Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1983, Blaðsíða 13
DV.FÖSTUDAGUR22. APRlL 1983.
13
UPPBYGGING nSKEUHS
atvinnuuppbyggingar, virðist vera
dýpra á fjármagni til fiskeldis en t.d.
til nýrra skuttogara þó að ekki sé
saman að jafna hvar fjármagnið
myndi skila raunhæfari og betri
ávöxtun fyrir þjóöarbúið.
Islenskir fiskeldismenn eru ekki aö
fara fram á að fá eitt til tvö skuttog-
araverð sem gjafafé á silfurfati heldur
raunhæfa, heilbrigða fjármagnsfyrir-
greiðslu til fyrirtækja sem koma til
með að skila margföldum arði af því
fjármagni aftur í þjóðarbúið.
Eins og málin standa í dag stefnir að
því að þessi atvinnugrein veröi byggð
upp annars vegar af stöndugum hálf-
eriendum fyrirtækjum og hins vegar af
íslenskum kot- og baslbúskap.
Fyrirtæki eins og Isno skilar af sér
svipaðri framleiöslu á ári og verðmæti
ársafla togara. Stofnkostnaður svona
fyrirtækis er aftur á móti ekki nema
sem svarar 10—20% af verði nýs
togara. Aftur á móti byrja þessi fyrir-
tæki ekki að skila tekjum fyrr en eftir
2—4 ár eftir því hvort um er að ræða
eldi eitt sér eða seiðaeldi og hafbeit.
Uppbyggingin, sem átt hefur sér
stað á undanfömum árum, hefur geng-
ið þannig til að ýmist hafa menn verið
að potast af vanefnum og með mikilli
fyrirhöfn við rekstur sem getur ekki
staðið undir sér nema hann sé stækk-
aður tífalt eða hundraöfalt. Eða stofn-
kostnaöur hefur verið klofinn með
stóru átaki og dýrum lánum; þegar
svo kemur út í rekstur og óhjákvæmi-
legir erfiðleikar og ófyrirséður
kostnaður, sem hlýtur að fylgja frum-
rekstri, kemur til, tekur við skulda- og
eymdarbasl. I stað þess að reksturinn
komistá góðan rekspöl á 2—4 árum
meö eölilegri fjármögnun hjá þessum
fyrirtækjum tekur þaö einn til tvo ára-
tugi af basli.
Fiskeldi verður byggt upp á næstu
áratugum á Islandi en eins og horfir
núna verða það ekki Islendingar sem
gera það — það verður gert af útlend-
ingum og erlendu f jármagni.
Skynsamlegasta leiðin út úr stöðunni
í dag er að stjómvöld marki skýra
stefnu um íslenska uppbyggingu fisk-
eldis og veiti til uppbyggingarinnar
nægjanlegu fjármagni á næstu árum
og árangurinn mun ekki láta á sér
standa.
Eyjólfur Friðgeirsson
fiskifræðingur.
HAVBEITING MED LAKS
Aksjer i lovende lakse-ranching foretak pá Island
tilbys til salgs.
For nærmere informasjon Kontakt:
Svona auglýsingar birtast i erlendum blöðum. íslendingar biðja útlendinga
að leggja fá i fiskeldi.
íslendingar eða útlendingar?
„Fiskeldi verður byggt upp á nœstu áratugum á islandi en eins og horfir núna verða það ekki islendingar
sem gera það — það verður gert af útlendingum og erlendu fjármagni."
Ferðamál:
Hvemig standa mál
i höfuðborginni?
Ferðamálin eru af óskiljanlegum á-
stæðum alltaf einhver feimnismál. Þó
getur verið að nú fari eitthvað að rofa
til. Nýlega hefur verið skipuð nefnd,
semá aðfjalla umferðamál, og verður
fróðlegt að fylgjast meö störfum
hennar.
Samt hefur ýmislegt gott verið gert,
sumt sem snýr að feröamönnum og
annað sem snýr jafnt að heima-
mönnum sem gestum. Það er t.d. mjög
gott að velja nýju farfuglaheimili stað
við hliðina á tjaldstæðinu og rétt við
hinafrábæruLaugardalslaug.Þarna er
vel séö fyrir þörfum sparsömustu
gesta okkar. Sundstaðir borgarinnar
eru til fyrirmyndar og koma öllum að
gagni, hebnamönnumsem gestum.
Úrvalið mikið
Það er í rauninni mjög margt við að
vera í Reykjavík. Mikiö er um allskyns
list- og leiksýningar og fjölbreytni í
hljómlist. Sennilega eru fáar borgir á
stærð við Reykjavík, sem geta státaö
af jafnmiklu úrvali á þessu sviði. Það
er nærri þvi sama hvar borið er niður í
menningarmálum, um margt er að
velja íReykjavík.
Matsölustööum hefur stórfjölgað á
síöustu árum og eru margir þeirra til
fyrirmyndar. Listasöfn eru mörg og
þegar Listasafn ríkisins verður tilbúið
við Tjömina batnar aðstaöa þess öll,
svo og Þjóöminjasafnsins við aukið
húsrými. En Náttúrugripasafn vantar
nánast alveg og þyrfti nauðsynlega að
koma sem fyrst. Hvernig væri að velja
því stað í vestanverðum Hljómskála-
garðinum við Bjarkargötu? Af ein-
hverjum ástæðum er Hljómskála-
garðurinn lítið notaður en það mundi
kannski breytast með tilkomu slíks
safns þar. Lág bygging þama ætti ekki
að tmfla aðflug að flugvellinum sem
vafalaust verður kyrr á sínum stað um
næstu framtíð. Ef flytja ætti flug-
völlinn kemur varla annar staöur til
greina en Bessastaðanes og Eskines,
en það er önnur saga.
I Laugardalnum er merkilegur
grasgarður, sem of lítið ber á og of lítið
er sóttur. Hugsanlega mætti gera þar
annan garð og koma fyrir suðrænum
gróðri undir gleri og plasti þar sem
gestir gætu setið í ró og næði og fengið
kaffi eða aörar slíkar veitingar. Væri
þaðekkitil unaðarauka íReykjavík?
Aðþrengt safn
Árbæjarsafn var góð hugmynd að
byggðasafni, en mér finnst þaö of
aðþrengt þar sem það er, og svo er
Arbær enginn sögulegur staður. Það er
hinsvegar Viðey sem Reykjavíkurborg
hefur nú eignast að mestu leyti. Heyrt
hef ég Sigurð Líndal prófessor nefna
austurenda Viðeyjar sem framtíðar-
stað fyrir byggðasafn Reykjavíkur.
Mér virðist það allgóð hugmynd. Aö
öðm leyti getur Viðey verið útivistar-
svæði svo sem margir hafa nefnt. Nú
ferjar Hafsteinn Sveinsson í Viðey við
erfiðar aðstæður, en í framtíðinni gæti
einnig komið göngubrú úr Gufunesi.
Loksins hillir undir smábátahöfn í
Elliðaárvogi og er þaö mál búið að
kosta Snarfaramenn mikla baráttu. I
sambandi viö hana gætu komiö báts-
ferðir um Sundin og jafnvel lengra,
bæði til almennrar skoöunar og til sjó-
stangaveiði og á skak á gamla vísu.
Grænlendingar hafa fyrir löngu tekið
upp útsýnisferðir um sína firði. A
Eiríksfirði er f jöldi góðra báta þar sem
farþegar geta setið við borð undir þilj-
um og samt horft á útsýnið eða viöraö
sig ofan þilja. Möguleikarnir til þjón-
ustu við erlenda sem innlenda ferða-
menn em margvíslegir og bíða fram-
takssamra manna.
Nú er orðið allgott úrval skoðunar-
ferða um Reykjavík og út frá Reykja-
vík, bæði um helgar og aðra daga,
sumt einkum ætlað útlendingum en
annaö erlendum sem innlendum ferða-
mönnum. En vafalaust er margt ónot-
aðra tækifæra á þeim vettvangi, sér-
staklega ef erlendum gestum fjölgaði
verulega.
Skíðalönd Reykjavíkur eru erfið
vegna óstöðugrar veðráttu og það er
staðreynd aö Bláfjöllin em veðravíti.
Þess vegna er þar oftast nægur snjór.
Hengillinn og umfram allt Innstidalur
hafa oröið útundan. Þegar Skiðaskál-
inn var reistur í Hveradölum þótti
Innstidalur æskilegri en vegna fjar-
lægðar frá vegi varð hann að víkja. Nú
er vegagerð orðin auðveldari og nú
ætti Innstidalur að komast aftur á dag-
skrá. Þar er skjól, nægur snjór á vetr-
um, góöar brekkur, víðáttumikið flat-
lendi, kalt vatn, nægur jarðhiti, ölkeld-
ur og engin ný mengunarhætta fyrir
vatnsból eða byggðaár. Innstidalur er
bæði vetrar- og sumariand og þar gæti
í framtíðinni komið skiöahótel og
fjallahótel meö öllum lífsins þægind-
um.
Esja
Höfuðborgarfjallið okkar, Esja,
hlýtur að draga aö sér athygli. Mörg-
um er það ánægjuauki að ganga á f jall-
ið og enn fleirum er hún augnayndi. En
það er auðvelt að gera Esju að enn
meiri almenningseign með því að
koma fyrir dráttarbraut frá Esjubergi
upp á Kambshom vestan undir
Kerhólakambi. Þaðan er auðvelt að
komast alveg upp á Kerhólakamb og
ganga um alla víðáttu Esjunnar, svo
langt sem óskað er, á tveim jafn-
fljótum að sumri til eða á skíöum þeg-
ar snjór er. Nú segja sjálfsagt margir
að ef menn vilja fara upp á Esju séu
þeir ekki of góðir til að ganga þangað.
Mikill meirihluti fólks vill ekki leggja á
sig það erfiði að ganga á f jallið eða get-
ur það ekki af ýmsum orsökum.
Flestir þeirra myndu hinsvegar glaðir
vilja fara með dráttarbraut (teina-
braut) upp á Kambshorn og njóta út-
sýnis þaðan. Hinir, sem kjósa aö
ganga, eiga um nógar aðrar leiðir á
Esju að velja eða gætu hreinlega
gengið við hlið togbrautarinnar. Við
brautarenda á Kambshorni kæmi
veitingastaður með frábæru útsýni yfir
allt Suðvesturland og norður og vestur
um Snæfellsnes með Snæfellsjökul við
hafsbrún.
Viö Höfðaborg í Suður-Afríku er
Table Mountain, ekki ósvipað Esju út-
lits, nema það er brattara (hömrum
EinarÞ. Guðjohnsen
girt) og 150 metrum hærra. Það er
bæjarf jall Höfðaborgar og þangaö upp
má fara með loftstrengjabraut. Uppi
er veitingastaður og frábært útsýni alli
suður á Góðrarvonarhöfða. Stundum
er brautin þó lokuö vegna vinda.
Svisslendingar eru sérfræðingar í
allskyns fjallabrautum, bæði teina- og
loftstrengja. Upp á Pilatus við Luzern
eru brautir af báðum tegundum og
veitinga- og útsýnisstaðir uppi. I
Bemer Oberland eru margar brautir,
ein upp á Schynige Platte, önnur hin
fræga braut í gegnum Eiger fjall upp í
Ungfraujoch og sú þriðja upp á
Schilthom svo að nokkrar séu nefndar.
Nýjasta og hæsta brautin er svo upp á
Litla Matterhom nær því í 4000 metra
hæð yfir sjó. Allar þessar fjallabrautir
em fyrst og fremst til að draga að
ferðamenn enda eru ferðamál alvöm-
málíSviss.
I Noregi hef ég á þrem stööum farið
upp á „bæjarfjöllin” í teinabrautum.
Þessir staðir eru Bergen, Narvik og
Tromsö. Bergen er að vísu stærri borg
en Reykjavík, en bæði Narvik og
Tromsö em snöggtum minni bæir.
Veitingastaður er á fjallinu við Bergen
og svo var einnig í Tromsö, en hann
brann fyrir nokkrum ámm.
Teinabraut upp frá Esjubergi og
veitingastaður á Kambshorni á Esju
gæti orðið mikið aðdráttarafl á höfuð-
borgarsvæðinu.
Einar Þ. Guðjohnsen.