Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Side 24
24 DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983. Fyrstu námskeiðin í Skákskóla Friðriks Olafssonar eru nú hafin og er aðsókn mun meiri en menn þorðu að vona. Kennt er alla virka daga vikunnar frá 17—22 og má heita fullskipað i alla hópa, svo aö færri komast að en vilja. Hin mikla aösókn bendir til þess að brýn þörf hafi verið á stofnun sliks skóla, enda hefur það staöið til lengi en ekkert orðið úr framkvæmdum fyrr en nú. Islendingar hafa því, þrátt fyrir mikinn skákáhuga, orðiö að láta sér lynda að sitja á sama bekk og aðrar vestrænar þjóðir, þar sem lítill gaumur hefur verið gefinn að skák- kennslu og -þjálfun. 1 löndum austan járntjalds gegnir öðru máli. Þar er unnið skipulega að skákkennslu og tryggt að þeir efnilegustu fái með- ferð við sitt hæfi. Skákskóli Friöriks Olafssonar er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi, en alls ekki fyrsta tilraunin til skák- kennslu á Islandi. Skák er viða kennd í skólum og fyrir nokkrum árum hleypti Skáksamband fslands svo- kölluöu „Skólaskákmóti” af stokk- unum þar sem sterkustu skákmenn hvers skóla á landinu leiöa saman hesta sína. Unglingastarf innan tafl- félaganna er einnig töluvert, en þó einkum hjá Taflfélagi Reykjavíkur sem hefur alið upp margan skák- meistarann. í mörg ár hefur TR staðið fyrir unglingaæfingum á laugardagseftirmiðdögum í húsa- kynnum sínum á Grensásvegi 44. Þá starfrækti félagiö sumarbúðir í nokkur ár, fyrst í Skálafelli 1975 og síðan í Skíðaskála Víkings í Sleggju- beinsdölum. Þá má nefna Skákskól- Um skúhþjúlfun og skúkkonnslu ann á Kirkjubæjarklaustri sem starfað hefur undanfarin sumur við góðan orðstír. Og svo mætti lengi telja. Hins vegar hefur ekki verið boöiö upp á kennslu fyrir „lengra komna” og fullorðna, fyrr en með tilkomu Skákskóla Friðriks og að því leyti kemur hann í stað þjálfaranna í austantjaldslöndunum. Raunar er allur samanburður viö þessi lönd erfiður vegna annars konar þjóðskipulags, en í skákmálum ættu fslendingar þó að taka þau sér til fyrirmyndar því að skákáhugi er þar á svipuðu stigi og hér á landi. Aftur á móti er sá reginmunur á að í þessum ríkjum er talin viðurkennd starfs- grein að vera skákmaður. Hér eru þeir stundum nefndir iöju- leysingjar..... Ungverjar hafa á aö skipa sterku skákliði með þá Portisch og Ribli í broddi fylkingar. Þar í landi er skák- listin tekin mjög föstum tökum enda áhugi meðal almennings geysimikill. Þeir leggja mikla áherslu á að þjálfa unga skákmenn upp á réttan hátt svo að þeir nái aö beisla sina hæfileika til fulls. Allir skákmenn í Ungverja- landi, sem hafa 2350 Eló-skákstig eða meira, eiga þess kost að þiggja laun hjá ríkinu hafi þeir áhuga á að leggja skáklistina fyrir sig. Nú er árangur af þessu aö koma i ljós því að Ung- verjar eru nú taldir næststerkasta skákþjóð heims, einungis á eftir Með tilkomu Skákskóla Friðriks Olafssonar eiga ungungar sem stundað hafa skák um nokkurt skeio kost á framhaldsmenntun. Myndin er frá unglinga- skólamóti. Sovétmönnum sem eru í sérflokki og hafa veriö öll þessi ár. Þar er skákþjálfun og -kennsla náttúrlega líka í sérflokki. Skák er skyldunámsgrein í mörgum skólum og þeir allra efnilegustu fá inngöngu í sérstaka skóla fyrir úrvals-nem- endur. Þar eru fremstir í flokki skólar sem tveir fyrrum heims- meistarar standa að, Botvinnik-skák- skólinn og Skákskóli Smyslovs. Stutt er síðan Smyslov setti á fót skák- skóla, en Botvinnik-skólinn hefur starfað lengur og útskrifað marga snjalla skákmenn. Karpov heims- meistari er þar á meðal, en auk hans má nefna Kasparov, Balashov, Jusu- pov og Dolmatov. Eg rakst á grein um Botvinnik- skákskólann í sovésku tímariti frá 1978 sem verður því skemmtilegri lesning sem lengra líður frá því hún var rituö. Þar er fjallaö sérstaklega um eftirlætisnemanda Botvinniks, óvenju bráðþroska 14 ára pilt. í greininni segir að piltur þessi hafi haft geysilegan áhuga á mannkyns- sögu í frumbernsku og m.a. 9 ára gamall lesiö spjaldanna á milli þykkan doðrant um Napóleon. Lýst er í greininni er Botvinnik tekur hann uh> að töflu, en varð að stoppa hann af, því að hann fór svo hratt yfir afbrigðin að Botvinnik gamli gat ekki fylgst með. Piltur þessi hafði unnið það einstæða afrek árið áður aö verða unglingameistari Sovétrík j- anna f yrir skákmenn 20 ára og yngri. Nafn hans er Garrí Kasparov og nú er hann annar sterkasti skákmaður heims og er á uppleið. Botvinnik' sjálfur spáði því fyrir mörgum árum Reykjavíkwrmeistar atitill - innhékk á einum impa Reykjavíkurmeistarar i sveitakeppni 1983. Talið frá vinstri: Sigurður Sverrisson, Valur Sigurðsson, Jón Baldursson og Sævar Þorbjörnsson. Eins og fram hefur komið í fréttum andi úrslitaleik um síöustu helgi á þá sigraöi sveit Sævars Þorbjörnsson- Hótel Loftleiðum. ar sveit Jóns Hjaltasonar í æsispenn- Fjórar sveitir kepptu til úrslita auk AÐALFUNDUR Iþróttafélagið Fylkir heldur aöalfund sinn í samkomusal Arbæjarskóla laugardaginn 26. febrúar nk.kl. 13.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Önnur mál ST JORNIN. LANDSBANEIISLANDS UTBOÐ Landsbanki Islands óskar eftir tilboðum í að byggja hús í Olafsvík. Húsið steypist upp á tilbúna botnplötu og skal því lokið að fullu jafnt innanhúss sem utan ásamt frágangi lóðar. Tilboðsgagna sé vitjað til skipulagsdeildar Landsbankans, Alfabakka 10, eða til útibús Landsbankans í Olafsvík, gegn skilatryggingu að upphæð kr. 7.000,00. Tilboð verða opnuö þriðjudaginn 15. mars 1983, kl. 11.00 f.h., á skrifstofu skipulagsdeildar bankans og jafnframt í útibúi Landsbankans í Ölafsvík. EVORA SNYRTIVÖRUR Reynimelur 24 107 Reykjavik S. 20573 Emm aö stækka við okkur — ráðum nýja söluráðgjafa. Evora, vestur-þýskar gæðavörur, eru seldar í vinsælum snyrtiboöum (heimakynningu). Konur sem hafa áhuga á sölumennsku og snyrtivörum, hafiö samband við okkur. Aldurslágmark 25 ára. Undirbúningsnámskeið haldin í Reykjavík. Evora umboðið Reynimelur 24 Reykjavík, sími 20573. þeirra ofangreindu, sveitir Egils Guð- johnsen og Olafs Lárussonar, og voru þær síðamefndu fljótt úr leik þrátt fyrir að þær hefðu báðar gott forskot í hálfleik við hinar sveitimar. Vegna yfirburðasigurs Jóns í undan- keppninni flutti hann með sér stig í úr- slitakeppnina. Voru það 8 impar við sveit Sævars en aöeins meira við hinar. 1 hálfleik hafði Sævar unnið þá upp og bætt við 10 impum. Hálfleiks- staðan því 54—44 fyrir Sævar. I seinni hálfleik vann Jón 13 impa á en hann þurfti 14 og sveit Sævars varð því Reykjavíkurmeistari á einum impa. Þegar svo litlu munar þá skiptir hver slagur máli og áreiðanlega höfðu allir spilarar Jóns mótið í hendi sér einhvem tímann í leiknum. Hér er spil frá úrslitaleiknum. Vestur gefur/ a-v á hættu Norouk * ÁD876 'í? G O AKD3 + 853 Vtsil H Austuh + G1092 * 53 V A2 V D9864 O 109872 O G65 + 62 + KD9 Súðvh + K4 K10753 O 4 + ÁG1074 I lokaða salnum sátu n-s Sigurður Sverrisson og Valur Sigurðsson en a-v Hjalti Elíasson og Hörður Arnþórs- son: Vestur Norður Austur Suður pass 1S pass 2H pass 3T pass 3G pass pass pass Eðlilegar sagnir og góður lokasamn- ingur. Valur fékk líka hámarksárang- ur — ellefu slagi og 460. A sýningartöflunni sátu hins vegar n- fQ Bridge Stefán Guðjohnsen s, Símon Símonarson og Jón Ásbjöms- son en a-v Sævar Þorbjömsson og Jón Baldursson. Nú fóru sagnir á annan veg: Vestur Norður Austur Suður pass 1L pass 1H pass 1S pass 2 H pass 3T pass 3G pass 4 S pass pass pass Sævar spilaði út laufakóng og áhorf- endur fylgdust spenntir með. Við fyrsta tillit virtist spilið standa og falla með hjartaíferðinni, en samgöngu- erfiðleikar vom hins vegar fyrir hendi. Það var Ijóst, að gæfi Símon laufa- kóng, þá var spiliö auðunnið. Prófið sjálf. Hann drap hins vegar á ásinn, spil- aði fjórum sinnum trompi og Jón var inni. Hann spilaöi nú tígli til baka, Simon drap, spilaði hjartagosa og svín- aði. Spilið er nú unnið þar eð Símon á innkomu á blindan til þess að taka hjartakóng sem er tiundi slagurinn. Hefði Jón hins vegar spilað laufi, þegar hann var inni á trompinu, þá getur Símon samt unniö spiliö. Sævar verður að gefa laufið og Símon fer heim á tígul og spilar hjartagosa og svínar. Jón spilar tígli og Símon tekur tvisvar tígul og spilar lauf i. Einn impi tapaður og mótið um leið. I sveit Sævars spiluöu auk hans Jón Baldursson, Sigurður Sverrisson og ValurSigurðsson. Allar sveitirnar í úrslitakeppninni vom frá Bridgefélagi Reykjavíkur. Lokastaðan í GÁB-barómeternum: 1. Gunnar-Kristján stig 194 2. Vilhjálmur-Sigurftur 165 3. Sævar-Gísli 129 4. Sigfús-Kristmann 105 5. Páll-Leifur 76 6. Þorvarftur-Sigurftur 69 7. Larsen-Grímur 67 8.-9. Einar-GisU 64 8.-9. Jónas-Kristján 64 10. Eygló-Valey 52

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.