Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1983, Blaðsíða 10
10 DV.FIMMTUDAGUR3. FEBRUAR1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Auglýsing þar sem óskað er upplýsinga um aðsetur Charles A. Lind- berg yngri. útna gönguferð og stuttu síðar hafi þau bæöi gengið til sængur. Þessa lýsingu hefur lögreglan aldrei tekiö gilda sem fjarvistarsönnun fyrir Hauptmann. Þá vill Anna Hauptmann benda á annað misræmi sem kom fram við réttarhöldin. Lindberg taldi sig hafa heyrt rödd mannræningjans kvöldið sem syni hans var rænt, en gat ekki þekkt sömu röddina af segulbands- upptökum af símtölum þeirra sem sömdu um greiðslu lausnargjaldsins í síma. Tveimur og hálfu ári síðar segist hann fullviss um að hafa heyrt rödd Hauptmanns að kvöldi 1. mars 1932. Lögfræðingurinn sannfærður „Þeir drápu eiginmann minn, en málinu er ekki lokiö af minni hálfu,” segir Anna Hauptmann. Hún hefur nú fengið Bryan lögfræðing frá San Fransisco til liös við sig og hann er svo sannfærður um aö hún hafi rétt fyrir sér um sakleysi Richard Haupt- manns, að hann hefur tekið að sér málið henni að kostnaðarlausu. Hann býst þó við að þetta verði erfitt viðfangsefni og vísbending þess er þegar komin í ljós. Hann fór fram á að Frederick Lacey dómari í New Jersey yrði dæmdur óhæfur til að fjalla um máliö fyrir rétti að þessu sinni, en Hæstiréttur hafnaði því. Lacey var lögmaður Hearst- blaðasamsteypunnar á þeim áruml sem mál Hauptmanns var fyrir rétti og því telur Bryan að hann verði ekki óvilhallur dómari í málinu þegar það kemur aftur fyrir rétt í New Jersey 7. febrúarnæstkomandi. Anna Hauptmann sem lifaö hefur í skugga þessa dóms allt sitt líf, lætur þó ekki deigan síga þótt ekki blási byrlega í upphafi nýrra réttarhalda. „Ég mun berjast fyrir réttlætinu allt fram í andlátið,” segir þessi 84 ára gamla kona. Lindberg á efri árum. Hannlóstárið 1974. mmm LINDBERGS- MÁLIÐ FYRIR RÉTT Á NÝ — meintur moröingi sonar Lindbergs f lugkappa lét lífið f rafmagnsstólnum fyrir hálfri öld. Ekkjan telur að framið haf i verið dómsmorð Hálf öld er nú liðin frá því aö „glæpur aldarinnar” var framrnn, en svo kalla Bandaríkjamenn ránið á syni Charles A. Lindberg. Lindberg varö sem kunnugt er heimsfrægur fyrir að verða fyrstur til að fljúga 1 yfir Atlantshafið á flugvél sinni, Spirit of Louisiana. Syni hans barn- ungum var rænt áriö 1932. Hann fannst aldrei á lífi, en það sem talið var vera lík hans fannst mikið skadd- að og það leiddi til þess aö Richard Hauptmann, 36 ára gamall trésmið- ur af þýsku bergi brotinn var tekinn af lífi í rafmagnsstólnum í New Jerseyárið 1936. I hálfa öld var mál þetta geymt en ekki gleymt af hálfu önnu Haupt- mann, ekkju hins meinta morðingja, sem reyndar var talinn sannur að sök fyrir dómstólum í New Jersey. En ekkjan, sem nú er 84 ára gömul, vinnur enn aö því að hreinsa mann- orð eiginmanns síns og nú hyggst hún taka málið upp að nýju. Hún hefur unnið að undirbúningi nýrra réttarhalda í mörg ár ásamt lögfræð- ingi sínum. Þau hafa yfirfarið lög- regluskýrslur og skjöl dómstólanna og eru staðráðin í aö láta máliö ganga á ný upp í Hæstarétt. Ekkjan er þeirrar skoðunar aö maður henn- ar hafi veriö hafður fyrir rangri sök og hún mun krefjast 100 milljóna dollara skaðabóta frá New Jersey- fylki, Hearst-blaðasamsteypunni, þeim yfirmönnum fylkislögreglunn- arsem enn eru á lífi og frá FBI. Sonur Lindberg-hjónanna skömmu áður en honum var rænt þann 1. mars 1932. Lindberg fyrir framan flugvólina, Spirit of Louisiana, sem hann flaug' yfir A tlantshafið i mai 1927. Blöðin sakfeHdu fyrirfram Þau f jögur ár sem réttarhöldin yfir Richard Hauptmann stóðu yfir neit- aði hann staöfastlega að hafa átt nokkum þátt í ráninu á syni Lind- bergs eða morði hans. En réttarhöld- in vöktu gífurlegan áhuga almenn- ings og í dagblöðunum var Haupt- mann sakfelldur löngu áður en dóm- urinn kvað upp niðurstööu sína. Blöö Hearstsamsteypunnar voru þar fremst í flokki. Daginn sem Haupt- mann var handtekinn stóö yfir þvera forsíðu á einu þeú-ra: Mannræning- úin handtekinn. Af þeim sökum mun ekkjan fara fram á skaðabætur frá Hearst. Syni Lmdbergs var rænt aö kvöldi 1. mars 1932.1 tvo mánuði stóð Lind- berg í samningaviðræðum viö ræn- ingjana um lausnargjald. En þá fannst barnslík grafið í garöi rétt við hús Lindbergs-hjónanna í Hopewell í New Jersey. Niöurstaða rannsóknar var að líkið væri af syni Lindbergs. Síöan liðu tvö ár þar til Haupt- mann var handtekinn á heimili sínu í Bronx í New York. Ástæðan fyrir handtöku hans var sögð sú, að til hans hefðu verið raktar orðsending- ar um lausnargjald sem sendar voru til Lindbergs. Þá fannst í bílskúr við heimili hans mikið af peningaseðlum sem talið var hluti af lausnargjald- inu og símanúmer manns sem hafði verið meðalgöngumaður um greiðslu lausnargjaldsins var skrifað á vegg í húsi Hauptmanns. Nýjar upplýsingar lagðar fram Þegar þessar staðreyndir voru lagðar fyrir réttinn þóttu þær sanna með töluverðum líkum að Haupt- mann heföi verið viðriðinn ránið og moröiö á Charles A. Lindberg yngri. En málaferlin sem Anna Hauptmann er nú að hefja í þessu máli byggjast á ásökunum um að ýmsum mikil- vægum upplýsingum hafi verið hald- ið leyndum fyrir réttinum. Meðal þess sem hún hyggst leggja fram er sönnun þess að Hauptmann hafi fundið fyrir tilviljun þá peninga sem Iögreglan fann síðar í bílskúr hans, myndir af barnslíkinu sem talið var vera af syni Lindbergs, ai þær sýna. að líkið var bæði óþekkjanlegt og að auki af stærra bami en syni Lrnd- bergs. Aö auki mun hún leggja fram vinnuskýrslur Hauptmanns frá árrnu 1932 en þær sanna að hann hefur rnætt til vinnu alla daga fyrú- og eftir bamsránið, en við réttariiöld- úi var því haldið fram að hann hefði vantað í vinnu nokkra daga um það bil sem Lindberg yngri var rænt. Þetta síðasttalda atriði telur ekkja Hauptmanns að staðfesti hennar eig- in fjarvistarsönnun fyrir mann hennar. Hún hefur alla tíð haldið þv: fram að kvöldið sem baminu var rænt hafi maður hennar verið heúna eúis og hans var vani. Hún heldur fast við lýsingu sína á því sem gerð- ist hjá Richard Hauptmann aö kvöldi 1. mars 1932. Hún segir að hann hafi sótt hana í vinnuna klukkan hálf níu um kvöldiö, þau hafi ekið heún og borðað saman kvöldmat, hann hafi síðan fariö út með hundinn í tíu múi-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.