Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1983, Blaðsíða 3
DV. FEMMTUDAGUR 3. FEBRUAR 1983.
3
Utanríkismálanefnd klofnaði
i afstöðu til hvalveiðibanns
— meirihluti lagði til að banni við hvalveiðum yrði ekki mótmælt
Utanríkismálanefnd Alþingis haföi
hvalveiðimálið svokallað til umf jöllun-
ar síðan á mánudag og hélt fjölda
funda um það. Vegna umfangs þess og
einnig ágreinings innan nefndarinnar
gat álit ekki legiö fyrir fyrr en laust
eftir klukkan 15.00 í gær. kallaðir
voru til viðtals margir fulltrúar hags-
munaaöila í hvalveiðum og sérfræðing-
ar, þar á meðal forstjóri Hvals hf., full-
trúi Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna, Þórður Ásgeirsson fyrr-
verandi forseti Alþjóðahvalveiðiráös-
ins, fulltrúi Hafrannsóknarstofnunar
og fleiri.
Nefndin klofnaði í afstöðunni um
hvort mótmæla ætti samþykkt Alþjóða-
hvalveiðiráðsins um bann viö hval-
veiðum. Meirihlutinn sem i voru Hall-
dór Ásgrímsson, Olafur Ragnar
Grímsson, Eyjólfur Konráð Jónsson og
Albert Guðmundsson skrifaði undir
eftirfarandi: „Utanríkismálanefnd
hefur að undanförnu fjallað itarlega
um hvort samþykkt Alþjóðahvalveiði-
ráösins varðandi bann við hvalveiðum
skuli mótmælt.
Nefndin hefur kallað til fundar fjöl-
marga aðila sem veitt hafa margvís-
legar upplýsingar. Að athuguðu máli
er það niðurstaða meirihluta nefndar-
innar, aö ekki sé ráðlegt að bera fram
mótmæli.
Undirritaðir nefndarmenn telja, að
mikilvægt sé að auka enn rannsóknir á
hvalveiðistofnunum, þannig að ávallt
sé til staðar besta mögulega vísindaleg
þekking, sem liggi til grundvallar um-
ræðum og ákvörðunum um veiðar í
framtíðinni.
Með tilliti til ofangreindra sjónar-
miða leggur meirihluti nefndarinnar
til, að tillögugreinin orðist svo: „Al-
þingi ályktar að samþykkt Alþjóða-
hvalveiðiráðsins um takmörkun hval-
veiða, sem kunngerð var með bréfi til
ríkisstjómarinnar, dagsett 2. sept.
1982, verði ekki mótmælt af Islands
hálfu.”
Minnihluti utanríkismálanefndar en
í honum eru Geir Hallgrímsson,
Jóhann Einvarðsson og Kjartan
Jóhannsson lagði eftirfarandi til: „Al-
þingi ályktar í framhaldi af ákvörðun
rikisstjómarinnar 1. febrúar sl., að
samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins um
algert bann við hvalveiðum frá og með
árinu 1986 verði mótmælt. Jafnframt
beinir Alþingi því til ríkisstjómarinn-
ar, að auka enn rannsóknir á hvala-
Kæmumfrá
okkur litlum
hluta skreið■
arbirgðanna
— ef fregnir um nýjustu ákvörðun Nígeríumanna
um innf lutning í ár eru réttar
Ljóst er að samdráttur í skreiðarút-
flutningi til Nígeríu á árinu sem leið er
gífurlegt áfall fyrir þjóðarbúið enda
þótt endanlegar tölur liggi ekki fyrir.
Samkvæmt Hagtölum mánaðarins,
tímariti Seðlabankans, nam heildar-
verðmæti skreiðarútflutnings fyrstu
tíu mánuöi siðasta árs alls um 150
milljónumkróna. Árið á undan, sem að
visu var metár, nam verðmætið, miðað
við sömu mánuði, um 500 milljónum
króna. Þær eru því ófáar milljónirnar
sem landsmenn hafa orðið af.
Á árinu 1982 tókst aðeins aö selja
rúmlega tvö þúsund tonn af skreið til
Nígeríu miðað við átján þúsund tonn
árið 1981. Samdráttur í sölu á hausum
varð ekki eins mikill en þó töluverður.
I fyrra tókst að selja um þrjú þúsund
tonn miöaö við um sjö þúsund tonn árið
á undan.
Talið er að skreiðarbirgðir í landinu
séu milli tólf og þrettán þúsund tonn.
Verðmæti þeirra hefur verið áætlað
um einnoghálfur mill jaröur króna.
„Það er afskaplega erfitt að segja
um horfumar,” sagði Atli Freyr
Guðmundsson í viðskiptaráðuneytinu.
„Eftir þeim upplýsingum sem við
höfum bestar er mjög lítil hreyfing
kominá þetta,” sagðihann.
Sögursagnir hafa að undanförnu
gengið um að Nígeríumenn hyggist
leyfa, þetta ár, innflutning á í allt milli
fimm og sex þúsund tonnum af skreið.
Stjórnvöld hérlendis hafa hins vegar
ekki fengiö neina staðfestingu á þessu.
Sé eitthvað hæft í þessum lausa-
fregnum má gera ráð fyrir aö þriðj-
ungur af þessu magni, í, mesta lagi,
komi í hlut Islendinga. Það myndi þýöa
að Islendingar kæmu frá sér í ár innan
viö sjötta hluta af þeim birgðum sem
til eru. Utlitið er því dökkt í þessari
grein sjávarútvegsins.
-KMU.
SAGÐISIG ÚR
JAFNRÉTTISNEFND
Fulltrúi Alþýðuflokksins í jafnréttis-
nefnd Reykjavíkur, Helga G.
Guömundsdóttir, hefur sagt sig úr
nefndinni og úr flokknum. Er hún
gengin til liðs við Bandalag jafnaðar-
manna.
Helga tilkynnti skrifstofu Alþýðu-
flokksins og borgarstjórn um þetta
fyrir um það bil hálfum mánuði.
Hún hefur gegnt fjölmörgum
trúnaðarstörfum fyrir Alþýðuflokkinn.
Meðal annars var hún varaformaður
Sambands ungra jafnaöarmanna í
fyrra. Þá var hún ritari fulltrúaráðs
flokksins í Reykjavík.
stofnum hér við land, í samvinnu við
vísindaráö Alþjóðahvalveiðiráðsins í
því skyni að fyrir liggi sem full-
komnust þekking á þessum hvala-
stofnum, við frekari meðferö máls-
ins.” Frá úrslitum málsins er sagt á
forsíðu og baksíðu blaðsins.
JBH
Meðan umræður um hvalamálið fóru
fram á Alþingi gekk ekki á öðru en
frestunum funda Sameinaðs þings
vegna funda í þingflokkunum og utan-
rikismálanefnd. Menn ræddu málin í
lokuðum herbergjum og í baksölum
þingsins. Þarna voru auk þingmanna
menn sem hagsmuna eiga að gæta í
sambandi við hvalveiðar. Á myndinni
ræða þeir saman Kristján Loftsson for-
stjóri Hvals hf. og Eiður Guðnason
sem flutti þingsályktunartillöguna um
að samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins
um algjör bann við hvalveiðum yrði
mótmælt.
DV-mynd: GVA
Skóverslun, Laugavegi 24
Halldór
Matthíasson,
skídagöngugarp-
urinn lands-
kunni, leiöbeinir
viðskiptavinum í
versluninni um
val og meðferð
Fischer göngu-
I skíða, föstudag-
inn 4. febrúar
| kl. 15—18.
/A\ GÖNGU-
AUSTRIA SKÍÐI
## \\
ÁRANGUR OG
ÁNÆGJA.
FALKINN
SUÐURLANDSBRAUT8
SÍMI 84670.
A
-KMU.