Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1983, Blaðsíða 36
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33
SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR
ÞVERHOLTI 11
86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14
segir níu ára stúlka, sem á í baráttu við kerfið
„Ég vil láta lengja tíma græna
karlsins á götuljósunum, því þaö er
staðreynd að bílstjórar aka strax af
stað þegar gula ljósið er komið,”
sagði níu ára stúlka, Auðna Hödd
Jónatansdóttir, er við DV-menn
ræddum við hana.
Fyrir Auðnu er þetta mál orðið
baráttumál og hefur hún rætt viö
yfirverkfræðing umferðardeildar
Reykjavíkurborgar, Guttorm
Þormar, vegna þess. Þá hefur hún
einnig rætt við Ola H. Þórðarson hjá
umferðarráði.
Auðna Hödd býr í vesturbænum,
við Alagranda, og er í Melaskólan-
um. „Eg og vinkonur mínar fórum
aö hugsa þessi mál þegar við vorum
einu sinni á leið í skólann en við
þurfum að nota umferðarljósin við
Melabúöina,” sagði Auðna og bætti
viö: „Eitt sinn könnuðum við þetta
mál sérstaklega og komumst að því
að margir bílstjórar aka af stað á
blikki. Tíminn er því allt of naumur
til dæmis fyrir fatlað fólk. Eg vil því
lengja græna ljósið á kostnað
blikksins.”
Þegar viö bárum baráttu Auðnar
undir Guttorm Þormar sagði hann
LOKI
Hvað ætli margir verði úti
í kosningunum?
að sér hefði þótt þessi ábending
hennar sérlega ánægjuleg.
„Græna ljósið er nú stöðugt í 9
sekúndur fyrir vegfarendur en síðan
byrjar það að blikka, mismunandi
lengi eftir götum. Lengst blikkar þaö
í 18 sekúndur við Elliheimilið Grund
en styst í 10 sekúndur,” sagði
Guttormur, aðspurður.
Hann sagði ennfremur aö ekki
væri hægt að láta græna ljósið vera
lengur stöðugt á þeirri tegund
umferðarljósa sem væru algengust
hér á landi. Þau eru af gerðinni
PELICAN, eru ensk og mikið notuð í
Englandi. „Það er hins vegar hægt
að láta blikkandi grænt vera
lengur,” bætti Guttormur við.
„Það hefur sýnt sig, þar sem ekki
eru blikkljós, að ökumenn verða
óþolinmóðir og aka af stað á rauðu
þegar þeir sjá að vegfarendur eru
komnir yfir götuna. Þess vegna eru
notuð hér blikkljós en þaö verður
aldrei of oft á þaö minnst að þeir
sem eru gangandi eiga réttinn þegar
gult blikkar gagnvart bílstjórum,”
sagðiGuttormur.
Hvemig sem baráttu Auðnar Hödd
lyktar er víst aö hún hefur svo
sannarlega minnt á að fara verður
varlega við umferðarljós.
-JGH.
Nú hafa ríflega 3 milljónir leikhúsgesta sea sýningar Þjóðleikhússins
frá því að það hóf starfsemi sina á sumardaginn fyrsta, 20. apríl,
1950. Það var Gunnar Ingimarsson sem fyllti þriðju milljónina er
hann fór ásamt fjölskyldu sinni igær að sjá Línu langsokk. Hér sést
Lina afhenda Gunnari veglegan blómvöndaf þvi tilefni.
DV-mynd Einar Ólason
Frestum frekar kosningum en hafa aukakjördag, segir dómsmálaráðherra:
Vandinn að smala
kjörgögnum saman
„Það verður slæmt kosningaveöur,
einna verst á Norður- og Norðaustur-
landi,” sagði Þóranna Pálsdóttir
veöurfræöingur í morgun.
„Það verður norðanátt, víða
strekkingur, snjókoma og skafrenn-
ingur fyrir norðan og austan. Þetta
er slæmtmeð tilliti til færðar,” sagði
veðurfræðingurinn.
Ekki eru horfur á veðurbreyting-
um fyrr en á mánudag. Þá gæti að-
eins farið að draga úr norðanáttinni
og hún að verða austlægari.
' „Veðurspáin segir okkur aö það
geti brugðið til beggja vona um að
fólk komist leiðar sinnar,” sagði
Hjörleifur Olafsson vegaeftirlits-
maöur ímorgun.
„Ef veður verður skaplegt á morg-
un, ef það verður ekki blindbylur,
held ég að kosningamar ættu að
ganga. Við þurfum að vísu að nota
snjóbíla í nokkrum sveitum. En fólk
ætti að geta kosið. Við verðum að at-
huga að kjörstaöir eru í hverri sveit
ogþvístutt fyrirfólk aðfara.Söfn-
un atkvæða er svo annaö mál,” sagði
Hjörleifur.
Fulltrúar stjórnmálaflokkanna
hittu Friéjón Þórðarson dómsmála-
ráðherra í morgun tU að ræða að-
gerðir.
„Bráðabirgðalög um aukakjördag
leysa lítinn vanda. Það væri þá held-
ur, eins og sumir hafa orð á, að
fresta kosningunum alveg,” sagði
Friðjónímorgun.
„Sannleikurinn er sá að innan
sveita, í kjördeUdunum, ætti fóUc að
komast á kjörstað. En það getur
orðið erfitt að smala kjörgögnum
saman. Mér sýnist það vera aðal-
vandinn,” sagði ráðherrann.
„Ef veörið lagast ekki þá lítur
þetta Ula út,” sagði Jón Gunnþórs-
_son, héraðsstjóri Vegagerðarinnar í
Norður-Þingeyjarsýslu, í morgun.
„Það er vont veður héma núna og
aðalvegir svo ófærir. Mér líst hreint
ekkert á þetta eins og veður er núna.
Hér er mikið um eldra fóUc sem þarf
náttúrlega að komast en ég tel
ábyrgðarhluta og vafasamt að vera
að fara meö það í einhverja tvísýnu í
snjóbílum,” sagði Jón.
Vegagerðin treysti sér í morgun
ekki tU að hefja snjómðning í Eýja-
firði og Þingeyjarsýslum vegna
veðurs. Nokkuð er ljóst að snjóbíla
verður að nota á Ströndum fyrir
norðan Hólmavík, á Skaga, íFljótum
og víða á norðausturhomi landsins.
-KMU.
skolann, en hún er i Melaskólanum. Og bilarnir sem aka þarna um eru oft afstærrigerðinni eins og mynd-
in ber með sér. Á innfelldu myndinni sjáum við hvar Auðna leggur áherslu á nauðsyn þess að lengja tima
græna karísins. DV-myndir: GVA
„Vil lengja tfma
græna karlsins”
Þrjár milljónir manna
iÞjóðleikhúsið
Kaupir Birkir
„Já. Það er möguleUci á því að ég
kaupi aðra vél. En hvort hún verður
skrásett á Islandi veit ég ekki,” sagöi
Birkir Baldvinsson, siglfirski þotueig-
andinn í Lúxemborg, í samtaU við DV.
„Það er ekki búið aö taka neina
ákvörðun um kaup á annarri þotu. Hitt
er annað mál að við erum búin að fá
marga aðUa sem vilja eiga viðskipti
við okkur. Og ef við getum komið
saman pakka tU að gera þetta þá
myndum við reyna að koma annarri
vél inn í verkefnin,” sagði Birkir.
Eins og komið hefur fram í DV
keypti Birkir DC-8 þotu af Japan
Airlines í byrjun mars síöastliðins
Þotan kom tU Lúxemborgar 19. mars.
Viðhaldsdeild Cargolux hefur nýlokið
við að mála þotuna í Htum Loeh Ness,
fyrirtcekis þess sem Birkir rekur í
Lúxemborg.
„Við förum í flug fljótlega. En ég
hugsa að það verði ekki ákveðið fyrr en
upp úr 27. apríl. Eg er með þennan
samning við Nígeríumanninn. En það
getur verið að hann verði ekki tUbúinn
að nota vélina fyrr en eftir 2—3 vikur.
Þaö gæti farið svo að við færum í
nokkur önnur flug fyrir aðra aðUa í
miUitíðinni. Við erum búin að fá ýmsa
aöra samninga og þaö getur verið að
Nígeríumaðurinn lofi okkur að nota
vélina í þá samninga,” sagði Birkir.
„Eg er mjög bjartsýnn á að þetta
gangi vel. Eg finn það strax að ég hefði
átt að gera þetta fyrir löngu síðan,”
sagði Birkir um hin djörfu þotukaup
sín. -KMU.