Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Blaðsíða 7
DV. MÁNUDAGUR18. APRIL1983.
7
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Húsmæðrafélag Reykjavíkur:
Berstámöti
eggiaeinkasölu
Húsmæðrafélag Reykjavíkur hefur
tekið undir ályktun Neytendasamtak-
anna í eggjasölumálinu. Á aðalfundi
félagsins sem haldinn var á dögunum
var samþykkt að berjast gegn einka-
sölu á eggjum, með Neytendasam-
tökunum, af öllum mætti og að hvetja
neytendur til slíks hins sama.
Einnig lýsti félagið yfir furðu sinni á
því að nauðsynja- og hollustuvörur
eins og grænmeti og ávextir skuli vera í
svo háum tollaflokki sem þær éru. Er
skorað á fjármálaráðherra að beita
sér fyrir afnámi tolls af þessum vör-
um.
Fundurinn lýsti einnig vanþóknun
sinni á því sem nefnt er ráð- og vilja
leysi stjómvalda til að takast á við
verðbólguna, sem brýnt sé aðhjaðni.
DS
Bæði Landssamband bakarameistara og Húsmæðrafélag Reykjavíkur
leggjast gegn einkasölu á eggjum.
endur til að taka þátt í einokunarhring,
fari í bága við almennar grundvallar-
reglur hér á landi um atvinnufrelsi. Þá
verður ekki betur séð en að slík hringa-
myndun, og þar með talin núverandi
starfsemi Framleiðsluráðs landbúnað-
arins, gangi í berhögg við ákvæði laga
nr. 56/1978 um verölag, samkeppnis-
hömlur og óréttmæta viðskiptahætti.
Landssamband bakarameistara
skorar á landbúnaðarráðherra, og
raunar ríkisstjómina alla, að koma í
veg fyrir að þessi úrelta og óíöglega
aöferð við verölagningu á eggjum nái
framaðganga. -ÞG
Eggjasölueinokun—lögleysa?
Gengur í berhögg við gildandi lög — álíta bakarameistarar
— Nú virðist sem naumur meirihluti
félagsmanna í Sambandi eggjafram-
leiöenda vUji segja sig til sveitar hjá
Framleiðsluráði landbúnaðarins. Á
þeim bæ er þeim tekiö sem týndum
sonum; umbeðna einokunaraðstöðu
skuli þeir fá hiö allra fyrsta. — Hér er
gripið niður í fréttatilkynningu frá
Landssambandi bakarameistara. Þar
segireinnig: Um þessar mundir berast
þær fregnir, aö hluti eggjaframleið-
enda hér á landi berjist harðri baráttu
fyrir því, að framleiösluráð land-
búnaðarins með aðstoö sexmanna-
nefndar taki upp verðskráningu á
eggjum.
Ekkert viröist hirt um að spyrja
landbúnaðarráðherrann álits á mál-
inu, og engu virðist skipta þótt minni-
hluti félagsmanna í Sambandi eggja-
framleiðenda, sem voru og eru mót-
fallnir þessari skipan mála, séu fram-
leiðendur um 80% eggjanna á mark-
aðnum. Allir eiga að selja á sama
verði, nauðugir viljugir. Verði út af því
brugðið vofir refsivöndur laganna yfir
hinum brotlegu sem dirfast aö bjóða
vöru sína á lægra verði.
Landssamband bakarameistara
bendir á að komist einokunarhug-
myndir um sölu eggja til framkvæmda
sé stigið stórt skrefa aftur á bak. Verð
á eggjum til neytenda muni stórhækka
og einnig verð á ýmsum framleiðslu-
vörum, til dæmis til brauð- og köku-
gerðar, þar sem egg eru notuð sem
hráefni. Verð á eggjum vegur þungt í
framleiðslukostnaði á kökum og mun
hækkað eggjaverð þar af leiöandi hafa
í för með sér lakari samkeppnisaö-
stöðu innlendra framleiðenda gagn-
vart erlendum keppinautum.
Bakarameistarar líta svo á aö sú
ákvörðun, að þvinga eggjaframleið-
U-BIX160
Hagsýna eftirherman
U-BIX 160 er hagsýna eftirherman í U-BIX fjölskyldunni og leggur sig alla fram
við að vera í senn fjölhæf og ódýr í rekstri. Hún afgreiðir pappírsstærðirnar
A3, A4, og A5 úrtveim bökkum á augabragði og vandarsig alltaf jafn mikið.
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
•S,
^VGr,‘s9^*u 33 — Simi 20560 — Pósthólf 377
CHF
Mikil gæði á ótrúlegu verði
Já þú færð mikið fyrir krónuna þegar þú kaupir SONY CHF kassettur.
Og við fullyrðum að gæðin eru langt fyrir ofan hið hagstæða verð:
<m
WJAPIS hf.
BRAUTARHOLTI 2 - SÍMI 27133