Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Qupperneq 18
18 DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983. VÖRUPALLAR Aburðarverksmiðja ríkisins óskar eftir tilboðum í smíði vöru- palla. Tilboösgögn eru afhent á skrifstofu verksmiðjunnar í Gufu- nesi. Tilboðum sé skilað til skrifstofunnar fyrir kl. 11.00 miöviku- dagiim 23. mars 1983. Askilinn er réttur til aö taka hvaöa tilboði sem er eða hafna þeim öllum. ABURÐARVERKSMIÐJA RIKISINS - Ef ni meðal annars: - TÖKUM GÖMLU sími SKÍÐIN UPP í 13072 SKÍÐA-LEIGAN - SKÍÐABÚÐIN VIÐ UMFERÐARMIÐSTÖÐINA Eftir tveggja ára reynslu af skíðaleigu bjóðum við nú einnig til sölu þau vörumerki sem hafa reynst best. Erbacher skíði (vestur-þýsk gæði). Hope bindingar (japönsktækni). Tecnica skór (ítölsk hönnun). Viltu prófa áður en þú kaupir? „Stærsta sam- fellda kynning á íslenskrí, tánlist sem haldin hef- ur veríð erlendis99 — Göran Bergeiftdal teklnn tali Fáir hafa á undanförnum árum beitt sér jafnötullega fyrir því að kynna íslenska konserttónlist í Svíþjóö og Göran Bergendal. Hann hefur skipu- lagt fjölda hljómleikaferöa íslenskra tónlistarmanna í Svíþjóö og aö auki kynnt íslenskar tónsmíöar I f jölmörg- um útvarpsþáttum. Nú vinnur hann aö þeirri mestu kynningarherferö á íslenskri tónlist sem taliö er aö hafi veriö gerö á er- lendri grund. Ætlunin er aö næstkom- andi sumar fari hópur íslensks tónlistarfólks til Svíþjóðar og haldi þar 40 tónleika víðs vegar um landiö. Gamall íslandsvinur Göran Bergendal var staddur hér- lendis nýlega viö undirbúning þessarar herferðar og notuöum viö tækifæriö og spjölluðum stuttlega við hann. Hann var fyrst beðinn um aö segja örlítil deili á sjálfum sér. „Eg er 45 ára aö aldri, tónlistarfræö- ingur aö mennt og starfa hjá opinberri stofnun sem sér um aö skipuleggja tón- leikahald í Svíþjóð. Að auki fæst ég viö aö skrifa um tónlist og einnig er ég með fasta tónlistarþætti í sænska útvarp- inu,” segir hann. „Svo má auðvitað kalla mig gamlan Islandsvin,” bætir hannviökíminn. — Spilar hann sjálfur? „Nei,” segir hann og hlær. „Eg kann ekki aö spila á neitt hljóöfæri, ég kann bara aö tala og skrif a um tónlist”. íslensk tónlist ekki betri ,en öðruvísi — Hvaö veldur þessum áhuga hans á íslenskri tónlist? „ Jú, þannig er mál meö vexti að áriö 1972 sat ég meðal annars í ritstjórn tónlistarblaös nokkurs. Viö ákváðum aö gera greinarflokka um tónlistarlíf á hinum Noröurlöndunum og þaö kom í minn hlut að fara til íslands. Eg vissi svo til ekkert um land og þjóö, en ég heillaðist,” segir Göran og kímir enn. ,,Ég eignaðist strax góöa vini hér, Þorkel Sigurbjömsson og Atla Heimi Sveinsson ásamt fleirum. Síðan hef ég haldiö sambandi viö land og þjóö og komið hingaö oft á undanfömum árum.” — Hvaðmeðtónlistina? „Islensk tónlist er í sjálfu sér ekkert betri en tónlist annarra landa, en hún er öðruvísi. Þaö sem heillar mig mest er hversu einlæg hún er. Sem dæmi um þaö get ég nefnt aö höfundar hér gera lítið aö því að reisa sjálfum sér tónlistarleg minnismerki meö því að semja mikil og löng verk, eins og títt er um tónskáld erlendis. Hér semja menn tónverk fyrir daginn í dag. Tónverk sem liggur við aö flutt séu samdægurs ogþau erusamin.” Tónlistin ber keim af sögu landsins — Eitthvaö fleira, sem vakti áhuga hans á íslenskri tónlist? „Já, hinn þjóðfélagslegi þáttur tón- listarinnar. 1 svona litlu samfélagi eins og hér verður tónlistin mun nær f ólkinu en annars staöar. Þar af leiðir aö hún nær til hlutfallslega stærri hóps. Ég held aö þessi nálægö staf i af þeim keim sem tónlistin ber af landinu og sögu þess. Um þetta hef ég skrifaö litla bók og í vetur hef ég veriö með röö útvarps- þátta í sænska útvarpinu, einmitt um tengsl íslenskrar tónlistar við þjóöfélagiö.” Auk þessara þátta um íslenska tónlist sér Göran vikulega um óska- lagaþátt í sænska útvarpinu. „Þessi þáttur er einungis fyrir nýja tónlist. Þangaö skrifar fólk og biður um aö fá aðheyra tónverk eftirStravinsky, Þor- kel Sigurbjömsson, svo aö einhverjir séu nefndir. Eg held bara aö þessi þáttur sé einsdæmi í sinni röð í heimin- um,” segir Göran, og er ekki laust við aö hann sé örlítið hreykinn á svip. „Ég hef séö um þennan þátt í fjöldamörg ár, enda er ég þeirrar skoöunar aö maöur eigi að gera lengi þaö sem maður tekur sér fyrir hendur en í smáum skömmtum svo aö maður fái ekki leiða á því,” bætir hann viö og kímir á ný. Er ekki að selja landið — Meginástæða fyrir dvöl hans hér nú? „Ég er hér aðallega til aö tmdirbúa kynningu á íslenskri tónlist í Svíþjóö næstkomandi sumar. Þá á ég bæði við tónlistarlegan undirbúning en einnig hef ég átt viöræöur viö fulltrúa menntamálaráðuneytisins um fjár- mögnun þessarar kynningar. Þar aö auki er ég aö viöa aö mér efni í út- varpsþætti og aö kanna möguleika á að sænskir tónlistarmenn komi hingaö til lands til tónleikahalds.” — Kynningarherferð? Það er ótrúloga mikil andleg fjarlægð milli Norðurlandanna á tónlistarsvið- inu. „Þama er um aö ræöa stóran hóp ís- lensks tónlistarfólks sem mun koma fram á 40 tónleikum víös vegar um Svíþjóö. Meöal þeirra, sem verða þama á ferðinni, má nefna Hamra- hlíðarkórinn, hluta af Islensku hljóm- sveitinni, Manuelu Wiesler flautuleik- ara og Þorkel Sigurbjömsson. Þetta veröur, aö ég held, stærsta samfellda kynning á íslenskri tónlist sem haldin hefur veriö erlendis. Ég er að vona að þetta geti orðið til þess aö ljúka upp augum fólks fyrir Islandi, þessu nágrannalandi sem Svíar vita því miöur allt of lítiö um. Eg er þó engan veginn aö reyna aö selja landið, heldur er ég aö reyna aö vekja áhuga fólks á Islandi meö því aö kynna fólki tónlist landsins.” Frelsuðust algerlega Stærstu tónleikar íslenska tónlistar- fólksins í ferðinni veröa á tónlistar- hátíö sem er haldin í bænum östersund í sambandi við vömsýninguna Expo Norr sem veröur þar í sumar. Á þess- ari tónlistarhátíð verður meðal annars flutt verk sem Þorkell Sigurbjömsson hefur tekið aö sér að semja fyrir hátíö- ina. „Þaö er geysilegur áhugi fyrir þess- ari komu íslenska tónlistarfólksins til östersunds og hann á rætur sínar aö rekja til þess aö ég tók með mér hingað til lands í haust tónlistarmenn frá östersund, og nú eru þeir algerlega frelsaðir,” segir Göran og skellihlær. „Annars er íslensk tónlist töluvert vel kynnt í Svíþjóö. Manuela Wiesler hefur til dæmis unniö stórkostlegt starf við kynningu á íslenskri tónlist. Þá má einnig nefna Þorkel Sigurbjörnsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.