Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1983, Qupperneq 8
8
Úflönd
Útlönd
Útlönd
DV. FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 1983.
Utlönd
Koivisto í
heimsókn í
Danmörku
ÞRÍR RÚSSAR STAÐN-
IR AÐ NJÓSNUM í USA
—einn gripinn við að sækja njðsnaf ilmur úr leyni „pðstkassa”
Bandaríkin hafa vísað þrem sovésk-
um embættismönnum úr landi. Einn
þeirra var diplómat sem gripinn haföi
verið með filmu sem hafði að geyma
myndir af leyniskjölum bandarísku
stjórnarinnar.
Alríkislögreglan (FBI) tilkynnti í
gær að Yevgeniy Barmyantsev (39
ára), aðstoðarhermálafulltrúi við
sovéska sendiráðið í Washington, og
Aleksander Mikheyev (44 ára), í
sovésku sendinefndinni hjá Sameinuöu
þjóðunum í New York, hefði veriö
vísaðúrlandi.
Oleg Konstantionov (33 ára), þriðji
ritari við sendinefndina hjá Sameinuðu
þjóðunum, er þegar farinn úr landi.
Barmyantsev er sagður uppvís að
því að hafa reynt að ráða á mála hjá
sér Bandaríkjamenn sem aðgang
höfðu að leyndarmálum. Sagt er að
hann hafi veriö staðinn að því aö næt-
urþeli um síðustu helgi að sækja filmu í
leyni „póstkassa” við rætur trés í
Maryland.
Þetta voru átta filmurúllur af ófram-
kallaðri 35 mm filmu sem geymd var í
grænum plastpoka. Filmurnar
geymdu leyniskjól bandarisku stjórn-
arinnar. — Talsmaður FBI hefur ekki
viljaö svar því hvort vitað sé hver falið
hafi f ilmupokana undir trénu.
Mikheyev, sem var að ljúka þriggja
mánaða þjónustu hjá Sameinuðu þjóð-
unum, gaf sig nýlega á tal við að-
stoðarmanneskju Olympíu Snowe,
þingsmanns í Maine, og falaðist eftir
skjali þar sem fjallað var um sam-
skipti Bandarikjanna og Sovétríkj-
anna. Mæltu þeir sé mót, sem að-
stoðarmaöurinn lét FBI vita um og var
fundurinn hleraður.
Konstantinov átti stefnumót á Long
Island við bandarískan borgara en af
honum vildi Konstantinov kaupa
leyndarmál úr geimferðaiðnaðinum og
vopnaframleiðslunni. Það vildi þó svo
til að Bandaríkjamaðurinn var leyni-
erindreki á snærum FBI.
Fyrir skemmstu vísuðu Frakkar 47
sovéskum diplómötum, blaðamönnum
og verslunarfulltrúum úr landi.
Bretland, Spánn og Italía hafa einnig
vísaö sovéskum diplómötum úr landi á
síðustu vikum. En allar þessar brott-
vísanir eru sagðar eiga rætur aö rekja
til njósna Rússanna.
— I fyrra var 49 sovéskum embættis-
mönnum vísaö burt hér og þar í heim-
inum fyrir njósnir en aöeins 27 árið áð-
ur.
Inga Huld í K-höfn:
Koivisto, Finnlandsforseti og frú
hans Taomi Tellervo, ljúka í dag opin-
berri heimsókn í Danmörku í blíðasta
veöri.
Koivisto hefur látiö í ljósi áhyggjur
yfir aö Danir muni fjarlægjast Finna
vegna þátttöku sinnar í efnahags-
bandalaginu. Þótt blöðin hér í Höfn
hafi fremur lítið skrifað um heim-
sóknina er danski utanríkisráöherr-
ann, Ellemann-Jensen, sagöur feginn
að fá tækifæri til að f ræöast um viðhorf
Finna, ekki síst með tilliti til hins
volduga nágranna þeirra í austri.
Ný stjórn hefur enn ekki verið
mynduð í Finnlandi eftir kosningamar í
í síðasta mánuði en búist er við stjórn-
arsamstarfi flokkanna þriggja, sósíal-
demókrata, miðflokksins og sænska
þjóðarflokksins.
I tilefni heimsóknarinnar er haldin
sýning á finnskri málaralist á Statens
Museum for Kunst og önnur á hönnun
og nytjalist í Illums Bolighús á
Strikinu.
Guðmundur
Pétursson
og
ÓlafurB.
Guðnason
Reyna að friða Bonn
A-þýska sjónvarpið birti í gær-
kvöldi langt og ítarlegt viðtal við
lækninn sem rannsakaði banamein
Rudolfs Burkerts, en hann varð
bráðkvaddur í y firhey rslum toll- og
landamæravarða við Berlínarmúr-
inn.
V-þýsk stjómvöld höfðu krafiö A-
Berlín skýringa á torkennilegum
sárum sem fundist höfðu á höndum
og höfði hins látna, þótt ekki væru
bornar brigður á að hjartaáfall
hefði verið dánarorsökin. — Hefur
málið valdiö miklu fjaðrafoki í V-
Þýskalandi.
Sjónvarpsviðtalið í gærkvöldi
þykir benda til þess að a-þýska
stjórnin vilji mikið á sig leggja til
þess að viðhalda betri grannskap
frændþjóðanna, eins og upp hófst
eftir „austurstefnu” Willys
Brandts kanslara.
Skýringarnar á sárum Burkerts
segja a-þýsk yfirvöld vera þær að
þegar hann fékk hjartaslagið féll
hann af stól og á glóðheitan kyndi-
ofn.
ftalska stjómin að
falfff komin vegna
sósíalistanna
ttalía virðist á leið inn í enn eina
stjórnarkreppuna en sósíalistar em
sagðir á báöum áttum um hvort þeir
rjúfi samstarfiö í samsteypustjórn
Amintore Fanfani og knýi fram
kosningar.
Miðstjóm sósíalistaflokksins kemur
saman til fundar í dag en á honum
veltur hvað ofan á verður hjá Bettino
Craxi, leiðtoga flokksins, og hans
helstu ráðgjöfum.
Sósíalistar hafa áður orðið til þess að
fella samsteypustjórnir en þeim hefur
ekki til þessa tekist að ná til sín for-
sætisráðuneytinu frá hægrisinnaðri
flokkum.
Almennir flokksmenn leggja mjög
aö forystumönnum sinum aö auka hlut
sósíalistaflokksins í stjórninni, en
einkanlega að gera þó eitthvað sem
aukið gæti fylgi flokksins meðal kjós-
enda. Sósíalistar fengu innan viðlO%
atkvæða í kosningunum 1979 á meðan
kristilegir demókratar fengu 38% og
kommúnistar, sem em í stjómarand-
stöðu, fengu yfir 30%.
Búist er við því að Craxi leggi að
miðstjórn flokksins að samþykkja að'
flokkurinn dragi sig út úr samsteypu-
stjóminni og stefnt verði að kosningum
í júní.
Forseti kristilegra demókrata,
Flaminio Piccoli, sagði fréttamönnum
í gær að ekkert nema kraftaverk gæti
bjargaðstjóminni frá falli.
Rússar kalla
mmmmrnmmmmmmmmmmmmmmi^mmmmmmmmmmmmmam^mmmKmmmmmmmmmmmma^m
geimfar
til jarðar
Sovétmenn hafa aflýst fyrirhugaðri
tengingu Soyuzgeimfars við Saljut-
geimstöð. Hefur þriggja manna áhöfn
skipaö að snúa aftur til jarðar.
Geimfararnir þrír áttu í gær eða í
dag að tengja geimfar sitt Saljut-geim-
stöðinni og fara þar um borð. Mun það
nokkuð flókin framkvæmd. Moskvuút-
varpið hafði sagt í gær að þeir væru að
undirbúa tenginguna en síðan leiö
langur tími án frekari frétta.
Þykir víst að einhver tæknilegur
afturkippur eða galli hindri þennan
þátt geimferðarinnar. Moskvuútvarp-
iö segir að Soyuz-geimfarið hafi farið
af réttri stefnu.
Þegar er fyrir, tengd við Saljut-7-'
geimstöðina, farmflutningaferja og ef
Soyuz T—8 hefði einnig tengst við
geimstöðina heföi þetta verið flóknasta
og stærsta samsetning Rússa úti í
geimnumtil þessa.
Kvennulistinn í Reykjavíh er til húsa að Hverfisgötu 50,
3. hæð, símar 13725,24430og 17730. Opið alla daga
frá 9—19. Gírónúmer 25060-0. Valið er X-V