Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 16
16
DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983
Bækur og bókasöfnun XVIII
Musterl menntagyðjunnar
I síðustu grein var þegar getið
nokkurra rita, er gefin voru út á veg-
um Landsuppfræðingarfélagsins í
umsjá Magnúsar Stephensen og
prentuð í Leirárgörðum. Urðu sem
vænta mátti fyrir valinu ýmis af
þeim kunnustu og eftirsóknarverð-
ustu. Hinsvegar er talið, að alls hafi
komiö frá prentsmiðjunni um 100
bækur og bæklingar, en auk þess all-
nokkurt smáprent annað. Um þetta
liggja hinsvegar ekki fyrir öruggar
upplýsingar hér af fyrrgreindum
ástæöum.
Heimsókn til dóttur
menntagyðjunnar
I prentlistarsögu Klemensar
Jónssonar er greint frá prentaðri
„athugasemd fyrir óviökomandi
gesti”, er hangið hafi á inngangs-
hurö prentsmiðjunnar. Var það ljóð í
fjórum erindum og hið fyrsta
þannig:
Jómfrúerhérinni,
ein af menntagyðju
dætrumdæileg.
Súeroftaðsinni
sígleðjandi iðju
ljóssaðleiðaá veg.
Samkvæmt síðasta erindinu var
að sjá sem greiða skyldi fyrir aðgang
til skoðunar á prentsmiðjunni, en
ekki er talið líklegt, að mikið hafi
komið inn á þann hátt. Hljóðar erindi
þetta svo:
Vinframandi.
Leyfisgjald fyrstláttu
lystugt klingja mannlyndis
aðháttum.
Húsráðendum sóma sýna áttu,
s vo allt skoða. Á engu taka máttu.
Undir ljóöi þessu voru letraðir
stafimir M. St., en ekki töldu menn,
að það hefði verið nauösynlegt, á
höfundi villtist enginn.
Fágætar
æviminningar
Horfið veröur nú að nýju að geta
nokkurra annarra Leirárgaröarita,
en þó fyrst og fremst efnisflokka, þar
sem annars er ekki kostur í þessu
stutta yfirliti. I fyrri hluta bókar Þor-
steins Jósepssonar „Gamlar bækur
og bókamenn”, Rvík 1963, eru tvær
greinar, „Æviminningar til loka 18.
aldar” og „Ævi- og útfararminning-
ará nítjánduöld”. Þamakomafram
samtals 11 bækur og bæklingar um
þessi efni f rá Leirárgörðum og er lík-
legt að ekki hafi þær verið miklu
fleiri. Er hér fyrst og fremst um að
ræöa stuttar minningar, en þó eru
nokkrar, er teljast mega ævisögur
s s
Æfisaga Hannesar Finnssonar,
biskups, 1797, og Æfisaga Bjarna
Pálssonar, landlæknis, 1800. Var sú
fyrrnefnda endurprentuð í ritfiokkn-
um „Merkir Islendingar”, VI., Rvík
1957, en hin síðari gefin út með for-
mála eftir Sigurð Guðmundsson,
skólameistara, Akureyri 1944. Eng-
inn vafi er á, að ævi- og útfararminn-
ingar eru meðal þess fágætasta, sem
prentað hefur verið hér á landi, ekki;
sízt þær elztu. Voru þær yfirieitt
gefnar út í mjög litlu upplagi fyrir
nánustu ættingja og vinL
Fyrstu eftirmælin
1 fyrmefndu riti Þ.J. kemur fram
að fyrsta æviminning Islendings hafi
verið rituö um Guðbrand Þorláksson
biskup af Arngrími Jónssyni lærða,
og útgefin á latínu í Hamborg 1630.
Þá nefnir hann tvær útfararminning-
ar um íslenzka menn prentaðar í Sví-
þjóð á 17. öld, báðar ritaðar á
sænsku. Hinsvegar er fyrsta ævi-
minning prentuð hér á landi talin
vera sú, sem til er í Landsbókasafni
um Gísla Þorláksson biskup, Hólum
1685. Þ. J. telur þetta eintak ekki vera
heilt og aö sér sé ekki kunnugt um
heilt eintak í eigu annarra. Fleiri
æviminningar en hér hafa verið tald-
ar munu ekki hafa verið prentaðar
fyrr en aldamótaárið 1700, en síðan
fer þeim brátt f jölgandi.
Dómsmál
Sem vænta mátti voru ýmis rit um
lögfræöileg efni gefin út á vegum
Magnúsar Stephensen í Leirárgörð-
um og síðar. Þannig voru svonefnd
Acta yfirréttarins á Islandi, úrskurð-
ir æösta innlenda dómstólsins, prent-
uð þar fyrir árin 1749—1796, alls í 8
heftum á árunum 1797—1804. Eru
þessi hefti talin sérlega fágæt, og
nægir að geta, að Þorsteinn Þor-
steinsson sýslumaður átti aöeins tvö
þeirra. Hinsvegar stóð hann fyrir
ljósprentaðri útgáfu þesesara rita,
Rvík 1947.
Söguleg ákvörðun
Þá má telja svonefnt Tilskipana-
safn, sem MiSt. var útgefandi að, en
einnig nefnt „Gerðir landsyfirréttar-
ins”. Voru upphafleg tildrög þess
þau, að haustið 1799 var Magnús
Stephensen kvaddur til Danmerkur,
ásamt tveim öðrum embættismönn-
um til þess að vera stjórninni til
ráðuneytis um ýms landsmál þ.á m.
dómsmál. Komu þau að mestu í hlut
M.St., en tillögur nefndar, sem skip-
uð var, urðu þær um dómgæzluna, að
Alþingi skyldi lagt niður, en í stað
þess stofnaður landsyfirréttur, er
hefði aðsetur í Reykjavík. Var fallizt
á þessar tillögur með konungsúr-
skurði dags. 6. júní 1800, og komu
þær fljótlega til framkvæmda. Var
Alþingi háð í síöasta sinn í Reykja-
vík þetta sama sumar, jafnframt því
sem landsyfirrétturinn hóf störf h.
10. ágústl801.
Afnám Alþingis
Ekki eru tök á að gera þessum
málum frekari skil hér, en mörgum
mun hafa sárnað, er bundinn var
endi á samfeilda 870 ára sögu Alþing-
is og hugsað miöur hlýlega til þeirra,
er að því stóðu, fyrst og fremst
Magnúsar Stephensen, enda óspart
haldið á lofti af óvildarmönnum
hans. Flestir munu hinsvegar hafa
gert sér ljóst, að Alþingi í þeirri
mynd, er það hafði verið um langa
hríð, átti lítið skylt við hið foma Al-
þingi, tákn frelsis þjóðarinnar, er
nú fór harla lítið fyrir. Niðurlæging
hennar og eymd var slík um þessar
mundir, að frekar mátti hæðast aö
Alþingi en virða, og var þá illa kom-
ið. Fyrrnefndar ráðstafanir kunna
einnig að hafa stuðlaö að þeirri'
auknu freisisbaráttu, er nú fór brátt í
hönd, og náði fyrsta áfanga meö
endurreisn Alþingis árið 1845.
Konunglegar
tilskipanir
látnar nægja
Tilskipanasafnið, sem raunar var
nafnlaust rit, og segja má, að hafi
verið að nokkru leyti framhald af Al-
þingisbókunum, birti ýmsar konung-
legar tilskipanir og auglýsingar, er
yfirvöldin töldu rétt að láta koma
fyrir almenningssjónir. Komu ails út
á árunum 1806—1809 fimm rit, merkt
nr. 1—5, með samfelldu blaösíðutali,
1—52. Eru rit þessi nú geysifágæt og
það svo mjög, að þau munu óvíða til í
heilu lagi. Má geta að, í bók Bjöms
Þórðarsonar, Landsyfirdómurinn
1800-1919 (Sögurit XXII) Rvík
Böðvar Kvaran
skrif ar um bækur
og bókasöl nun
1947, bls. 80, vitnar hann í dr. Jón
Þorkelsson, er taldi árið 1922, aö ekki
væri til hér í landinu annað heilt ein-
tak af ritinu en það, sem þá var
geymt í Þjóöskjaiasafninu. Var það
eintak komið frá Bjama amtmanni
Thorsteinsson. Hinsvegar kom út
annar flokkur þessara rita í sex heft-
um, í Leirárgörðum 1801—1802 og
1810, en síöan í Viðey 1820, 1828 og
1830, einnig með samfeiidu blaðsíðu-
tali, 1-268.
Áhugaverð afbrigði
Áöur hefir verið getið Minnis-
verðra tíðinda, Leirárgörðuml796—
1808, er út komu í þrem bindum. Kom
2. bindið út í tveim pörtum á árunum
1799 og 1806. Hinsvegar hefur upp-
haflega verið áformað, að rit
Magnúsar Stephensen, Eftirmæli
átjándu aidar, Leirárgörðum 1806,
kæmi út sem beint framhald þess,
enda blaösíðutal í samræmi við það
að mestu, 475—834, til samanburðar
við bls. tal2. bindis 1—476. Frá þessu
var fallið, útbúið sérstakt titilblað á
„Eftirmælin” og ritaður formáli,
„Til iesarans”, en síöustu bls. 475—
76, breytt nokkuð frá hinu upphaf-
lega. Þannig þekkja bókamenn bæði
ritin fyrst og fremst, enda ólíklegt,
að útgefendur hafi sent þau frá sér á
annan veg.
Því er þessa getið, aö í Árbók
Landsbókasafns Islands 1968
Rvík 1969, bls. 138—141, gerir Olafur
Pálmason ítarlega grein fyrir upp-
haflegri prentun 2. bindis Minnis-
verðra tíðinda, þar sem „ Eftirmæl-
in” hefjast á bis. 476, en 475. bls.
„Tíðindanna” lýkur með setn-
ingunni: ,,Átjándu aldarinnarEptir-
mæli, skulu nú enda mín Tíðindi”.
Komu upplýsingar þessar fram við
könnun á eintaki í bókasafni Seðia-
banka Islands, en jafnframt var Ó.P.
kunnugt um annað samskonar í Kon-
ungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn.
Verður ekki fjölyrt nánar um þetta,
en vísað til umræddrar greinar O.P.
Ýmsir telja að „Eftirmælin” séu
bezta og merkasta verk Magnúsar
Stephensen. Er þar að finna mikinn
fróðleik um margvíslegt efni, innlent
og erlent, enda reynt að draga sam-
an hið helzta og þannig skapa yfirsýn
yfir 18. öldina og meta gildi hennar í
ljósi árferðis og atvinnuhátta, en
einnig annarra umtaisverðra
atburða.
Samtímis þeirri útgáfu, sem þeg-
ar hefur verið nefnd, kom út önnur í
16 blaða broti með sérstöku bls. taii,
XXXRI, 656 bls., oft nefnd „kubbur-
inn”, en einnig þýddi og endursamdi
höfundur ritið á dönsku auk þess sem
hann jók það verulega. Kom sú gerö
þess út í Kaupmannahöfn 1808 undir
heitinu Island i det attende Aar-
hundrede.
Matreiðslubókin
Ymis athyglisverð Leirárgarðarit
mætti enn nefna, en brátt verður þó
staðar numið, þar sem tími er kom-
inn til að haida áf ram f erðinni á f und
nýrra prentstaða. Ekki verður þó hjá
því komist að nefna matreiöslubók
M. St., er nefndist Einfaldt mat-
reiðsiu vasa-qver, fyrir heldri
manna húss-freyjur. Utgefið af frú
Assessorinu Mörtu Maríu Step-
hensen, Leirárg. 1800. Hér var hins-
vegar um bók að ræða, sem
Magnús hafði lagt allt efni til, en
sjálfur hafði hann aflað þess frá
danskri konu, frú Adeler Fjeldsted.
Greinir hann ítarlega frá tildrögum
bókarinnar, og hvernig að útgáfunni
var staðið í ævisögubroti sínu, sem
áður hefur verið vitnað til: „Henni
(frú Fjeldsted) ber með réttu sú
sanna þakkarverða viðurkenning, að
allt, hvað finnst í matreiðslu-vasa-
kveri, útkomnu á prent á íslenzku ár-
ið 1800,undir sál. frúar assessorinnu
Mörthu Stephensens nafni er
eiginlega hennar fyrirsögn að þakka,
hverrar M. St. innilega beiddist um
aiit, sem hér á landi mætti verða veg-
leiðsla, bæði heldri konum og hyggn-
um í almúgastétt, hvað hann eftir
henni smám saman um veturinn
uppskrifaði á dönsku, sneri því
síðan á íslenzku og setti í það form,
sem þaö meö sér ber, og fékk seinna
meir þessa góðu mágkonu sína til á
titilblaðinu að láta heita sitt verk,
svo sem hennar búsýslunum betur
hæfandi en hans, og reit sjálfur for-
málann undir bróður síns nafni”.
Sýnir þetta framtak Magnúsar Step-
hensen, aö áhugaefni hans náðu víða,
Böðvar Kvaran.
vffm/fó V/flwcí/ri
f//Z /í)/ / /4/^V
f/œr ^/////4 /ct '// >/>///^
/ )f) / / i
( óa//S/ca / Ú//c/óí
Hægra megin er mynd af titilsíðu Eptirmæla átjóndu aldar, Leirárgörð-
um við Leirá, 1806. Hér að ofan er tileinkun eintaksins frá höfundinum
til Boga Benediktssonar yngra, bónda á Staðarfelli, á latínu að lærðra
manna sið. í (slenzkri þýðingu: „Sínum lærða vini Boga Benedikts-
syni, hvers lika í trúmennsku þessi lævfsa öld hefur örfáa alið, gefur
og tileinkar þennan Conspectus Memorabilium Islandicorum seculo
XVIII höfundur M. Stephensen, Dr.
é»tírm«li
2fíjáni>u
<?ptír 2Utf*8 í)íngatt)Ui*D,
ffó
s Íoítutitti
3 § l a n í) í»
3 pífiarar nafui framöarpttt)
ðJíagnúfí ©tepfjenfen,
áí. -í>. oirfiltgu Diifiíferflbt og Oufíitíario ffcim foiu
tíngl. Í6ienbf?a Í.flnb8.'ýfit:t:etti; titfiónav > manni
cné funúngl. Í6(enbfía 2.anb8<uppfr«bíngav $jti
íagc, fO?cMi:niþcirra foimngf-norfíu Vffinba
og teienbfía JLÆrbótna (ifla Sjelaga, og C0V'
rcfponðcranöi 9Jícöfiini cnó fcanbina.*
oilífl fi.iteratur SjMaga.
Soffa afmcnnf t' blórri Fapu 6« fíilí».
2.eítárg0cöum vib íeitá, 1806.
'^rcníuD/ á görlag Sslanbe opinbem Vífinbgr
Qtiptunar,
of ®pffrptffar« <&. 3, t>aafjotb.