Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1983, Blaðsíða 3
DV.FÖSTUDAGUR22. APRÍL1983.
3
Davíð Oddsson spyr Verðlagsráð:
VERDUR LÖG-
BANNEÐA
LÖGREGLU-
RANNSÓKN
Davíö Oddsson borgarstjóri hefur
ritaö Verölagsráöi bréf þar sem óskaö
er eftir afdráttarlausu svari þegar í
staö um hvort ætlunin sé að fylgja eftir
ákvöröun Verölagsstofnunar um
lögreglurannsókn og nýtt lögbann
vegna fargjaldahækkunar Strætis-
vagna Reykjavíkur 12. febrúar síöast-
liöinn.
Sem kunnugt er lét Verölagsstofnun
setja lögbann á hækkun SVR frá 7.
janúar og boöað var aö lögbann yröi
einnig lagt á hækkun sem gekk í gildi
12. febrúar. Yfirlýsing þess efnis var
birt í dagblööum sem auglýsing.
Borgarstjóri segir í bréfi sínu aö hann
hafi undrast aö engin tilkynning skuli
hafa borist tveimur mánuöum síöar
um að taka ætti málið fyrir hjá borgar-
fógeta eöa rannsóknarlögreglustjóra.
Þegar hann hafi spurst fyrir hjá
þessum embættum hvort krafa hafi
komið frá Verölagsstofnun um lög-
reglurannsókn eöa lögbann hafi því
verið svaraö neitandi. Er því óskaö
eftir skýru svari þar sem borgaryfir-
völd og almenningur eigi heimtingu á
aö vita hvort mark sé takandi á
ákvörðunum Verölagsstofnunar um
svo mikilvægt atriöi.
I bréfi borgarstjóra segir: „Borgar-
yfirvöld hafa ekkert á móti því aö
dómstólar fjalli um málefni borgarinn-
ar en þau una því ekki aö ríkisstofnun
hóti lögreglu og fógeta til aö þvinga
borgina til aðgeröa sem stofnunin
hefur hvorki lagalegan grundvöll, vilja
eöa getu til aö knýja fram.”
Sveinn Bjömsson, formaöur Verö-
lagsráös, vildi hvorki játa því né neita
aö hann heföi fengiö umrætt bréf erDV
leitaöi álits hans á efni þess.
Samkvæmt upplýsingum Magnúsar
Oskarssonar var bréfiö hins vegar sent
á miövikudag. Venja er aö Verðlags-
ráö komi saman tii fundar á miðviku-
dögum en enginn fundur hefur verið
haldinníþessariviku. ÓEF
Revíuleikhúsið
f lytur í Gamla bíó
Revíuleikhúsið mun á næstu dögum
flytja starfsemi sína í Gamla bíó .
Islenska óperan hefur, sem kunnugt
er, yfir því húsnæöi aö ráöa en forráða-
menn hennar og leikhússins hafa nú
undirritaö samning þessa efnis.
„Islenska óperan hefur verið svo
vinsamleg að hliðra til fyrir okkur,”
sagöi Guörún Alfreösdóttir, einn
stjómarmanna Revíuleikhússins. ,,En
þama er aðeins um bráöabirgöalausn
á húsnæðisvanda okkar aö ræða. Viö
eigum aö fara úr Hafnarbíói nú um
mánaðamótin og höfðum því engan
staö til að færa nýju revíuna okkar upp
á. En nú hefur fengist lausn á þeim
vanda og viö munum aö öllu forfalla-
lausu frumsýna hana í Gamla bíói í
byrjunmaí.”
Guörún sagöi ennfremur aö
samningur sá sem forráöamenn
Revíuleikhússins og Islensku ópemnn-
ar heföu undirritað væri aöeins til
mánaðar í senn. Ef sambúöin í Gamla
bíói gengi áfallalaust yröi hann
framlengdur. „Þaö er því alls óvíst
hve lengi viö fáum að vera þama en
við vonumst til aö þaö verði a.m.k. út
þetta leikár, eöa fram í júní,” sagði
Guðrún Alfreðsdóttir. -JSS
Frelsi ífjölmiðlun:
Undirskriftasöfnun
lýkur um helgina
Undirskriftasöfnunin á vegum
áhugamanna um frelsi í fjölmiölun er
nú aö komast á lokastig. Byrjaö veröur
að kalla inn listana eftir næstu helgi og
hefst þá talning. Aö henni lokinni veröa
niöurstööumar afhentar menntamála-
ráðherra.
Aö sögn Hilmars Helgasonar, skipu-
lagsstjóra söfnunarinnar, eru þaö alls
79 aöilar úti á landi sem safna undir-
skriftum, 40 söluturnar á höfuðborgar-
svæöinu hafa lista undir höndum og
um 50 einstaklingar hafa tekið að sér
aö safna undirskriftum hér í Reykja-
vík og nágrenni. Þá hafa og margir
komið á skrifstofu söfnunarinnar til aö
skrifa undir áskorunina.
Hilmar sagöi að erfitt væri aö gera
sér grein fyrir því hve margar undir-
skriftir fengjust en hann giskaöi á 20 til
25þúsundnöfn.
-SþS
Dreif ingarstöð fyrir
egg gæti orðið hagkvæm
— segir Reynir Kristinsson hjá Hagvangi hf.
„Þaö viröist vera hægt aö gera þetta
mjög hagkvæmt bæöi fyrir fram-
leiðendur og neytendur,” sagði Reynir
Kristinsson hjá Hagvangi hf. um
hugsanlega dreifingarstöö á eggjum.
Eins og DV hefur greint frá leitaði
framkvæmdanefnd Sambands eggja-
framleiöenda til fyrirtækisins um aö
gera úttekt á hvort stofnun og rekstur
slíkrar stöövar gæti veriö hagkvæmur
kostur.
Að sögn Reynis hefur Hagvangur
leitaö upplýsinga frá Danmörku,
Noregi og Hollandi um svona
pökkunarstöövar, rekstur þeirra,
stærð og ýmis heilbrigðis- og þjónustu-
atriði. Þær upplýsingar lofuöu mjög
góðu. Enn sé beðið eftir viðbótar-
upplýsingum þannig aö endanlegrar
niöurstööu verði ekki aö vænta fyrr en
aö nokkrum dögum liðnum.
JBH
VIÐ TELJUM
að notaðir
VOLVO
bflar
séu betri
en nýir bflar
af ódýrari
gerðum
VOLVO 244 GL '82
ekinn 6.000, silfursanseraöur, sjálfsk. Verö kr.
355.000
VOLVO 244 DL '82
ekinn 39.000, rauður, beinsk. Verökr. 290.000
VOLVO 244 GL '81
ekinn 35.000, ljósblár, sjálfsk. Verö kr. 298.000
VOLVO 244 GL '80
ekinn 25.000, vínrauður, sjálfsk. Verö kr. 260.000
VOLVO 245 GL '79
ekinn 52.000, grænsanseraður, beinsk. Verð kr.
230.000
VOLVO 244 GL '79
ekinn 44.000, gullsanseraður, beinsk. Verö kr.
205.000
VOLVO 244 DL '78
ekinn 81.000, rauður, beinsk. Verðkr. 160.000
VOLVO 343 DL '79
ekinn 33.000, rauður, beinsk. Verðkr. 145.000
- OPIÐ LAUGARDAGA _ .«■ _» —^
35200" VELTIR
■■■■■■■■■■ SUÐURLANDSBRAUT16
Sérverslun /-- Reiðhjólaverslunin
i meira en
hálfa öld
/a a nciuiiyuiwirc* jimihii p
ORNINNL
Spítalasííg 8 vió Óóinstorg símar: 14661,26888
ÍMIKUJÚEVftLL
DÁRAÁBYEGBÐ
ÁSTELLI.
ÍÁESÁBYRGÐ
Á ÖLLUŒHI
HJðL
ÍSÉEÍLCKKI.