Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1983, Side 9
DV. MIÐVIKUDAGUR19. JANUAR1983.
9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Eru ný vopn í smíðum sem
granda eldfíaugum í lofti?
— „Faðir vetnissprengjunnar” ýjar að því að slík varnarvopn séu skammt undan
Edward TeUer, stundum nefndur faðir vetnissprengjunnar bandarísku, hefur hvatt Reaganstjómina til þess að aflétta þagnarskyldunni um upplýs- ingar var.ðandi varnarvopn, sem hann segir að búa megi til — til þess að mæta kjarnorkuárás. Segir hann að upplýsingar um vam- armátt þessara nýju vopna mundu binda enda á þvargið um takmörkun kjarnorkuvopna og gera Sovétmenn fráhverfa hugmyndum um kjarnorku- árás. Sagði hann að gera mætti vopn með leysigeislum og kjamorku — hugsan- lega komið fyrir úti í geimnum — sem dugað gætu til þess að stöðva sovéskar eldflaugará lofti. Teller sagði að Sovétmönnum væri kunnugt um að þessi vopn væru í bí- gerö og kvaðst ekkj skilja þýðingu þess að halda þessu leyndu fyrir almenningi lengur.
Gromyko aftekur
með öllu
„núll-kostinn”
Viöræöur Gromykos utanríkisráð-
herra við Kohl kanslara i Bonn siðustu
daga þykja draga skýrt fram skoðana-
mun Sovétmanna og NATO-sinna á
meðaldrægum kjarnorkueldflaugum í
Evrópu.
Á blaðamannafundi í gær geröi
Gromyko það ljóst að Sovétmenn
mundu aldrei samþykkja kröfur
Bandaríkjastjórnar um aö allar
meðaldrægar eldflaugar á landi yrðu
fjarlægðar og helst eyðilagðar.
I sjónvarpsviðtali sagði kanslarinn
að V-Þýskaland hefði ekki hvikað frá
stuöningi sinum við „núllvalkost”
Reagans forseta. — Sú tillaga gerir
ráð fyrir að hætt verði við uppsetningu
nýj u eldflauganna í V-Evrópu ef Sovét-
menn losa sig við öll meðaldræg kjarn-
orkuvopn í Evrópu.
Lawrence: Mundi ekki eftir eld-
flaugunum.
Gleymdu
flaugunum
Bresku flugmennirnir tveir, Roy
Lawrence og Alistair Inverarity, sem
skutu niður Jagúarþotu á heræfingu,
sluppu með alvarlega áminmngu er
dómur var kveðinn upp yfir þeim í
Wildenrath í V-Þýskalandi. Er það sá
mildasti dómur sem þeir gátu vænst en
áður var búist við að þeir fengju
tveggja ára fangelsi eftir að herréttur
hafði f undið þá seka um vítavert kæru-
leysi.
Þeir skutu Jagúarþotuna niöur yfir
Saxen í Þýskalandi með Sidewinder
eldflaug, en í réttarhöldunum sagöi
Lawrence að hann hefði ekki munað
eftir því að Fantom flugvél hans var
búin 8 slíkumeldflaugum. Atburðurinn
gerðist í maí sl. og tókst flugmanni
Jagúarþotunnar að kasta sér út í fall-
hlíf og bjarga þannig lífi sínu.
Báðir mennirnir létu í ljósi djúpa
iðrun yfir atburði þessum.
Mafíuforingi og
spilavítiskóngur
fyrir hinsta dóm
Meyer Lansky, viðurkenndur snill-
ingur í skipulagningu glæpa í Banda-
ríkjunum, er látinn úr krabbameini 81
árs að aldri.
Lansky fæddist i Rússlandi og tókst
að skrapa saman a.m.k. 100 milljónum
dala á þessari iðju sinni. Hann hrósaði
sér oft af því að reka umsvifameiri við-
skipti en allur bandaríski stáliðn-
aðurinn samanlagt. Hann átti mörg
spilavíti á Kúbu áður en Castro rak
hann úr landi. Flutti hann þá
„viðskipti” sín yfir til Bahamaeyja og
síðar Miami, þar sem hann lést.
Þrátt fyrir mikil blaðaskrif um
tengsl Lanskys við undirheima glæpa-
manna sat hann aðeins einu sinni í
fangelsi, en 1953 var hann dæmdur
fyrir ólöglega spilastarfsemi.
Lansky hét réttu nafni Maier
Suchowljanskí og var gyðingur. 1972
dvaldi hann 11 mánuöi í Israel en var
rekinn þar úr landi eftir að Banda-
ríkjamenn höfðu beðið um að fá hann
framseldan vegna skattsvika.
Hann kom til Bandaríkjanna 1911 og
lagði grundvöllinn að auðæfum sínum
með ólöglegri sölu á áfengi á bannár-
unum. Naut hann þar dyggilegrar
aðstoðar bemskuvinar síns Benjamíns
„Bugsy” Siegel, en þeir félagar ólust
upp saman í New York ásamt enn
einum frægum undirheimakóngi,
Charles „Lucky” Luciano.
Deilurum
smjörsölu
Á fundi landbúnaöarráöherra
Efnahagsbandalagsríkjanna lenti
ráðherrum Frakklands og Bret-
lands illilega saman. Deiluefniö
eru hótanir Frakka um að hindra
útflutning á smjöri frá Nýja-Sjá-
landi ef ekki verði slakað á reglum
Efnahagsbandalagsins um útflutn-
ing á frönsku smjöri til Sovétríkj-
anna.
Breski ráðherrann Peter Walker
sagði að þessi mál værualls ekki
sambærileg, en sá franski Edith
Cresson, kvartaði undan því að
félagar hennar í bandalaginu hefðu
svikið loforð um að létta á tak-
mörkunum um sölu fransks smjörs
til Sovétríkjanna.
Samningar um smjörsölu þessa
voru gerðir í okóber en enn hefur
engin sala faríð fram. Segir
Cresson að þar sé um að kenna
reglum Efnahagsbandalagsins
sem vilji gera Sovétríkjunum sem
erfiðast um vik aö kaupa af
aðildarrikjum bandalagsins.
Rústir í Beirút eftir ófriðinn. S.Þ.
ætla að halda ófram friðargæslunni,
sem hefur þó lítið stoðað hingað til.
Halda áfram
friöargæslu
íLíhanon
öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
samþykkti í gærkvöldi að halda úti
friðargæslusveitum í Líbanon hálft
ár til viðbótar þótt fulltrúi Israels
hefði reynt aö fuilvissa menn um að
þess gerðist ekki lengur þörf.
13 greiddu því atkvæði en enginn
á móti. Sovétríkin og Pólland sátu
hjá.
En öryggisráðið gerði engar
breytingar á athafnasemi friðar-
gæslunnar og hafði Libanon þó
farið fram á að friðargæslan
spannaði allt landið en ekki bara
suðurhluta þess, þar sem friðar-
gæslusveitimar hafa verið síðan
1978.
Clarkmeð
blóðnasir
Bamey Clark, tannlæknirinn
sem álhjartaö var sett í, hefur
fengið heiftarlegar blóðnasir og
þurfti að gangast undir skurðað-
gerð til þess að stöðva blóörennslið.
Þær vonir sem læknarnir höfðu
gert sér um að útskrifa hann eftir
fáeinar vikur hafa því dofnað að
nýju. En útbúið hefur verið sér-
stakt heimili fyrir Clark í námunda
við s júkrahúsið í Saltvatnsborg.
Gromyko hefur látið í ljós það álit
sitt á þessari tiUögu aö hún sé sett
fram vitandi vits um að Sovétmenn
muni aldrei ganga að henni og hljóti að
vekja efasemdir um ásetning þeirra
sem að henni standa varðandi sam-
komulagsvilja.
Kohl sagði að „núll-valkosturinn”
væri enn besta lausnin og hvikun frá
þeirri afstöðu mundi aðeins veikja
samningaaöstöðu vesturvelda í vopna-
takmörkunarviðræðunum í Genf. —
„En ef þær bera engan árangur verð-
um við frammi fyrir vigbúnaöi Sovét-
manna að setja upp nýju eldflaugam-
ar,”sagðihann.
Inverarity: Iðrast sárlega.
PRÓFKJÖR
SJÁLFS TÆÐ/SMA NNA
í NORD URLA NDSKJÖRDÆM! EYSTRA
Lárus Jðnsson
alþingismaður
Tryggjum honum efsta saeti á framboðs-
lista Sjálfstœdisflokksins og þar með
áframhaldandi forystu í málefnum Norð-
lendinga.
STUONINGSMENN: