Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1983, Qupperneq 19
DV. MEDVIKUDAGUR19. JANUAR1983.
23
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
fékk oft óblíðar móttökur þegar hann hœtti sér of naitegi vonunm njá Val. Hér er
n tekur á honum. Eyjólfur átti yfir 20 skot í leiknum en skoraði ekki nema úr 7
DV-mynd: Friðþjófur.
nenn fengu
næt stig...
leð fyrirhafnarlitlum sigri yfir Stjömunni 20-15
vítaköstum.
Valsliðið var betri aðilinn í leiknum
þótt ekki sýndu þeir neinn glansleik.
Þeir gerðu ótrúlegar vttleysiu- en
sóknamýtingin hjá þeim var öllu betri
en hjá Stjömunni — eða á milli 35 og
40%.
„Þetta var ekki gott en við náðum
okkur þó þama í tvö góð stig til að hafa
með í fallbaráttunni,” sagði Stefán
Gunnarsson, þjálfari Valsmanna. „Við
erum með unga stráka í liðinu og þeir
eru að koma til, þetta verður gott hjá
Val þegar fram líða stimdir,” sagði
hann.
Valsmenn höfðu yfir í hálfleik 11—9
en Stjömunni tókst að jafna í 11—11 í
byrjun síðari hálfleiks. Þá komu Vals-
menn með þriggja marka kafla og
síðan tvo slíka á móti hverju einu
marki sem Stjaman gerði. Komust
þeir þannig i 20—13 en Stjarnan átti
síðustu tvö mörkin i þessum 20—15
sigriValsmanna.
Brynjar Kvaran var ekki í markinu
hjá Stjömunni en i hans stað var þar
Birkir Sveinsson sem stóð sig vel.
Aðrir í Uði Stjömunnar sem eitthvað
kvað að vom þeir Guðmundur Oskars-
son og Magnús Teitsson.
Hjá Val vora ungu strákamir spræk-
astir í sóknarleiknum — og þarf nú
ekki mikið til að vera betri en hinir
þar. Þeir Guðni Bergsson, Brynjar
Haröarson, Jakob Sigurðsson og Júlíus
Jónasson era framtiöarleikmenn. Þeir
l.deild kvenna:
Jafntef li hjá
efstu liðunum
Rlnn mikflvKgnr leikur var lelkinn i X.
defld kvenna á islandsmótinu í handknattleik
i gcrkvöldi. Valur og IR nuettnst þá i Laugar-
daishöflinni og lank lciknum með jafntefli
12—12.
Staian í deildinni er ná þessi:
Valnr 1« 7 2 1 158—122 16
tR 10 7 1 2 165-133 15
Fram 9 6 1 2 128-106 13
jFH 8 5 2 1 132-99 12
Víklngur 9 3 1 5 108-126 7
KR 8 2 0 6 91-103 4
Haukar 8-0 1 7 88-137 1
Þór.Ak. 6 0 0 6 80-124 0
ddp-
eiga enn margt ólært, t.d. í vamar-
leiknum en þar hafa þeir við hlið sér
góða kennara þá Þorbjöm Jensson og
Steindór Gunnarsson. Sjálfsagt að
nýta sér þá áður en þeir leggja skóna á
hilluna.
Mörkin í leiknum fyrir Val gerðu: Brynjar
Haröarson 4/1, Jakob Sigurðsson 5, Steindðr
Gunnarsson 5, Júlíus Jónasson 2 og þeir
Theodór, Guðni Bergs, Jón Pétur og Þorbjöm
Jensson 1 mark hver. Fyrir Stjömuna:
Eyjólfur Bragason 7/2, Magnús Teitsson 3,
Guðmundur Oskarsson 3 og þeir Guðmundur
Þórðarson og Sigurjón 1 mark hvor. -klp-
..Þessi leikur var
algert kraftaverk”
— sagði Hilmar Hafsteinsson, þjálfari UMFN, eftir sigur sinna manna á Fram 93-92
„FTamararnir léku alveg frábæran
körfuknattleik í fyrri hálfleik. Eina svar-
ið sem við áttum var að leika svæðisvöm .
í síðari hálfleik og það tókst vel hjá
okkur,” sagði Hilmar Hafsteinsson,
þjálfari Njarðvikinga, í gærkvöldi eftir
að UMFN hafði sigrað Fram í æsispenn-
andi leik í Hagaskóla með 93 stigum
gegn 92, eftir að staðan í leikbléi hafði
verið 55:42 Fram í vil.
Þegar tvær mínútur voru til leiksloka
var staðan jöfn 87—87. Framarar náöu
' siðan þriggja stiga forskoti stuttu siðar
er staðan var 92:89 og 50 sekúndur voru
'til leiksloka. Arni Lárusson skoraði
síðan tvö stig úr vítaskotum fyrir UMFN
þegar 37 sekúndur voru eftir og á síðustu
sekúndunum skoraði Bill Kotterman
sigurkörfuna fýrir Njarðvik og úrsiitin
i því 93:92 og fögnuður sunnanmanna var
mikilleftirleikinn.
Framarar léku stórvel í fyrri hálfleik
og voru miklir klaufar að tapa niður 20
stiga forskoti sem þeir höföu náð í fyrri
hálfleik, 40:20. Þá tóku Njarðvikingar
mikinn kipp og skoruöu 13 stig i beit á
meðan Framarar skoraðu ekki stig í
fjórar mínútur. Staðan í leikhléi var
síöan 55:42 e ins og áður sagði.
Njarðvíkingar börðust af miklum eld-
móði í síðari hálfleik og þegar sex
mínútur voru til leiksloka komust þeir
yflr í fýrsta skipti í leiknum 75:74. Loka-
minútunum var áður Iýst en þá gekk
'mikiö á við báðar körfumar.
Bill Kotterman var stórkostlegur hjá
UMFN í síöari hálfleik eftir mjög daufan
fyrri hálfleik. Hann skoraöi 21 stig en
stigahæstur var Valur Ingimundarson
með 22 stig og lék vel, en varð að yfir-
gefa samkunduna með 5 villur þegar
nokkrar mínútur voru til leiksloka. Þá
lék Ingimar Jónsson mjög vel á loka-
mínútunum og hirti dýrmæt fráköst.
Gunnar Þorvarðarson skoraði 16 stig og
var góður, sömuleiöis Sturla örlygsson
og Árni Lárusson. Árni skoraði 11 stig og
Sturla9stig.
Framarar voru miklir klaufar að tapa
þessum leik og geta engum nema
sjálfum sér um kennt. Þeir áttu ekkert
svar við svæðisvörn Njarðvíkinga í síð-
ari hálfleik og því fór sem f ór. Viðar Þor-
kelsson var mjög góður og hitti eins og
berserkur, sérstaklega í fyrri hálfleik.
Góðir og jafnir voru þeir Þorvaldur
Geirsson, Val Brazy og Símon Olafsson.
Þorvaldur skoraði 16 stig, Símon 21 og
Brazy22stig.
Leikur þessi var mjög spennandi í
síðari hálfleik og Njarðvíkingar að
vonum hressir eftir hann. „Þetta var
einn af þessum kraftaverkaleikjum. Það
var stórkostlegt að ná að vinna upp
þennan mun og strákarnir léku mjög vel
í lokin,” sagði Hilmar, þjálfari UMFN,
en hann stjómaði liði sínu snilldarlega í
þessum leik. Mjög rólegur orðinn og allt
vel hugsað sem hann gerði í þessum leik.
Hann átti stóran þátt í þessum sigri.
Leikinn dæmdu þeir Hörður Thulinius
og Gunnar Valgeirsson og dæmdu þeir
erfiöan leik nokkuð vel en geta gert
betur.
-SK.
Jóhann er
hættur
Badmintonkappinn Jóhann Kjartans-
son, sem hefur verið margfaldur
íslandsmeistari undanfarin ár, er
hættur æfingum og keppni. Þessi snjalli
spilari hefur ekkert æft í vetur og er
eftirsjá í honum. -SOS.
Besti leikur
hér í vetur
f— fyrir áhorfendur, sagði Jim Dðoiey
landsliðsþjálfari
I „Það var frábærlega skemmtilegt
lað horfa á þennan leik, sem var mjög
spenxiandi f lokin,” sagði Jim
jDooley, iandsliðsþjáÚari og þjálfari
jtR, eftir ieik Fram og UMFN í gær-
jkvöldi.
j „Þetta er skemmtilegasti letkur
sem ég hef séð hér. Hann var mjög
spennandi og skemmtilegur fyrir
áhorfendur og þeir hljóta að hafa
skemmt sér vel.”
Nú eigið þið ÍR-ingar að ieika gegn
Keflviklngum i kvöld. Hvernig leggst
sá lelkuriþig?
„Þokkalega. Við verðum að leika vel
ef við eigum að eiga möguleika á sigri
en sá möguleiki er vissulega fyrir
hendi. Það væri virkilega gaman að
leggja Keflvíkingana að velli. Við
erum búnir að leika tvisvar gegn þeim
'í vetur og höfum verið nálægt því að
sigra í bæði skiptin. Kannski rætist
draumurinn í kvöld en það kemur ekki
í ljós fyrr en í Hagaskóla klukkan
átta,” sagöi Jim Dooley.
-SK.
West Ham hefur ekki
unnið á Anfield í 19 ár
Leikmenn West Ham ríða yfirleitt ekki
feitum hesti frá Anfield Road, þar sem
þeir hafa ekki unnlð sigur í 19 ár. Engin
breyting var á því í gærkvöldi, þegar
23.963 áhorfendur sáu Liverpool vinna
2—1 í defldabikarkeppninni og tryggðu
sér þar með rétt i undanúrslltin. Liver-
pool, sem hefur unnið defldabikarinn sl.
tvö ár, hefur leikið 23 ieiki án taps í
deildabikarkeppninni, sem er nú kölluð
MflkCup.
Paul Allen skoraöi mark „Hammers”
og er það fyrsta mark Lundúnaliðsins á
Anfield Road í 7 ár. Þá má geta þess til
gamans að Billy Bonds, fyrirliði West
Ham, hefur sl. 15 ár farið norður til
Liverpool — og aldrei fariö frá Anfield
Road með sigur í bakpokanum.
Leikurinn var geysilega spennandi og
oft mjög vel leikinn. Það var fyrst byrjað
að leika með hvítan bolta, en í byrjun
leiksins gerði byl þannig að
leika þurfti með gulum bolta þaö sem eftir
var leiksins. Liverpool náði tljótlega
yfirhöndinni en það var þó ekki fyrr en í
seinni hálfleik að þeir fóra að skgpa
hættu upp við mark „Hammers”. Þar
Liverpool og Arsenal í undanúrslit deildabikarkeppninnar
var fyrir Phil Parkes, sem varði hvað
eftir annað stórglæsilega — fyrst 40 m
skot frá Phil Neal á 59. min og síðan
þrumufleyg frá Kenny Dalglish á 61.
mín.
Það var svo á 68. min að hann mátti
horfa á eftir knettinum í netiö hjá sér.
Phil Neal átti þá fast skot sem Parkes
jvarði. Hann hélt ekki hálum knettinum,
sem hrökk út til David Hodgson sem
þakkaði fyrir sig — renndi knettinum
undir Parkes af 6 m færi.
Leikmenn West Ham gáfust ekki upp
— þeir náðu skyndisókn á 72. mín.
Sammy Lee, landsliðsmaður Liverpool,
náði knettinum en missti hann klaufa-
lega til Paul Allen, sem brunaði fram —
lék á Alan Hansen og skaut föstu hægri-
fótarskoti frá vítateig, sem Bruce
Grobbelaar, markvörður Liverpool, átti
ekki möguleika á að verja.
Lundúnaliðið dró sig þá í vörn og
freistaðist til að halda jafnteflinu og fá
nýjan leik á Upton Park. Á 83. mín. sendi
Alan Kehnedy góða sendingu til David
Hodgson, sem renndi knettinum til Ian
Rush, sem féll við. Phil Parkes kom út á
móti honum. Áhorfendur vildi víta-
spymu, en dómarinn var ekki á sama
máli — dæmdi óbeina aukaspymu við
vitapunkt. Allir leikmenn West Ham
stilltu sér upp á marklinunni hjá sér til
aö verjast Kenny Dalglish fékk knöttinn
og skaut — knötturinn hrökk í Billy
Bonds og aftur fyrir endamörk. Sammy
Lee tók homspymuna og sendi fyrir
mark West Ham þar sem Ian Rush var
og skallaði hann knöttinn i þverslána.
Þegar rúmlega þrjár mín. vora til
leiksloka branuðu leikmenn West Ham
fram. Sandy Clarke fékk knöttinn en
missti hann til Alan Hansen, sem sendi
hann strax fram til Mark Lawrenson,
sem brunaði fram völlinn — hljóp 40 m
með knöttinn og sendi hann siðan til
Graeme Souness, sem lét skotið riða af
frá vítateig — í netinu hafnaði knött-
urinn og leikmenn Liverpool fögnuðu —
2—1. Þeir gerðu síðan harða hriö að
marki „Hammers” undir lokin.
; Liðin sem léku vora skipuö þessum
leikmönnum: Liverpool: Grobbelaar, A.
iKennedy, P. Neal, Hansen, Lawrenson,
ÍLee, Hodgson, Dalglish, Johnston
(Whelan 80 mín.), Souness og Rush.
West Ham: Parkes, George Cowie,
Martin, Bonds, Gallager, Pike, P. Allan,
Goddard, Devonshire, Van der Elst og
Clarke.
Arsenal áfram
Arsenal lagði Sheffield Wednesday aö
velli 1—0 á Higbury í miklum rokleik,
þar sem leikmenn liðanna áttu erfitt
með að hemja knöttinn. Sigurmark
Arsenal- kom á 68. mín., þegar Alan
Sunderland sendi knöttinn til Júgóslav-
ans Vladimir Petrovic, sem gaf síðan
góða fyrirgjöf fyrir mark Wednesday
þar sem Tony Woodcock var við fjær-
stöngina og skoraði öragglega.
, Urslitíöðrumleikjumvoru:
Orient-
3. deild:
-Portsmouth
> 4. deild:
Bristol C — Tranmere
2-1
1-1
Ðavid Peach skoraöi fyrir Orient en Rafferty
fyrir Portsmouth. Riley skoraði sigurmark
BristolCity.
-hsím/-SOS.
óttir
íþróttir
Iþróttir
íþróttir
íþróttir