Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1983, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR3. FEBRÚAR1983. J Líkast ísöld í Amarbælishverfí pao er íiKast pvi sem isöld hafi skollíð á í Arnarbælishverfinu í Olfusi. Eins og menn eflaust muna varö mikiö flóöþarumslóöirerölfusá flæddiyfir bakka sína 24. og 25. janúar síöast- liöinn. Mikiö ishröngl og stórir ísjakar hafa oröiö eftir og er eins yfir aö líta og á skriðjökli. Steindór Guömundsson á Egils- stöðum í ölfusi sagöi við blaðamann DV aö Egilsstaöir hefðu veriö einangr- aðir í um þaö bil vikutíma, en vegur- inn var ruddur á mánudaginn var. Á næstu byggðu bæjum heföi ástandiö ekki veriö eins slæmt enda vegurinn ekki eins illa farinn og Egilsstaða- vegurinn. Öll tún aö Egilsstöðum eru undir ís, aöeins bærinn stendur upp úr, enda byggður á hóli. Það sama er aö segja um næstu bæi svo sem Arnarbæli og Krók, en þar býr enginnnú. Á Kaldaöarnesi í Sandvíkurhreppi sem er gegnt Egilsstöðum hinum megin viö ölfusá er svell yfir öllu, en ekki eins mikiö af jökum. Vamar- garöur við ána hindraöi jakana í aö komast upp á land. Kaldaöames var einangraö í nokkra daga en nú er búið að ryðja veginn og gera viö skemmdir. -EJ. DV-myndir E.Ö. Egilsstaðavegur var ófær í rúma viku, enda ísjakarair mannháir. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Sjálfsvirðing til sölu í austri og vestri Það þykir siðferöilega rétt að drepa fólk í heimsstyrjöidum og skæruhernaði, í Víetnam og E1 Salvador en það má ekki með nokkru móti drepa hvali undir visindalegu eftirliti. Þannig hljóðar hinn nýi siöferðisboðskapur bandarískra stjóravalda ef mark má taka á fréttatímum útvarps sem hafa varla annað að flytja þessa dagana en fréttir að vestan um fyrirskipanir og hótanir Bandaríkjamanna í garð íslendinga, vilji þeir ekki fallast á að hætta opinberlega aö vera sjálfstætt riki og taka í staðinn upp stjóraarfar sem fjarstýrt skal til skiptis af Rússum og Bandarikjamönnum. Ljóst er að fréttastofa útvarps ætlar sér sigur í hvalamálinu þótt hún geti aidrei haldið rétt á mannúöarmálum og hluti stjórnmálamanna leggi áherslu á aö hlýönast frekju og yfir- gangi, ef ekki íhlutun um íslenskt stjórnarfar af hendi Bandaríkja- manna sem sjálfir drepa um f jörutíu þúsund hvali á ári viö strendur Kali- forníu. En þaö er fleira en hvalir á þeirri spýtu sem nú hefur veriö reist til varaar þessum sjávarfénaöi. Á sinum tíma var gerður nokkur hávaöi út af þvi að starfsmenn sovéska sendiráðsins eru nær áttatíu talsins.Bent var á að slíkur fjöldi sendiráðsmanna ætti við hjá milljónaþjóðum en ekki hjá íslend- ingum sem ná ekki hálfu þriðja hundrað þúsundi manna. Umræð- unni og mótmælunum gegn þessum yfirgangi Rússa, í skjóli dipló- matískra samskipta, lauk með því að stjóravöld treystust ekki til að krefjast fækkunar á liðinu vegna viðskiptahagsmuna. Kom í ljós að Rússar kaupa af okkur annars flokks fisk, sem viö getum ekki selt annars staöar, og þeirri fisksölu var ekki hægt að stefna í hættu. Enn eru því um áttatíu manns starfandi í sovéska sendiráðinu. Svívirðilegar hótanir Bandaríkja- manna í garö íslendinga út af hval- veiðum stafa ekki af því aö hér hafi verið óskað eftir fækkun í sendiráði þeirra. Aftur á móti kemur sendiráð þeirra við sögu með bréfaskriftum til ráðherra þar sem sömu hótanir era hafðar uppi og í fréttastofu út- varpsins. Byggt er á sjónarmiöum einnar og háifrar milljónar manna sem teljast meðlimir dýra- veradunarsamtaka Bandaríkjanna, en að tölu til er þaö svona eins og 1500 manns á ísiandi. Banda- riska þjóðin veit ekkert um hvala- málið og varðar ekkert um það. Nokkrar kapítalistakerlingar og mótmælendur að atvinnu hafa búlð þetta mál til en fréttastofa útvarps hefur síðan séð um að gera þetta að stórmáli Mér á landi. Fimmtán bundruð manna lið á tslandi mundi ekki fá svona afgreiðslu, nema auð- vitað — væri það mótmælalýður. Nú hefur það skemmtilega gerst að bandaríska sendiráðið, banda- rískar auðkerlingar og pramphænsni mótmæla fyrir vestan hafa fallist í faðma við Alþýðubandalagið á islandi. Alþýðubandalagið sýnir Bandaríkjamönnum tilhlýöilega undirgefni í máli, sem venjulegir þjóðfrelsisflokkar myndu umsvifa- laust vísa aftur á vit þessa háaðals peninganna sem hefur ekkert með tímann að gera annað en telja á sér tærnar — og hvalina í höfunum ef þeim finnst það skemmtilegra. En æ sér gjöf til gjalda og íslenskir kommar munu ekki svo tilfinninga- samir út af hvölum að þeir geri bandalag gegn rétti íslands einvörð- ungu út af þeim. Þeir eru að vinna sig í álit hjá vitleysingunum fyrir vestan sem drepa 40 þúsund hvali á ári. Og það góða álit á að koma að haldi við næstu stjóraarmyndanir á Íslandi. Það er nefnilega mikils virði fyrir flokk sem til skamms tima hafði á stefnuskrá sinni að ná völdum með byltingu að hafa áttatíu manns í sovéska sendiráðinu og hlið- hollt bandarískt sendiráð við Laufás- veg sem iítur svo á að í Alþýðu- bandalaginu séu ábyrgir stjóramála- menn sem vilja friða hvalinn. Varla þarf að tala um friðun íslendinga fyrir stjórnmálamönnum sem fara í einu og öllu eftir fyrirmælum dýra- vemdunarsamtaka í USA. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.