Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1983, Blaðsíða 1
Sykursýki vegna neyslu reyktra matvæla:
ÁHRIFIN KOMA EINNIG
FRAM f NEYTENDUNUM
—en ekki eingöngu afkomendum þeirra
Einn af þekktari efnafræðingum
heims, dr. James Pollock, hefur ráð-
lagt fólki að forðast mikla neyslu á
reyktum matvælum. Þetta kemur
fram í nýlegu hefti breska lækna-
tímaritsins General Practitioner.
Dr. James Pollock, sem sérhæft
hefur sig í nítrósósamböndum, er
yfirmaður efnafræðistofnunar í
Reading í Bretlandi. Sú stofhun hef-
ur gert efnagreiningar fyrir Þóri
Helgason, yfirlækni á Landspítalan-
um.
Sem fram hefur komið í fréttum
hefur Þóri Helgasyni tekist með til-
raunum aö sanna tengsl sykursýki
og hangikjöts. Með því að gefa mús-
um hangikjöt hefur tekist að fá fram
sykursýki í afkvæmum.
Þórir setti fram þá kenningu að
nítrósamín í hangikjötinu væru skað-
valdurinn. Sú kenning hefur nú verið
staðfest.
Dr. Pollock hefur tekist aö greina
hvaða nítrósamín nákvæmlega um
er að ræða. Honum hefur tekist að
einangra þau og það sem meira er;
hann hefur fundið þessi sömu nitrós-
amín í öðru reyktu kjöti og einnig í
reyktumfiski.
1 fyrstu var talið að sykursýkin
kæmi eingöngu fram í afkvæmum
þeirra sem neyttu hangikjöts. Þóri
Helgasyni og samstarfsmönnum
hans hefur nú tekist að sýna fram á
bein áhrif umræddra nítrósamína á
innsúlínfrumur briskirtilsins, það er,
áhrifin eru ekki eingöngu á kynfrum-
ur og þar með afkvæmi heldur koma
þau einnig fram í neytendum sjálf-
um.
Dr. Pollock hefur mælst til þess við
bresk matvælayfirvöld að þau ein-
beiti sér aö því að leita að þessum
' nítrósamínum í fæðu í stað þess ein-
göngu að takmarka notkun nítríta og
nítrata í matvælaframleiöslu.
DV bar þessa frétt undir Þóri
Helgason. Hann staðfesti að upplýs-
ingarnar væru réttar en vildi ekki tjá
sig frekar að sinni.
-KMU.
Gæsluþyrla sótti
tíu ára dreng
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-
GRO, fór upp á Akranes rétt fyrir
klukkan hálftólf í gærkvöldi til að ná
í 10 ára gamlan dreng sem hafði slas-
ast um miðjan dag i gær.
Drengurinn mun hafa verið að
leika sér og fallið um þrjá metra nið-
ur á steingólf. Var ákveðið í gær-
kvöldi að hann gengist undir aögerð i
Reykjavík og var leitaö aðstoðar
Landhelgisgæslunnar til að flytja
piltinn.
Ferðin tók stuttan tíma og gekk
vel. Mun þyrlan hafa verið lent við
Borgarspítaiann tíu mínútur fyrir
tólf í gærkvöldi. Flugstjóri í ferðinni
var Benóný Ásgrímsson.
Þess má geta að stærri þyria Land-
helgisgæslunnar, TF-RAN, var í
skoðun í gær. -JGH
SUMRIFAGNAЗ
ÞRÁTT FYRIR KULDfl
Landsmenn fögnuðu sumri i gær þrátt fyrir kulda og ótið. Fólk á höfuð-
borgarsvæðinu naut dagsins í glampandi sól en að sögn fréttaritara okkar
úti á landi munu hátiðarhöld viða hafa fallið niður vegna veðurs. íbúar á
Egilsstöðum sátu t.d. inni i kulda og trekki og hættu sér varla út fyrir
hússins dyr en á ísafirði var mikið um dýrðir þó að snjóþungt hefði verið.
Nánar er greint f rá hátíðarhöldunum á bls. 2.
-EA/DV-mynd Einar Ólason.
— sjá nánarábls.2