Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1983, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1983, Side 15
DV. MIÐVIKUDAGUR19. JANUAR1983. 15 Menning Menning Menning Sagan af sumrí sem var engu líkt Boginrt: Bo Carpelan Þýðandi: Gunnar Stefánsson - Iðunn, Reykjavik, 1982. Bo Carpelan er meðal þekktustu skálda Finna nú á dögum og fyrir nokkrum árum hlaut hann bók- menntaverðlaun Noröurlandaráðs fy rir 1 jóöagerð sína. Boginn kom út áriö 1968 og fékk Nilla Hólmgeirssonar-verðlaunin sænsku sem aðeins eru veitt framúr- skarandi bama- og unglingabókum. Boginn er líka vissulega sérstök unglingabók og skrifuð í öðrum stíl og anda en slíkar bækur almennt eru. Sagan einkennist fyrst og fremst af ljóðrænum lýsingum á náttúrunni, mannskilningi og rómantík, sem í fullkomlega hvor öðrum. Þriöji aðil- inn kemur inn í myndina og vill ein- oka félagsskap Jóhanns, en hefur lít- inn skilning á þörf Marvins fyrir vin- áttu og hjálpsemi náungans. Þessi þriðji aöili er Eiríkur og reyndar líka systir hans Beta, en þau eru böm for- stjóra nokkurs, sem einnig eyðir sumarfríi sínu í skerjagarðinum. Fjölskyldan berst mikið á og sýndar- mennska og veraldarauður einkenna hana fremur en hófsemi og mannleg- ar tilfinningar, sem framar ööru ein- kenna aörar persónur sögunnar. Það fólk, sem Jóhann kynnist best, eru fiskimaöurinn Söder og Nóra dóttir hans, harðdugleg stelpa á líku reki og Jóhann og verður þeim vel til þekkir best, þeir era þarna alltaf, en um þá hugsar maöur ekki eða að minnsta kosti ekki nægilega. En þeir búa langt í burtu, í ókunnum húsum.” — Pabbi, af hverju er Marvin veikur? Af hverju era Eiríkur og Beta vond við hann? „Fólk verður alltaf ráðvillt þegar eitthvað er, sem það skilur ekki í fari fólks, sem það býr með. Og þá bregst það oft þannig við, slær frá sér, verður viðskotaillt, snýst til varnar. Gegn öllu sem er öðravísi og þaö þekkir ekki.” (bls. 73) I þessum orðum felst dálítill kjami úr sögunni; hugsunarleysið og þekk- ingarleysið era okkar bölvaldar og lestir. Carpelan fordæmir samt ekki. Þó að við séum öll svona getum við samt ræktaö með okkur dálítinn skilning og hjálpsemi í garð þeirra, sem á þurfa að halda, eins og Marvins sem ekki þroskast eðlilega. Slíkt getur líka veitt okkur vissa lífs- fyllingu eins og vinátta Marvins veit- ir Jóhanni alveg sérstaka gleði. Bókmenntir Hildur Hermóðsdóttir ~~~ -..fr 11 írfPliirTírifn Boginn greinir frá tveimur drengjum eitt sumar í finnska skerjagarðinum. í bókarlok fer annar þeirra frjáls sem fuglinn út i hinn stóra heim en hinn situr eftir, bundinn grimmum örlögum. rauninni er þó raunsæ og laus viö allamærð. Nýtt umhverfi, nýtt fólk Sagan segir frá Jóhanni, 11 ára, sem fer í sumarfrí meö foreldrum sínum. Fríinu eyöa þau í litlu sumar- húsi, sem þau hafa keypt á tanga í skerjagarðinum utan Helsinki. Jóhann segir söguna sjálfur. Hún hefst um leið og dvölin á „Fura- tanga” (fyrir utan stutta inngangs- kafla) og endar líka um leið og hún. Þá er Jóhann orðinn dálítiö annar en hann var í upphafi, hann hefur kynnst náið ýmsu því sem áður var honum framandi, en einkum hefur haft áhrif á hann að kynnast drengn- um Marvin, sem er þroskaheftur og því skilningsleysi, sem hann mætir utan síns litla, lokaða heims. Sagan byggist ekki upp á spenn- andi söguþræði, en samt tekst höf- undi að magna upp spennnu í sam- skiptum þessara drengja, spennu sem hefst strax áður en þeir hittast, því að Jóhann bíður þess í ofvæni að kynnast þessum dularfulla dreng og Marvin dreymir Jóhann áður en þeir sjást. Þessi spenna verður einkum vegna þess að lengi treysta þeir ekki vina. Marvin á líka hauk í horni, þar sem Nóra er. Hún er sanngjörn og hjálpfús og veit hvemig best er að bregðast við hverjum vanda. A eyju úti í skerjagarðinum búa svo mæðg- inin Lundgrenskonan og Marvin. Eyjan nefnist Boginn vegna lögunar sinnar og hefur í sögunni yfir sér ein- kennilega dulmagnaöan blæ. Þetta fólk lifir þarna úti við ströndina allan ársins hring nægjusömu lífi í takt við náttúruna og nýtur þess sem hún býður uppá. Jóhann, Marvin, náttúran Foreldrar Jóhanns eru líka nægju- samt fólk í meðalefnum. Þau eru skilningsrík og miðla drengnum gjarnan af reynslu sinni og skoðun- um. Sambandi Jóhanns við foreldra sína kemur höfundur til skila á eink- ar hófsaman og eðlilegan hátt eins og öllu því sem hann er að segja í þess- arisögu. ,,Ég hnipraöi mig niður við hlið mömmu og hún vafði um mig sjali. Lampinn varpaði skuggum yfir and- lit hennar, þetta andlit sem ég þekkti svo vel að ég átti stundum erfitt með að muna hvemig það var, alveg eins og andlit pabba. Þeir sem maður Jóhann er sérlega næmur á það, sem gerist í kringum hann, bæði í umhverfinu og innra meö fólki. Hann nýtur náttúrannar með öllum skyn- færam, ekki bara með sjón og heym heldur líka lykt, snertingu og jafnvel bragði. Með þessari næmu skynjun aðalpersónunnar færir höfundur um- hverfi sögunnar ótrúlega nærri les- andanum þannig að hann skynjar öll blæbrigöi náttúrunnar með Jóhanni. Blæbrigði sem era breytileg eftir skapbrigðum hans, veðri, vindum og árstima. Þannig verður náttúran stór þáttur í sögunni og virkur, því aö fyrir fólkið á ströndinni skiptir miklu máli hvort úti er sól eða regn, blíða eða þrumuveður. Eins og að fara í sumarfrí Sagan af vináttu Marvins og Jó- hanns er á vissan hátt spennandi, og öragglega heldur hún hverjum les- anda við efnið. Fyrst og fremst er þó Ijúft að njóta með persónum Bogans sumarsins, sem í bókinni ríkir Að lesa hana get ég einna helst líkt við það að fara í sumarfrí, svo nálægt manni verður þessi dvöl Jóhanns úti í náttúrunni. Hann veröur sannkall- að náttúrabam þarna á ströndinni við opið haf með ilmandi furaskóginn að bakgranni. Höfundur skapar svo sterk hughrif, að ströndin, klettarn- ir, hafið, himinninn í næturbláma, morgunsól eða ógnvekjandi skýja- þykkni, Utla húsið, íbúar þess og fólk strandarinnar verður í huga lesand- ans ein heild, sem ekki verður aðskil- in, og um leið dýröaróöur til alls sem lifir. Mávurinn hans Marvins Þama við hafið er heimur Mar- vins. Innanhans er hann í rauninni fangi eins og mávurinn sem hann fóstrar. Marvin verður aldrei frjáls eins og fuglinn verður, þegar þeir fé- lagar sleppa honum í lokin. Jóhann og mávurinn fara frjálsir út í hinn stóra heim, Marvin situr eftir, hann er þroskaheftur og verður aldrei tek- innfullgildur þar. Þessari ljóðrænu og ljúfu bók kem- ur þýðandinn Gunnar Stefánsson til skila á afbragðsgóðri íslensku. Areiðanlega hefur þaö verið vanda- verk. HH SÖLUSK ATTU R Viðurlög falla á söluskatt fyrir desembermánuö 1982, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin 5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. febrúar. Fjármálaráðuneytið, 18. janúar 1983. ' 0 FREEPORTKLÚBBURINN AÐALFUNDUR Freeportklúbbsins verður haldinn í safnaðar- heimilinu í Bústaðakirkju fimmtudaginn 20. janúar kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar fjölmennið. Stjórnin. FRAMBOÐSFRESTUR Ákveðið hefur verið aö viöhafa allsherjar atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trúnaðar- mannaráðs og endurskoðenda í Verzlunarmanna- félagi Reykjavíkur fyrir árið 1983. Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrif- stofu félagsins, Húsi verzlunarinnar við Kringlu- mýri, eigi síðar en kl. 12 á hádegi laugardaginn 22. janúar 1983. Kjörstjórnin. Happdrætti Sjálfsbjargar 24. desember 1982 Aöalvinningur: Bifreið ISUZU TROOPER, árg. 1982 nr. 42095. Sex sólarlandaferðir að verðmæti kr. 15.000,- hver. 43 vinningar - vöruúttekt - að verðmæti kr. 1.500,- hver. 615 sólarferð 845 11101 19969 35785 1720 11325 20733 39001 2117 11565 21105 39420 sólarferð 3049 12200 23602 41844 sólarferð 3251 13813 24584 42095 bíllinn 4250 sólarferð 13858 26536 45202 4255 14885 27726 45579 4486 15474 28940 46751 5406 15503 29004 53675 6462 16198 29281 58954 sólarferð 8042 17239 32404 , 8298 17317 32696 10687 17764 35086 sólarferð Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.