Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Síða 23
Popp
Popp
DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983
Hér í eina tíð skemmti eidra fólk sér við að giska á
hvort hársíðir táningar væru kari- eða kvenkyns. Siíkar
getraunir heyrðu sögunni til í lok slðasta áratugar, þegar
snoðklipptir pönkarar og ung snyrtimenni í Hollívúddstíl
gengu um götur. IMú hefur það hins vegar orðið einn
ganginn enn að sagan endurtekur sig. Og er orðið næsta
skammt milli endursýninga. Nýrómantíkin sem svo er
kölluð fékk ungmenni til að draga fram afkáraleg föt að
nýju (sem aldrei hafði kannski fallið niður), og það sem
meira er; nú mála sig allir. Má á ný oft ekki á milli sjá
hvort táningurinn var eitt sinn drengur eða stúlka.
...... . . . .
Gott dæmi um þetta vandamál
sem snúiö hefur aftur er breski
táningurinn George O’Dowd. Hann
er söngvari í hljómsveitinni Culture
Club. Og hefur það fyrir siö aö mála
sig í framan og segir fólki aö kalla
sig Boy George. Þrátt fyrir þaö hafa
margir velkst í vafa. Til aö mynda
var hann kjörinn söngvari og
söngkona liðins árs í vinsælda-
kosningum eins blaðsins um síðustu
áramót. En hann er strákur.
Sjálfur segist Boy George ekki
hirða hið minnsta um hvað annað
fólk hefur um hann að segja.
„Utlit mitt kemur engum öðrum
við en mér sjálfum. Fólki finnst ég
vera abnormal. Mér finnst það aftur
á móti vera þess galli. Að rembast
við að vera normal gerir fólkið
abnormal. Skólinn kennir okkur að
vera steypt í sama mót. Persónuleiki
hvers og eins er bugaöur í skólum og
allir koma út steyptir í sama form.”
Alit drengins á skólanum er ekki
bara í nösunum á honum. Sextán
ára hætti hann í námi og sneri sér aö
tiskunni. Eg las í Mogganum að hann
hefði opnað tvær tískuverslanir í
Bretlandi, þar af aðra í London.
Hvað sem því líður vann hann um
tíma í kvenfatatískuverslun sem hét
og heitir The Foundry og stendur við
tískustrætið Carnaby Street í
Lundúnum.
En Boy George er ekki nema einn
fjórði af Culture Club. Hann sér þar
um allan söng og textasmíð. Hinir
eru Jon Moss, trommur, Roy Hay,
gítar og hljómborð og Michael Craig,
bassi. Þeir þrír sjá um að semja
músíkina.
Hvenær þeir hófu að spila saman
hef ég ekki getað aflað mér upp-
lýsinga um. Hins vegar hef ég það
fyrir satt að ekki hafi munaö nema
hársbreidd að Georgie boy (frb.
djordsí boj) tæki við hlutverki Anna-
bellu Lwin, söngkonu Bowwowwow.
Hann æfði meira að segja meö hljóm-
sveitinni í eina þrjá daga. Það mun
síðan hafa verið blaðamaöur sem
stakk upp á því að Georgie léti
Bowwowwow lönd og leið og setti
saman eigið band. Oft hefur gaspur
blaðamanna haft verri afleiðingar.
Culture Club þurfti ekki að bíða
lengi eftir velgengninni. Fyrstu smá-
skífurnar vöktu fljótlega athygh.
Fyrst kom White Boy, þá I’m Afraid
Of Me og loks hið undurfagra Do You
Really Want To Hurt Me. Á haust-
dögum í fyrra sendu fjórmenning-
arnir frá sér fyrstu breiðskífuna,
Kissing To Be Clever. Það var ekki
að ósekju sem Culture Club komst of-
arlega á lista yfir björtustu vonir í
árslok.
Á þessu ári hafa hjólin haldið á-
fram að snúast. Lagiö Time (Clock
Of The Heart) hefur náð miklum
vinsældum, bæði hér á landi og eins
úti í heimi.
Japanir hafa mjög hrifist af Cult-
ure Club og Boy George sérstaklega.
Sagt er að Japanir hafi meiri áhuga
á „image” (sem erfitt er að snúa)
hljómsveitar heldur en tónlist
hennar. Vinsældir þeirra þar eystra
má marka af því að stórtviskífirma
japanskt fékk Boy George til að aug-
lýsa framleiðslu sína. Aður höföu
vínandaframleiðendumir fengið
Steve Strange, Madness og
Bananrama í lið með sér. Kanar og
Kanadamenn ku sömuleiðis hrifast
af framkomu Georgie boy.
Uppáhaldshljómsveit hins ljúfa
Georgier annars Madness. Segir þá
gera góöa hluti og ekki ástæða til
George
O'Dowd =
Boy George =
Georgie boy =
strákur.
annars en að taka undir meö honum.
Georgie segist sjálfur vera enginn
asni þótt öndverð skoðun sé ríkjandi
að eigin sögn. Blaðamaður Melody
Maker segir hið sama og lýsir honum
sem „sólíd, skarpskyggnari, jarð-
bundinni bisnesstýpu með vingjarn-
lega framkomu”. Glæsileg einkunn.
„Eg er mjög mikil tilfinninga-'
manneskja og læt hjartalagið ráða,”
segir bisnesstýpan að vísu. Og um
texta sína segir hann:
„Flestir texta minna eru mjög
persónulegir og fjalla um ástina á
fremur ruddafenginn hátt. Ekki
vegna þess að ég hafi sjálfur verið
óheppinn í ástum, heldur vegna þess
að það er auðveldara að skrifa sorg-
lega texta. Samt er enginn heims-
endistónn í þeim. Mér er ekkert
gefið um slíka texta eins og til að
mynda Leonard Cohen á vanda til.”
Kissing To Be Clever er breiöskifa
sem ég vil mæla með. Tónlist Culture
Club er fönkkennd blönduð með suð-
rænum áhrifum og því mjög vel
danshæf. Mikið ber á brassablæstri
og Boy George er góður söngvari.
Syngur með tilfinningu. Þótt þessi
fagurmálaði fagurgali fái alla
athygli fjölmiðla er ekki síöur á-
stæða til að skjalla svolítið mennina
þrjá sem standa með honum. Sem
fyrr sagði sjá þeir um að setja
saman músíkina. Og þegar allt
kemur til alls er það músíkin sem
lifir en maðurinn sem deyr. Eöa er
þaöekki satt?
-TT.