Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Side 6
6 DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983 Joseph Pilsudski marskálkur var einn af stórbrotnustu mönnum síns tíma. Alla ævi barðist hann fyrir endurreisn síns þrúgaða lands. Á árunum 1905 til 1914 breytti hann hinum duglausa pólska her í annan öflugri, sem gat sér gott orð. Honum stjórnaði hann í fyrri heimsstyrjöldinni. En mesta afrek hans var unnið eftir vopnahléið. Árið 1920 bjargaði hann Póllandi við innrás bolsévikka og ávann sér þakklæti allrar Vestur-Evrópu. Sex árum seinna gckk hann fram á svið stjórnmálanna og myndaði rikis- stjórn og beitti sér fyrir mark- vissri pólskri utanríkisstefnu til viðreisnar öryggi þjóðar sinnar sem sakir legu landsins hafði búið við stöðuga afskiptasemi voldugra nágranna í meira en tvær aldir. Pilsudski fæddist í Julova, skammt frá borginni Vilna, þann fimmta desember 1867. Hann var fjórða bam foreldra sinna og kominn af góðum ættum. Forfeðurhanshöfðu liðframaf lið gegnt mikilvægum embættum í þjónustu ríkisins. Faöir hans var örlyndur maöur, næstum ákaflyndur. Hann haföi komið upp mikilli verk- smiðju í Julova. Móðir Pilsudski var heilsulítil kona, heitur þjóöernissinni og tóku börn hennar það í arf. Þjóðernisvitundin vakin Joseph litli var gáfaöur, fjörugur drengur, sem undi sér best við aö reika úti í náttúrunni ásamt Broneslási bróö- ur sínum. Frá föður sínum tók hann í arf hugrekki og sást ekki ávallt fyrir. Frá móður sinni, sem hann unni heitt, fékk hann margt að vita um það hvem- ig ágengir nágrannar, Svíar, Austur- ríkismenn, Þjóðverjar og Rússar, höföu lagt undir sig stór landsvæði af Póllandi. Katrín mikla var erkióvinur- inn, eftir aö hún hafði lagt gósenlandið Ukraníu undir sig, stórhertogadæmið Lithaugaland og Kúrlandsfylki og þvi næst siúið sér að Póllandi og gert það sér undirgefið. Vínarfundurinn mikli hafði ályktað að bæta úr þessum yfir- gangi nágrannanna, en ekkert hafði verið aðhafst fyrr en í janúar 1861, að Pólverjar sjálfir gripu til vopna og gerðu uppreisn sem rússneskar her- sveitir börðu þó auðveldlega niður. Joseph var sjö ára þegar fjölskylda hans fluttist til borgarinnar Vilna. En hún brann nokkm síöar og einnig verk- smiöja föður hans í Julova og svo ung- ur sem hann var fékk hann sönnun fyrir svo mörgu sem móðir hans hafði sagt honum um vályndi veraldar. Pilsudski-ættin var sannkaþólsk, en samt urðu bömin að meðtaka trúar- lega fræöslu frá orþódoxum (grísk- kaþólskum) prestum, þar eð kennsla í skólum fór fram á rússnesku því að notkun pólskrar tungu var bönnuð á þessum tíma. Joseph og Broneslás léku sér að því aö skjóta sér undan rússnesku helgisiðunum og þögðu þeg- ar þeir áttu að syngja: „Einn zar, ein trú, ein tunga!” Þeir móðguðu kenn- ara sína meö þessu hvað eftir annað og fyrir bragðið voru þeim gefnar lágar einkunnir þó að báðir væm gæddir góð- umnámsgáfum. Lftillækkaðir Pólverjar Á þessum dögum var Muravieff landstjóri í Lithaugalandi. Hann var kallaður „böðullinn”, maður meinfýs- inn sem naut þess að lítillækka Pól- verja, gyöinga, og Letta, sem voru þama langfjölmennastir. Joseph reiddist svo mjög aöförum hans að tólf ára gamall skrifaði hann og dreifði meðal vina sinna, smáblaði, er hann gaf nafnið „Gulova dúfan”. Þar hét hann á alla unga Pólverja að frelsa föðurlandið undan rússnesku harð- stjóminni. Þessi skrif urðu svo vinsæl að bræðumir dirföust aö stofna leynif é- lag. Félagsmennirnir lásu og ræddu bannaöar bækur og blöö um sósíalisma sem smyglað hafði verið inn í landið. Er Joseph hafði aldur til hóf hann nám við háskólann í Kharkov í Ukraníu og las læknisfræöi. Þar hitti hann fyrir marga pólska stúdenta. Fæstir þeirra vom Joseph að skapi. Honum fannst þjóðemiskennd þeirra dauf og litlaus. Því hélt hann heim að ári og hélt námi áfram við skólann í Vilna. Þar vöktu þeir bræður Bronas- lás og hann, til lífs þjóðræknisfélagið sitt gamla. Vilna var ekki svo ýkja langt frá St. Pétursborg þar sem stúdentar voru fullir reiði gagnvart lögreglunni er var sífellt á hælunum á þeim. Þeir mynd- uðu félagsskap ofbeldismanna sem hafði það meðal annars á dagskrá að ráða Alexander HL keisara af dögum. Sprengjum var varpað að honum við minningarathöfn um fööur hans, Alexander II. sem myrtur hafði verið snemma árs 1887. Félag þeirra bræðra sem var í slagtogi meö félögunum í St. Pétursborg komst yfir ýmiss konar lyf, vopn og fé sem smyglaði hafði verið til Vilnu. En allt komst upp um síðir og sumir samsærismennirnir, þar á meöal bróðir Lenins, voru teknir af líf i. Broneslás var sendur í átta ára útlegð til Síberíu en Joseph hlaut þriggja ára dóm. Útlegð í Síberíu Asamt nokkrum öðrum félögum sínum hóf hann nú hina óralöngu ferð til Irkutsk þar sem þeim var varpað í fangelsi þangað til festi ís á Lenufljóti og hægt yrði að ferðast eftir henni á sleðum. Aðbúðin var svo hræðileg að þeir geröu uppreisn en voru lamdir svo harkalega af vörðunum að sumir féllu í öngvit. Þegar þeir komust til meðvit- undar, söknuðu þeir þriggja úr hópn- um. Þeir efndu þá til hungurverkfalls sem hafði nokkur áhrif, en kostaði Joseph og fleiri sex mánaða fangelsi til viðbótar fyrri dómi þegar þeir loks komust til Kirensk, sem er sjö hundruð mílur upp með fljótinu. Joseph var gerður að skrifara í sjúkrahúsi fang- elsisins sem veitti honum tækifæri til aö kynnast rússnesku bændunum og það sem var enn meira virðiiskrif- finnskuvaldinu sem hélt þeim niöri. Minning um illa meðferð hjá vörðun- um í Irkutsk svall í honum og ákvörðun hans um að losa Pólland undan rússn- eska okinu styrktist sí og æ. Vegna vin- áttu við gamlan pólskan útlaga, sem veriö hafði mikill uppreisnarmaður á sinni tíð, lærði hann mörg kænsku- brögð sem seinna komu honum aö haldi. Þá las hann og bækur um hern- aðarlist á meðan á f angavist hans stóð. Ofmikið talað ofHtið framkvæmt Unglingur hafði hann farið til Síberíu, fullmótaður, markviss maöur, kom hann til Vilnu að aflokinni afplán- un. Er hér var komið höfðu pólskir sósíalistar klofnað í tvær fylkingar. PPS (pólska Sósíalistaflokkinn) og Þjóðlega sósíalista. Pilsudski hallaöi sér að hinum fyrmefndu en knmst brátt að því sér til sárrar hryggðar að þeir töluðu of mikið en framkvæmdu of lít- ið. Foringjum sósíalistanna pólsku sem unnu á laun í London, fannst þessi ungi eldhugi sem æpti: „Rómantísk áform, miklar framkvæmdir,” væri allt of öfgasinnaður, en óbreyttir liðsmenn virtu Pilsudski og þess var skammt að bíða að hreyfingin lyti honum. i Visikúlafylki óttuðust Pólverjar Rússa, í Galizíu Austurríkismenn, í vestur-fylkjunum Þjóðverja. Mönnum hafði verið haldið svo lengi niðri af er- lendum herrum aö þeir voru hættir að þrá og vænta frelsis Póllandi til handa. En Pilsudski gafst ekki upp og lagði sig allan fram um að vekja þjóðemisvit- undPólverja. Að sameina sundraða þjóð Hann fyrirleit öryggi útlegðarinnar og starfaði innan síns heimalands. Hann kvæntist læknisekkju sem var heitur þjóðemissinni. Þau settust að í iðnaðarborginni Lodz þar sem Pils- udski og vinur hans Wojeiekowski gáfu út blað sem þeir kölluðu Verkamann- inn. Blaöinu smygluöu þeir í feröatösk- um til helstu fjölbýlisstaða landsins. Þaö komst upp í eitt hundrað þúsund eintök. Auk blaðaútgáfunnar, sem heimtaði ríflegan tíma, var Pilsudski á sífelldum feröalögum. Með því reyndi hann með fortölum að sameina hina sundmðu þjóð. Það varð ekki umflúið að hann leitaði útlegðar sjálfviljugur ööra hvora. Aldamótaáriö fundu Rúss- ar prentsmiðju hans og lögðu hald á hana. Þeir lokuðu hann inni í Varsjár- kastala en þaðan var vart undankomu auöið. Honum tókst þó að leika á Rúss- ana. Hann lét sem hann væri vitfirring- ur og var svo sannfærandi í þeim leik aö hann var fluttur á geðveikrahæli í St. Pétursborg og pólskur læknir hjálpaði honum aö flýja þaðan skömmusíðar. Flúið til London ogheimaftur Nú flúðu þau Pilsudski og kona hans til London. Þar leið hann af liðagigt og fékk snert af berklum. Þau sneru þá heim á leið og settust að með leynd í fjöllunum suöur af Kraká þar sem hann náöi heilsu á ný. Þegar rússnesk- japanska styrjöldin braust út, vöknuöu vonir hans um frelsi Póllands og þó aö hann stefndi lífi sínu í mikla hættu hélt hann inn á rússneskt umráðasvæði til þess að ávinna sér góða aöstoöarmenn. Þá hélt hann til Tókýó til þess að fá Japani til að fjármagna pólska upp- reisn, en fékk ekki áheym. Að lokum, þegar PPS var algjörlega f évana, slak- aði Pilsudski á kröfum sínum um al- gjöra uppreisn, en skipulagöi smærri árásir og ránsferðir. Kunnast er ránið á Beztaný-lestinni í september 1908, þar sem PPS-menn komust y fir þr játíu og þrjú þúsund ensk pund. Pilsduski var sannfærður um að þess yrði ekki langt að bíöa aö Rússar steyptu keisara sínum af stóli og því fór hann aö koma á fót pólskum her- sveitum á laun hér og þar. Hann sníkti vopn og skotfæri hjá vinveittum aðil- um víðs vegar um Evrópu. Pólverjar voru góöir hermenn og það var enginn skortur á nýliðum. Æfingamar voru strangar, aginn harður og lifað við mikla sjálfsafneitun og sparneytni, en fyrir mikið viljaþrek Pilsudski tókst honum aö mynda allöflugan her áður en fyrri heimsstyrjöldin skall á sum- ariðl914. Pólland hnetan í hnetubrjótnum Frekar en nokkra sinni áður var nú Pólland hnetan í hnetubrjótnum, rússneska mergðin í austri og Ung- verjar í suðri. Pilsudski hafði gert nokkrar vel heppnaðar árásir á Rússa og sneri sér eftir það til yfirherstjómar Austurríkismanna og bauö liðveislu sína, ef þeir og Þjóöverjar vildu viöur- kenna sjálfstæði Póllands. Svarið var hikandi, því að ef Pólland fengi frelsi, þá mundu Ungverjar fara á eftir. Til ársins 1916 var staða Póllands óráðin, þó að Pólverjar héldu áf ram að ber jast hraustlega öxulveldamegin. I desem- ber lýsti Wilson forseti yfir því að Pól- land væri sjálfstætt riki og vorið 1917, þegar stríðsgæfan tók að snúast við, samþykktu Þjóðverjar og Austurríkis- menn sjálfstæði Póllands. Ýmis merki bentu Pilsudski á að sjálfstæðiö væri meira í orði en á boröi og í júní, þegar hver pólskur hermaður varð að vinna eið að skipunum Vilhjálms II. keisara, þá sagði hann af sér forystunni og gekk á fund von Beseler er var landstjóri Þjóðverja í Varsjá. Við lok samtalsins, sem fram fór í Belvederhöll, fullviss- aði von Belser hann um aö honum yrði sýnd hin mesta sæmd af hálfu Þjóð- verja. Mælti þá Pilsudski: „Trúiryðar tign því aö greiparnar sem lykja um Pólland verði eitthvaö mýkri ef á hverjum fingri er hringur meö arnar- merki?” Thaldi hjá Þjóðverjum Pólski herinn var leystur upp og tutt- ugasta og annan júlí voru þeir Pils- udski og Sosnkowski yfirhershöfðingj- ar hnepptir í varðhald og síöan fluttir til Þýskalands. Næstu fimmtán mán- uði var Pilsudski haföur í einmenn- ingsklefa. Það bárust litlar fréttir af honum. Hann tók því sem að höndum bar með heimspekilegri ró, en skrifaði eitt og annað, meöal annars um orrustu pólsku hersveitanna og lýsing- ar á ástandinu í hinu langhrjáða föður- landi. Skyndilega í byrjun nóvember 1918 óöu sveitir byltingarmanna um götumar í Magdeborg þar sem Pils- udski var hafður í haldi. Pilsudski var fluttur til Berlínar í skyndi. Vilhjálmur keisari afsalaöi sér völdum níunda nóvember og þegar honum var ekið til jámbrautarstöðvarinnar sá hann keis- aravagninn næstum hulinn rauðum dulum. Morguninn eftir — daginn fyrir vopnahléiö — komst Pilsudski til Var- sjár og um leið og hann kom auga á þessa tígulegu borg á bökkum Vistúlu varð honum ljóst að allt sem hann hafði barist fyrir var nú loks að rætast. Allt starf hans hingað til varð að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.