Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Qupperneq 21
DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983 Sérstæð sakamál Sérstæð sakamáfi Barón Hubert Augier de Moussac og barónessa Stephania von Kories zu Götsen, meðal efnuðustu hjóna í heimi. --------------------VIDEO í OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 23 KVIKMYNDAMARKAÐURINN Skólavörðustíg 19 Rvík. S.15480. Kirkjuvegi 19 Vestm. í Vestmeyjum er opið kl. 14 vinpn HÚSBYGGJEIMDUR Að halda að ykkur hita er sérgrein o kkar: Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi til föstudags. Afhendum vöruna á bygging- arstað viðskiptamönnum að kostnaðarlausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. ' I Aörar söluvörur: Glerull — Steinull — Múrhúðunarnet — Útloftunar- pappi — Þakpappi — Plastfolía — Álpappír — Spóna- plötur: venjulegar/rakaþolnar — Pjpueinangrun: frauð- plast/glerull. Borgamesi simi 93-7370 li Kvöjdsími og helgarsfmi 93—7355 . VIDEOKLUBBURINN Stórholti 1. S. 35450. -20 en um helgar kl. 14—18. ATH.: í fyrsta skipti sem keppt er milli ólíkra greina vígaíþrótta á íslandi. Aðgangur kr. 50. Vígaíþróttamót SHOTOKAN- KARATE Aðeins keppt í KUMITE (frjálsum bardaga) i fimm manna sveitum. gegn JIU-JUITZU og AKIDO mönnum af Vellinum og KUNG-FU flokki Keflavíkur á sunnudaginn kl. 14.00 í íþróttahúsi Kennaraháskólans. heföu þaö örugglega á hreinu hvar hægt væri aö koma skartinu í verö. Þar aö auki væri líklegt að þeir væru nú aö láta breyta hringnum, hálsmeninu og eyrnalokkunum. Þannig aö bein sala til einhvers væri óhugsandi. Skartgrip- irnir eru líka orönir þekktir vegna blaöaskrifa eftir rániö og mynda sem Interpol lét senda út um allan heim. Auösjáanlega ætlaöi kenning Broussards og hans samstarfsmanna aö standast. Enginn svaraöi auglýs- ingunni og ekkert kom út úr vinnu njósnara, en þeir eru stór þáttur í rannsóknarvinnu frönsku lögreglunn- ar. Tveir lögregluþjónar úr glæpadeild- inni voru haföir á vakt á hótelinu í nokkurn tíma eftir atburðinn 7. októ- ber. Starfsfólk hótelsins var yfirheyrt, en Broussard og hans fólk fann engan grunsamlegan meðal hinna yfir- heyröu. Upphringingin Arið 1981 leið og 1982 gekk í garö. Þaö var á einum af heitustu dögunum í París, svo heitum aö Parísarbúum fannst ,,það einum of mikiö af því góöa”, aö einkaritari Broussards til- kynnti: — Það er maður aö spyrjast fyrir um eitthvað í sambandi viö Ritz- ránið. Broussard tók strax símtóliö og róleg rödd sagði: Gilda fundarlaunin enn sem var lofaö fyrir upplýsingaöfl- un um skartgriparánið á Ritz? Broussard fékk það strax á tilfinn- inguna aö þetta væri ekki grín, maður- inn á hinum enda línunnar vissi líklega hvar skartgripirnir voru. Upphringingín sannfæröi Broussard um aö um viövaningsrán gæti veriö aö ræða, ræningjarnir heföu staðið í þeirri trú að þetta stóra rán „gæti gengið”, en komist aö raun um aö ómögulegt væri fyrir „hvem sem væri”, sem ekki væri í þeim mun stærri glæpahring, að losna við „vöruna”. Þeir heföu svo að lokum tekiö þá ákvörðun aö taka þá áhættu aö setja sig í samband viö rétta aðila til aö reyna í þaö minnsta aö fá fundarlaunin. Maðurinn í símanum hélt áfram og sagði aö „skiptin” ættu aö fara fram í Sviss. Broussard lofaöi aö setja sig í samband viö Rochas-hjónin og síðan gæti þessi nafnlausi aðili í símanum haft samband við hann aftur. Stefnumótið Broussard hringdi strax til Yucatan og komst aö þeirri niðurstööu ásamt' Don Hugo aö hann og barónessan ættu að koma til Parísar. Fyrir þau var þaö mikilvægast aö fá skartgripina aftur, en fyrir Broussard og glæpadeild lög- reglunnar að handsama þjófana. Ef þetta myndi heppnast heföi þaö mikla þýöingu fyrir frönsku lögregluna þar sem þetta hafði verið eitt stærsta rán í sögu glæpadeildarinnar og ekki síst fyrir Ritz hótelið sem haföi fengið óorð ásig. Mikiö var í húfi. Broussard sá til þess aö svissneska lögreglan, með milligöngu Interpol, fékk alþjóölega handtökuheimild. Þegar maöurinn hringdi aftur til Broussards lagöi hann til að þeir hittust í tilteknum banka í Genf föstudaginn 23. júlí klukkan 10 f .h. Svissneska lögreglan sá til þess aö lögregluliöiö var eflt til að fylgjast stööugt meö bankanum og nærliggjandi svæði. Rochas-hjónin gengu inn í bankann á tilsettum tíma og fengu sér sæti þar. Á mínútunni kl. 10 gekk inn stúlka ásamt tveimur ung- um mönnum. Annar þeirra hélt á pakka. Uppljóstrunin Skipt var á fundarlaunum og pakka. Varla höföu skiptin fyrr átt sér staö en stór karlmaður stillti sér upp fyrir framan stúlkuna og hennar fylgi- nauta og sagöi: — Eg verö aö biöja yö- ur um að yfirgefa ekki bankann, þér getið beöiö inni á þessari skrifstofu — og hann benti í ákveöna átt — svo getur handtaka yðar átt sér stað á mjög hljóðleganhátt. t aöalstöðvum lögreglunnar í Genf kom fram aö annar ungi maöurinn var aöeins 21 árs, Bruno Lovisone aö nafni, og hinn, Jean-Raymond Davy,22 ára. Stúlkan var engin önnur en barónessa Stephania von Kories zu Getzen! Endalok Hún kom meö þá skýringu er leið á yfirheyrsluna að maöur hennar.barón Hubert Augier de Moussac,Ueföi komiö fram sem milliliður og sett sig í sam- band viö Broussard. Genfarlögreglan tók fundarlaunin ásamt skartgripun- um í sína vörslu. Skartgripunum var fljótlega skilað aftur til frú Rochas sem bar þá strax næsta dag, laugardaginn 24. júlí, á næturskemmtistað í París, eingöngu ætluöum hefðarfólki. Baróninn og barónessan eyddu ekki aðfararnótt 25. júlí á neinum tilþrifa- miklum staö. Þau fengu sér ekki hjónaherbergi heldur tvö lítil einstakl- ingsherbergi. Baron de Moussac hafði oft reynst ágætur í því aö spá um framtíð eða örlög fólks. Eins og málin standa í dag bendir allt til þess að örlög barónshjónanna megi lesa í hegningarlögum Frakk- lands. LTC LADIES’ COLLEGE OF ENGLISH Viðurkenndur af menntamálayfirvöldum (British Council). Heimavistarskóli fyrir ungar stúlkur í hinu fagra sjávarhéraði EASTBOURNE ásuðurströnd ENGLANDS Skrifið eftir litmyndabæklingi til: PRINCIPAL (DV) LTC LADIES’ COLLEGE OF ENGLISH COMPTON PARK- EASTBOURNE ENGLAND BN211E Fyrir byrjendur, skemur og lengra komna á aldrin- um 15—21 árs. Meðal aukafaga er: reiðmennska, tungumál, tennis, golf, dans, eldamennska, o.s.frv. Sumarnámskeið júli og ágúst (aldur 10— 21).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.