Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Page 16
16 TA DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983. BMW 520i 1982 BMW 318 1978 BMW520 1980 BMW 316 1982 BMW 518 1982 BMW 316 1978 BMW 518 1980 BMW 315 1982 BMW 323i 1981 RENAULT20TS 1979 BMW320 1982 RENAULT 20 TL 1978 BMW320 1981 RENAULT12 TL 1978 BMW320 1980 RENAULT 12 TL 1975 BMW 320 auto 1977 RENAULT 5 TL 1980 BMW320 1977 RENAULT 4 TL 1980 BMW 318Í 1982 RENAULT 4 van F6 1980 BMW 318i 1981 RENAULT 4 van F6 1979 OPIÐ LAUGARARDAG FRA KL. 1-6. STJÓRNUNARFRÆÐSLA SÍMANÁMSKEIÐ Tilgangur námskeiðsins er að þjálfa símsvara í að tileinka sér hina ýmsu þætti mannlegra samskipta og fræða þá um þau símatæki sem almennt eru notuð, þannig að þeir geti betur innt starf sitt af hendi. Efni: Störf og skyldur símsvara. Símaháttvísi. Símsvörun og símatækni. Námskeiöið er einkum ætlaö þeim sem vinna við símsvörun, hvort sem um er að ræða hjá fyrirtækjum eða opinber- um stofnunum. Einnig er þetta gott tækifæri fyrir þá sem eru að fara út á vinnumarkaðinn eftir lengri eða skemmritíma. Staður: Síðumúli 23. Tími: 1.—3. mars kl. 09.00—12.00. SKRIFSTOFUHALD 0G SKRIFSTOFUHAGRÆÐING Tilgangur námskeiðsins er að kynna stöðu skrifstofu innan fyrirtækja og hvaða þýðingu starfsemi þar hefur fyr- ir fyrirtækið í heild. Gerö verður grein fyrir hvemig skipuleggja á starfsemi á skrifstofu í heild, hvernig verkaskipt- ingu er eðlilegt að koma á og hvernig nýta má ritvinnslu til að auka hagræð- ingu verkefna. Fjallað er um hlutverk skrifstofunnar og gerð grein fyrir þeim verkefnum sem þar eru unnin. Kynnt verður hvemig stjómskipulag má hafa á skrif- stofum, verkaskiptingu og annað varð- andi starfsmannahald. Að lokum verður fjallað um mögulegar hag- ræðingaraðgerðir á skrifstofu og kynnt nýjasta skrifstofutækni sem notuð verður á skrifstofu framtíðarinnar. Námskeiðið er ætlað skrifstofustjórum og öðrum sem annast skipulagningu og stjómun á skrifstofum. Staður: Símumúli 23. Tími: 7.—10. mars kl. 14.00-18.00. ATH.: Fræðslusjóður Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur greiðir þátttökugjald fé- lagsmanna sinna á þessum námskeiðum og skal sækja um það á skrifstofu VR. Leiöbeínendur: Sveinn Hjörtur Hjartarson rekstrarhagfræðingur Koibrún Þórhallsdóttir, leiðbeinandi bjá Tölvufræðsiu SFf Leiðbeinendur: Helgi Hallsson deildarstjóri Þorsteinn Oskarsson deildarstjóri Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfé- lagsins í síma 82930. A STJÖRNUNARFÉLAG ^ ISIANDS SÍÐUMÚLA 23 SÍMI82930 Ivan mihli -sáer sameinaði þjóðir Rússlands í eitt riki og lagði grumiinn að veldi þess Lengi var haft á orði að það færi meira fyrir Rússlandi á landakortinu en í mannkynssögunni. Þetta á vissulega ekki við um síðari tima en öðru máli gegndi á miðöldum. Þjóðir þær sem upphaflega settust að á víðlendi Rússlands voru víðs vegar að: Slavar, Norðurlandabúar, Húnar, Baltar, Tyrkir og ýmsir fleiri þjóðflokkar. Rússar tóku kristni, það er að segja grisk-kaþólska trú á tíundu öld. Þeir höfðu harla lítið samband við vestanverða Evrópu, en þvi nánarí kynni af Konstantínópei. Ætla hefði mátt að það hefði fljótt eflt siðmenningu þeirra og margs konar framfarir, því að á fyrri öldum hafði Konstantínópel baldið vörð um þá menningu sem Vesturlönd höfðu glatað. En sögulegar orsakir lágu til þess að Rússar drógust aftur úr öðrum Evrópuþjóðum. Eða þangað til Ivan mikli (1462—1505) Moskvufursti tók við völdum í riki sínu.... Rússar sem uröu á vegi mongólsku hirðingjaskaranna að austan fengu að kenna á hræðilegum áhlaupum þeirra. Fjölmennir herir undir forystu Batu Kahn — sem var einn af arftökum Djengis Khan — ráðust inn í Rúss- land 1237 og fóru um landið báli og brandi og gíf urlegum manndrápum. Margir þessara mongóla settust að í Rússlandi og gengu undir nafninu tartarar (eða tatarar). Meðal þeirra var Batu sjálfur. Hann reisti hið mikia gullna tjald sitt á bökkum Volgu og varð fyrsti khan (höfðingi) tartara. Tartarar hans og afkomendur þeirra voru kallaðir gullhirðingjamir. Rússnesku furstamir voru um langt skeiö háðir khaninum mikla í Kína og urðu að fara í niðurlægjandi pílagríms- ferðir til hirða hans í órafjarlægð — um þrjú þúsund mílur — og fleygja sér flötum fyrir framan hásæti hans. Kórónur þeirra, sem og stundum höfuö, fuku oft af í þessum heimsókn- umtil haröstjóra Austurlanda fjær. Mongólska stórveldið sundraðist en innrásir tartara í Rússlandi og flutningar þeirra þangaö skildu eftir sig djúp spor í landinu. Furstarnir í Moskvu fóru frekar að dæmi khananna en stjórnenda Vestur-Evrópu, sem þeir höfðu í rauninni engin kjTini af. Við ófágaöa og ruddalega hii öingja hegöuðu þeir sér að hætti Asíumanna. Hegðun þeirra, venjur, búningar og herútbúnaöur var kínverskt í einu og öllu. Nafnið Car, sem upp var tekið af Ivan grimma 1547, á upphaflega rót að rekja til Asíu, en er ekki, eins og marg- ir halda, dregið af nafni Cesars. Rúss- land varð þannig ekki í raun „Evrópuland” fyrr en á dögum Péturs mikla. Furstadæmið Moskva Moskva varð öflugt furstadæmi á tímabilinu frá 1240 til 1480, þegar Rúss- ar voru undir oki gullhirðingjanna, Moskvufurstarnir urðu að sætta sig við þá smán að ganga á fund tartara- höfðingjans í höfuðborg þeirra í Saray við mynni Volgu og vera háðir náð khansins. KhaninnáleitMoskvufursta- dæmið öðrum mikilvægara og átti sinn þátt í aö efla það. En smám saman færðu furstar Moskvu út landamæri sín og efldust, en veldi gull- hirðingjanna hnignaði að sama skapi. Um miöja fimmtándu öldina voru gull- hirðingjamir ekki þess megnugir að kúga furstana eða segja þeim fyrir verkum. Furstinn í Moskvu, sem aö lokum gerði út af við gullhirðingjana og sameinaði Rússland undir veldissprota sínum, var Ivan III er gengiö hefur undir nafninu Ivan mikli. Hann var harðlyndur og viljasterkur maður sem haföi það markmið eitt aö sameina Rússland í bandalagi furstanna og koma á fót skipulagi í stað stjómleysis sem ríkt hafði í landinu öldum saman. Ivan erfði furstadæmið við fráfall föður síns árið 1462. Þá var ríkið í mestri niðurlægingu. Innrásir mongóla höfðu útilokaö allar framfarir og valdið þungum búsifjum. Ekkert land í Evrópu hafði orðið jafnilla úti af völdum Asíuhirðingjanna sem höfðu það eitt í huga að halda Rússum niðri og fyrirbyggja allan viðgang þeirra. Á sama tíma og önnur Evrópulönd sóttu fram, þó hægt færi, til siðmenningar og stjómsemi var rússnesku fursta- dæmunum beitt fyrir ok fámennis- stjórnar Asíumanna sem játuðu enga trú á þeim tíma þegar trúin átti sinn sterka þátt í hvers konar framförum. (Síðar tóku tartarar múhameðstrú.) Frægð þeirra var fólgin í miskunnar- lausum manndrápum og eyðileggingu, snilli þeirra var eingöngu hernaðarleg. Olíkt evrópskum innrásarherjum gátu þeir aldrei samlagast þjóðunum sem þeir lögðu undir sig og striddu með því móti gegn straumi sögunnar. Sótt f ram til sameiningar Ivan hófst nú handa að sameina Rússland undir eina stjórn, sína stjórn, og það gerði hann af fullri yfir- vegun og herkænsku. Fyrsta hemaðar- bragðinu sem hann notaði var beint gegn stórfurstadæminu í Lithauga- landi sem á þessum tíma réð þeim löndum sem mynda vesturhluta Sovét- ríkjanna. Lithaugaland hafði að mestu sloppið við innrásir mongóla á þrettándu öld. Litháar voru tápmikil og allvoldug þjóð sem haföi þokaö sér inn í Vestur- Rússiand á friðsamlegan hátt um þaö leyti sem skelfingar þrettándu aldar gengu yfir. Þeir höfðu stuðlað að velferð á svæðunum er þeir settust að á. Áður en Ivan tókst þaö verk á hendur aö innlima Lithaugaland bjó hann rækilega um sig á þremur öðrum vígstöðvum. Gullhirðingjamir í suðri voru erfiðir viðureignar þó að þeim heföi hnignað. I austri var khandæmið Kazan. I norðri var Novgorod (Hólm- garðslýðveldið) sem réð yfir víðáttu- miklu landi og byggði afkomu sína mest á verslun. Borgin naut verulegs lýðræðis. Á fjórtándu öld voru í henni og umhverfis um f jögur hundruð þús- und manns. Novgorod slapp algjörlega við innrásir mongóla þar sem hirðingjariddararnir komust ekki yfir fenin sem voru borginni til vemdar. Til að byrja með beindi Ivan athyglinni að Kazan. Eftir minniháttar innrásir í landið réðst hann á það með mikinn her árið 1469. Árangurinn varð töluverður. Eftir nokkrar óútkljáðar orrustur lagöi Yurg prins, bróðir Ivans, Kazan undir Rússland. Borgin gafst upp meö þolanlegum skiimálum eftir aö Yurg haföi eyðilagt vatns- brunna hennar. Ekki var hægt að segja aö Ivan legði landið beinlinis undir sig en hann neyddi íbúana til hlutleysis meðan hann sneri sér að Novgorod og Lithaugalandi. Novgorod leitaði hemaðarhjálpar hjá Kasmir IV. Póllandskonungi sem var um leið stórfursti í Lithaugalandi. Kasmír veitti engin ákveðin svör, þó svo aö alltaf hefði farið vel á með hon- um og valdhöfum Novgorod. Kasmír kaus allt annað fremur en stríð viö Moskvu þó svo að hann væri fús til að steypa Ivan af stóli. Ráðistá khandæmin Ivan mddist inn í Novgorod 1470 og vann skjótt sigur. I fyrstu kríifðist hann ekki algerrar yfirdrottnunar yfir þeim sigruðu en knúöi þá til að rjúfa öll tengsl við Pólland og Lithaugaland og láta af hendi viö hann allstór landsvæði í norðurhluta ríkisins. Ivan beiö í austurlenskri ró og þolin- mæði eftir tilefni til að svipta Novgorod sjálfstæði sínu að fullu og öllu. Tækifærið gafst árið 1477 og var tilefnið harla hégómlegt. Sendi- fulltrúar Novgorod ávörpuðu Ivani með orðinu „sovereigu” í staðinn fyrir ,,sör”. Þetta hafði sitt að segja í túlkun Ivans. Hann réðst enn á Nov- gorodbúa og þeir gáfust fljótt upp og neyddust þar með endanlega til að viðurkenna yfirráð Ivans. Ivan svipti borgina sjálfstæði sínu, herleiddi um eitt þúsund borgara til Moskvu og að sjálfsögöu þá áhrifamestu og ríkustu ,og fyllti skarö þeirra í Novgorod ineð því að flytja þangað Moskvubúa sem liklegir vom þar til áhrifa. Með þessu fauk sjálfstæði borg- arinnar Novgorod út í veður og vind og um leið auöæfi hennar og verslun. Borgin var þvinguð til að rjúfa öll tengsl við Vestur-Evrópu og Hansa- sambandið. Nokkur önnur smáfursta- dæmi í nágrenni Novgorod vom og inn- limuð, annaöhvort með hernaöi, innlimum eða jafnvel giftingum. Nú beindist hugur Ivans suður á bóginn þar sem hann horfðist í augu við tvö khanríki, tartara, gullhirðingjana, eða khandæmið Astrakan, en því réð höfðingi að nafni Ahmed; og khandæmi sem kennt var við Krím og náði auk Krímskaga einnig yfir mikinn hluta Suður- Rússlands. Fyrir síðarnefnda ríkinu réðMengliGirey. Það gerði gæfumuninn fyrir Ivan að mikil keppni var milli Ahmed og Girey. Ivan leitaði bandalags við hinn síðarnefnda meðan Kasmír konungur Pólverja — sem grunaði Ivan úm græsku hvað Lithaugaland snerti — brýndi Ahmed til að ráðast á Moskvu um leið og hann gaf honum loforð um að hann skærist í leikinn vestan frá. Úti um tartara og mongóla Arið 1480 réðst svo fjölmennur her Ahmeds inn í furstadæmi Moskvu. Ahmed taldi víst að Kasmír myndi ráðast á Ivan vestan frá. En Kasmír var í vanda staddur vegna innanríkis- mála og efndi ekki heitið. Við erfið- leika hans bættist að ránsflokkar sóttu inn í konungdæmi hans. Þeir voru raunar í tengslum við Girey og voru þangað komnir fyrir áeggjan Ivans. Ahmed missti vald á sér þegar hann sá fram á að Kasmír kæmi honum ekki til hjálpar. Herir Girey og Ivans stóðu andspænis hvor öðrum viö Ugrafljót og menn Ahmeds þar á milli. Eftir nokkr- ar skærur hörfaði Ahmed til Volgu þar sem ráöist var á herbúðir hans af her- sveitum einhverra tartaraforingja frá Síberíu. Ahmed var drepinn og þar með var úti um hefndarleiöangur hans til Moskvu. Gullhriðingjarnir leystust upp. Án efa stóð Ivan að baki árásinni á herbúðir Ahmeds. Hér með lauk tvö hundruö og fimmtíu ára tíma- bili í sögu Rússa er þeir voru að meira eða minna leyti háðir duttlungum mongóla. Arið 1480 markar tímamót í sögu Rússa. Það er ártaliö er þeir komu fram sem sjálfstæð þjóð. Aldrei framar voru valdhafar Moskvu kvaddir á fund hinna hræöilegu höfðingja gullhirðingjanna. Ivan RI fullkomnaði sögulega sigra sína frekar með stjórnkænsku en hernaðarlist. Að vísu átti hann í höggi við tartara eftir þetta en okið hafði hann brotið af sér. Næstu tvo áratugina var Ivan önnum kafinn viö aö ná Lithaugalandi undir sig. Kasmír konungur lést 1492 og erfðaprinsinn, Alexander sonur hans, tók við völdum. Þó að skærur hæfust á landamærum Rússlands og Lithaugalands á níunda tug aldarinnar var Ivan ekki á því að senda meginher sinn strax inn í landið. Hann vildi bíða átekta enda hafði hann sjálfur nóg að gera á sviði stjóm- málanna eftir sameiningu Rússlands í eitt ríki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.