Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Qupperneq 13
DV. MÁNUDAGUR18. APRlL 1983. 13 Hræsni Svavars í húsnæðismálum Þorsteinn Steingrímsson fasteigna- sali skrifar grein í DV5. apríl, þar sem hann ræðir um þann mikla mismun' sem orðinn er á lánskjaravísitölu og kaupgjaldsvísitölu og hvað greiðslu- byröi lána hafi vaxið af þeim sökum. Nefnir Þorsteinn einnig að húsnæöis- ráðherra, Svavar Gestsson, hefði upplýst á fundi að hann hefði orðiö áhyggjur af víxlhækkun launa og láns- kjaravísitölu sem flest lán er fást vegna fasteignaviðskipta eru bundin viö. Áhyggjur ráðherrans Hefði húsnæðisráðherrann, Svavar Gestsson, fylgt ráðum okkar alþýðu- flokksmanna á Alþingi í vetur þá hefði hann ekki þurft að hafa þessar skyndi- legu áhyggjur af greiðslubyrðinni sem nú er að sliga húsbyggjendur. En greiðslubyrði lántakenda minnkar ekki þó húsnæðisráðherrann Svavar Gestsson hafi nú rétt fyrir kosningar miklar áhyggjur af þungri greiðslu- byrði húsbyggjenda. Það verður auð- vitaö að taka á vandanum og það höfum við alþýðuflokksmenn gert. Frumvarp um lánskjaravísitölu Frá því í október á sL ári eða sam- fleytt í 6 mánuði hefur legið fyrir Alþingi frumvarp frá þingmönnum Alþýðuflokksins sem byggir á því að fresta greiðslu á þeim hluta verðtrygg- ingar (mismun lánskjaravísitölu og kaupgjaldsvísitölu) sem er umfram al- mennar launahækkanir í landinu. Mis- munur, sem þannig myndast, greiðist á framlengdum lánstíma eftir að upp- haflegum lánstíma lýkur. Þetta fyrir- komulag átti að taka til allra lána til einstaklinga, bæði húsnæðislána, líf- eyrissjóðslána svo og bankalána. Jóhanna Sigurdardóttir Akvæði frumvarpsins náði einnig til eldri lánveitinga. Alþýðuflokksmenn geröu ítrekaðar tilraunir á Alþingi til að fá málið af- greitt nú fyrir þinglok, þannig að létt yrði verulega greiðslubyrði af hús- byggjendum, en án árangurs. — Hvar var umhyggja Svavars þá fyrir hús- byggjendum. Svavar stendur á rústunum En þetta er ekki eina nýja bólan sem nú skýtur upp koliinum hjá kommún- istum í húsnæöismálum unga fólksins nú rétt f yrir kosningar. A sama tíma og Svavar Gestsson stendur á rústum hins opinbera lána- kerfis eftir 3ja ára valdaferil sem hús- næðisráðherra, ber hann sér á brjóst og segist ætla að stofna byggingasjóð fyrir unga fólkið. — Og hræsnin var fullkomlega kórónuð meö eftirfarandi yfirlýsingu ráðherrans í Þjóðviljanum nýlega; en þá sagði húsnæðisráðherr- ann: „Eg vil taka það skýrt fram, að Alþýðubandalagið mun ekki taka þátt í ríkisstjórn, sem ekki hefur búið tryggi- lega um húsnæðismálin. Við höfum fengið nóg af því að samstarfsaöilar hafi hindrað okkur þegar við höfum lagt til fjármögnunaraðgerðir til að rýmka til í húsnæðismálum.” Þessi orð mælir Svavar Gestsson sem á valdatíma sínum hefur kippt fjárhagsgrundvellinum undan Bygg- ingasjóði ríkisins s.s. með því að taka af honum aðaltekjustofninn sem voru tekjur af launaskatti, þannig að sjóðurinn getur ekki staðið í skilum með sínar lánveitingar og þarf að taka yfirdráttarlán upp á 120 milljónir hjá Seðlabanka til aö ná saman endum i ár þrátt fyrir færri og minni lánveitingar. Byggingasjóður ríkisins og Bygg- ingasjóöur verkamanna höfðu saman- lagt á síðasta ári til ráðstöfunar um 205 milljónir króna, en hefðu haft sam- kvæmt því frumvarpi sem alþýðu- flokksmenn lögðu fram á sínum tíma um 504 milljónir. 207 þús. kr. greiðslubyrði Samkvæmt því sama frumvarpi alþýðuflokksmanna, sem byggt var á ítarlegum útreikningum og tillögum um fjármögnun staðalibúðar (s.s. tekjum af launaskatti), hefðu almenn byggingarlán nú numið 45% af bygg- ; ingakostnaði, en er vegna ráöstafana Svavars og félaga ekki nema um 10— 12% af byggingakostnaði sömu íbúðar. Þennan mismun þurfa lántakendur nú oft að brúa með skammtímalánum úr bankakerfinu. Miðað við þá staðreynd lítur dæmið þannig út fyrir hjón með 250 þúsund krónur í árstekjur sem kaupa sér íbúð sem kostar 1.380 þúsund kr. og eigið fé til ráðstöfunar 431 þúsund kr. (Heimild Þjóðhagsstofnun). Ibúðaverð 1.380 þús.kr. Eigiðfé 431 þús. kr. Mismunur 849 þús. kr. Lán húsnæðis- stofnunar 247þús. kr. Lán úrlífeyrissj. 268þús.kr. Skammtímalán til 3ja ára úr bankakerfinu 334 þús. kr. Geiðslubyrði þessara hjóna yrði þá 1. árið 83% af tekjum eða 207 þús. af 250 þús. króna árstekjum. Dæmið gengur ekki upp. Greiðslu- byrðin er óviðráðanleg og pislargang- an er hafin milli bankastofnana til að fá ný lán og framlengja þau gömlu. 35 þúsund kr. greiðslubyrði Samkvæmt áöur tilvitnuðu frum- varpi Alþýðuflokks liti sama dæmi þannig út: (Utreikningar Þjóðhags- stofnunar) Ibúðarverð 1.380 þús. kr. Eigiðfé 331 þús. kr. (lægra en í fyrra dæmi) 949 þús. kr. Lífeyrissjóðslán 247þús.kr. Húsnæðislán 702 þús. kr. Dæmið gengur upp og ekki þarf aö taka skammtímalán úr bankakerfinu, því lánahlutfallið væri komið í 45% af verði staðalíbúöar eða 540 þús. kr. og einnig var gert ráð fyrir aö hver greiðsla yrði hækkuð með lánskjara- vísitölu frá því lánsumsókn var lögð inn og þar til greiðsla berst. M.v. 40% verðbólgu verður heildarlánið því 702 þús. kr. — Greiðslubyrði yrði 1. árið 14,2% eða 35 þúsund af 250 þús. kr. árs- tekjum. Félagslegar íbúðabyggingar I frumvarpi Alþýöuflokksins var einnig gert ráð fyrir að þriðjungi ár- I legrar íbúðaþarfar verði mætt með | íbúðabyggingum á félagslegum grundvelli. F jöldi nýbygginga væri um 2100 íbúðir á ári og leigumarkaðurinn væri mun viðráðanlegri. Staöreynd er að í tíð Svavars Gestssonar húsnæðis- ráðherra hefur orðið samdráttur í |íbúðabyggingum og hefur þeim fækkað úr 1800 á ári í 1300 á ári. Kosningaloforð j ráðherrans Þegar litið er til þess sem hér hefur verið rakið þarf engan að undra þó flökurleiki geri vart við sig, þeg- jar húsnæðisráðherrann talar nú um að stofna sjóð fyrir unga fólkið til að |koma sér þaki yfir höfuöið og jafiia þurfi mismun kaupgjaldsvísitölu og lánskjaravísitölu. — Þetta eru trú- verðug kosningaloforð eða hitt þó held- |ur hjá ráðherra er skilur eftir sig hús- næðiskerfi í rúst eftir 3ja ára vaidaferil og húsbyggjendur sem eru að sligast undan fjárhagslegum drápsklyfjum af greiðsluby rði lána. Ráðherrann talar líka um að lög- binda þátttöku viðskiptabankanna til að fjármagna íbúöakaup unga fólks- ins. I því sambandi má minna á að viö alþýöuflokksmenn höfum ekki hingað tij fundiö að ráöherrann hefði áhuga á aðsamþykkja frumvarp Alþýðuflokks- ins um 300 þúsund króna viðbótarlán til 20 ára úr bankakerfinu, sem í 2 ár hef- ur beðið afgreiðslu á Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir. Kosningabaráttan er yfir okkur, þessi bjánalega barátta um sálir mannanna, þar sem þeir æpa hæst sem minnst hafa gert, sem nokkrum manni kemur að gagni. Það er því ef til vill harla vonlaust að ætlast til að unnt sé að kynna „kosningamál” svo að því verði trúað. Það vill svo sorg- lega til, að það sem vel hefur verið gert, gleymist harla fljótt, hinu sem lofaö er, trúir enginn maður. I raun og veru mætti sleppa öllu skruminu fyrir kosningar. Þess í stað ættu kjósendur rétt á að fá birtan lista yfir þau störf sem þingmenn hafa leyst af hendi og hann yrði mjög mis- ja&ilega langur. Síðan ættu menn að meta að hvaða marki þau störf hafa komið landsmönnum að gagni. Eftir því væri eðlilegt aö velja flokk og fólk til forustu, og öðru ekki. En þetta er ekki s vona, því miður. Okkur Alþýðubandalagsmönnum var falin forusta fyrir félags-, heil- brigöis- og tryggingamálaflokkunum á þessu kjörtímabili og við teljum okkur hafa unnið þar nokkurt starf. Við höfum reynt að taka hvern þátt þeirra mála til meðferðar í þeirri röð, sem við töldum eölilega, og ég hygg að stórir hópar landsmanna hafi þegar orðið varir við árangur. Hér skal ekki farið með langa upptaln- ingu, en þó vil ég minna á lög um málefni þroskaheftra, lög um mál- efni aldraöra, og nú síðast lög um málefni faflaðra. Fjölmargir þættir þessara lagabálka hafa þegar breytt lífi fólks í landinu og eiga eftir að gera það í ríkari mæli. Það er því vilji okkar að ganga að næsta for- gangsverkefni i þessum málaflokki og það ætla ég að kynna hér í þessu greinarkorni. Afkomutrygging einstæðra foreldra Mikil jafnréttisumræöa hefur farið fram hér sem annars staðar á síð- ustu árum, og hefur á stundum verið erfitt aö fóta sig í því málrennsli. En eins og öll umræöa gerir, hefur hún tvímælalaust verið til góðs og færir okkur nær því marki að raunhæfar Afkomutrygging einstæðra foreldra Kjaliarinn aðgerðir verði framkvæmdartil þess að jafna rétt allra landsins bama til sameiginlegra sjóða okkar. Það verður endanlega ekki raunveruleiki, fyrr en öll laun inu eru nægilega há til þess að fleyta fjölskyldu, og þá yrðu lengur skörp skil milli „kvenna”- starfa og „karla”starfa eins og er. Það er auðvitað engin minnsta ástæða fyrir því að karlmenn vinna ekki öll þessi afgreiðslu-, ritara- og almennu þjónustustörf, sem konur vinna nú nær eingöngu, önnur en sú aö þau eru svo illa launuð, að karl- menn telja sig ekki framfleyta fjöl- skyldu af þeim. Þau eru hins vegar nauðsynleg viðbót við laun fjöl- skylduföðurins, enda beinlinis litiö á þau sem slík. A „t*ær úrbætur felast í því að hverju ein- w stæðu foreldri skulu tryggðar þær tekjur, sem taldar eru nauðsynlegar hverju heimili til framfærslu.” Nú vill svo til að sá góði herra er ekki til staöar á þúsundum íslenskra heimila, án þess að böm hans þurfi sýnilega minna með sér til fram- færslu. Mæður þessara þúsunda ís- lensku barna vinna í langflestum tilvikum illa launuð „kvenna”störf og af þeim eiga þær að koma bömum sínum tíl manns. Það gera þær með ómanneskjulegum þrældómi, sem er langt umfram það sem krafist er af öðrum landsmönnum. Ég er svo hversdagsleg í hugsun að ég tel það ekki höf uðvandamál þessara kvenna eins og nú standa sakir að þær eigi ekki saeti í sveitarstjómum eða á bingi, heldur að vinnuálag og fjár- hagslegt óöryggi þeirra er óþolandi. Og þess vegna höfum við í Alþýðu- bandalaginu lagt fram áætlun um úr- bætur. Úrbæturnar Þær úrbætur felast í því að hverju einstæðu foreldri skulu tryggðar þær tekjur, sem taldar em nauðsynlegar hverju heimili til framfærslu. Þess í stað skulu felldar niður greiðslur á svokölluðum mæðralaunum og feðralaunum, sem em fyrir löngu til lítils gagns. Mönnum til upplýsingar eru þær nú með einu barni 247 kr. á mánuði, með tveimur börnum 1338 kr. og með þremur bömum eða fleir- um 2676 kr. Afkomutrygging þessi, sem við höfum kallað svo, skal koma til viðbótar við tekjur heimilisins, þar U1 ákveðnu marki er náð. Við sambúð eða hjúskap er auðvitað eðli- legt að slík greiðsla félli niður. Með slíkri afkomutryggingu væri létt af einstæðum mæðrum því oki, sem þær nú búa við, sem fyrst og fremst felur í sér algjöra skerðingu á frelsi til að ákvarða eigið líf. Þessar konur vinna einfaldlega þaö starf, sem tveir vinna á öðrum heimilum landsins. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að imynda sér að fyrir komi að gripið sér tíl misgóðrar sambúðar eða hjúskapar fremur en að halda þrældómnum áfram, sem aldrei sér fyrir enda á. Sú lausn bitnar síðan á fólki framtíðarinnar, börnunum í landinu. Og svo ófrumlegt sem það kann að vera, þá er framtíð þessara bama eins og allra bama það sem allt veltur á fyrir f arsæld og framfar- ir í þjóðfélaginu. Fjárhagslegt öryggi í uppvextinum er einn þáttur velferðar bama og eykur vissulega tækifæritil betra uppeldis. Fátæktog fjárhagslegt öryggisleysi bætir ekk- ert heimili, það vitum við sem þekkj- um það af raun. Rómantík fátæktar- innar er f undin upp af hinum ríku. Við teljum hér raunhæfa lausn í sjónmáli, sem þúsundir heimila eiga |eftir að hafa gagn af. Þessi lausn er auðvitaö ekki sú lausn, sem við helst kysum. Lausnin ætti vitanlega að vera launajafnrétti í landinu. En eftír því viljum við ekki bíða. Á Al- þingi hef ég flutt þingsályktunartil- lögu um aðgerðir tíl að endurmeta laun i landinu, og var í henni lagt til að störf ríkisstarfsmanna y rðu metin að nýju og laun jöfnuð, en sú tillaga náði ekki fram að ganga. Hún var send til umsagnar stjórna launþega- samtakanna, en þau vom ekki hlynnt henni. Það er sorglegt til þess að vita, að forustumenn þeirra skuli hafa meiri áhuga á að halda áfram stríði milli einstakra launþegahópa, þar sem hver þrífur það sem hann nær í, að sjálfsögðu á kostnað ann- arra, heldur en að styðja tíllögu um að sá atvinnurekandi í landinu, sem getur jafnað laun karla og kvenna, ríkið sjálft, fái umboð til þess að hafa þarfrumkvæði. Vonandi endurskoða menn þessa afstöðu sína. Nýjar hugmyndir eiga j oftast erfitt uppdráttar. Þess vegna viljum við finna leið til að leiðrétta það hróplega óréttlætí og þann van- sæmandi ójöfnuð sem nú viðgengst varðandi kjör einstæðra foreldra og hrinda henni í framkvæmd svo fljótt sem unnt er, ef við fáum til þess um- boð kjósenda. Og þá kynni svo að jfara að þær konur sem gefa kost á sér til pólitískra starfa í landinu, bæm starfsheitið „ritari”, „af- greiðslumaður”, „ræstingakona” í stað „læknir”, „kennari” eða „hag- fræðingur”, sem þau eru nú svotil eingöngu. Guðrún Helgadóttir alþingismaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.