Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983
9
láta ljós ekki loga aö óþörfu! Draum-
urinn um ódýra orku meö virkjun fall-
vatna landsins hefur nefnilega breyst
í martröð. Það var fariö of geyst og
tekin hættulega há erlend lán sem
leggjast nú á almenna raforkunotend-
ur með fullum þunga. Og augum var
lokaö fyrir þeirri grundvallarbreyt-
ingu sem ég drap á hér aö ofan og
leiddi til þess aö orkufrekur iönaöur
getur ekkert borgað fyrir rafmagn eins
og upplýst var á alþingi sl. vor.
Samt voru þá geröar samþykktir á
alþingi sem þýöa aö áfram verður
haldiö á þessari braut — veröi þær ekki
endurskoðaöar frá rótum. Á þessu
sviði virðist afar erfitt að skapa skiln-
ing á því hve sá raunveruleiki sem við
blasir er frábrugðinn þeim draumheimi
sem leiöandi stjórnmálamenn og sér-
fræöingar þeirra hrærast í. Það gefur
raunar tilefni til aö skoöa nánar hlut
sérfræðinga í rangri stefnumörkun
eins og vikiö verður aö síðar. Skýring-
ar á því aö draumsýn er tekin sem
veruleiki á þessum vettvangi, enda
þótt blákaldar staöreyndir blasi viö,
má vafalaust rekja til orsaka sem um
margt eru skyldar þeim sem áöur voru
nefndar. Það eru svo margir sem ekki
vilja heyra á það minnst aö endalaust
áframhald á hagvexti og velmegun er
ekki mögulegt. Stjórnmálaflokkamir
og talsmenn þeirra veröa því aö kepp-
ast um aö lýsa yfir stórhug sínum og
djörfum áformum í þessum efrium eigi
þeir aö eiga von um aö halda fylgi sínu
eöa auka það. Þannig hefur myndast
vítahringur: hin falska draumsýn
verður sífellt glæsilegri í gagnkvæm-
um samskiptum stjórnmálamannanna
og kjósenda — en veruleikinn sveipast
þoku.
Ég vona aö lesandi, sem náð hefur
hingaö, hafi gert sér ljóst aö þau úreltu
og vafasömu þjóöfélagslegu markmiö
sem minnst var á í upphafi tel ég m.a.
bundin fiskveiöi- og efnahagsstefnu,
sem leiðir til rányrkju og ofnýtingar,
og virkjana- og stóriöjustefnu, sem
leiðir til varasamrar skuldasöfnunar,
sem getur reynst efnahagslegu sjálf-
stæði þjóðarinnar hættuleg og farin er
aö bitna með þunga á almenningi. Og
er þá komiö aö því aö leita frekari
skýringa en þegar hafa veriö nefndar á
því hversu erfitt reynist aö hnika þess-
ari stefnu til og vekja til endurmats á
henni. Sú leit getur væntanlega skýrt
nokkuð hvaöa möguleikar kunna aö
vera á að þoka hér um en um þaö verð-
ursvo fjallað í lok síðari greinarinnar.
Hvers vegna reynist örðugt
að breyta viðhorfum og
stefnu?
Hér er ekki tækifæri til að benda á
nema fátt eitt af því sem ástæöa gæti
verið til aö skoða þegar leitast er við að
svara þessari spurningu. Ég hef þegar
vikiö aö hinum erfiöu aöstæöum sem
rikja á markaöstorgi stjómmálanna:
Rótgrónar hugmyndir um endalausan
vöxt framleiðslu og iífsþæginda móta
viðhorf og kröfur frá almenningi til
valdhafa um að engu verði fómað. Sé
þeim annt um völdin veröa þeir að
taka undir kröfurnar með því að
heimila áframhaldandi lántökur í
erlendum bönkum og rányrkju á fiski-
miðum. Þeir verða meira aö segja að
tryggja þeim allt of stóra flota sem
hana stundar „eðlilegan rekstrar-
gmndvöll”. Sem allra flestir kjósend-
ur veröa jafnan aö eiga von á nýjum
togara, verksmiðju eöa virkjun!
Þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir til
aö spyrna viö fótum af hálfu sumra
stjómmálamanna, leiðara- og greina-
höfunda í dagblöðum og ýmissa sem
láta í sér heyra um þjóömál á öörum
vettvangi sést lítill vottur um árangur.
Sú skoðun virðist útbreidd að það séu
nógir peningar til í þessu þjóöfé-
lagi”. Þeir eru bara ekki í réttum
höndum — þ.e.a.s. mínum! Og þaö
telja margir einhverjum stjómmála-
flokki að kenna — jafnvel öllum — eöa
þá „kerfinu”! A.m.k. er ljóst aö
áhugaleysi á starfi stjómmálaflokk-
anna og vantrú á þeim fer vaxandi.
T.d. sýna skoöanakannanir Dagblaös-
ins, Vísis og Helgarpóstsins undanfar-
in ár aö allt að helmingur aöspurðra
reynist aö jafnaði ófús aö taka afstöðu
með neinum stjórnmálaflokki en er fús
til aö fara um þá háðulegum orðum,
s.s. „ráða ekki viö neitt” eöa „þaö er
sami rassinn undir þeim öllum.” Og
síðasta hálfan annan áratug hafa þau
framboö sem hefur tekist aö kynna sig
sem einhvers konar uppreisn gegn
„kerfinu” eöa „gömlu flokkunum”
jafnan átt sigurinn vísan, allt frá I-
lista framboöinu í Reykjavík í alþing-
iskosningum 1967 til kvennaframboða í
síöustu sveitarstjómarkosningum.
Ályktanir af þessarí þróun læt ég bíða
þar til í lokin. Ég vil þó strax geta þess
aö ég held að framtíöin sé þeirra
stjómmálaflokka og hreyfinga sem
tekst aö rífa sig út úr þeim varasama
vítahring loforöa og loftkastalasmíði
sem ég vék að hér aö ofan og þora að
reifa málin án þess að segja hálfan
sannleikann. Flokka sem móta stefnu
sína án þess aö slíta það samhengi sem
nauðsynlegt er aö skoða málin í.
En jafnframt skal fúslega viður-
kennt aö það er ekki létt verk aö rjúfa
þennan vítahring. Á því eru m.a. sögu-
legar skýringar sem rekja má til þró-
unar atvinnulífs, tækni, vísinda og hug-
myndafræði fyrri alda. Ekki er ástæða
til aö rekja þaö aö neinu marki hér en
mig langar þó til að birta hér til skýr-
ingar stutta tilvitnun í erindi sem Þor-
steinn Helgason flutti á ráöstefnu um
aðstoð við þróunarlöndin á vegum
„Kirkjuritsins” í Skálholti i fyrra:
Á 19. öld fékk sú skoðun smám sam-
an mikið fylgi aö allt horfði nú til
betri vegar; aö allt sem hræröist
þróaöist stööugt upp á viö. Þróunar-
kenning Darwins skýröi þetta í dýra-
ríkinu. Báöar meginhugmynda-
stefnur 19. aldar, frjálshyggjan og
sósíalisminn, einkenndust af þessari
bjartsýni um þróun samfélaganna
þrátt fyrir ýmis hliðarspor, átök og
erfiðleika sem þær geröu ráð fyrir.
Þannig segir Karl Marx í formála
fyrir fyrstu útgáfu höfuðrits síns,
Fjármagnsins, þar sem England er
jafnan viömiöun hans: „Þaö land
sem er þróaðra í iðnaði sýnir því
minna þróaða aðeins mynd sinnar
eigin framtíöar. 4)
Hér er að mínu mati vikið aö einni
meginskýringu á því hve torvelt reyn-
ist aö endurskoða vaxtahugmyndir
fyrri tíma þótt nýr raunveruleiki blasi
viö. I báöum áhrifamestu hugmynda-
stefnum 19. og 20. aldar, frjálshyggju
og sósíalisma, hefur í rauninni veriö
lögö megináhersla á efnahagslega vel-
ferð tengda iðnvæðingu og tæknilegum
framförum. Lögmál hins frjálsa
markaðar eiga að tryggja hana sam-
kvæmt kenningum frjálshyggjunnar.
En samkvæmt kenningum Marx áttu
framleiðsluöflin í auövaldsþjóðfélag-
inu að þróast á þaö stig aö krafan um
breytta framleiösluhætti, sameignar-
skipulag, yrði að knýjandi nauösyn. I
ritum hans er hins vegar ekki aö finna
haldbærar kenningar um hvemig
tryggja megi þá lýöræöislegu þróun
sem á að enda með afnámi rikisvalds-
ins í sameignarskipulaginu eða útlist-
un á þeim lifsháttum sem gætu ein-
kennt þaö. Þeim lýsir Marx jafnan
meö almennum orðum eins og t.d. í lok
þriðja bindis „Auömagnsins”.
Frelsi á þessu sviöi getur ekki falist í
neinu öðru en því að maðurinn sem
félagsvera, hinir sameinuöu fram-
leiðendur, skipi samskiptum sínum
viö náttúruna skynsamlega og láti
þau hvíla á sameiginlegri stjórnun í
stað þess að láta hana st jórna séreins
og einhverju blindu afli; aö hann
leysi þetta verkefni þannig aö sem
minnstu afli sé eytt og við þau skil-
yrði sem henta best eöli mannsins og
sæma honum best. En þetta verður
alltaf innan marka nauðsynjarinnar.
Handan þeirra hefst þroski mann-
legs máttar sem er takmark í sjálfu
sér, hinn sanni heimur frelsisins sem
þó getur aðeins dafnað á grundvelli
nauðsynjarinnar. Grundvallarfor-
senda þess er stytting vinnudagsins.
5)
Frjálshyggjan gengur út frá þeirri
forsendu að viðbrögö mannsins og
hugsunarháttur séu fyrst og fremst
mótuö af efnahagslegum hagsmunum
hans og raunin varð sú þegar sósíalist-
ar gengu fram til baráttu undir merki
marxismans að efnahagslegir hags-
munir hinna undirokuöu stétta voru
settir á oddinn. Tilraunir til að skýra
þá mynd af nýrri tegund samfélags
manna og nýrri manngerö, sem Marx
einnig lýsti einungis með almennum
orðum, sátu á hakanum uns róttækir
hugsuðir á Vesturlöndum tóku upp
þráðinn um og eftir miðja þessa öld.
Samhliöa því nýja iðn- og hagvaxtar-
skeiöi sem hófst eftir heimsstyrjöldina
síðari í auðvaldsheiminum reis bylgja
þjóðfélagslegrar gagnrýni með heim-
spekilegu, félagsfræðilegu og sálfræði-
legu ívafi. Gagnrýnin beindist bæði að
þróun þeirra lífshátta sem fylgdi í kjöl-
far aukinnar sérhæfingar vinnuaflsins,
fjöldaframleiðslu og fjöldamenningar
og þróuninni í þeim ríkjum sem
kenndu sig viö sósíalisma í Austur
Evrópu. Rykið var hrist af áður glötuð-
um æskuritum Marx og samtíminn
m.a. skoðaður í ljósi skilgreininga
hans á firringu mannsins í þjóðfélagi
sem breytir vinnuaflinu og mannleg-
um samskiptum í markaðsvöru. Hjá
einum kunnasta hugsuöinum í þessum
hópi, Erich Fromm, er þessa bitru lýs-
ingu að finna á því sem gerðist hjá
þeim sem gengu fram undir merki
Marx:
Sósíaldemókratar á Vesturlöndum
og hinir hörðu andstæðingar þeirra,
kommúnistar innan og utan Sovét-
ríkjanna, breyttu sósíalismanum
þannig að hann takmarkaðist ein-
göngu við það efnahagslega með há-
marksneyslu og hámarkstækni aö
markmiði. Khruschev, sem mótaði
hugtakið „gullas”-kommúnismi,
lýsti kjarna málsins með sínum ein-
falda og glaðklakkalega hætti:
Markmið sósíalismans væri aö veita
allri þjóðinni þá neyslugleði sem
kapitalisminn gæfi aðeins minnihlut-
anum. Sósíalismi og kommúnismi
hvíldu á borgaralegum efnahyggju-
hugmyndum. Sumt í æskuritum
Marx (sem yfirleitt voru brenni-
merkt sem „ídealistiskt” rugl
„unga” Marx) var haft yfir líkt og
guðspjöllin á Vesturlöndum. 6)
Enda þótt ótölulegur skari gagn-
rýninna, róttækra og mannúðarsinn-
aðra hugsuða og höfunda á öllum
Vesturlöndum hafi tekiö undir slíka
gagnrýni og beitt henni af enn meiri
skerpu og ástríðu gegn markmiöum og
lífsháttum í neysluþjóðfélögunum í
auðvaldsheiminum sjást þess aðeins
ógreinileg spor í starfi stjórnmála-
flokka vinstri manna. Þess sjást skýr-
ari merki í stefnuyfirlýsingum þeirra
— en í verkunum. Enda er hér um að
ræða markmið sem ekki njóta enn
stuðnings f jöldans — eru borin fram af
tiltölulega þröngum hópi mennta-
manna, s.s. námsmanna-, umhverfis-
vemdar- og kvennabaráttuhópum.
Þeir hafa yfirleitt ekki náð verulegum
áhrifum á þjóðþingum, en nokkrum í
sveitastjórnum.
Ný stefnumið — gagnrýni.
á neysluþjóðfélagið
I seinni hluta greinarinnar veröur
'f jallað um þjóöfélagslega gagnrýni hér
á landi — og visst endurmat sem
greina má bæði í viðhorfum frjáls-
hyggjumanna og sósíalista. Hér verð-
ur að lokum birt samantekt Erich
Fromm í bók hans „To have or to be” á
því sem hann telur einkenna þjóöfé-
lagslega gagnrýni í seinni tíð. Þrátt
fyrir þá miklu breidd og þær ólíku hug-
myndafræðilegu forsendur og vissu
mótsetningar sem þama er um að
ræða telur hann eftirtaldar hugmyndir
og viðhorf vera sameiginleg hjá þeim
höfundum og hópum sem þama er um
að ræða:
— Framleiðslan þjóni raunverulegum
þörfum fólksins, ekki þörfum efna-
hagskerfisins.
— Nýja samskiptahætti manns og
náttúm þarf að móta á grundvelli
samvinnu en ekki rányrkju.
— Samstaöa verður að leysa sam-
keppni af hólmi.
— Markmið allra félagslegra aögeröa
verði að tryggja mannlega velferö
og koma í veg fy rir vesöld manna.
— Ekki sé keppt að hámarksneyslu
heldur heilbrigöri neyslu sem eykur
mannlega velferð.
— Einstaklingurinn veröi virkur þátt-
takandi í samfélaginu en ekki óvirk-
uráhorfandi.
Hér er vissulega um almenna lýs-
ingu að ræða sem fróðlegt væri að
reyna að gera ítarlegri og nákvæmari.
Það verður þó einungis gert með óbein-
um hætti í framhaldinu um leiö og ég
vík að umræðu sem einkennist af
skyldum viðhorfum hér á landi og reifa
eigin hugmyndir um nærtæk verkefni
okkar í lokin. En áöur en lengra er
haldið gæti verið gagnlegt að birta
stutta og kjarngóða lýsingu á því sem
verið er að rísa gegn. Hún er tekin úr
því riti um þjóðfélagsmál sem mesta
athygli og umræður hefur vakið í Dan-
mörku á seinni árum og var þýdd fljót-
lega á allar helstu tungur Noröur-
landaþjóða, þ.á m. íslensku. „Upp-
reisn frá miðju” nefnist það og kom út
í Danmörku árið 1978:
Efnahagslegar framfarir hafa ekki
jafnað muninn á ríkum og snauðum,
hvorki innanlands né á alþjóðlegum
vettvangi. Hin pólitíska þróun hefur
á pappírnum veitt öllum hlutdeild í
stjómuninni, en í reyndinni hefur
hún aukiö bilið milli almennings og
yfirvaldanna. Félagslegar framfarir
hafa veitt einstaklingunum meira ör-
yggi, en jafnframt slitið þá úr hinum
nánari félagslegum tengslum.
Framfarir í vísindum og tækni hafa
skapaö stærra vandamál en þær
hafa leyst — með vígbúnaðarkapp-
hlaupi, umhverfismengun og rán-
yrkju á náttúruauðlindum. Velferð-
arsamfélagið á við vaxandi sálrænar
þrengingar að stríöa, sem virðast
eiga ræturí samfélagsgerðinni.
I þessum orðum felst að mínum dómi
ágæt samantekt á mörgu af því sem
drepið var á hér á undan. Lokaorðin
má skoða með hliðsjón af því aö nú er
svo komið að nær helmingur sjúkra-
rúma á Bretlandi og í Bandaríkjunum
er notaður fyrir fólk sem á viö geðræn
vandkvæði að etja. Því er ekki að
undra að hugtakið „heilbrigt þjóðfé-
lag” hafi orðið þjóðfélagsgagnrýnend-
um seinni tima býsna hugleikiö.
JánUriendi-
verksmmjan að
Grundarti
íslenska jðmblendifélagið að
Grundartanga
JárnblendiverksmiAjan að Grundartanga ersú fyrsla sinnar
legundar. sem byggð er a fslandi Hún tók til starfa vorið 1979 og
Iramleiðir kisiljarn ur innfluttu hraefni og innlendri orku og selur
alla Iramleiöslu slna á ef lendum markaöi. en um notkun Innanlands
er vart að ræða
I verksmiöjunni eru tveir rafbræðafdKfnar. sem framleitt geta
50 000 lonn al kisiljárni á ári. er^áCnægit til tramleiðslu 10-12
milljóna tonna af stáli VinmidfTsþörf verksmiöjunnar er um 175
manns
Eigendur verj^fuð|unnar eru islenska rlklð. sem á meirlhluta
hlulaljárins. or^rtfrska tyrirtaBkiö Elkem-Spigervorket a/s
m
klpncka
jámblendifélagið lif.
1 Höfn
2 Hráefnageymsla
3 Færibandstregt (bak við nr
4 Þvottastöö (bak við nr 11)
5 Ofnhús
6 Kvarnarhús
7. Pokkunarhús
8 Járnblendigeymsla
9 Tengivirki
Spennistöö
f2) 11. Kælir
12. Siuhús
13 Kögglunarhús
14 Verkstæöi
15 Skrifstotur
16 Baöhús
17 Mötuneyti
Talsmenn stjórnmálaflokkanna verða að keppast um að lýsa stórhug
sínum og djörfum áformum eigi þeir að hafa von um fjöldafylgi.