Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Page 13
DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983. „Ég set fígúrur úr goðafræðinni ávallt i nútimalegt samhengi. Frásögn/ástand „Nú er ávallt ákveðin afgerandi frá- sögn í verkum þínum?” „Verk mín byggjast yfirleitt upp á einhverju sem við getum kallað frá- sögn en sem er í senn ástand og frá- sögn. Þetta á ekki að vera lýsing, held- ur vil ég reyna að teygja á frásögninni ef við getum orðað það þannig og koma á einhvers konar lestrarferli. Við get- um kannski nefnt þetta skýrslu! Þá vil ég að þetta ástand/frásögn sé opið fyrirbæri sem hafi sinn óskilgreinda aðdraganda. Og einnig að það gefi í skyn að eitthvað eigi eftir að gerast. Kunningjar mínir í Hollandi sögðu aö ég yrði að útfæra þessar hugmyndir í kvikmynd svo þetta ástand gæti hreyfst og þannig komiö af stað raun- verulegri frásögn. Við getum kannski sagtaðþetta séuástandsmyndir!” „Getur þú nokkuð gert betur grein fyrir þessu „ástandi” sem þú talar um?” „Við getum kannski sagt aö það sé í senn mótsagnakennt og eðlilegt. Sjáðu til, ég nota oft ákveðnar þekktar fígúr- ur úr goðafræðinni í verkum mínum en ég set þær þó ávallt í nútímalegt sam- hengi. Kentárinn fær kannski kampa- vínsglas í hendina. Þannig rennur sag- an, fantasían og raunveruleikinn sam- an í eitt. Og í raun getum við ennfrem- ur talað um samruna efnisáferðar og myndefnis því ég reyni ávallt að mála efnislega itakt við inntakið.” „Getur þú tekið dæmi um þetta „ástand”?” „Sjáðu t.d. þessa mynd hérna (mynd nr. 1). Hér eru mennirnir í furðulegu ástandi, kannski fullir. Ef úlfaldinn væri hins vegar eðlilegur þá væri hann hálfasnalegur, ekki satt. Þannig að ég gerði hann í samræmi við allt „ástand- ið” í myndinni, hann er með vindil og einn öfugan fót! Þaö var annars dálítið skrýtið sem kom fyrir þegar ég var bú- inn með þessa mynd. Mér fannst allt í einu aö þetta væri „Innreiðin í Jerúsal- em” þar sem Kristur sæti á úlfaldan- um. Ég hljóp strax og náði í bibliuna, fletti upp í bókinni og svo einkennilega vildi til að ég lenti einmitt á þeim kafla íbiblíunni!” „Þegar maður skoðar myndir þínar eru þær æði f jölbreytilegar en þó ávallt keimlíkar, hvað er stíll að þínu mati? ” „Stíllinn (löng þögn) er þetta djúpa ego, —þarsemenginn ereins.” G.B.K. 8SBORNE OSBORNE er emstakur tölvukostur fyrir stofnanir, skóla, námsmenn, sérfræðinga og alla þá sem vilja ná hámarks árangri, án of mikils tilkostnaðar. ( verði OSBORNE tölvunnar er innifalinn hug- búnaður að andvirði 32.000 kr. Hugbúnaður er: Stýrikerfið CP/M 2.2. Forritunarmálið MBASIC, C.BASIC—II, Áætlanagerðarforritið SUPERCALC, Ritvinnsluforritið WORDSTAR og Póstlistaforritið MAILMERGE. OSBORNE hefur innbyggt: Tölvuskjá, lyklaborð, 2 diskettustöðvar og 64 RAM vinnsluminni, Z80A örtölvu. Par sem OSBORNE er einstaklega hentugt og hagkvæmt atvinnutæki hafa margir háskóla- kennarar valið hana í sína þjónustu. Prentarar við OSBORNE kosta frá 14.000 kr., en DAISYWRITER 2000 Ritvinnsluprentari kostar 37.000 kr., og STROBE Litateiknari kostar 39.500 kr. Með leturhjólsprentaranum DAISYWRITER 2000, er OSBORNE eitt fullkomnasta og ódýrasta rit- vinnslukerfi sem völ er á (80.000 kr). Með litateiknaranum STROBE M100 getur OSBORNE sett upp eplakökur, súlurit og fl. ( lit á A4 blöð eða glærur. OSBORNE verður fljótléga fáanleg með UCSD- p System stýrikerfi oq qetur þá keyrt FORTRAN-77. Að auki er úrval forrita í boði, framleiðendur hennar gefa út OSBORNE-tímarit, tölvuskólinn FRAMSÝN og tölvufræðsla SFI bjóða námskeið í: ritvinnslu, áætlanagerð m/SUPERCALC, forritun I BASIC og notkun stýrikerfisins CP/M. OSBORNE kostar 43.819 kr. (USD = 18.7) Símar: 82980 & 82055 „Maður hleðst upp af ákveðnum upplýsingum, þetta form sá ágiglugga." Ljósm. GBK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.