Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Side 20
20
DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983
Sérstæð sakamál
Sérstæð sakamál
Sérstæð sakamál
15 milljóna franka
virði
Hubert Augier de Moussac er 48 ára
gamall. I æöum hans rennur eins
sterkt konungsblóö og til er. Kona
hans, barónessan Stefhanía von Kories
zu Gotsen, er meöal fínustu frúa sam-
kvæmislífsins. Hún er 47 ára gömul en
ber aldurinn mjög vel.
Svo er þaö „konungurinn af Ycatan”
sem er mexíkanskur stórjaröeigandi,
Hugo Salinas Y Rochas aö nafni 75 ára
gamall. Yucatan liggur noröur af
Guatemala og er nes sem skagar fram
frá suöri í Mexíkóflóann. Hann feröast
í einkajárnbrautarlest þegar hann lít-
ur eftir jarðeignum sínum, er þaö 12
tíma ferðalag.
Drottningin af Yucatan, frú Salinas
y Rochas er 49 ára að aldri, en lítur
ekki síöur unglega út en barónessa
Stefhanía. Frú Salinas y Rochas safn-
ar skartgripum eins og barónessan, en
slær henni þó viö, því í hennar eigu er
demantur sem er 44 karöt greyptur í
hring. Skartiö er 15 millj. franka virði,
en viröist þó vera of lágt metið. Þaö
eru aðeins til tveir demantar í heimin-
um, sem komast næst hennar hvað feg-
urð og gæöi snertir. Annar er í eigu
amerískrar Ford-fjölskyldu, hinn í
eigu háttsetts arabahöfðingja í Qatar.
Óheiiiadagur
Auk demantshringsins á frú Salinas
y Rochas gimsteinahálsmen, þar sem
6,8 karata gimsteinn hangir milli
brjósta hennar er hún ber þaö. Þessu
gimsteinahálsmeni tUheyra eyma-
lokkar sem em 30 millj. franka viröi,
einnig of lágt metnir. Ætla mætti aö
maður hennar tryggöi þessa skartgripi
hátt, en svo er ekki. Konungurinn af
Yucatan er sinn eigin vátryggjandi
þar sem eignir hans eru slíkar aö kosta
mundi offjár aö tryggja þær allar.
Ogæfa dundi yfir bæði hjónin á Hótel
Ritz meö 9 mánaða millibili. Oheilla-
dagur Salinas y Rochas-hjónanna var
7. október 1981 en barónshjónanna 23.
júlí 1982.
Frú Salinas var vön aö fara til París-
ar ár hvert í hressingarferð sem var í
því fólgin að kaupa ný föt og skemmta
sér. Hennar biöu á hverju hausti kvöld-
boð, móttökur, veislur og síðdeigssam-
kvæmi. Flest þessara tækifæra kröfö-
ust glæsilegs samkvæmisklæönaðar og
skartgripa fyrir a.m.k. 50 millj.
franka.
Á þessum heilsubótaferöalögum var
frú y Rochas vön að gista á Hótel Ritz,
í svítu nokkurri fyrir 8.040.00 íslenskra
króna á sólarhring, morgunveröur
ekkiinnifalinn!
Ránið á hótelinu
Hinn áðumefnda miövikudag, 7.
október 1981, var hringt dyrabjöllu
svítu frúarinnar. Þegar hún opnaöi
dymar fékk hún taugaáfall. Fyrir utan
stóöu tveir vopnaðir menn meö klúta
fyrir andlitunum. — „þetta er rán —
veitið engan mótþróa, þaö yrði verst
fyrir yöur sjálfa.”
Frú Rochas tók þá afstööu aö hlýöa
þeim og mæta örlögum sínum. Grímu-
Shartgripa-
ránið á
Hétel Hitz
Eitt mesta skartgriparán sem um getur í frönskum sakamálurn var
framid í svítunni á Hótel Ritz í París fyrir um þaö bil einu og hálfu ári.
Meðal annars var demanti nokkrum stolið sem er svo verömœtur að
einungis tveir aðrir í veröldinni komast í hálfkvisti við hann.
Tvenn hjón koma hér við sögu sem hvortveggju eru margmilljónerar
og er notkun verðmœtra skartgripa í þeirra augum eitt það mikilvaeg-
asta í samkvœmislífinu. Þegar menn vita ekki aura sinna tal getur
reynst erfitt að tryggja þá og hjá umrœddum hjónum var ekki reynt að
hafa fyrir slíkum smámunum. Því er ekki hlaupið í tryggingarfé ef
eignatjón verður, en peningar eru margs máttugir.
Að vera meðal efnuðustu hjóna í heiminum nœgir sumurn ekkiþegar
ágirndin nœr yfirhöndinni.
-y-
,
piém
Stórjarðareigandinn Hugo Salinas Y Rochas, kallaður „kóngurinn i Yacatan;
in margfaldir milljónamæringar.
og eiginkona hans, Salinas y Rochas, eru eins og barónshjón
klæddu mennirnir handjárnuöu hana
og bundu fyrir munn hennar svo ekki
gæti heyrst frá henni hið minnsta
hljóö. Maður hennar, Don Hugo, var
genginn til náöa í ööru herbergi í svít-
unni og varö ekki var við neitt. Þaö var
ekki fyrr en árla næsta dag, þegar
hann kom inn í herbergi frúarinnar, aö
hann varö þess vís hvaö gerst hafði.
Oþokkamir höföu bundið frúna viö
rúmið. Hringurinn, gimsteinaháls-
meniö og eyrnalokkarnir voru horfnir.
Þetta er atburöur sem hótelstjórn
ætti að geta komið í veg fyrir. Margir
ríkir fastagestir hótelsins yfirgáfu þaö
vegna hræöslu um aö slíkt hiö sama
gæti komiö fyrir þá.
Fundar/aun
Haft var samband við glæpadeild
hinnar frægu frönsku lögreglu. Sú
niðurstaöa fékkst aö stór glæpahringur
hefði staöið aö ráninu í svítu 42 á
annarri hæö Ritz hótelsins þennan um-
rædda dag.
Frú Rochas gat ekki gefiö miklar
upplýsingar. Hún stóö í þeirri mein-
ingu að um frekar unga menn væri aö
ræða, en erfitt heföi verið aö átta sig á
þeim, þar eö þeir höföu huliö andlit sín.
Áöur en Salinas y Rochas-hjónin yfir-
gáfu París létu þau setja auglýsingu í
blaöiö ,,Le Figaro”, þess efnis aö sá
sem gæti veitt upplýsingar um ránið,
þannig aö frúin myndi aftur endur-
heimta skartið sitt, fengi í fundarlaun
60 milljónir íslenskra króna. Það kom
skýrt fram í auglýsingunni aö ef skart-
gripirnir kæmust til skila yrði máliö
látið niöur falla og engra spurninga
spurt.
Enginn árangur
Þar sem gengiö var út frá því sem
vísu aö viö stóran glæpahring væri aö
etja fannst sakamáladeildinni lítið til
þessarar auglýsingar koma. Þjófarnir
væru engir viðvaningar í þessu og
Það yrði órangurslaust að leita að
Bruno Lovisone á Hótel Ritz því
hann gistir ríkisfangelsið í París.
Sama er að segja um Jean Ray-
mond Davy, hann tilheyrir ekki
milljónamæringum. Fangageymsl-
ur lögreglunnar eru hans dvalar-
staður.