Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Blaðsíða 36
44 DV. MANUDAGUR18. APRÍL1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Albert prins og Ceciiia Peck sjást œ oftar saman og þykir éstarbrimi skína úr augum þeirra. Verður dóttir Gregory Peck furstaynja Mónakó? Albert, sonur Rainiers Mónakó- fursta og Grace Kelly, hefur aldrei veriö eins mikið í sviðsljósinu og Karó- linasystirhans. Nú vekja hins vegar ástamál hans fullt eins mikla athygli og karlastand Karólínu því að erlendir fjölmiðlar hafa komist á snoðir um samband hans og Ceciliu, dóttur leikarans fræga, Gregory Peck. Cecilia er tuttugu og fjögurra ára gömul og er dóttir Peck og annarrar eiginkonu hans, Veronique. Þykir hún ekki aöeins lík fööur sínum heldur minna töluvert á Karólinu, systur Al- berts. Albert stundar framhaldsnám í New York og hefur sést víða með Ceciliu, á óperum, myndlistarsýningum og víðar. Slúðursögur ganga um aö Rainier fursti hyggist segja af sér og mun Al- bert þá taka við. En krafa Mónakóbúa er aö hann finni sér kvonfang hiö fyrsta. Þykir Cecilia hafa flest það til brunns að bera semtil þarf. Hún er fögur, af góðum ættum, talar reiprennandi frönsku (er frönsk í aðra ættina) og er kaþólikki. Foreidrar Ceciliu, Gregory Peck og Veronique, önnur eiginkona hans. Cecilia þykir likjast föður sinum mjög. Tótf árum og nokkrum plastiskum skurðaðgerðum síðar. Glæsileg og vinsæl gamanleikkona. Goldie Hawn þurfti að hafa fyrir því að komast upp á toppinn. „Fyrst fékk ég alls engin hlutverk,” segir hún. ,,Stjóramir sögðu að ég væri með of stórt nef og of útstæða höku.” Hún tók mark á þeim og lét laga til andlitið á sér. „Þá tók ekki betra við, ég fékk að leika heimskar ljóskur. Striplaðist um í bikiní, brosti og sagði bara já og nei. ” Með dugnaði tókst henni að fá betri hlutverk og nú efast fáir um að hún sé ein besta gamanleikkona heims- ins. En hún gerir sér grein fyrir því að þegar aldurinn færist yfir mun enginn vilja líta viö henni í vel laun- uð hlutverk í gamanleikjum. Þess vegna starfar hún samhliða sem kvikmyndaframleiðandi. „Það er eina leiðin til að geta haldið áfram í kvikmyndum. Eg veit að stjömu- tímabilið mitt rennur út og þá hef ég til annars að hverfa.” Goldi Hawn fyrir 12 árum, ósköp venjuleg. Þar var ort um flokkana D B A Einn fundarmanna, Reynir Ragnarsson, lögreglu- maður í Vík, orti þessar vísur á meðan á framboðs- fundi stóð. Við fengum leyfi hans til að birta vísurnar en Reynir var nokkuö tregur til þess í fyrstu þar sem hann taldi hér um allt of mikinn leirburð að ræða. G C Sjálfstœdisins sýndarsvid sífellt skal hér sýna. Hallast allt á aðra hlid hafi þeir ekki reist þad vid sem stjórnin var ad týna. Nidurtalningin nýtist enn notist í smáum skömmtum flytjum inn bœði mýs og menn med innflutningshöftum. Alþýðuflokki er leiðin Ijós leiðina betri leiða afsegja alla til lands og sjós en atkvœði bara veiða. Eining urn íslenska leið að Alþýðubandalags sið brugga her, bana seið berjast um sovéskan frið. Félagshyggjuna farið er ferlega að kynna Vimma flokk við kjósum hér vegna verka sinna. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.