Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1983, Blaðsíða 15
Menning Menning Menning DV.FIMMTUDAGUR 3. FEBRUAR1983. Þú þmrft vlnglas á fœti og tvær misstórar skifur úr plasti eóa pappa. Siðan áttu að geta blásið minni skif- unniburt, þannig að hún hverfián þess að stærri skífan sjáist hreyfast. Hundrað brögð og brellur 100 brögð og brellur Höfundur: Arthur Good Þýöandi: Hrólfur Kjartansson Útgefandi: Bjallan, 1982. Ein jólabók Bjöllunnar á sl. ári heitir 100 brögö og brellur, þótt eigin- lega sé þetta kennslubók í ýmsum al- mennufn lögmálum náttúrunnar. Bókin er 126 síður í stóru broti. Hún skiptist í 8 kafla. Ymis náttúrulög- mál eru kynnt í hverjum kafla, svo sem kaflaheitin gefa til kynna: Þyngdarlögmálið, Eðli lofttegunda, Eðli vökva, Allt um varma, Sérlega aðlaöandi (segulmagnið), Ljós og hljóö, Rúmfræði til skemmtunar. Hverju fyrirbæri er lýst með mynd og í örstuttu máli og er hvort tveggja hnitmiöaö og talandi. Myndirnar minna ósjálfrátt á liöinn tíma, bæði hvað varöar tækni og myndmótifin sjálf. Ekki er mér kunnugt um hvort þama em á ferðinni gamlar myndir, eða hvort þetta er einfaldlega gert sér til gamans. Hvað sem því líður fæst heildaráferð, sem stingur skemmtilega í stúf við það, sem við eigum að venjast í bókum af þessu tagi. Mótsögn tækniþróunarinnar Að sama skapi og tækninni fleygir fram minnka möguleikar mannsins til að kynnast forsendum hennar. Eftir því sem viö veröum háðari Bókmenntir Bergþóra Gísladóttir tækni skiljum við minna hvað hún ber í sér. Hvort tveggja er, að tæknin sjálf verður æ flóknari og því erfiðari aö skilja, og ekki síður hitt að þau lögmál sem áður blöstu víða við í nánasta umhverfi mannsins og tækn- in byggir á, veröa stöðugt f jarlægari og fágætari. Tæknisamfélagið stuðl- ar nefnilega ekki bara aö firringu gagnvart hinum lífræna hluta nátt- úrunnar, sem er alkunna, heldur einnig og ekki síður gagnvart nátt- úru dauöra hluta, svo sem eðli efnis, hreyfingu vatns og vinds og náttúru ljóss og hita svo einhver dæmi séu nefnd, mest af handa hófi. Þótt börn í dag fái almennt meiri skólamenntun en menntuðustu stéttir liðinna ára, verður þekking þeirra á fyrirbærum náttúrunnar hverfandi miðað við raunverulega þekkingu liðinna kyn- slóða. Hvað vita böm í dag um með- ferð elds? Kennslu í eðlis- og efna- fræði hefur að vísu fleygt fram á allra síöustu árum og reynt aö gera námið sem áþreifanlegast meðal annars með tilraunum. En þetta er svo sannarlega þungur róður. 100 brögð og brellur er að því mér virðist ein brellan enn, til að glæða áhuga og auka skilning á viðfangsefnum eðlis- og efnafræðinnar. Bók í anda Rousseau? I formála bókarinnar lætur þýð- andinn þess getið, að bókin sé ætluð til frjálsrar notkunar í heimahúsum og ætluð börnum og unglingum jafnt sem fullorðnum. Einnig lætur þýð- andi þess getið, að bókin ætti að geta komið að gagni í skólum, sem hjálp- argagn við raungreinanám. Mér sýn- ist, að fenginni reynslu, að bókin henti fyrst og fremst unglingum og fullorönum. Böm ein og sér ráða við fæst viðfangsefni bókarinnar. Þar að auki dreg ég í efa að bókin henti nema í sumum heimahúsum, þ.e.a.s. þar sem er nægilegt næði og sæmi- lega rúmgott. Notadrýgst held ég þessi bók verði í skólum eða í skipu- lögðu tómstundastarfi. Allt yfir- bragð bókarinnar ber með sér and- * blæ liðins tíma, þegar skólanám heyröi forréttindum til. Mér sýnist bókin hefði hentað sem nokkurskon- ar dægradvöl fyrir heldri manna börn til að drepa með tímann undir umsjá og með hjálp heimiliskenn- ara. Þessi bók hefði hentað fyrir Emile eins og Rousseau hugsaði sér hann, ef hann hefði þá mátt nota bækur. 15 Keramiknámskeið verður haldið að Ingólfsstræti 18. Nánari upplýsingar í símum 21981 milli kl. 13 og 16 og 29734 milli kl. 18 og 20. i ! SÓL-SAUNA SNYRTING Komið í Ijós í okkar frábæru Silver Super sólarbekki (einnig með háfjallasól) og fáið á ykkur fallegan brúnan lit og losnið við alla streitu. Sauna og góð hvíldaraðstaða. öll almenn snyrting: and- litsböö, húðhreínsun, hand- og fótsnyrting o.fl. Jafnt fyrir konur sem karla. gH§ Heilsuræktin Þinghólsbraut 19. Kópavogi, simi 43332. MAN7 SENDIIMG mm. NÝKOMIIM Svartir leðurkuldaskór meö akta gærufóðri 2 bretddir Tmg: tSIO—3 Stærðir: 7—141501 Verðkr. 1.399,- Teg: 9609—5 Stmrðlr: 71/2-14150) Verðkr. 1.239,- A th. allir Manz skór eru með EKTA LEÐURBiniDISÓLA PÓSTSENDUM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.