Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983. 15 Guðríður Ölafsdóttir og Ragnar Sverrisson, leiðbeinendur í félags- skapnum Samhygð. (DV-myndGVA) „Meiriháttar uppáhoma99 — segja Samhygðarmenn sem gangast fyrir skemmtun á Borginni á mánudag Hefur ykkur dottið í bug að apar geti veitt? Þessi átta ára gamli api reynir það. Að minnsta kosti brosir hann breitt. Kannski hann sé að fá bann stóra? „Mánudagur til mikils er slagorö þessarar skemmtunar. Og viö væntum þess að sem flestir komi til okkar og skemmti sér og öðrum,” sögðu Guðríður Olafsdóttir og Ragnar Sverrisson, leiðbeinendur í félags- skapnum Samhygð, sem gengst fyrir uppákomu á Hótel Borg á mánudags- kvöld. Samhygð er félagsleg hreyfing sem berst gegn öllu er skaðar lífið, svo sem ofbeldi, drykkjuskap og öðru í þeim dúr. Samhygð er alþjóöleg hreyfing og var stofnuð í Suður-Ameríku. fslands- deild var stofnuð árið 1980 og starfar nú víða um land. „Við viljum fá fólk til að trúa á framtíðina og fá það til að trúa því, að það geti haft áhrif til batnaöar á allt, sem miður fer. Við látum okkur velf erö annarra miklu skipta,” sögðu þau Guðríður og Ragnar. — En hvemig starfið þið? „Þetta er sjálfboðahreyfing. Við göngumst fyrir f jársöfnun einu sinni á ári og því fé, sem þá safnast, er varið til að reka starfsemina áfram. Við störf um í hópum og rekum s vokallaðar samskiptamiöstöðvar í flestum hverf- um. Þar hittumst við reglulega og spjöllum saman. Og markmiðið er að koma upp slíkum miðstöðvum í hverju hverfi og úti um allt land.” — Hafiö þið áður gengist fyrir uppá- komu af því tagi sem verður á mánudag? „Nei, ekki er það nú. Þetta er nýbreytni hjá okkur. En þarna verða skemmtiatriði sem bæði viö og gestir okkar koma til með að sjá um. Því þarna stendur gestum til boða að troða upp með hljóðfæraleik og annað slíkt ef þeir hafa áhuga á. Við viljum því hvetja ungt fólk á öllum aidri til að koma og taka þátt,” sögðu þau Guðríð- urölafsdóttir og Ragnar Sverrisson. -KÞ. BANDALAG JAFNAÐARMANNA Nokkur fé/ög hafa veríð stofnuð og önnur eru í undirbúningi. FUNDUR íbandalagsfélaginu verður á Hóteí Loftleiðum mánudaginn 21. febrúarkl. 20.30. ALLIR VELKOMNIR Þjóðmálafé/agið FRAMSÝN. Yor orðin leiðú lohh- unum Vinkona okkar úr Dallas, hún Sue Ellen eða réttu nafni Linda Gray, hefur látið lokkana falla. Hún var orðin leið á að vera með sömu hár- greiðslu og svo margar konur þannig að hún bað hárgreiðslumeistarann um pönkklippingu. Ekki urðu allir jafnhrifnir af nýju klippingunni því framleiðandi Dallasþátt- anna var að því kominn að fá slag er hún mætti til vinnu. Ekki fer sögum um hvaö J.R. sagði en ektamaöur hennar, sem er með henni á myndinni, virðist síður en svo óhress með pönkuðu eiginkon- una. Hin fjölbreyttu einingahús frá ösp í Stylckishóliiii eru að öllu leyti íslensk framleiðsla fyrir íslenskar aðstæður. — Margar stærðir íbúðarhúsa — Traustir bilskúrar — Sumarbústaðir í sérflokki — Margs konar innréttingar í öH hús Bæklingurinn kominn í nýútkomnum upplýsingabæklingi velur þú Aspar-einingaliús sem hentar þér og þínum. Þar finnur þú glöggar teikningar og greinargóðar upplýsingar nm aUa framleiðsluna. Ef þú hefur sniðugar bugmyndir breytum við gjarna út frá stöðluðu teikningunum og sérsmíðum húsið samkvæmt þinum it óskum. Hafðu samband, við sendum þér bæklinginn. Aspar liús L ekki bara ódýr lausn |_H Stykkishólmi Símar: 93-8225 og 93-8307 □ 1 1 - 1 J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.