Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1983, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1983, Blaðsíða 28
40 DV. FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 1983. Andlát Kristín Gunnlaugsdóttir frá Gröf lést 12. april 1983. Hún fæddist aö Steins- holti í Gnúpverjahreppi hinn 15. júní áriö 1892. Foreldrar hennar voru Þor- björg Gísladóttir og Gunnlaugur Gunn- arsson. Kristín giftist Arnóri Gísla- syni, hann lést áriö 1957. Þeim varð tveggja barna auöið. Utför Kristínar veröur gerö frá Hrunakirkju í dag kl. 14. Jón Lárusson lést 12. april 1983. Hann fæddist 14. september 1908 í Reykja- vík. Foreldrar hans voru Lárus Jóns- son og Guðríöur Pálsdóttir. Jón giftist Mörtu Hannesdóttur, eignuöust þau 5 börn. Lengst af starfaði Jón sem vél- stjóri á sjónum en hætti sjómennsku áriö 1970 og var eftir þaö starfsmaöur á Borgarsjúkrahúsinu til 73 ára aldurs. Utför hans veröur gerö frá Fríkirkj- unni í dag kl. 13.30. Sigurður Hreinsson, Kársnesbraut 85, veröur jarðsettur frá Fossvogskirkju 25.apríl kl. 15. Jón Júlíusson, Norðurkoti Kjalarnesi, veröur jarösunginn frá Reynivöllum í Kjós föstudaginn 22. apríl kl. 14. Magnúsína Friðriksdóttir, Auöarstræti 5 Reykjavík, andaöist 19. apríl í Landa- kotsspítala. Þuríður Magnúsdóttir lést í Hrafnistu 19. apríl. Ólöf Bjarnadóttir veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. apríl kl. 16.30. Margrét Björnsdóttir, Hlunnavogi 6 Reykjavík, sem lést 10. apríl, veröur jarösungin frá Sauöárkrókskirkju föstudaginn 22. apríl kl. 14. Þorbjörg J. Friðriksdóttir hjúkrunar- kennari lést 12. april 1983. Hún fæddist aö Efra-Koti í Lýtingsstaöahreppi 25. okt. 1933. Foreldrar hennar voru Friörik Jónsson og Soffía Stefánsdótt- ir. Þorbjörg lauk námi frá Hjúkrunar- skóla Islands árið 1955. Þá um haustiö giftist hún eftirlifandi eiginmanni sín- um, Siguröi Kr. Árnasyni. Þau hjón eignuðust 5 syni. Þorbjörg lauk kennaraprófi í hjúkrunarfræöum frá Kennaraháskóla Islands áriö 1979. Síö- ustu árin veitti hún forstööu öldrunar- deild Landspítalans aö Hátúni lOb. Katrín Thorstensen frá Arnardal, Hellubraut 2 Grindavík, verður jarö- sungin frá Grindavíkurkirkju laugar- daginn 23. apríl kl. 14. Sigurður Jón Þorláksson bifreiöastjóri verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 22. apríl kl. 13.30. Ólafur Árnason frá Gimli, Skjólbraut 3 Kópavogi, lést aöfaranótt miöviku- dagsins 20. april aö Sólvangi, Hafnar- firöi. Benedikta Jónsdóttir, Hrafnistu Hafn- arfirði, áöur til heimilis að Reynimel 49, lést þann 19. apríl. Ásmundur Guðmundsson, Grenimel 1, lést 19. apríl. Halldór Sigurbjömsson, Hólmgarði 47, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 20. apríl. Guðleif Bárðardóttir lést 19. þ.m. á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni lOb. Ársæi Gróa Gunnarsdóttir, Vallar- braut 3 Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 22. apríl kl. 14.30. Tilkynningar Finnskar bækur og veggspjöld sýnd í bókasafni IMorræna hússins I tengslum viö finnska viku í Reykjavík sem hefst um næstu helgi, hefur veriö sett upp sýning á bókum, hljómplötum og veggspjöid- um frá Fjnnlandi og er sýning þessi opin kl. 9—19 virka daga og kl. 14—17 sunnudag. Bækurnar eru bæöi á finnsku og sænsku og eru flestar til útlána. Þessi bókasýning er sett upp í samvinnu viö upplýsingamiöstöðina fyrir bókmenntir Finnlands, Information- scentralen för Finlands litteratur eða eins og stofnunin heitir á finnsku: Kirjallissuden tiedotuskeskur og hefur aðalritari stofnunar- innar, Marja-Leena Rautalin, verið til ráðgjafar. Hún hefur bent á nokkrar mjög áhugaverðar bækur útkomnar sl. ár og í ár og meðal þeirra eru eftirfarandi fagbækur: Erik Allardt & Christian Starck: Sprákgranser och samhállsstruktur, sem reyndar kom út 1981. Þar er fjallað um tungu- mál, menningu og þjóðfélagsmál ýmissa þjóðemisminnihluta í Evrópu og þá einkum tekið mið af Finnlandi. Antti Bláfield & Pekka Vuoristo: Maktskiftet, útk. 1982. Þetta er skýrsla um það sem var að gerast fyrir síðustu forsetakosningarnar í Finnlandi og hvernig stjórn Kekkonens færðist til Koivistos. Eino Koivistoinen: Gustav Eriksson. Segelfartygens konung, útk. 1982, Gustav Eiríks- son sigldi um öll heimsins höf í nafni Álands- eyja og Finnlands og 1930—40 var hann einn umsvifamesti seglskipaútgerðarmaður i heimi. Árið 1949 fóru tvö hinna fjórmöstruðu skipa hans fyrir Góðrarvonarhöfða í síðasta sinn á leið til Evrópu. Bókin er mikið mynd- skreytt. Göran Schildt: Det vita bordet, útk. 1982. Göran Schildt, náinn vinur Alvar Aaltos árum saman segir í þessum fyrsta hluta ævisögu Alvar Aaltos frá æskuárum hans í Jyvskylá fram til fyrstu sigra hans á sviði byggingar- listarinnar. Þessi bók hlaut verðiaun í Finnlandi nýlega. Uppslagsverket Finland. Del A-J, út. 1982. I þessu bindi eru staðreyndir um Finnland, menningu, sögu, þjóðfélags- og atvinnuUf. Uppsláttarorö eru 3141, mikið myndefni, kort og uppdrættir. Formaður ritnefndarinnar, sem í eru sérfræðingar á ýmsum sviðum, og prófessor Erik Allardt. 2. og 3. bindi koma út 1983 og 1984. Mjög mikið hefur einnig komið út af £agur- bókmenntum á þessu tímabili, mætti hér nefna eftirfarandi bækur: í gærkvöldi ______ ___________í gærkvöldi Núll núll, jafntefli (Ekkert mark skorað) Nú horfir maöur á Dallas meö dálítiö ööru hugarfari. Eftir aö Qiff Barnes kom til Islands er hann orö- inn fjölskylduvinur flestra fjöl- skyldna á landinu, mannvinur gæddur göfugmennsku og góöu hugarþeli. Spumingunni um tilræðis- mann Jóns Reynis viröist nú svaraö en óvíst er hver greiddi tryggingar- féö fyrir Sue Ellen. Um þaö hef ég þó ákveönar hugmyndir en vegna þess hversu illa mér er viö aö skýrt sé frá efni framhaldsþátta fyrirfram mun ég ekki láta þaö uppskátt en aðeins geta þess aö fyrsti stafurinn byrjar á Dusty. Þetta veröur því spennandi enn um sinn. Þá er rétt aö menn geri sér ekki of mikið far um aö knésetja fatlaða menn og reyni ekki aö bregða fæti fyrir Jón Reyni meir en orðið er. Frambjóöendur í Reykjaneskjör- dæmi sýndu ásjónur sínar á miöviku- dagskvöldiö. Þessir kjördæmaþættir hafa nú opinberaö þaö sem lengi hefur veriö vitaö en ekki fengist viðurkennt. Þingmannaefnin hafa auövitaö engan áhuga á málefnum landsins alls. Þeir beina máli sínu fyrst og fremst til kjósenda sinna og ræöa sérmál hvers kjördæmis. Þetta er vitaskuld eins og framkvæmdin veröur síöan í sölum Alþingis en óneitanlega er ömurlegt að horfa upp á brýn landsmál slitin úr samhengi í kjördæmasnakki. Kjördæmaþætt- irnir hafa í raun veriö markalaust jafntefli eða eins og Bjarni Fel segir gjarnan, „núllnúll, ekkert mark skorað, jafntefli.” I gærmorgun var ég vaknaður snemma af heimilislegum ástæöum. Mér varö þá á aö heyra morguntón- leika. Flutt var Sinfónía númer eitt í bé dúr ópus 38, Vorhljómkviðan eftir Robert Schumann. Nýja Fílharmoníuhljómsveitin í Lundúnum lék undir stjóm Ottós Klemperer. Þetta kom ágætlega út í gamla feröaviötækinu mínu þótt mér finnist Ottó oft hafa tekist betur upp. Einhverjir skruöningar fylgdu líka sem ég man ekki eftir í flutningi Gömlu Fílharmoníuhljómsveitar- innar. Mér var hún ávallt hugleikin. Raunar er gagnslítið aö heyra Vor- hljómkviöuna í útvarpsviðtæki eftir að hafa hlýtt á hana í stórkostlegum hljómleikasal í Brakon höllinni. Annars er allt í góöu, maður slapp viö kariakór raddlausra kvenna og svoleiðis dót. Óskar Magnússon Bo Carpelan: Dagen vánder. Dikter, út. 1983. Bo Carpelan, sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1977, er þekktur á Norður- löndum tyrir ljóð sín, frásagnir, útvarps- leikrit og barnabækur og ein þeirra kom út í íslenskri þýðingu sl.ár, bókin Boginn. I ráði er að þýða á íslensku aðra barnabók eftir hann og einnig kvæði. Ljóðasafnið Dagen vánder hefur hlotið einróma hrós gagnrýnenda, sem jafnvel hafa gengiö svo langt að segja, að bók- in sé besta ljóðabók sem hafi komið út á Norðurlöndum sl. áratug. Tua Forsström: September, út. 1983. Þetta er þriðja ljóðabók ungrar, efnilegrar skáldkonu og hefur fengið afburða viðtökur bæði í Finnlandi og Svíþjóð. Eeva Kilpi: Bröllopsdansen, útk. 1982. Eeva Kilpi er mjög vinsæl í Svíþjóð og Danmörku m.a. fyrir ástarljóð sín. I skáldsögunni „Bröllopsdansen” tekur hún upp efni, sem henni hefur verið mjög hugleikið í kvæðum sínum — ást miðaldra konu og afstöðu hennar til „samferðafólks” sins. Pentti Saarikoski: Spela upp til dans. En diktsvit, útk. '82. Þetta kvæöasafn er annars hluti kvæðasamstæðna, en þær hófust með ljóðabókinni Dansgolvet pá berget. Pentti Saarikoski er eitt þekktasta ljóöskáld Finna og hefur sent frá sér fjölmargar bækur og margar þeirra hafa verið þýddar á ýmsar tungur. Márta Tikkanen: Sofias egen bok, útk. 1982. Bók þessi fjallar um það, hvernig er að lifa með fötluðu barni. Sú fötlun, sem háir Sofíu kallast MBD og þýðir nánast truflun eða skemmd á heila. Höfundi tekst að lýsa þeirri óró sem þjáði fjölskyldu Sofíu fyrstu átta árin, áður en sjúkdómur hennar var greindur. 10 Finska pjáser, út. 1983 i ritröðinni Dramat. En spegel, sem gefin er út af Norræna leikhúsráðinu. I þessu hefti eru 10 vinsæl finnsk og finnlands sænsk leikrit, sem veita góð innsýn í finnska leikritagerð, bæði að gömlu og nýju. 1 bókasafni Norræna hússins er einnig allstórt hljómplötusafn, þar sem margt er til útlána og á finnsku vikunni verður leikin finnsk tónlist þegar tækifæri gefast, og má nefna nýkomnar finnskar plötur sem svo með söngkonunum Arja Saijonmaa og Barbara Helsingius, samískar plötur sem samíski listamaðurinn Nils Aslak Vaikeapáá hefur sungið inn á, finnskar jassplötur, plötur, þar sem Vesa-Matti Loiri, mjög vinsæll lista- maður, syngur kvæði eftir eitt ástsælasta þjóðskáld Finna, Eino Leino, og ótal margar aðrar. Á finnsku vikunni verða einnig kvikmynda- sýningar í Norræna húsinu og verða þær um miðjan daginn (kl. 16—17) frá þriðjudeginum 26. apríl til föstudagsins 29. apríl í sam- komusal Norræna hússins. Happdrætti Dregið var í almanakshappdrætti Landssam- takanna Þroskahjálpar 15. april sl. Vinningur kom á nr. 54269. Osóttir vinningar á árinu eru vinningur í janúar nr. 574, mars nr. 33243. Osóttir vinningar á árinu 1982 eru í júni nr. 70399, sept. 101286, okt. 113159, nóv. 127802, des.137171: Háskólafyrirlestur Höskuldur Þráinsson prófessor og Kristján Árnason lektor flytja opinberan fyrirlestur á vegum heimspekideildar Háskóla Islands laugardaginn 23. april 1983 kl. 14 í stofu 201 í Árnagarði. Fyrirlesturinn fjallar um málfar Vestur- Skaftfellinga og er fimmti fyrirlesturinn í röð fyrirlestra um rannsóknir á vegum heim- spekideildar á vormisseri 1983. öllum er heimill aðgangur. Kvenfélag Neskirkju verður með kaffisölu og basar á kosningadag- inn, laugardaginn 23. apríl kl. 15.00 í safnaðar- heimili kirkjunnar. Tekið verður á móti kök- um og basarmunum frá kl. 11 á laugardags- morgun. Frá Félagi Snæfell- inga og Hnappdæla í Reykjavík Vegna alþingiskosninganna fellur niður fyrir- hugað spila- og skemmtikvöld félagsins sem átti að vera 23. þ.m. Norræna húsið Bókasafn opið mánud.—laugard. 13—19, sunnud. 14—17. Kaffistofa — opin mánud,—laugard. 9—18, sunnud. 12—18. Bókasafn — opið mánud.—laugard. 13—19, sunnud. 14—17. Skrifstofa — opin mánud.—föstud. 9—16.30. Sýningasalur — opinn 14—19/22. NORRÆNA HÚSIÐ við Hringbraut: Þar stendur yfir sýning um leynilega blaðaútgáfu í Noregi og þátt hennar í norskri andspymu- hreyfingu meðan á hernámi Noregs stóð, 1940—45. Sýningin er að meginhluta byggð á efni af sýningu sem háskólabókasafnið í Osló setti upp vorið 1980 en sú sýning var síðan m.a. sýnd í Frihedmuseet (frelsisafninu) í Kaupmannahöfn. Að sýningunni standa auk háskólabókasafnsins í Osló og félags leyni- legu blaðaútgáfunnar, sendiráð Noregs á Islandi, Landsbókasafn Islands og Norræna húsið. Sýningin stendur út apríl og er öllum opin á venjulegum opnunartíma hússins. Á laugardag opnar Þórður Hall sýningu á málverkum og teikningum í kjallara Norræna hússins. Sýningarnar standa út mánuðinn. BROADWAY: Á föstudags- og laugardags- kvöld verður Broadway-ballettinn sýndur, dansparið Kara og Reynir taka snúninga, Jón Axel stýrir plötunum á fóninn á föstudags- kvöldi en GísU Sveinn á laugardagskvöldi. KLÚBBURINN: A föstudags- og laugardags- kvöld mun hljómsveitin Goðgá halda uppi fjörinu ásamt tveim diskótekum. Þroskahjálp á Suðurnesjum Sem kunnugt er starfrækir Þroskahjálp á Suðurneskum endurhæfingarstöð að Suður- vöUum 9 í Keflavík. Félaginu var jafnframt úthlutuð lóð nr. 7 við SuðurveUi. Þegar að lokinni byggingu endurhæfingarstöðvarinnar var farið að huga að byggingu seinna hússins. Sótt var um lán úr Framkvæmdasjóði þroska- heftra og öryrkja, en því miður fékkst fyrir- greiðsla ekki. Þrátt fyrir það var hafist handa og er nú lokið við sökkul hússins. Auk þess sem gengið hefur verið að mestu leyti frá lóðum beggja húsanna. Samningar voru gerðir við Húsein- ingar hf. á Siglufirði um kaup á samskonar húsi og fyrir er og er það tilbúið til afhend- ingar. I húsinu er fyrirhuguð skammtíma- vistun og dagvistun. VelvUji og áhugi Suðurnesjamanna fyrir framgangi Þroskahjálpar á Suðumesjum hefur verið megingrundvöllur fyrir því að félaginu hefur reynst mögulegt að leggja út í þessar byggingarframkvæmdir. Munar þar að sjálfsögðu mest um framlög ýmissa fyrir- tækja og félagasamtaka, sem hafa lagt fram háar upphæðir er runnið hafa beint til fram- kvæmdanna. Auk þess hefur fjöldi framlaga borist frá einstaklingum, bæði í formi pen- ingagjafa og vinnu. öllum þeim fjölmörgu sem lagt hafa Þroskahjálp á Suðurnesjum lið á undan- förnum árum, eru færðar alúðarþakkir. Án þeirrar hjálpar hefðu þessar framkvæmdir aldrei orðið að veruleika. Fundir Kvenfélag Neskirkju verður með kaffisölu og basar á kosningadag- inn, laugardaginn 23. apríl, kl. 15.00 í safnað- arheimili kirkjunnar. Tekið verður á móti kökum og basarmunum frá kl. 11.00 á laugar- dagsmorgun. Aðalfundir Aðalfundur hf. Skallagríms verður haldinn laugardaginn 30. apríl 1983 kl. 14 að Heiðarbraut 40 Akranesi (bókasafn Akraness). Dagskrá: I. Venjuleg aðalfundar- störf, II. Hlutafjármál (tillaga um innköllun eldri hlutabréfa og útgáfu nýrra hlutabréfa), Ill.önnurmál. Málarafélag Reykjavíkur Aðalfundur Málarafélags Reykjavíkur verður haldinn að Lágmúla 5, fimmtudaginn 28. apríl kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf, 2. önnur mál. Stjórnin Aðalfundur Snarfara verður haldinn í húsi Slysavamafélags Islands fimmtudaginn 21. apríl 1983 og hefst kl. 14.00. Dagskrá samkvæmt félagslögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 90. tölublað (22.04.1983)
https://timarit.is/issue/189339

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

90. tölublað (22.04.1983)

Aðgerðir: