinu? - svo segir norskur heilbrigðisráðgjafi „Böm undir 12 ára aldri ættu ekki aö drekka Coca-Cola,” segir norski heil- brigöisráögjafinn Arne Struksnes í viö- tali viö Norska blaöiö Dagningen á dögunum. Aðvörun hans hefur haft þau áhrif að norski heilbrigöisráöherrann íhugar nú aö láta merkja Coke-flöskur á norskum markaöi vamaöarorðum. Þaö sem Ame finnur aöallega aö kókinu er þaö aö börn verði líkamlega háö koffeíninu sem í því er og þaö geri það aö verkum að þau veröi síðar á æv- inni fremur háö áfengi, tóbaki og öör- um eiturlyfjum. Auk þess heldur hann því fram aö koffeínið í kókinu geti valdið krabbameini í briskirtli. Fyrii' tveim árum kæröi Arne Coca-Cola fyrirtækið fvrir þáverandi heilbrigöisráöherra, Leif Arne Heiee. Nú loksins hefur hann fengiö svar frá nýjum heiibrigðisráöherra, Torbjem Mork. Segir í því aöathuga þurfigaum- gæfilega hvort merkja eigi koffeíninni- hald á þær drykkjarvömr sem böm neyta. Er hann nú aö hugleiða hvort taka eigi máliö upp á samnorrænum gmnni. Ame Struksnes segir í viðtalinu við hiö norska blaö aö í Noregi hafi hópar fólks barist gegn kóla-drykknum síöan áriö 1945. En enginn hafi ljáö barátt- unni eyra vegna veldis Coca-Cola fyr- irtækisins. „Flaska af kóki inniheldur þriöjung þess koffeíns sem er í kaffi- bolla. Og hver myndi gefa þriggja ára gömlu barni kaffi?” spyr Arne. Ingjald Orbeck Sarheim aðstoðar- deildarstjóri í heilbrigöisráöuneytinu norska, er ekki sammála því aö kókiö geti valdið krabbameini. Hann segir að eftir rannsóknum fagmanna að dæma sé engin ástæöa til þess aö koma með slíka ákæru. En sú ákæra aö koffeiniö geti valdiö því aö börnin leiðast síöar út í reykingar, víndrykkju og eitur- lyfjaneyslu segir hann aö sé athugun- arverö. Telur hann aö þaö geti dregist aö kókiö veröi merkt sérstaklega meö einhverjum viövömnum en þaö mál veröi ugglaust tekiö til umræðu hjá norrænum næringarfræöingum. Pétur Bjömsson, forstjóri Vífilfells, sem framleiöir Coca-Cola á íslandi, var spuröur út í þessar ásakanir Norö- mannsins. ,,Ég hef aldrei heyrt um þetta, hvorki hér né erlendis. Coca- Cola er eitt af þeim vörumerkjum sem gengiö hefur í gegnum flestar rann- sóknir. Aldrei hefur komiö fram neitt sem bent getur til þess aö þaö geti ver- iö hættulegt á nokkurn hátt. Hitt hefur aftur komiö fyrir nokkrum sinnum aö slíkar ásakanir hafa komiö fram, þá oftast á Norðurlöndunum. En þær hafa alltaf reynst rangar. Coca-Cola hefur fyrr þurft aö standa af sér margar ásakanir og ég hef ekki nokkrar áhyggjur af því aö þaö geri þaö ekki viö þessa síðustu. Ef eitthvað væri aö kókinu væri alveg örugglega búiö aö finna þaö fyrir löngu, ” sagöi Pétur. DS arskóli ÓLAFS GAUKS Innritun daglega frá kl. 2 e.h. í skólanum að Stórholti 16, SlMI 27015 &*<****>>* & SMÁauglýsinga og áskriftarsími 27022 PARTNER verksmiðjuútsalan er nú í fullum gangi Þar seljum við góðan og ódýran fatnað á alla fjölskylduna. Ýmsir heildsöluafgangar og góðar buxur, lít- ið gallaðar og jafnvel ekkert. Gerið reyfarakaup á verksmiðjuútsölunni okkar. SRMulI 15 Opiö: miövikud. kl. 10—19, fimmtud.-föstud.kl. 10 laugard. kl. 10—19. SUÐJK1 HNhSBurMT |Og nú geturöu verslaö ' út á kreditkortiö bitt Verksmiðjuútsalan Biossahúsinu — Ármúla 15. Sími 86101. Pénna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.