Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Side 12
12' DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983. Helgi Þorgils Friðjónsson: „Maðurbýr tilsinn myndheim íbókstaflegrimerkingu. Stfllinn er hid djnpa ego þar sem enginn er eins — spjallað við Helga Þorgils Friðjðnsson sem lilaut menningarverðlaun DV f yrir framlag sitt Helgi Þorgils Friöjónsson er fæddur 7. 3. 1953. Hann var viö nám í Mynd- lista- og handíðaskólanum á árunum 1971 til 1976. Hann stundaöi síðan nám í Hollandi, fyrst í Frí akademíunni veturinn 1976 til 1977. Og síðan viö Jan van Eyck akademíuna frá 1977 til 1979. Helgi er einn athyglisveröasti braut- ryöjandi „nýja málverksins” hér á landi. Hann hefur veriö sérstaklega afkstamikill listamaöur. Haldiö fjölda einkasýninga, fyrst í Gallerí Out-put árið 1975, og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum bæði hér heima og erlendis. Helgi hlaut menningarverð- laun DV í ár fyrir myndlistarsköpun sína. Kiassískir listamenn gáfu tóninn Getur þú lýst fyrir okkur í stuttu máli leiö þinni aö, ,nýja málverkinu”? „Þetta hófst þegar ég var í skóla. Þá hafði ég sérstakan áhuga á lista- mönnum sem lögöu áherslu á línuna, þessa grafísku teikningu. Þaö voru þessir stóru meistarar eins og Picassó sem gáfu tóninn. Síöar fór ég til Hol- lands en þar kynntist ég verkum eftir listamenn eins og Polke, Pink og Kiefer. Þetta eru miklir teiknarar sem kunna í verkum sínum aö miöla oft sér- kennilegu andrúmslofti sem má reyndar líka finna í ákveðnum stíl- brögöum Picassos. Eg hreifst mikið af þessum listamönnum sem og fleiri Svisslendingum og Þjóöverjum. Það er oft eitthvaö magnað andrúmsloft í verkum þessara listamanna sem erfitt er að koma oröum aö. Þaö kemur annars oft upp sá mis- skilningur aö þessir svissnesku teikn- arar og núverandi ný-málarar séu hin fullkomna andstæða conceptlistar- innar. Þetta er mikill misskilningur og algerlega röng ályktun því listhug- til íslenskrar myndlislar á árinu myndir þessara listamanna eru nefni- lega náskyldar vissum concepthug- myndum, þ.e.a.s. huglægu conceptlist- inni þar sem reynt er aö miöla ákveönu ástandi. Þetta er skiljanlegt þegar haft er í huga aö conceptlistin hefur veriö rikjandi og haft töluverð áhrif. Þaö er nú einu sinni svo aö viö erum ekki lengur á sjötta áratugnum. Sagan hefur breyst og þaö er einmitt concept- listin sem hefur valdið hvað mestum breytingum í listinni á síöastliðnum árum. I dag erum við jú að mála en listin eöa málverkiö ber greinilega merki conceptlistarinnar hvort sem ''-‘amenn hafa reynt aö foröast hana ekki.” Að skapa sinn heim Hvert sækir þú efnið í þinn myndheim? „Þú segir myndheim og þaö má undirstrika það því ég tel hann vera hina raunverulegu forsendu fyrir öllu myndverki. Maöur býr til sinn heim í bókstaflegri merkingu sem er álíka sannur og hver annar. Hver lista- maður skapar þannig sinn heim sem lifir í verkunum. Þetta er sérstaklega algengt meöal listamanna sem vinna kerfisbundið, sjáöu til dæmis'nokkra af þessum abstraktmálurum sem eru með sín lokuðu heimspekikerfi og reyna aöeins aö nýta möguleika þeirra. Efnið sem þú talar um í mínum verkum sæki ég fyrst og fremst í sögur, munnmælasögur, Islendinga- sögumar og þjóösögur. En auk þess tekur maöur mikið beint úr umhverf- inu eins og t.d. krot sem viö sjáum á almennum veggjum eöa í strætis- vagnaskýlum en þar má oft finna ákveðin frumtengsl mannsins viö umhverfið. Eða þá aö maöur verður vitni aö einhverjum atburöi og síöan kemur samverkandi mynd nokkru seinna. Þá kemur fyrir aö ég mála mynd og rekst síðan á einhvem hlut eöa mynd sem ég set inn í heildina ef mér finnst þaö eiga við. Þannig hlaðast upp hjá manni ákveðnar upplýsingar, ,Innreiðm i Jerusalem Imynd nr. V. umhverfislegar, félagslegar eöa einstaklingsbundnar, sem maður síöan reynir að setja upp í rökrétt samhengi á myndflötinn.” Óviljandiháð ,,Nú er oft mikiö háö í myndum þínum”. „Jú, þaö er talaö um ákveðið háð í verkum mínum, en þaö er ekki visvit- andi og alls ekki gert til aðniðra neinn. En þar sem ég set oft saman ótrúlega hluti á trúlegan hátt, eins t.d. hestur meö kampavínsflösku, getur þaö eflaust virst spaugilegt.” „En af hverju þessir nöktu menn í myndumþínum?” „Það er einfaldlega vegna þess að mér finnst naktir menn eðlilegastir. Og ef ég setti þá í föt yröi myndin (eða myndirnar) allt önnur.” Tilgerðarlegur draumur „Getum viö talað um súrrealísk áhrif í verkum þínum? ” „Þaö eru margir sem vilja sjá í verkum mínum ákveðin tengsl við súrrealismann. En ég kannast persónulega ekki viö þaö. Mér finnst súrrealistanir mjög fjarlægir nema kannski menn eins og Míró. Mér finnst listamennirnir Ernst og Dalí vera hreint út sagt leiðinlegir og þessi draumur þeirra vera hálftilgerðar- legur. Hins vegar getum við sagt aö draumurinn í verkum mínum sé full- komlega raunsær! Nei, það er allt annaö andrúmsloft í þessum súrrealistamyndum. Ástandiö, sem er oftast nær frásögn, í minum myndum tengist miklu fremur hinni ljóðrænu hlið conceptlistarinnar. Hlutir og at- burðir í verkum mínum eru í raun ómögulegir, en á sama tíma svo eðli- legir aö þeir viröast sannir. Þetta ástand er kannski óraunhæft en þó ekki súrrealiskt.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.