Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Side 10
10 DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983 „Bitid aá útjasha hugíaMnu Ust99 - þú s u n dþjal as m iðuvinn ft* a r ÞórólfurBjörnssoní spjalli umaltmuligmennshu Hann er lærður leturgrafari og verðandi gullsmiður. Hann á skammt í atvinnuflugmannspróf- ið, er liðtækur arkitekt og húsa- smiður, hefur átt við innréttinga- smíði, pípulagnir, múrun og málun húsa. Einnig hefur hann unnið að bílasmíði, bOaviðgerðum og bUaréttingum. Auk þess flutt inn bUa og varahluti í þá. Þá smíðar hann alls konar hluti, stóra og smáa, og notar til þess öll hugsanleg efni. Ofan á allt þetta er hann mikill dellukarl, þar á meðal fyrir golfi, flugi, bUum, fjallaferö- um og útivist, ættfræði, söfnun gamalla minja og er þar fátt eitt talið. Loks blundar í honum list- málarinn, víst getur hann ort og harmóniku þenur hann óaðfinnan- lega. Og þessi maður á mikið eftir, því að aldur hans er aðeins þrjátíu og eitt ár. Ivar Þórólfur Björnsson heitir hann fullu nafni og er einn þessara manna sem stendur svo vel undir nafninu þús- undþjalasmiður. Handlagni hans er orðlögð og þeir sem til þekkja segja að það sé svo til sama hvar hann grípi niður, jafnan skili hann frá sér næsta fullkomnu verki. Hann sé ekki hið ein- asta vandvirkur, heldur einnig hug- myndaríkur og skapandi, enda fari hann sínar eigin leiöir í hverju verki sem hann taki sér fyrir hendur. Engin verk, engin iön sé honum óviðkomandi. Hann vilji prófa sig áfram í öllu sem yfirleitt sé hægt að vinna að. Þennan altmuligmann, Ivar Þórólf Björnsson, heimsóttum við fyrir skömmu. Það vár á verkstæði hans í ívar Þórólfur Björnsson við iðn sína, leturgröft, á verkstæði sinu i Efstasundi. Hann er annar tveggja íslendinga, sem lært hafa þá sér- stæðu iðn, og ásamt þvi að grúska í henni hefur hann komið við í fjöl- mörgum öðrum handverkum og leyft hæfileikum sínum að njóta sín þar. DV-myndir Einar Ólason. bílskúrunum að Efstasundi þrjátíu og sex. Raunar stendur heimili hans viö hliðina á nefndu verkstæði og því fáein skref aö fara til starfa á hverjum morgni. Hann var aö klára nettan silfurlykil fyrir firma úti í bæ, þegar okkur bar að garði. Hugur og hönd voru þar greinilega samtvinnuð og auðvelt var að sjá úr augunum áhug- ann sem verkinu f ylgdi. Þegar loks altmuligmaöurinn stóð upp frá verki, var boðið til heimilis, sest var í djúpa stofustóla og eftirfar- andi spjall okkar Ivars hófst. „Þetta skilur ekki eftir mikinn pening,” segir ívar þegar hann er spuröur út í þetta einstaka munstur sem líf hans hefur fylgt. Að stússast í einu og öllu, finna sér verk í hverju horni og heita með réttu þúsundþjala- smiður er nokkuö sem varla er algengt meðal þrítugra borgarbarna. Hvað fær maðurinn út úr þessu stússi? ,Áður en ég kem að því verð ég að undirstrika hversu mikill dellukarl ég er að eðlisfari. Eg þarf alltaf að vera með eitthvað nýtt í höndunum. Um leið og einu verki er lokiö er ég búinn að hugsa upp annað. Þannig maður er ég og sætti mig ágætlega viö það. Auðvitaö segja sumir þetta vera rót- leysi. Aðrir telja mig brenglaðan að því Ieyti að ég geti ekki látið mér nægja það sem ég á, þurf i alltaf að vera leita lengra, jafnvel langt yfir skammt. Mín skoðun er hinsvegar sú að maöurinn verði alltaf aö reyna aö bæta sig, hvað þekkingu.reynsluog verksvit snerti. Því þurfi hann ávallt að vera síleitandi, síreynandi aö finna nýja hluti og auka þannig vitneskju sína. Og það gerir hann ekki án þess að prófa hlutina. Ef það er ekki gert kemur til stöðnunar, og stöðnun er það versta sem hendir hvem mann. I hverjum hlut finnst nýr sannleikur og nýir möguleikar. Og hver hlutur fullvissar mann um að hvernig sem reynt er, þá er alltaf hægt aö gera betur. Það er sama hvar reynt er og hvaðhluturinn heitir; bíll, hús eða einfaldlega trjágrein. Þaö eitt að fást við hvem þessara hluta kennir og byggir upp ómetanlega reynslu sem svo jafnvel nýtist þegar farið er aö fást við enn aöra hluti. Þetta allsherjarstúss mitt um ævina hefur sína annmarka engu síöur en kostina. Með því að dreifa huganum ætíð í nýjar áttir, festist hugurinn aldrei nægjanlega við eitt afmarkaö efni og því næst ekki eins góður árang- ur í því og vera skyldi. Hvaö mér við- kemur — og ég er rétt þrítugur — þá tel ég mig hafa efni á að prófa mig áfram í eins og tíu ár í viðbót. Meö tímanum kemur að því að ég vel úr og einbeiti mér aö einu því sem ég hef átt við um ævina. Og þá fyrst er hægt aö fara að gera sér vonir um einhvern árangur í því tiltekna viðfangsefni. ’ ’ — Hvað fær menn til að ana svona úr einu í annað... af hverju ekki að starfa í sínum vinnustaö alia ævi og eiga sér gotthobbí ífríum? „Það er þráin eftir meiri vitneskju sem ýtir mér út í þennan, ja. . . hvað skalsegja... rótleysislifnaö. Og sú þrá er mannleg og hlýtur að vera það. Hún blundar í hverjum manni, kannski óvenjusterkt hjá mér. Þetta er eins- konar útvikkun á mannlegri forvitni, sem hrindir mér áfram.” — Sem sagt; spurning um nýjunga- gimi? „Einmitt, þetta er spurning um full- vissuna fyrir því að alltaf sé til eitt- hvaö nýtt og framandi og jafnframt að vera þess meðvitaður að eitthvað af því geti hentaö mannisjálfum.” — Sem altmuligmaöur hefurðu komið víða við og það virðist einhvem veginn vera sama hvað þú tekur þér fyrir hendur aö nánast alstaðar tekst þér vel upp. Hverskonar handlagni er þetta? „Einhverskonar hæfileiki hlýtur þaö að vera, en fyrst og fremst þor og vilji.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.