Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Qupperneq 14
14
DV. MÁNUDAGUR18. APRlL 1983.
Félagsmálastofnun
Rey k j a víkurborgar
Heimili óskast á Suðvesturlandi fyrir 10 ára gamlan talsvert
heyrnarskertan dreng.
Einnig kemur til greina heimili sem gæti tekið hann að sér
um helgar og í skólaleyfum.
Upplýsingar gefur Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar í
síma 74544.
Utankjörstaðakosningar
Stuðningsmenn Alþýðubandalagsins athugið:
• Kjósið strax, ef þið verðið að heiman á kjördag.
• Látið okkur vita um stuðningsmenn meðal námsfólks, sjó-
manna, ferðamanna, sjúklinga og annarra sem ekki verða
heima á kjördag.
• Hringið og leitið upplýsinga og við veitum aðstoð eftir föng-'
um.
I Reykjavík er kosið í Miöbæjarskólanum alla virka daga og
laugardaga kl. 10—12, kl. 14—18 og kl. 20—22, helgidaga kl.
14-18.
UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA
ALÞÝÐUBANDALAGSINS
Hverfisgötu 105 — Símar 11432, 19792.
Hafnarbööin auglýsa
Nú veitum viö eftirtalda þjónustu:
Hinir vinsælu Max-s jógallar og vettlingar.
Samlokur, hamborgarar, kaffi, kökur, öl, sælgæti, tóbak,
tímarit og m.fl.
Hin vinsælu böð opin allan daginn.
Opið frá kl. 7—19 alla virka daga.
NÝKOMIÐ
• Loftljós
í barnaherbergi
• Dragljós
í eldhús
• Vinnustandlampar
• Bað- og
eldhúskúplar
• Svefnherbergis-
loftljós
• Borðlampar,
ýmiss konar
EiGUM 100
MÖGULEIKA
í PERUM
Jón Loftsson hf.
. Hringbraut
OPIO:
Mánudaga-miðvikud. kl. 9—18
Fimmtudaga kl. 9—20
Föstudaga kl. 9—22
Laugardaga kl. 9 —12
121 Sími 10600
,/þeirri vissu að smáaurar hór uppi á Is/andi geta bjargað mannslífum úti i heimi.
jíFa k: 'tjj
S i 1 íæM\ WíéM
J Á 1 wm'Sjí m mtldm
Utanríkismál:
Samstaða um ný viðhorf!
Fram undir þennan tíma hefur
umræða um utanríkismál á Islandi
snúist að heita má alfarið um varnir
landsins. Það er eðlilegt að menn
hugi mjög að þessu á þeim viðsjár-
verðu tímum sem viö lifum. Það er
hins vegar fleira í heiminum sem
snertir okkur en vamarmál á
Norður-Atlantshafi.
Þó að öryggi okkar séu öðru mikil-
vægara verður fátækt íslenskrar ut-
anríkismálaumræðu ekki skilin í
öðru ljósi en því að stjórnmála-
flokkunum, og þá einkum Alþýðu-
bandalagi og Sjálfstæðisflokki, hefur
tekist að snúa allri umræðu um um-
heiminn upp í fótboltaleik þar sem
árangur er mældur á markatöflu en
ekki í auknum skilningi manna og
því síöur í aukinni þjóðarsátt um
þessi mál. Með þessum hætti hefur
þjóðinni verið skipt í fylkingar og öll
umræöa tekið á sig mynd kappræðu í
stað rökræðu.
Það er almennt viðurkennd skoðun
að þjóðum stafi mikil hætta af inn-
byröis sundrung í afstööunni til eigin
öryggis. Það ofstæki sem sett hefur
svip sinn á umræðu um þessi mál
hérlendis hefur þannig ekki einvörð-
ungu stuðlað að pólitískri nærsýni
þegar menn horfa til umheimsins,
heldur einnig teflt öryggi okkar í enn
meiri tvísýnu en efni standa til.
Veraí
A tlantshafsbandalaginu
Þaö er mín skoðun og annarra sem
standa að Bandalagi jafnaðarmanna
að öryggi landsins verði best tryggt
með veru í Atlantshafsbandalaginu.
Við höfum hins vegar ekki þá
svart/hvítu heimsmynd sem öfga-
menn til beggja hliða hafa reynt aö
mála af veröldinni. Við teljum ekki
að það fólk sem áhyggjur hefur af
vigbúnaöarkapphlaupinu og vill leita
allra leiða til þess að stööva það sé
endilega kommúnistar á snærum
Sovétmanna. Því síður teljum við
þaö til heimsku að fólk örvænti og
mótmæli þegar setja á upp kjam-
orkusprengjur við bæjardyrnar hjá
þeim. Við teljum það ekki heldur
þjónustu við einræðisöflin í austri að!
mótmæla því ranglæti og kúgun sem
einræðisöfl i öðrum heimshlutum
ástunda í skjóli utanríkisstefnu
bandamanna okkar. Við hugsum
nefnilega svona sjálf og við vitum aö
við erum ekki á snæmm kommúnista
og við vonum aö við séum hvorki
heimsk né illa innrætt.
Við viljum fylgja utanríkisstefnu,
sem samrýmist þeim hugsjónum,
sem íslenskt þjóðfélag er grund-
vallað á. Islenskt þjóðfélag er ööru
fremur gmndvallað á virðingu fyrir
frelsi og lýðræði, vilja til friðar,
skilningi á aðstoð við náungann og
þeirri grundvallarreglu að réttur
hins smáa sé jafn réttihinsstóra.
Allt þetta vill íslenska þjóðin fyrir
sig. Þessar hugsjónir, sem við erum
svo lánsöm að sjá rætast í okkar
þjóðfélagi, verða að vera okkar
leiðarijós í samskiptum viö þjóðir
heims. Og við emm ekki ein um að
vilja þetta sem hlutskipti. Þetta þrá-
ir allurheimurinn, en fæstir fá. Þess-
ar hugsjónir eru ekki sér-íslenskar,
Jónína Leósdóttir
heldur sam-mannlegar. Okkur ber
siðferðileg skylda til þess að vinna
þeim braut af okkar veika mætti.
Á öðru sviði utanríkismála hafa
stjórnmálamenn okkar gersamlega
bmgöist. Framlög Islands til svelt-
andi heims verða á þessu ári 0.06%
af þjóðarframleiðslunni. Minna en tí-
undi hluti þess sem við höfum í reynd
skuldbundið okkur til á alþjóðavett-
vangi og með islenskum lögum.
Þetta er aðeins fimmtándi hluti þess
sem nokkrar nágrannaþjóðir okkar
leggja fram og þá er miðað viö
fólksfjölda. Það er okkar skoöun að
þetta sé ekki í samræmi við vilja
þjóðarinnar. 1 hvert sinn sem safnað
er sérstaklega fyrir hungraða og
aðra bágstadda meðal almennings
sjálfs sýna menn sannarlega annan
hugíverki.
Forystumenn þjóðarinnar gæta
hins vegar guUs okkar vel í
þessum efnum sem er í mótsögn við
þeirra almenna háttarlag þegar fjár-
munir almennings eru annars vegar.
Þeir hafa ekki viljað sjá af þessum
aurum úr landi, enda lítil von í at-
kvæðum utan landsteinanna.
Fordæmi
almennings
Það er líka önnur hlið þessa máls
en þær siðferðishugmyndir að okkur
beri aö bjarga hverju öðru frá hung-
urdauöa og þeirri vesöld sem oft get-
ur orðið enn sárari. Og þaö er spum-
ing sem snertir okkur öll hvort sem
við lokum augunum eða ekki. Spum-
ingin um hvort það eigi fyrir okkur
að liggja aö sjá mannkynið eyða sér í
styrjöldum.
Heimurinn er ekki stærri en það að
frost í Brasilíu þýðir kauphækkun á
Islandi, ansjósuveiðar í Perú skera
úr um verö á hluta útflutnings okkar
og ohuframleiðsla í Nígeríu sker úr
um hvort þjóðartekjur okkar minnka
eöa aukast. Dettur einhverjum í hug
að þótt við lokuðum augunum hvert í
kapp við annað gætum við lifað hér í
lystisemdum endalaust á meðan
helmingur mannkyns á sér enga von
og hefur engu að tapa? Þróunarað-
stoð er þannig fjárfesting í framtíð
heimsins alls, ekki síður en siðferði-
leg skylda.
Á síðustu árum hafa Islendingar í
vaxandi mæli, en af litlu fé, beint að-
stoð sinni inn á heillavænlegar braut-
ir. Margt hefur verið vel gert í þess-
um efnum og raunar ótrúlega mikið
af þeim vanefnum sem þetta starf
býr við. Mönnum hefur smám saman
orðið ljóst að alvarlegasti skorturinn
í þriðja heiminum er ekki landrými,
fiskimið eöa aðrar auðlindir, heldur
þekking og fjármagn til að nýta
þekkingu. Hvoru tveggja búum við
yfir, þekkingu í ríkum mæli á þeim
sviðum þar sem þörfin er sárust og
dálitlu af fjármagni sem við getum
séð af án þess að bíða tjón á ham-
ingju okkar. Sérþekking okkar Is-
lendinga liggur einmitt á þeim
sviðum sem best koma þurfandi
þjóðum aö gagni, í fiskveiöum, land-
búnaði, smáiðnaði og í öflun vatns-
orku og jarðvarma. I þennan farveg
hefur aðstoð okkar góðu heilli beinst,
með aöstoð við fiskveiðar, landbúnað
og með jarðhitaskóla Sameinuðu
þjóðanna sem starfræktur er á Is-
landi.
Eins og fyrr segir hefur íslenskur
almenningur getið sér orð fyrir gott
hjartalag þegar leitað er til hans
með safnanir fyrir hungraöa og aðra
bágstadda. Flestir láta eitthvað af
hendi rakna í þeirri vissu að smáaur-
ar hér uppi á Islandi geta bjargað
mannslífum úti í heimi, nokkrar
krónur geta gert menn heilbrigða og
verö eins bíómiöa kannski bjargaö
bami frá blindu. Slíkar safnanir hafa
forðað frá ótöldum hörmungum og
létt lifsstríö margra. Það hlýtur að
vera von okkar allra að íslensk
stjórnvöld taki sér fordæmi almenn-
ings til fyrirmyndar í f ramtíðinni.
Jónina Leósdóttir.