Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Qupperneq 8
8
DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfusfjóri: HÖRÐUR EINAFJSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSONog ELLERT B. SCHRAM.
Aóstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI84611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI27022.
Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022.
Sími ritstjómar: 84611.
Setning, umbrof, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun:
ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19.
Áskriftarverð á mánuði 150 kr. Verð í lausasölu 12 kr. Helgarblað 15 kr.
Frá oröum til athafna
Viðskiptaþing Verslunarráðsins ræðst ekki á garðinn
þar sem hann er lægstur. Hvorki meira né minna en
alhliða aðgerðir í efnahagsmálum eru lagðar til grund-
vallar í stefnumörkun þess.
Þar kennir margra og gildra grasa. Sjálfvirk tenging
launa við verðlagsvísitölu skal afnumin, útgjöld ríkis-
sjóös skorin niður um 2000 milljónir króna, verðlag gefið
frjálst, verðtrygging kjarasamninga bönnuð, vextir
gefnir frjálsir, fráhvarf frá óarðbærri atvinnuuppbygg-
ingu, les: byggðastefnu, sveitarfélögum bannaður
atvinnurekstur, veiðileyfi seld hæstbjóðanda.
Ákvarðanir eru tímasettar, áætlanir tíundaðar nákvæm-
lega og hver einstakur liður skilmerkilega sundurliðaður
og útskýrður. Segja má bæði í gamni og alvöru að leiftur-
sóknin margfræga verði að hjómi í samanburði við þessa
hernaðaráætlun V erslunarráðsins.
Með því er ekki verið að gera lítið úr framtaki
verslunarráðsmanna. Það er lofsvert þegar samtök at-
vinnulífsins setja fram heillega stefnu um efnahags-
úrræði og að baki henni liggur vinna og hugsun. I stað
nöldurs og barlóms sýna menn jákvæða afstöðu og þora
að leggja fram tillögur af einurð og hispursleysi.
Verslunarráðið byggir stefnu sína á því grundvallar-
atriði að fr jáls markaður sé betri kostur en miðstýring
ríkisvaldsins, forsendan er frjálshyggja í stað ríkis-
hyggju.
Að því leyti hefur Verslunarráðið rétt fyrir sér að hin
pólitíska stefna sósíalískra viðhorfa, ríkisafskiptin, boðin
og bönnin, lögbundin niðurtalningin, hvað þá neyðar-
áætlun yfirþyrmandi miðstýringar, er ekki lausn á efna-
hagsvanda.
Ríkisst jórnir síðasta áratugar hafa fetað þá slóð í meiri
eða minni mæli, með þeim afleiðingum að verðbólga er
meiri en nokkru sinni fyrr, þjóðartekjur fara lækkandi,
viðskiptahallinn eykst, erlendar skuldir hrannast upp.
Stefna styrkja og niðurtalningar, opinberra afskipta og
óarðbærrar atvinnuuppbyggingar hefur beðið skipbrot.
Hún hefur í rauninni runnið sitt skeið á enda, hvort sem
stjórnmálamenn og kjósendur í næstu kosningum vilja
viðurkenna það eða ekki.
Verslunarráðið hefur kjark til að segja það og vill söðla
um. Hvort sveifla möndulsins geti orðið svo mikil, sem
áætlanagerð verslunarmanna gerir ráð fyrir, er annað
mál.
Hlutimir eru einfaldir og auðleystir á blaði en verri og
flóknari viðureignar þegar til framkvæmdanna kemur.
Þar ráða auðvitað mestu hin pólitísku skilyrði. Sjálf-
stæöisflokkurinn gerði til að mynda þá skoðun heyrin-
kunna í síðustu kosningum að stefna ómengaðrar frjáls-
hyggju skyldi upp tekin eftir þær kosningar. Þjóðin
reyndist ekki tilbúin í þau stakkaskipti. Leiftursóknin
hlaut ekki byr.
Hinn pólitíski veruleiki segir mönnum að þjóðin mundi
enn ekki vilja kjósa yfir sig svo róttækar breytingar,
jafnvel þótt öngþveitið sé algjört á hinn bóginn. Fólk er
nefnilega tregt til að hlaupa öfganna á milli.
Hitt verður aldrei nógsamlega áréttað að efnahagsmál
Islendinga verða aldrei í sómasamlegu lagi fyrr en stefna
frelsis og framtaks ræður ferðinni; stjómvöíd hverfi
írá orðuni íii athafna. Að því leyti er stefna Verslunar-
ráðs rétt. þótt deila megi um útfærslu og þjóðin þurfi enn
tíma til að sannfærast um ágæti hennar.
ebs.
FRAMBJÓBENDUR
ÓSKAST
Nú berast þær fréttir af Vestfjörft-
um aö óánægöir sjálfstæðismenn ætli
aö bjóöa þar fram. Fréttinni fylgir
aö ánægöir sjálfstæðismenn séu frek-
ar óánægöir meö þetta.
Þaö gerist æ ofan í æ, á síöustu ár-
um, aö óánægðir flokksmenn gera
uppreisn gegn flokksaga og bjóöa
fram. Þannig varö Eggert Haukdal
óánægöur meö þaö sæti sem honum
var boöiö upp á á lista Sjálfstæðis-
flokksins við síðustu þingkosningar
og bauö þá fram sérlega í nafni hluta
Suöurlandsk j ördæmis.
Og stundum veröa sjálfstæöis-
menn ekki óánægöir fyrr en eftir
kosningar. Þá veröa þeir svo
óánægöir aö þeir taka sér ráöherra-
stóla í skapraunabætur.
Þannig eru óánægðir sjálfstæðis-
menn sýknt og heilagt aö skaprauna
Úr ritvélinni
ÓlafurB. Guðnason
þá sjálfstæöismenn? Svör óskast
send hvert á land sem er, nema ekki
áritstjórnDV).
En þó hugmyndin um auglýsingu
eftir frambjóöendum sé góö veltur
mikið á framkvæmdinni. Þaö er auö-
vitað ekki nóg að auglýsa eftir slíku í
Lögbirtingablaöinu nema stefnan sé
sú að bjóöa aðeins fram lögfræöinga.
Þá skiptir einnig höfuömáli hvaöa
menntun, reynslu og viðhorf um-
sækjandi verður aö hafa. Svo dæmi
sé tekið um þau skilyröi sem um-
sækjandi um sæti á Usta óánægöra
sjálfstæðismanna yröi að uppfylla þá
má nefna aö maðurinn yröi auðvitað
að vera sáraóánægður. Ef hann væri
hundfúll væri þaö auðvitað betra.
Auglýsing frá óánægðum sjálf-
stæðismönnum myndi til dæmis
veröa einhvern veginn svona:
Framagjarnir
fý/upokarf
Samtök óánægöra sjálfstæðismanna óska aö ráöa frambjóö-
endur!
Af sérstökum ástæöum eru nú laus sex sæti á lista óánægöra
sjálfstæðismanna viö þingkosningarnar á sumri komanda. Við
leitum nú að fólki við okkar hæfi til aö skipa þau sæti!
Umsækjendur þurfa aö vera: óánægðir, (bæöi almennt og
sértækt, sérlega með Sjálfstæöisflokkinn), karlkyns (aö mestu
leyti) og áhugasamir. Hér gæti oröiö um framtíðarstarf að
ræöa!
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri
störf sendist um hæl! (Algjörum trúnaði heiíið!)
Öllum er frjálst að sækja um en þeim sem heita Gunnar
Thoroddsen, Sigurlaug Bjarnadóttir, Halldór Hermannsson,
Pálmi Jónsson, Friöjón Þóröarson eða álíka nöfnum er heitið
sérlega velviljaðri athugun!
Nefndin
ánægöum sjálfstæðismönnum. Og
ekki eru aörir flokkar ónæmir fyrir
þessu aö heldur. Nema Alþýöu-
bandalagiö. Þar er enginn ánægöur.
I frásögn dagblaös eins af þessum
tíöindum er haft eftir einum for-
svarsmanni óánægðra sjálfstæöis-
manna eftirfarandi: „Viö erum nú
aö vinna viö aö koma þessu í gang á
öllum vígstöðvum — auglýsum núna
eftir mönnum á framboöslista og
reynum aö flýta þessu eins og viö
vgetum.”
Þarna er athyglisverð hugmynd á
ferö. Það hefur lengi verið eitt erfiö-
asta verkefni stjórnmálaflokkanna
aö koma saman listum. I gamla daga
komu nokkrir áhrifamenn saman
(gjarna kallaöir „flokkseigendur”)
og settu saman lista. Auövitaö fóru
margir í fýlu, þegar listinn var síöan
geröur opinber, en meöan stétt
„flokkseigenda” var og hét varö þaö
aldrei meira en fýlan hjá þeim
óánægöu. „Flokkseigendurnir” voru
of valdamiklir til þess að óánægöir,
vonsviknir flokksmenn þyröu aö rísa
gegn þeim.
Síöan leiö stétt „flokkseigenda”
undir lok eða henni hnignaði aö
minnsta kosti. Þá kom aö prófkjara-
áfanganum. Hugmyndin á bak viö
hann var sú að kjósendur ættu ekki
aðeins að kjósa lista heldur einnig þá
sem skipa ættu listana. Kjósendur
viröast hafa kunnað því fyrirkomu-
lagi bærilega vel en frambjóðend-
urnir síöur. Einhver hélt því fram aö
prófkjörin væru slæm því frambjóö-
endur yröu þar með aö berjast gegn
frambjóðendum sem þeir ættu síðan
aö berjast meðjín þetta er auðvitaö
vitleysa. Meöan stétt „flokkseig-
enda” var og hét s1óp.«* ;r-~ujófr-
endur um þaö aö hljóta náð í augum
herranna. Þá fór slíkt bara fram bak
viö tjöldin. Hins vegar hefur kannski
hinn almenni kjósandi (hver sem
hann nú er) hrokkiö dálítið viö þegar
tjöldin voru dregin frá.
En fyrir þá sem hyggja á þing-
mennsku sem ævistarf eru prófkjör-
in slæm. Þaö er eins með kjósendur
og síldina eða loönuna aö áöur
en nokkurn varir hverfa þeir á braut.
Og þingmaöur án þingsætis er eins
og útgeröarmaöur án aflatrygginga-
sjóðs.
Þess vegna er hugmynd óánægöra
sjálfstæöismanna á Vestfjöröum
góö. Þaö er auðvitað langauöveldast,
einfaldast og sanngjarnast, aö aug-
lýsa eftir frambjóöendum og áskilja
sér auövitað allan rétt til að taka öll-
um, sumum, eöa jafnvel engum.
(Meöal annarra orða; talsmaöur
óánægðu sjálfstæöismannanna segir
aö þetta verði framboð „óánægöra
sjálfstæðismanna og óháöra”. Hvaö
merkir þetta? Er h»: vlð > óháöa
sjálfstæðismenn”? Ef svo er er sá
ágæti flokkur nú þríklofinn! Eöa er
hér átt viö „óháða” almennt? Ef svo,
þá óháöa hverju? Einnig má spyrja,
ef „óánægðir sjálfstæðismenn” eiga
samleiö meö „óháöum” utanflokka-
mönnum, eru þeir ekki þar meö utan-
flokka? Hvers vegna kalla þeir sig
Þess er auðvitað óþarfi aö geta hér
aö umsækjendur veröa aö vera ein-
dregnir fylgjendur Sjálfstæöisflokks-
ins en mjög andsnúnir honum um
leiö.
Þaö er deginum ljósara aö meö
svona auglýsingu verður þaö átaka-
minna og auöveldara á allan hátt aö
skipa lista heldur en meö prófkjörum
eöa þess háttar aöferðum. Meö því
aö auglýsa eftir frambjóðendum á
þennan hátt er hægt aö setja ákveön-
ar lágmarkskröfur, t.d. um reynslu!
Það er til dæmis augljóst að þaö
þýöir ekki aö senda reynslulausa
menn á þing. Alþingi er mjög sér-
hæföur vinnustaður og viövaningar
hafa ekkert þangaö að gera1 --
það m.wi F-*'ur að með þessu fyrir.
komulagi er fyllsti trúnaöur meö þaö
hverjir sækja um og hægt aö halda
framboöslistanum sjálfum leyndum
mun lengur. Þaö er mikill kostur aö
hafa nafnleynd í framboðum! Þá er
minni hætta á aö fólk kjósi í ein-
hverri vitleysu.
Þetta er greinilega forvalsaöferö
framtíöarinnar!