Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1983, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1983, Blaðsíða 35
DV. FIMMTUDAGUR 3. FEBRUAR1983. 35 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Þeir i hijómsvBÍtinni Þriöja hæðin ætla að spila rokk en vorða þó lika með vinsæl danslög þegar leikið verður á dansleikjum. Hér má sjá hljómsveitina fyrir eina æfinguna nýlega. Helmingur hennar er ættaður af Vestfjörðum og hinir eru úr Reykjavik. Sem sagt vestfirsk bianda. DV-mynd Einar Ólason. ÞRUMU- ROKK HJÁ ÞRIÐJU HÆÐINNI Þriöja hæöin nefnist hljómsveit sem stofnuð var skömmu eftir ára- mótin. Hún hefur æft af fullum krafti á undanfömum dögum og kemur fram á sjónarsviöið á næstunni. Meölimirnir hafa flestir spilaö í hljómsveitum áöur eins og í Fjötrum, BG og Ingibjörgu og ýms- um öörum. Rúnar Þór Pétursson, sá er stofnaði hljómsveitina, sagöi að þeir spiluöu rokk og væru hljóm- sveitirnar Deep Purple og Rolling Stones fyrirmyndin. Hann sagöi aö þeir myndu þó spila þaö sem fólk vildi helst hlusta á þegar leikið væri á dansleikjum. Um helgina munu þeir leika á Selfossi og nú þegar liggja nokkur verkefni fyrir hjá þeim Þriðju hæðar-mönnum. -JGH. „Þrjú tonn af frimmi” Nicholson- Napoleon Sagt er aö Jack Nicholson hafi lengi dreymt um aö fá aö leika Napoleon. Hefur hann því keypt kvikmyndahand- rit af rithöfundinum Robert Town. Þá hefur hann leitað til kvikmyndaleik- stjórans Stanley Kubrick, en sá mun eiga að sjá um myndina. Eflaust veröur gaman aö sjá þá Kubrick og Nicholson starfa saman. Jack Nicholsson Vil leika Napoleon. TATUM LÆRIR ENSKA SÖGU SCHUYLER SKYLER Leikkonan vinsæla Jane Fonda gerir það ekki endasleppt. Þaö virðist allt ganga upp sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún gaf í sumar sem leiö út breiöskífu meö trimmlögum og trimmæfingum en leikkonan er kunn fyrir áhuga sinn á líkamsrækt og hefur gefiö út bók um það efni. Platan hefur notiö mikilla vinsælda frá því hún var gefin út. I 22 vikur hefur platan veriö í hundraðasta sæti á vinsældalistanum í Bandaríkjunum. Auk þess hefur hún selst eins og heitt hveitibrauð. Eða svo segja þeir í Bandaríkjunum aö minnsta kosti. Sissy Spacek, sem þykir af buröa leikkona, átti stúlkubam fyrir um þremur mánuöum. Stúlkunni hefur nú verið gefiö nafn og fyrir valinu varð Schuyler Skyler. Nokkuö óvenjulegt nafn, finnst okkur. A myndinni sjáum við pabbann, Jack Fisk, og sællega mömmu, Sissy Spacek. Sannarlega stoltir foreldrar. Tatum O’Neal, hin átján ára dóttir leikarans Ryans O’Neal hefur nú ákveðið aö hætta aö leika. Segir hún þaö nauösynlegt að taka sér smáhvíld frá kvikmyndaleiknum. Þess í staö er Tatum nú byrjuö aö læra enska sögu af fullum krafti. Nýlega flutti hún ísína eigin íbúö.smá skonsu í Beverly Hills, sem kostaði litlar sextán milljónir króna. Sæmilegasta lestrar- aðstaöa.ekkisatt? Tatum að læra enska sögu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.