Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Síða 3
DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983 3 „Ég sótti um íslenskan ríkis- borgararétt um mánaöamótin nóvember-desember í fyrra. Þá var mér sagt aö ég væri orðin of sein, en fyrst nafniö mitt er á listanum núna hlýtur þaö að hafa gengiö,” segir Kamnia Agnete Tetzschner frá Dan- mörku, en hún er fóstra og býr aö Furulundi 5 í Garöabæ. Viö hittum hana aö máli í Bæjarbóli, leikskóla Garðbæinga, þar sem hún vinnur. Og fyrst er spurt hvað langt sé síðanhúnfluttitil íslands? „Þaðeruaö veröa át ján ár, ég kom hingaö í maí 1965. Við vorum hjón, maðurinn minn var nýbúinn í skóla og fékk vinnu hér. Nú er hann fluttur út, ég skUdl í vetur og þaö hefur kannski rekið á eftir mér aö sækja um ríkisborgararétt. Maöur er orðinn nokkuð fastur hér, á tvö börn i skóla og hús. Þaö eina sem ég hef ekki getaö hér á Islandi er að kjósa. Þó fékk ég aö kjósa í síðustu bæjar- stjómarkosningum, lögunum var breytt fyrir útlendinga.” Fórstu strax aö vinna við komuna tillslands? ,,Nei, þaö geröi ég ekki, en mér finnst að þaö ættu útlendingar aö gera sem fyrst, til að læra málið. Þá er líka minni hætta á aö þeir verði einmana. Ég var nokkuð mikið ein fyrstu fjögur árin, en þaö lagast þegar maður eignast börn. Þetta breyttist líka þegar viö byggðum í Garðabæ og kynntumst fólkinu i húsunum í kring. Ég var lærö fóstra þegar ég kom og er því heppin aö geta notaö menntunmína.” Kom Island þér þá ekki einkenni- lega fyrir s jónir í fyrstu? „Jú, allt umhverfið, húsin og að hér skyldu engir skógar vera. Þaö var mjög skrýtið aö heyra tekið fram sérstaklega ef einhvers staðar voru tré eöa skógur, en nú finnst mér þaö alveg eðlilegt. Ég fékk aldrei nóg af þvi fyrsta áriö að skoöa hverina, mér fannst þeirsvo stórkostlegir. Þó aö allir segi að Danmörk sé svo flöt haföi ég aldrei séö jafhmikið sléttlendi og þegar ég stóö á Kamba- iffaður er orðinn svo rótgróinn hér99 - spjallað við Kömmu Níelsdóttur Tetzschner, sem æituð er frá Danmörhu Kamma hefur nú búið 6 íslandi f nær átján ár, lengst af í garðabæ, og talar mjög góða islensku. „Það horfðu margir á mig fyrst, þvi að þá var ekki algengt að fólk gengi i klossum daglegal" segir Kamma. DV-mynd: Bj. Bj. brún í fyrsta sinn. Slíðar feröaðist ég um sandana fyrir austan og þá varö mér ljóst hvað landiö er í rauninni stórt.” Helduröu að sé mikill munur á lífs- kjörum hér á landi og t.d. í Dan- mörku? „Já, hér vinna allir miklu meira, bæði konur og karlar, heldur en í Danmörku. Þaö er líka meira um aö böm og unglingar vinni, en þaö stafar nú líka af því hvaö sumarfriiö í skólunum er langt. Mér finnst þetta jákvætt, þaö skapast ekki bil milli vinnandi fólks og þeirra sem eruískóla. Svo býr fólk hér yfirleitt betur og gerir meiri kröfur til þess sem þaö hefu?Tkringum sig. Það er kannski vegna þess hvaö litið er hægt aö gera úti viö, miðað við Danmörku. Helduröu miklu sambandi viö ættingjana ytra? „Ég skrifaöi mikiö fyrstu árin, en svo hefur þaö nú minnkaö. Það breytist svo margt meö árunum, maöur er oröinn svo rótgróinn hér. Auðvitað er ósköp gott að koma í heimsókn, en ég held ég eigi ekki eftir aö flytja út aftur.” Við ræddum um þær nafnabreyt- ingar sem verða oft þegar fólk veröur íslenskir ríkísborgarar. Kamma segist ekki munu breyta sínu skímarnafni því aö það fellur alveg inn i beyginguna, „beygist eins og mamma og amma. Hins vegar breytist eftimafnið í Níelsdóttir. Eg held að það sé erfitt fyrir fólk aö taka upp alveg nýtt nafn, eins og áöur þurfti.” Kamma hefur starfað á leikskólanum i Garöabæ í tæplega fimm ár. Samt segist hún hafa starfað meö bömum í mörg ár þvi að hún var meö föndurkennslu heima viö í 7 ár. „Þaö var talsvert átak aö fara út á vinnumarkaðinn á nýjan leik, en ég fékk mjög góðan stuðning frá vinnufélögunum.” Og ekki var hjá því komist að minnast aðeins á veöriö. Kamma kvaðst nú vera orðin vön því eftir öll þessi ár, en auðvitað væri skammdegiö erfitt, eins og fyrir marga Islendinga. Þaö var svosem ekki undarlegt þó aö veðrið bærist í tal því aö úti var hvinandi rok og rigning. Blaðamaöur og ljósmyndari þökkuðu fyrir sig, spjallið og kaffið. Við óskum Kömmu hér með góðs gengisíframtíðinni. -PÁ * *BÍ IASÝNING * ★ AÐ SMIÐJUVEGI4 KÓPAVOGI Opið alla virka daga frá kl. 9—19 Opið laugardag frá kl. 10—18 Opið sunnudag frá kl. 13—18 FIAT PANDA FIAT 125 P Verð frá kr. I 117.000,- Verð frá kr. 100.000. gengi 08.03. '83. Komið og sjáið hinn stórkostlega EAGLE 4x4 og kynnið ykkur verðið. Skoðið þennan fjölhæfa lúxusbíl sem sameinar jeppann og ameríska fólksbilinn. Bíll sem alla dreymir um. Nú er tækifærið að kynna sér bílinn, hæfileika hans og útlit, verðið og greiðsluskil- málana. AÐUR 600, NU AÐEINS FRA KR. 440 ÞUS. n American Motors k 1 POL-MOT Framdrifinn - Ítalskur - Aflmikill -Traustur EGILL // VILHJÁLMSSON HF ! SYNINGARBILAR /7^yil//n Á STAÐNUM / VMVItJ Símar 77200-77202 / SIGURÐSSON HF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.