Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Page 26
26 DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983. West Ham United er stofnað árið 1900 og var kosið inn í deildirnar árið 1919 og vann sig í fyrsta sinn upp í 1. deild árið 1923 en féll níu árum siðar í 2. deild þar sem liöið lék næstu tuttugu og sex árin að það vann sér sæti í 1. deild og hélt þar sæti í tuttugu ár að 2. deildin blasti við félaginu á nýjan leik. Segja má að velgengni féagsins hafi ekki byrjað fyrr en Ron Greenwood tók við stjórn félagsins árið 1957 og var hann fram- kvæmdastjóri í næstum 17 ár áöur en hann lét af störfum. West Ham hefur ekki gengið vel að komast í hóp allra efstu liöa í gegnum árin en hefur gengiö þeim mun betur í bikarkeppn- um og hafa þeir unnið enska bikarinn þrisvar sinnum, síðast árið 1980 eftir úrslitaieik við Arsenai en þá var liðið í 2. deild og þótti þetta mikill sigur fyrir félagið. í gegnum árin hefur West Ham haft marga af snjallari knattspyrnumönnum Englands i sin- um röðum og má þar nefna heims- meistarastjörnurnar Bobby Moore, Geoff Hurst og Martin Peters og aðra kappa eins og Biily Bonds, Frank Lampard og Trevor Brooking en þessir ieikmenn hafa leikiö með félaginu i meira en 15 ár. 9 Frank Lampard John Lyall iék sem ieikmaður með West Ham United og er þeim ferli iauk gerðist hann þjálfari hjá félaginu og síöan aðstoðar- framkvæmdastjóri en var gerð- ur að framkvæmdastjóra félags- ins árið 1974 svo hann hefur verið einna lengst allra framkvæmda- stjóra hjá félagi nú. Liðið hefur tvisvar orðið bikarmeistari undir hans stjórn og auk þess komist í úrslit deildarbikarkeppninnar. Hefur alltaf náð því besta út úr leikmönnum enda óhræddur við að kaupa leikmenn sem kannski eru orðnir nokkuð gamlir enda hafa þeir ávallt staðið sig vel með liðinu. Er einn af virtustu framkvæmdastjórum á Englandi og kom mjög til álita sem ein- valdur enska landsliösins ef Bobby Robsons hefði ekki tekið stöðuna. Gengi félagsins hefur verið nokkuð upp og ofan í vetur og má þar kannski mest kenna um miklum meiðslum h já liðinu. West Ham United hefur ávallt leik- ið mjög góðan sóknarleik og má því kalla það sóknarlið sem ekki er mikið um i ensku knattspyrnunni nema kannski nú allra síðustu ár. Leikkerfi West Ham er 4—3—3 og er dálítið sérstakt miðað við önnur lið að annar miðvörðurinn leikur miklu framar og tekur mikinn þátt í sóknarleik liðsins sem einnig er vel studdur af bakvörðum og miðju- mönnum en West Ham hefur verið frægt fyrir sína góðu miðvaliarspil- ara i gegnum árin. • John Lyall sést hér ræða við Paul Goddard. ____John Lyall Phil Parkes (England) — Markvöröur, hóf feril sinn hjá 3. deildarfélaginu Walsall en hafði ekki leikiö lengi með félaginu þegar Queen’s Park Rangers festi kaup á honum og var hann hjá því félagi næstu tíu árin en var þá seldur til West Ham fyrir 475.000 pund sem þá var metupphæð fyrir markvörð. Er talinn einn af bestu markvörðum Englands. Hefur leikið 558 deildarleiki fyrir Walsall, Queen’s Park Rangers og West Ham United. Ray Stewart (Skotland) — Hægri bakvörður, hóf feril sinn með Dundee United en hafði ekki leikið lengi með félaginu þegar West Ham festi kaup á honum fyrir háa upphæð eða 400.000 pund og voru margir hissa á framkvæmdastjóran- um að kaupa svo óreyndan mann fyrir þetta mikinn pening. En hann hefur sýnt það og sannað að það var síst of mikið verö enda einn allra besti leikmaður liðsins í dag. Hefur leikið 187 deddarleiki fyrir Dundee United og West Ham United. Frank Lampard (England) — Vinstri bakvörður, kemur úr unglingaliðinu og hefur nú veriö leik- maöur hjá félaginu í meira en 16 ár og er enn ekkert á því að hætta. Skoraði mark West Ham sem kom þeim í úrslit á Wembley áriö 1980. Hefur leikið 514 deildarleiki. Billy Bonds — Miðvörður, hóf feril sinn hjá Charlton Athletic en var fljótlega seldur til West Ham þar sem hann hefur nú leikið í meira en 16 ár og verið einn þeirra allra besti leikmað- ur. Er mjög marksækinn af miðverði af vera og hefur skoraö nálægt 50 deildarmörk með félaginu. Náði aldrei að leika landsleik fyrir England og fannst mörgum það skömm fyrir þaö hversu góður leik- maður hann er. Hefur leikið 654 deildarleiki fyrir Charlton Athletic og West Ham United. Alvin Martin (England) — Miðvörður, kemur úr unglingalið- inu og var fljótur að vinna sér sæti í aðalliði og er nú í dag talinn með betri miðvörðum á Englandi. Missti af heimsmeistarakeppninni á Spáni vegna meiðsla en er annars fastur maður í liði Englands. Hefur leikið 158 deildarleiki. Alan Devonshire (England) — Miðvallarspilari, kemur frá utandeildarfélagi og er nú í dag orð- inn heilinn á bak við spil West Ham eftir að Trevor Brooking meiddist og hefur auk þess unnið sér sæti í enska landsliðinu. Er frægur fyrir sínar ná- kvæmu sendingar á meðspiiara sína. Hefur leikið 234 deildarleiki. Francois van der Elst (Beigia) — Framherji, hóf feril sinn hjá belgíska félaginu Anderlecht og var einn aUra besti leikmaður þeirra þegar hann ákvað að fara til banda- ríska félagsins New York Cosmos en var keyptur tU West Ham Utd. á síð- asta keppnistímabiU. Var í Uði Belgíumannna í heimsmeistara- keppninniá Spáni. Hefur leikið 43 deildarleiki fyrir West Ham. • Alan Devonshlre 9 Alvin Martin — miðvörður enska landsliðsins. Lelkmeiui VVcsí Ham 9 Paul Allen Paul Goddard (England) — Miðframherji, hóf ferU sinn hjá Queen’s Park Rangers en hafði ekki leikið lengi með félaginu þegar West Ham bauð metupphæð í hann, 800.000 pund, og var því boöi tekið strax. Er með betri miðframherjum á Eng- landi en hefur ekki náö sér alveg á striknúí vetur. Hefur leikið 168 deildarleiki fyrir Queen’s Park Rangers og West Ham United. Sandy Clarke — Miðframherji, hóf ferU sinn hjá Airdrie í Skotlandi og varð fljótlega aöalmarkaskorari þeirra og voru því mörg ensk félög farin að renna hýru auga tU hans þegar West Ham festi kaup á honum óvænt fyrir 200.000 pund. Hefur leikið 23 deildarleiki fyrir West Ham United. Ekki vitað hve marga leiki hann lékfyrir Airdrie. Paul AUen — Miðvallarspilari, kemur úr ungUngaliöinu og ávann sér sæti í aðaUiöi skömmu fyrir úrslitaleikinn gegn Arsenal árið 1980 og varð þá yngsti leikmaður í úrslitaleik á Englandi aðeins 16 ára gamall. Er talinn framtíðarleikmaður West Ham. Hefur leikið 87 deddarleiki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.